Fleiri fréttir

Macheda hjá United til 2014

Ítalinn Federico Macheda hefur framlengt samning sinn við Manchester United til loka tímabilsins 2014.

Kevin Jolley sendur heim fyrir agabrot

Kevin Jolley, bandaríski framherji Hattar í 1. deild karla í körfubolta, hefur verið sendur heim eftir að hafa uppvís að agabroti en þetta kemur fram á karfan.is.

Helena með 17 stig í stórsigri TCU í nótt

Helena Sverrisdóttir var aftur komin í byrjunarlið TCU sem vann 65-44 sigur á ULM í bandaríska háskólaboltanum í nótt. Helena var önnur stigahæst hjá TCU-liðinu með 17 stig á 26 mínútum. Þetta var ellefti heimasigur TCU í röð í Daniel-Meyer Coliseum.

Þórunn Helga bikarmeistari í Brasilíu annað árið í röð

Þórunn Helga Jónsdóttir varð í nótt bikarmeistari í Brasilíu annað árið í röð eftir 3-0 sigur Santos á Botucatu í úrslitaleiknum sem fram fór á Estádio Paulo Machado í Carvalho. Marta skoraði tvö mörk fyrir Santos og Cristiane kom Santos í 2-0. Þórunn Helga kom inn á sem varamaður í leiknum.

Ferguson: Stjörnur leiksins voru Gibson og Anderson

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, var ánægður með unga miðjumanninn sinn Darron Gibson eftir að hann skoraði bæði mörk United-liðsins í 2-0 sigri á Tottenham í átta liða úrslitum enska deildarbikarins í gær. Gibson átti mjög góðan leik eins og Anderson sem lék við hlið hans.

Wenger ætlar að kaupa framherja í janúarglugganum

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur gefið það út að hann ætli að kaupa framherja til liðsins þegar félagsskiptaglugginn opnar í janúar en hann leggur jafnframt áherslu á það að hann ætli ekki að láta þvinga sig til að borga svimandi háa upphæð fyrir nýjan leikmann þótt að nauðsyn sé að bæta við sóknarmann í meiðslahrjáða framlínu liðsins.

Formúlu 1 mót í París úr myndinni

Áætlun um að uppsetning á Formúlu 1 braut í París hefur runnið í sandinn, eftir að yfirvöld féllu frá áætlun að byggja braut á iðnaðarsvæði við Flins Les Mueraux.

Keflvíkingar búnir að reka kanann sinn í körfunni

Keflvíkingar sögðu í gær upp samningi sínum við Bandaríkjamanninn Rahshon Clark og mun lið þeirra spila án Bandaríkjamanns í næsta leik sem verður á móti KR í Toyota-höllinni á fimmtudaginn. Rahshon Clark var með 18,9 stig og 10,8 fráköst að meðaltali í leik.

Helgi Már rólegur í níunda sigri Solna Vikings í röð

Helgi Már Magnússon og félagar í Solna Vikings unnu góðan 11 stig útisigur á Gothia Basket í sænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi og halda því áfram sigurgöngunni og toppsæti deildarinnar. Þetta var níundi sigur Solna Vikings í röð en liðið hefur ekki tapað síðan 20. október.

Iverson á leið aftur til Philadelphia?

Svo virðist sem Allen Iverson hafi fundið leið aftur í NBA-boltann en hans gamla félag, Philadephia Sixers, er talið vera til í að bjóða honum eins árs samning.

Ármann skoraði fyrir Hartlepool

Ármann Smári Björnsson opnaði markareikning sinn hjá enska liðinu Hartlepool í kvöld er liðið tapaði fyrir Carlisle, 3-2.

Stefán Eggertsson í Val frá HK

Gunnlaugur Jónsson, þjálfari Vals, nældi sér í bakvörð í dag er Stefán Eggertsson skrifaði undir tveggja ára samning við Valsmenn.

