Einar Andri: Ætlum okkur stóra hluti með Loga Elvar Geir Magnússon skrifar 13. apríl 2010 14:33 Einar Andri Einarsson. Logi Geirsson er mættur aftur í búninginn hjá FH og var hann kynntur til sögunnar í Kaplakrika í dag. Ljóst er að Einar Andri Einarsson verður áfram þjálfari FH en hann er að sjálfsögðu hæstánægður með að fá Loga í sitt lið. „Ég fagna þessu. Logi er frábær leikmaður og frábær karakter. Ég held að hann muni hjálpa okkur innan og utan vallar. Hann mun hjálpa ungu strákunum okkar að þroskast enda með mikla reynslu af atvinnumennsku og landsliði. Hann er frábær viðbót við okkar lið," sagði Einar við Vísi. Einar býst ekki við að fá fleiri leikmenn eins og staðan er núna. „Við erum bara að klára okkar leikmannamál. Jón Heiðar (Gunnarsson) fer erlendis en við fáum Sigurð Ágústsson aftur í staðinn. Sigurður hefur verið meiddur í allan vetur með slitið krossband. Við erum mjög ánægðir með okkar hóp en útilokum ekki að bæta einhverju við." Búið er að ganga frá því að Einar verður áfram þjálfari FH. Hann segir engan vafa hafa komið í sinn huga þrátt fyrir dapurt gengi seinni hluta tímabils. „Það var aldrei vafi. Við erum að vinna samkvæmt okkar plani. Vissulega voru vonbrigði að vera ekki sæti ofar en við erum að þroska þessa stráka og þurfum að taka stærri skref næsta vetur," sagði Einar en FH missti af sæti í úrslitakeppninni. Með því að fá Loga eru FH-ingar tvímælalaust að senda þau skilaboð að liðið ætlar sér stóra hluti næsta vetur. „Við settum okkur plan fyrir þremur árum og þar var áætlunin að ná góðum árangri á næsta tímabili. Með því að taka Loga inn í hópinn ætlum við okkur stóra hluti," sagði Einar. Olís-deild karla Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Logi Geirsson er mættur aftur í búninginn hjá FH og var hann kynntur til sögunnar í Kaplakrika í dag. Ljóst er að Einar Andri Einarsson verður áfram þjálfari FH en hann er að sjálfsögðu hæstánægður með að fá Loga í sitt lið. „Ég fagna þessu. Logi er frábær leikmaður og frábær karakter. Ég held að hann muni hjálpa okkur innan og utan vallar. Hann mun hjálpa ungu strákunum okkar að þroskast enda með mikla reynslu af atvinnumennsku og landsliði. Hann er frábær viðbót við okkar lið," sagði Einar við Vísi. Einar býst ekki við að fá fleiri leikmenn eins og staðan er núna. „Við erum bara að klára okkar leikmannamál. Jón Heiðar (Gunnarsson) fer erlendis en við fáum Sigurð Ágústsson aftur í staðinn. Sigurður hefur verið meiddur í allan vetur með slitið krossband. Við erum mjög ánægðir með okkar hóp en útilokum ekki að bæta einhverju við." Búið er að ganga frá því að Einar verður áfram þjálfari FH. Hann segir engan vafa hafa komið í sinn huga þrátt fyrir dapurt gengi seinni hluta tímabils. „Það var aldrei vafi. Við erum að vinna samkvæmt okkar plani. Vissulega voru vonbrigði að vera ekki sæti ofar en við erum að þroska þessa stráka og þurfum að taka stærri skref næsta vetur," sagði Einar en FH missti af sæti í úrslitakeppninni. Með því að fá Loga eru FH-ingar tvímælalaust að senda þau skilaboð að liðið ætlar sér stóra hluti næsta vetur. „Við settum okkur plan fyrir þremur árum og þar var áætlunin að ná góðum árangri á næsta tímabili. Með því að taka Loga inn í hópinn ætlum við okkur stóra hluti," sagði Einar.
Olís-deild karla Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni