Enski boltinn

Benitez: Liverpool selur ekki fleiri leikmenn í sumar

Ómar Þorgeirsson skrifar
Rafa Benitez.
Rafa Benitez. Nordic photos/AFP

Knattspyrnustjórinn Rafa Benitez hjá Liverpool hefur ítrekað að félagið muni ekki selja fleiri leikmenn áður en félagsskiptaglugganum lokar 1. september næstkomandi.

Andriy Voronin og Albert Riera hafa undanfarið verið orðaðir við félagsskipti frá Anfield, Voronin við Herthu Berlín og Riera við Barcelona, en Benitez segir það ekki koma til greina.

„Við megum ekki við því að missa fleiri leikmenn eins og staðan er núna. Enginn verður því seldur því enska úrvalsdeildin er löng og erfið og við þurfum á öllum okkar leikmönnum að halda," segir Benitez á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Stoke í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×