Gibson: Þurfum ekki að sanna neitt

Hetja Man. Utd í kvöld, Darron Gibson, segir að kjúklingarnir í liði Man. Utd hafi ekki þurft að sanna neitt fyrir neinum þegar þeir stigu út á völlinn í kvöld gegn Tottenham.

Engar kærur vegna heimilisofbeldis

Lögreglan í Flórída staðfesti í kvöld að bílslysið sem Tiger Woods lenti í hefði verið honum sjálfum að kenna. Hann mun ekki verða ákærður vegna atviksins.

Gibson skaut United í undanúrslit

Miðjumaðurinn Darron Gibson sá til þess í kvöld að Manchester United komst í undanúrslit ensku deildarbikarkeppninnar.

Villa komið í undanúrslit

Aston Villa er komið í undanúrslit ensku deildarbikarkeppninnar eftir glæsilegan útisigur á Portsmouth, 2-4.

Carrick ánægður hjá United

Miðjumaðurinn Michael Carrick segist vera ánægður með lífið á Old Trafford þó svo hann fái ekki alltaf að spila eins mikið og hann eflaust vildi sjálfur.

Kiki Vandeweghe verður þjálfari New Jersey

Gamla kempan og starfandi framkvæmdastjóri New Jersey Nets, Kiki Vandeweghe, mun taka að sér þjálfun lélegasta liðs NBA-deildarinnar í dag en Nets ráku Lawrence Frank skömmu áður en liðið tapaði sínum sautjánda leik í röð.

Andrey Arshavin: Ennþá í sjokki eftir HM-klúðrið

Andrey Arshavin hjá Arsenal hefur viðurkennt að hann sé ekki enn kominn yfir það að rússneska landsliðinu hafi mistekist að komast á HM í Suður-Afríku. Rússar duttu úr leik eftir 1-0 tap á móti Slóveníu í seinni umspilsleiknum og töpuðu einvíginu á færri mörkum á útivelli.

Charlize Theron í aðalhlutverki á HM-drættinum

Suður-afríska leikkonan og Óskarsverðlaunahafinn Charlize Theron verður í aðalhlutverki í Höfðaborg á föstudaginn þegar dregið verður í riðla í úrslitakeppni HM í Suður-Afríku sem fer fram næsta sumar.

Ancelotti heldur mest upp á Elton John

Carlo Ancelotti, stjóri toppliðs Chelsea í ensku úrvalsdeildinni, var mjög kátur með að dragast á móti Watford í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar en dregið var um helgina.

Hlynur með bestu frammistöðuna í 9. umferð

Snæfellingurinn Hlynur Bæringsson var með hæst framlag allra leikmanna Iceland Express deildar karla í 9. umferð sem lauk í gær. Hlynur fékk 35 í framlagseinkunn fyrir leik Snæfells í Grindavík en það dugði þó ekki Hólmurum sem töpuðu með einu stigi, 94-95, eftir framlengdan leik.

Bo Spellerberg braut fingur en nær samt EM

Danski landsliðsmaðurinn Bo Spellerberg varð fyrir því óláni að fingurbrotna á æfingu með KIF Kolding en harkaði af sér og spilaði á móti FCK í bikarnum um helgina. Ísland er með Danmörku í riðli á EM í Austurríki í janúar en EM er ekki í hættu hjá Spellerberg þrátt fyrir meiðslin.

Jordao Diogo búinn að framlengja hjá KR

Portúgalski bakvörðurinn Jordao Diogo hefur gert nýjan samning við KR sem gildir út leiktíðina 2011 eða næstu tvö tímabil. Jordao Diogo hefur verið í herbúðum KR-inga síðan sumarið 2008 og hefur spilað 31 leik fyrir Vesturbæjarliðið í úrvalsdeild karla.

Gerðu sverð nágrannanna að sakleysislegum kústsköftum

Jóhannes Kristbjörnsson, fyrrum körfuboltamaður, skrifar reglulega skemmtilega pistla á heimasíðu körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur og hann var enn á ný á ferðinni eftir frábæran sigur Njarðvíkur í toppslag Iceland Express deildarinnar í gær.

Skytturnar sigruðu á Gimli Cup

Skytturnar frá Akureyri tryggðu sér sigur á þriðja krullumóti vetrarins hjá Krulludeild Skautafélags Akureyrar. Mótið heitir Gimli Cup og er þar keppt um veglegan bikar sem gefinn var af Vestur-Íslendingunum Alma og Ray Sigurdsson í Gimli í Manitóba í tilefni af opnun Skautahallarinnar árið 2000. Fyrst var keppt um bikarinn 2001 og er mótið nú því það níunda í röðinni.

Írland fær ekki að verða 33. þjóðin á HM

Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur gefið það út að Írland fái ekki að vera 33. þjóðin á HM í Suður-Afríku næsta sumar eins og írska knattspyrnusambandið bað um sem lausn á deilunum vegna svindlmarks Frakka í umspilsleik þjóðanna á dögunum.

Fimm á ferðinni í Frakklandi á fimmtudag

Fimm íslenskir dómarar munu sjá um dómgæsluna í leik Toulouse frá Frakklandi og Partizan Belgrad frá Serbíu sem fram fer í Evrópudeildinni á fimmtudaginn. Kristinn Jakobsson dæmir leikinn.

Ferguson heimtar að blaðamaður The Independent verði rekinn

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, er allt annað en sáttur með blaðamann The Independent sem gagnrýndi harðlega ungu strákana hans fyrir frammistöðuna í heimatapinu á móti Besiktas í Meistaradeildinni í síðustu viku.

Alfreð búinn að framlengja til ársins 2014

Alfreð Gíslason skrifaði í gær undir nýjan samning við þýska liðið THW Kiel. Alfreð var upphaflega með samning til 30. júní 2011 en framlengdi um þrjú ár eða til 30. júní 2014. Alfreð er nú á sínu öðru ári með þýsku meistarana.

FIFA íhugar að refsa Thierry Henry fyrir höndina frægu

Thierry Henry er ekki sloppinn þrátt fyrir að hafa beðist formlega afsökunar á því að hafa notað höndina þegar hann lagði upp jöfnunarmarkið mikilvæga fyrir Frakka í umspilsleik við Íra um sæti á HM í Suður-Afríku næsta sumar.

Stelpurnar okkar fengu háttvísiverðlaun fyrir EM í Finnlandi

Íslenska kvennalandsliðið fékk háttvísiverðlaunin á EM í Finnlandi í sumar. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari veitir verðlaununum viðtöku í Nyon í Sviss í dag í tengslum við ráðstefnu fyrir landsliðsþjálfara A landsliða kvenna í Evrópu og fræðslustjóra aðildarlanda UEFA.

Lampard: Chelsea er með bestu framherjana í heimi

Frank Lampard, enski landsliðsmiðjumaðurinn hjá toppliði Chelsea í ensku úrvalsdeildinni, er ánægður með sóknarmennina sína hjá Chelsea, þá Didier Drogba og Nicolas Anelka. Þeir Drogba og Anelka hafa skorað saman 20 mörk í Meistaradeildinni og ensku úrvalsdeildinni.

Lionel Messi hlýtur Gullbolta France Football í ár

Argentínumaðurinn Lionel Messi hjá Barcelona hefur verið kosinn besti knattspyrnumaður Evrópu árið 2009 og hlýtur að launum hinn eftirsótta gullbolta. Það er franska blaðið France Football sem stendur fyrir valinu með evrópska fótboltafjölmiðlamanna.

Terry tryggði Dallas sigur - Ellis með 45 stig

Jason Terry tryggði Dallas Mavericks 104-102 sigur á Philadelphia 76ers með því að skora sigurkörfuna 1,4 sekúndum fyrir leikslok. Dirk Nowitzki skoraði 28 stig og Jason Kidd var með 22 stig og 11 stoðsendingar en Dallas var nærri því búið að missa niður 17 stiga forskot í leiknum. Willie Green skroaði 23 stig fyrir Philadelphia.

Sjá næstu 50 fréttir