Keflavík í lokaúrslitin eftir sex stiga sigur í Ljónagryfjunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. apríl 2010 18:19 Það var hart barist í Ljónagryfjunni í kvöld. Mynd/Vilhelm Keflvíkingar eru komnir í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn í sjötta sinn á síðustu níu árum eftir sex stiga sigur á nágrönnum sínum í Njarðvík, 89-83 í Ljónagryfjunni í kvöld. Keflavík vann einvígið þar með 3-1 og mætir annaðhvort KR eða Snæfelli í úrslitunum. Keflvíkingar voru með frumkvæðið nær allan leikinn. Baráttuglaðir Njarðvíkingar héldu sér inn í leiknum en náðu aldrei að vinna upp þrettán stiga forskot sem Keflavíkurliðið náði í upphafi annars leikhluta. Draelon Burns innsiglaði sigurinn með þriggja stiga körfu af Njarðvíkurmerkin, langt fyrir utan, þegar 20 sekúndur voru eftir af leiknum. Keflavík var aðeins á undan í upphafi og tók síðan frumkvæðið með góðum spretti um miðjan hálfleikinn. Hörður Axel Vilhjálmsson setti niður tvær þriggja stiga körfur og átti hraðaupphlaupsstoðsendingu í millitíðinni og Keflavík breytti stöðunni úr 11-12 í 11-20. Njarðvíkingar voru hinsvegar duglegir í sóknafráköstunum í fyrsta leikhluta og tíu sóknafráköst liðsins áttu mestan þátt í því að liðið var aðeins tveimur stigum undir, 24-26, eftir fyrsta leikhlutann. Friðrik Stefánsson átti glæsilega troðslu í upphafi annars leikhluta og minnkaði með því muninn í tvö stig, 26-28. Í stað þess að kveikja í sínum mönnum með þessum tilþrifum þá fóru Keflvíkingar á mikið flug og skoruðu 11 næstu stig leiksins og komust mest þrettán stigum yfir. Njarðvík skoraði ekki tæpar fjórar mínútur og komust lítið áleiðs gegn sterkri vörn Keflavíkur eins og oft áður í einvíginu. Njarðvík náði góðum kafla í lok annars leikhluta og 8-2 sprettur náði muninum niður í fimm stig, 44-39, en Keflavík fékk víti og svo körfu eftir sóknarfrákast í blálokin og var átta stigum yfir í hálfleik, 47-39. Keflavík byrjaði seinni hálfleikinn vel og komst mest fjórtán stigum yfir, 62-48 en Magnús Þór Gunnarsson og Egill Jónasson komu grimmir inn af bekknum og komu muninum niður í sex stig, fyrir lokaleikhlutann. Egill átt þarna tvær troðslur og Magnús skoraði 8 stig á stuttum tíma. Gunnar Einarsson skoraði fimm mikilvæg stig fyrir Keflavík í lok leikhlutans og þau vógu þungt þegar Keflavík var að verjast þessu áhlaupi Njarðvíkinga. Keflavík var 69-63 fyrir fjórða leikhlutann. Njarðvíkingar börðust hetjulega í lokaleikhlutanum og náðu að minnka muninn en tókst aldrei að jafna leikinn eða komast yfir. Nick Bradford og Magnús Þór Gunnarsson reyndu allt sem þeir gátu í lokin en Keflvíkingar voru bara of sterkir. Njarðvík-Keflavík 83-89 (39-47) Stig Njarðvíkur: Nick Bradford 20/6 fráköst/7 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 17, Jóhann Árni Ólafsson 11, Friðrik E. Stefánsson 7/8 fráköst, Egill Jónasson 7, Rúnar Ingi Erlingsson 7, Páll Kristinsson 7/7 fráköst, Kristján Rúnar Sigurðsson 3, Guðmundur Jónsson 2/6 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 2.Stig Keflavíkur: Draelon Burns 21/6 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 20/5 stoðsendingar, Uruele Igbavboa 20/6 fráköst, Gunnar Einarsson 12/5 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 11/14 fráköst, Sverrir Þór Sverrisson 3, Jón Nordal Hafsteinsson 2/5 fráköst. Dominos-deild karla Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
Keflvíkingar eru komnir í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn í sjötta sinn á síðustu níu árum eftir sex stiga sigur á nágrönnum sínum í Njarðvík, 89-83 í Ljónagryfjunni í kvöld. Keflavík vann einvígið þar með 3-1 og mætir annaðhvort KR eða Snæfelli í úrslitunum. Keflvíkingar voru með frumkvæðið nær allan leikinn. Baráttuglaðir Njarðvíkingar héldu sér inn í leiknum en náðu aldrei að vinna upp þrettán stiga forskot sem Keflavíkurliðið náði í upphafi annars leikhluta. Draelon Burns innsiglaði sigurinn með þriggja stiga körfu af Njarðvíkurmerkin, langt fyrir utan, þegar 20 sekúndur voru eftir af leiknum. Keflavík var aðeins á undan í upphafi og tók síðan frumkvæðið með góðum spretti um miðjan hálfleikinn. Hörður Axel Vilhjálmsson setti niður tvær þriggja stiga körfur og átti hraðaupphlaupsstoðsendingu í millitíðinni og Keflavík breytti stöðunni úr 11-12 í 11-20. Njarðvíkingar voru hinsvegar duglegir í sóknafráköstunum í fyrsta leikhluta og tíu sóknafráköst liðsins áttu mestan þátt í því að liðið var aðeins tveimur stigum undir, 24-26, eftir fyrsta leikhlutann. Friðrik Stefánsson átti glæsilega troðslu í upphafi annars leikhluta og minnkaði með því muninn í tvö stig, 26-28. Í stað þess að kveikja í sínum mönnum með þessum tilþrifum þá fóru Keflvíkingar á mikið flug og skoruðu 11 næstu stig leiksins og komust mest þrettán stigum yfir. Njarðvík skoraði ekki tæpar fjórar mínútur og komust lítið áleiðs gegn sterkri vörn Keflavíkur eins og oft áður í einvíginu. Njarðvík náði góðum kafla í lok annars leikhluta og 8-2 sprettur náði muninum niður í fimm stig, 44-39, en Keflavík fékk víti og svo körfu eftir sóknarfrákast í blálokin og var átta stigum yfir í hálfleik, 47-39. Keflavík byrjaði seinni hálfleikinn vel og komst mest fjórtán stigum yfir, 62-48 en Magnús Þór Gunnarsson og Egill Jónasson komu grimmir inn af bekknum og komu muninum niður í sex stig, fyrir lokaleikhlutann. Egill átt þarna tvær troðslur og Magnús skoraði 8 stig á stuttum tíma. Gunnar Einarsson skoraði fimm mikilvæg stig fyrir Keflavík í lok leikhlutans og þau vógu þungt þegar Keflavík var að verjast þessu áhlaupi Njarðvíkinga. Keflavík var 69-63 fyrir fjórða leikhlutann. Njarðvíkingar börðust hetjulega í lokaleikhlutanum og náðu að minnka muninn en tókst aldrei að jafna leikinn eða komast yfir. Nick Bradford og Magnús Þór Gunnarsson reyndu allt sem þeir gátu í lokin en Keflvíkingar voru bara of sterkir. Njarðvík-Keflavík 83-89 (39-47) Stig Njarðvíkur: Nick Bradford 20/6 fráköst/7 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarsson 17, Jóhann Árni Ólafsson 11, Friðrik E. Stefánsson 7/8 fráköst, Egill Jónasson 7, Rúnar Ingi Erlingsson 7, Páll Kristinsson 7/7 fráköst, Kristján Rúnar Sigurðsson 3, Guðmundur Jónsson 2/6 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 2.Stig Keflavíkur: Draelon Burns 21/6 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 20/5 stoðsendingar, Uruele Igbavboa 20/6 fráköst, Gunnar Einarsson 12/5 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 11/14 fráköst, Sverrir Þór Sverrisson 3, Jón Nordal Hafsteinsson 2/5 fráköst.
Dominos-deild karla Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport „Það verða breytingar“ Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira