Handbolti

Alfreð búinn að framlengja til ársins 2014

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alfreð Gíslason er að gera frábæra hluti með Kiel-liðið.
Alfreð Gíslason er að gera frábæra hluti með Kiel-liðið. Mynd/ Getty Images
Alfreð Gíslason skrifaði í gær undir nýjan samning við þýska liðið THW Kiel. Alfreð var upphaflega með samning til 30. júní 2011 en framlengdi um þrjú ár eða til 30. júní 2014. Alfreð er nú á sínu öðru ári með þýsku meistarana.

THW Kiel setti nýtt stigamet á hans fyrsta ári með liðið þegar Kielar-menn náðu í 65 af 68 mögulegum stigum. Liðið varð einnig bikarmeistari og komst í úrslitaleikinn í Meistaradeildinni.

THW Kiel er eins og er með örugga forustu á toppi þýsku deildarinnar þrátt fyrir að hafa gengið í gegnum miklar breytingar fyrir tímabilið. Liðið hefur ekki tapað leik á tímabilinu hvort sem er í þýsku deildinni eða Meistaradeildinni.

„Ég fór aldrei í felur með það að ég vildi vera áfram hjá THW Kiel. Ég vildi vera áfram hjá þessi frábæra félagi," sagði Alfreð við heimasíðu THW Kiel.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×