Fleiri fréttir

Stoke ekki búið að gefast upp á að fá Collins

Knattspyrnustjórinn Tony Pulis hjá Stoke bindur enn vonir við að fá varnarmanninn James Collins frá West Ham en félögin eru búin að koma sér saman um kaupverð upp á 5 milljónir punda.

Andy Murray heldur uppteknum hætti

Bretinn ungi Andy Murray virkar í fínu formi þessa dagana en hann vann Rogers Cup-mótið á dögunum og er nú líklegur til afreka á Cincinnati Masters-mótinu eftir að hafa lagt Nicolas Almargro örugglega og komist í þriðju umferð.

Negredo kemur ekki til Hull

Knattspyrnustjórinn Phil Brown hjá Hull hefur staðfest að framherjinn Alvaro Negredo sé ekki á leiðinni til félagsins frá Real Madrid en spænskir fjölmiðlar héldu því fram að fyrirhugað kaupverð Hull hafi verið 12 milljónir punda.

Rafa Benitez ekki á förum frá Liverpool

Sá orðrómur komst á kreik í gærdag fyrir leik Liverpool og Stoke í ensku úrvalsdeildinni að knattspyrnustjórinn Rafa Benitez hjá Liverpool væri á mörkum þess að hætta hjá félaginu og hefði setið krísufund með hinum bandarísku eigendum, George Gillett og Tom Hicks.

Troðslukóngur handtekinn fyrir að keyra án ökuleyfis

NBA-leikmaðurinn og troðslukóngurinn Nate Robinson hjá New York Knicks var handtekinn í Bronx í gær þegar uppgvötaðist að hann var að keyra án ökuréttinda þar sem ökuleyfið hans var ekki í gildi.

Semenya vann öruggan sigur

Suður-Afríska hlaupakonan, Caster Semenya, sem grunuð er um að vera karlmaður, vann yfirburðasigur í 800 metra hlaupi kvenna á HM í Berlín í kvöld.

Leverkusen að vinna kapphlaupið um Elm?

Sænski U-21 árs landsliðsmaðurinn Rasmus Elm hefur verið eftirsóttur eftir að hafa slegið í gegn í Evrópukeppni U-21 árs landsliða í sumar en ensku úrvalsdeildarfélögin Everton og Fulham eru á meðal þeirra félaga sem hafa haft augastað á leikmanninum.

Man. City lagði Barcelona - stórsigur hjá Real

Man. City gerði sér lítið fyrir í kvöld og skellti Barcelona í vináttuleik en leikið var á Nou Camp. Það var Martin Petrov sem skoraði eina mark leiksins á 28. mínútu.

Benitez: Ánægður með Johnson

Rafael Benitez, stjóri Liverpool, var að vonum hæstánægður með stórsigur sinna manna í kvöld. Hann var sérstaklega ánægður með Glen Johnson sem átti klassaleik.

Signý: Gerðum klaufaleg mistök

Signý Hermannsdóttir landsliðsfyrirliði var ekki ánægð eftir að Ísland tapaði fyrir Hollandi, 70-52, í B-deild Evrópumótsins í körfubolta í kvöld.

Ferguson: Ekki góð frammistaða

Það var ekki hátt risið á Sir Alex Fergsuon, stjóra Man. Utd, eftir leikinn í kvöld. Hann hélt þó sinni og hrósaði liði Burnley.

Óvæntur sigur Burnley á meisturunum

Nýliðar Burnley gerðu sér lítið fyrir og lögðu meistara Man. Utd, 1-0, á Turf Moor í kvöld. Það var Robbie Blake sem skoraði eina mark leiksins á 19. mínútu.

Hangeland reiknar með því að vera áfram hjá Fulham

Norski landsliðsfyrirliðinn Brede Hangeland hjá Fulham hefur verið sterklega orðaður við félagsskipti til Arsenal í sumar en hann staðfestir í nýlegu viðtali við VG í Noregi að hann búist fastlega við því að vera áfram í herbúðum Fulham þegar félagsskiptaglugganum lokar 1. september.

Ísland tapaði fyrir Hollandi

Holland vann í kvöld öruggan sigur á Íslandi, 70-52, í leik liðanna í B-deild Evrópumótsins í körfubolta. Leikurinn fór fram á Ásvöllum í Hafnarfirði.

