Keflavík í lokaúrslitin eftir sex stiga sigur í Ljónagryfjunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. apríl 2010 18:19 Það var hart barist í Ljónagryfjunni í kvöld. Mynd/Vilhelm Keflvíkingar eru komnir í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn í sjötta sinn á síðustu níu árum eftir sex stiga sigur á nágrönnum sínum í Njarðvík, 89-83 í Ljónagryfjunni í kvöld. Keflavík vann einvígið þar með 3-1 og mætir annaðhvort KR eða Snæfelli í úrslitunum. Keflvíkingar voru með frumkvæðið nær allan leikinn. Baráttuglaðir Njarðvíkingar héldu sér inn í leiknum en náðu aldrei að vinna upp þrettán stiga forskot sem Keflavíkurliðið náði í upphafi annars leikhluta. Draelon Burns innsiglaði sigurinn með þriggja stiga körfu af Njarðvíkurmerkin, langt fyrir utan, þegar 20 sekúndur voru eftir af leiknum. Keflavík var aðeins á undan í upphafi og tók síðan frumkvæðið með góðum spretti um miðjan hálfleikinn. Hörður Axel Vilhjálmsson setti niður tvær þriggja stiga körfur og átti hraðaupphlaupsstoðsendingu í millitíðinni og Keflavík breytti stöðunni úr 11-12 í 11-20. Njarðvíkingar voru hinsvegar duglegir í sóknafráköstunum í fyrsta leikhluta og tíu sóknafráköst liðsins áttu mestan þátt í því að liðið var aðeins tveimur stigum undir, 24-26, eftir fyrsta leikhlutann. Friðrik Stefánsson átti glæsilega troðslu í upphafi annars leikhluta og minnkaði með því muninn í tvö stig, 26-28. Í stað þess að kveikja í sínum mönnum með þessum tilþrifum þá fóru Keflvíkingar á mikið flug og skoruðu 11 næstu stig leiksins og komust mest þrettán stigum yfir. Njarðvík skoraði ekki tæpar fjórar mínútur og komust lítið áleiðs gegn sterkri vörn Keflavíkur eins og oft áður í einvíginu. Njarðvík náði góðum kafla í lok annars leikhluta og 8-2 sprettur náði muninum niður í fimm stig, 44-39, en Keflavík fékk víti og svo körfu eftir sóknarfrákast í blálokin og var átta stigum yfir í hálfleik, 47-39. Keflavík byrjaði seinni hálfleikinn vel og komst mest fjórtán stigum yfir, 62-48 en Magnús Þór Gunnarsson og Egill Jónasson komu grimmir inn af bekknum og komu muninum niður í sex stig, fyrir lokaleikhlutann. Egill átt þarna tvær troðslur og Magnús skoraði 8 stig á stuttum tíma. Gunnar Einarsson skoraði fimm mikilvæg stig fyrir Keflavík í lok leikhlutans og þau vógu þungt þegar Keflavík var að verjast þessu áhlaupi Njarðvíkinga. Keflavík var 69-63 fyrir fjórða leikhlutann. Njarðvíkingar börðust hetjulega í lokaleikhlutanum og náðu að minnka muninn en tókst aldrei að jafna leikinn eða komast yfir. Nick Bradford og Magnús Þór Gunnarsson reyndu allt sem þeir gátu í lokin en Keflvíkingar voru bara of sterkir. Njarðvík-Keflavík 83-89 (39-47) Stig Njarðvíkur: Nick Bradford 20/6 fráköst/7 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 17, Jóhann Árni Ólafsson 11, Friðrik E. Stefánsson 7/8 fráköst, Egill Jónasson 7, Rúnar Ingi Erlingsson 7, Páll Kristinsson 7/7 fráköst, Kristján Rúnar Sigurðsson 3, Guðmundur Jónsson 2/6 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 2.Stig Keflavíkur: Draelon Burns 21/6 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 20/5 stoðsendingar, Uruele Igbavboa 20/6 fráköst, Gunnar Einarsson 12/5 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 11/14 fráköst, Sverrir Þór Sverrisson 3, Jón Nordal Hafsteinsson 2/5 fráköst. Dominos-deild karla Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Sjá meira
Keflvíkingar eru komnir í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn í sjötta sinn á síðustu níu árum eftir sex stiga sigur á nágrönnum sínum í Njarðvík, 89-83 í Ljónagryfjunni í kvöld. Keflavík vann einvígið þar með 3-1 og mætir annaðhvort KR eða Snæfelli í úrslitunum. Keflvíkingar voru með frumkvæðið nær allan leikinn. Baráttuglaðir Njarðvíkingar héldu sér inn í leiknum en náðu aldrei að vinna upp þrettán stiga forskot sem Keflavíkurliðið náði í upphafi annars leikhluta. Draelon Burns innsiglaði sigurinn með þriggja stiga körfu af Njarðvíkurmerkin, langt fyrir utan, þegar 20 sekúndur voru eftir af leiknum. Keflavík var aðeins á undan í upphafi og tók síðan frumkvæðið með góðum spretti um miðjan hálfleikinn. Hörður Axel Vilhjálmsson setti niður tvær þriggja stiga körfur og átti hraðaupphlaupsstoðsendingu í millitíðinni og Keflavík breytti stöðunni úr 11-12 í 11-20. Njarðvíkingar voru hinsvegar duglegir í sóknafráköstunum í fyrsta leikhluta og tíu sóknafráköst liðsins áttu mestan þátt í því að liðið var aðeins tveimur stigum undir, 24-26, eftir fyrsta leikhlutann. Friðrik Stefánsson átti glæsilega troðslu í upphafi annars leikhluta og minnkaði með því muninn í tvö stig, 26-28. Í stað þess að kveikja í sínum mönnum með þessum tilþrifum þá fóru Keflvíkingar á mikið flug og skoruðu 11 næstu stig leiksins og komust mest þrettán stigum yfir. Njarðvík skoraði ekki tæpar fjórar mínútur og komust lítið áleiðs gegn sterkri vörn Keflavíkur eins og oft áður í einvíginu. Njarðvík náði góðum kafla í lok annars leikhluta og 8-2 sprettur náði muninum niður í fimm stig, 44-39, en Keflavík fékk víti og svo körfu eftir sóknarfrákast í blálokin og var átta stigum yfir í hálfleik, 47-39. Keflavík byrjaði seinni hálfleikinn vel og komst mest fjórtán stigum yfir, 62-48 en Magnús Þór Gunnarsson og Egill Jónasson komu grimmir inn af bekknum og komu muninum niður í sex stig, fyrir lokaleikhlutann. Egill átt þarna tvær troðslur og Magnús skoraði 8 stig á stuttum tíma. Gunnar Einarsson skoraði fimm mikilvæg stig fyrir Keflavík í lok leikhlutans og þau vógu þungt þegar Keflavík var að verjast þessu áhlaupi Njarðvíkinga. Keflavík var 69-63 fyrir fjórða leikhlutann. Njarðvíkingar börðust hetjulega í lokaleikhlutanum og náðu að minnka muninn en tókst aldrei að jafna leikinn eða komast yfir. Nick Bradford og Magnús Þór Gunnarsson reyndu allt sem þeir gátu í lokin en Keflvíkingar voru bara of sterkir. Njarðvík-Keflavík 83-89 (39-47) Stig Njarðvíkur: Nick Bradford 20/6 fráköst/7 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 17, Jóhann Árni Ólafsson 11, Friðrik E. Stefánsson 7/8 fráköst, Egill Jónasson 7, Rúnar Ingi Erlingsson 7, Páll Kristinsson 7/7 fráköst, Kristján Rúnar Sigurðsson 3, Guðmundur Jónsson 2/6 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 2.Stig Keflavíkur: Draelon Burns 21/6 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 20/5 stoðsendingar, Uruele Igbavboa 20/6 fráköst, Gunnar Einarsson 12/5 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 11/14 fráköst, Sverrir Þór Sverrisson 3, Jón Nordal Hafsteinsson 2/5 fráköst.
Dominos-deild karla Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Sjá meira