Tólf stiga sigur á Dönum

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta skellti því danska ytra í kvöld. Lokatölur 54-66 fyrir Ísland en leikurinn var liður í B-deild Evrópukeppninnar.

Moyes: Ég er óneitanlega vonsvikinn með Lescott

Knattspyrnustjórinn David Moyes hjá Everton gat ekki neitað því að hegðun varnarmannsins Joleon Lescott hafi valdið sér vonbrigðum á blaðamannafundi í dag en leikmaðurinn mætti ekki á síðustu æfinguna fyrir leikinn gegn Sigma Olomouc í Evrópudeild UEFA sem fram fer á morgun.

Er Semenya karlmaður en ekki kvenmaður?

Afar áhugavert mál er komið upp á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Berlín. Suður-Afríska hlaupakonan Caster Semenya hefur nefnilega verið beðin um að taka próf svo hægt sé að sannreyna kyn hennar.

Mourinho og Lippi komnir í orðastríð

Það er heldur betur farið að hitna í kolunum á milli þeirra Jose Mourinho, þjálfara Inter, og Marcello Lippi, landsliðsþjálfara Ítala.

Favre búinn að semja við Vikings

Óvissunni um framtíð leikstjórnandans Brett Favre var eytt í gær er hann ákvað að hætta við að hætta og það ekki í fyrsta skiptið. Þessi 39 ára leikmaður er orðinn leikmaður með Minnesota Vikings.

Everton neitar að tjá sig um fjarveru Lescott

Samkvæmt breskum fjölmiðlum mætti varnarmaðurinn Joleon Lescott ekki á æfingu með Everton í dag en félagið mætir Sigma Olomouc í Evrópudeild UEFA annað kvöld.

Hamilton stefnir á sigur á Spáni

McLaren liðið vann síðasta Formúlu 1 mót og stefnir á annan sigur í röð á Valencia brautinni á Spáni um næstu helgi. Nýr og endurbættur bíll verður í höndum Lewis Hamilton og Heikki Kovalainen.

Chamakh býst við því að vera áfram hjá Bordeaux

Framherjinn eftirsótti Marouane Chamakh á síður von á því að yfirgefa herbúðir Frakklandsmeistara Bordeaux áður en félagsskiptaglugginn lokar 1. september næstkomandi en ensku úrvalsdeildarfélögin Arsenal, Sunderland og West Ham voru öll orðuð við kappann.

Leik Fram og Grindavíkur frestað

Mótanefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur orðið við beiðni knattspyrnudeildar Grindavíkur og frestað leik liðsins gegn Fram sem átti að fara fram annað kvöld.

Michel Salgado genginn í raðir Blackburn

Reynsluboltinn Michel Salgado hefur ákveðið að skrifa undir tveggja ára samning við Blackburn en leikmaðurinn fékk sig lausan undan samningi við Real Madrid fyrr í sumar eftir tíu farsæl ár með félaginu.

Everton reynir að fá argentískan landsliðsmann

Forráðamenn Everton vinna nú hörðum höndum á leikmannamarkaðnum en samkvæmt breskum fjölmiðlum hefur félagið áhuga á að fá argentínska vængmanninn Ever Banega á láni út yfirstandandi keppnistímabil frá Valencia ásamt möguleikanum á því að kaupa leikmanninn að lánstímanum loknum.

Fulham enn á höttunum eftir Greening

Knattspyrnustjórinn Roberto Di Matteo hjá West Brom hefur staðfest að félagið sé í viðræðum við Fulham vegna áhuga Lundúnafélagsins á miðjumanninum Jonathan Greening.

Kyrgiakos að ganga í raðir Liverpool

Flest virðist nú benda til þess að gríski landsliðsvarnarmaðurinn Sotiris Kyrgiakos verði kynntur sem nýr leikmaður Liverpool en leikmaðurinn tilkynnti sjálfur á heimasíðu sinni í mánudagskvöld að hann væri með samningstilboð í höndunum frá Liverpool sem hann væri búinn að samþykkja.

Staðgengill Massa nýtur stuðnings Schumachers

Luca Badoer frá Ítalíu ekur í staðinn fyrir Felipe Massa í kappakstrinum í Valencia um helgina. Hann var valinn eftir að ljóst varð að Michael Schumacher getur ekki keppt vegna hálsmeiðsla.

Sjá næstu 50 fréttir