Fleiri fréttir

Ólafur Björn vann eftir ótrúlega spennu

Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum varð Íslandsmeistari í höggleik eftir umspil við Stefán Má Stefánsson úr GR. Þeir áhorfendur sem mættu í Grafarholtið fengu heldur betur skemmtun og spennu í hæsta gæðaflokki.

Valdís Íslandsmeistari kvenna

Valdís Þóra Jónsdóttir úr GL varð í dag Íslandsmeistari kvenna í golfi eftir mikla spennu í Grafarholtinu. Hún lék lokahringinn á 73 höggum í dag eða tveimur höggum undir pari.

Torres ætlar að taka við keflinu af Ronaldo

Fernando Torres, sóknarmaður Liverpool, segist ákveðinn í að taka við keflinu af Cristiano Ronaldo sem hættulegasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar. Ronaldo hefur yfirgefið Manchester United fyrir Real Madrid.

Eiður fer ekkert endilega til Englands

Eiður Smári Guðjohnsen segir það alls ekkert víst að hann fari í enska boltann ef hann yfirgefur Barcelona. Spænska stórliðið er tilbúið að selja Eið sem hefur verið orðaður sterklega við West Ham.

Hamilton: Átti ekki von á sigri

Lewis Hamilton frá Bretlandi vann nokkuð öruggan sigur í Formúlu 1 mótinu í Búdapest í dag. Hann varð á undan Kimi Raikkönen á Ferrari og Mark Webber á Red Bull.

Hafþór Ægir lánaður í Þrótt

Hafþór Ægir Vilhjálmsson er kominn til Þróttar á láni frá Val út tímabilið. Hafþór Ægir er uppalinn hjá ÍA en hann gekk í raðir Vals eftir tímabilið 2006.

Mido á leið frá Middlesbrough

Egypski sóknarmaðurinn Mido hefur líklega leikið sinn síðasta leik fyrir Middlesbrough. Gareth Southgate, stjóri Boro, hefur staðfest að félagið hafi tekið tilboði frá ónefndu félagi í leikmanninn.

Björgvin að blanda sér í slaginn

Björgvin Sigurbergsson GK hefur leikið frábærlega það sem af er degi á Íslandsmótinu í höggleik. Hann er á fjórum höggum undir pari eftir fimm holur. Hann er þar með að blanda sér í baráttuna um sigur í mótinu.

Giggs með þrennu í stórsigri Man Utd

Manchester United vann stórsigur 8-2 á kínverska liðinu Hangzhou Greentown í æfingaleik í dag. Ryan Giggs kom inn sem varamaður í seinni hálfleik og skoraði þrjú síðustu mörk United.

Young er ekki til sölu

Martin O'Neill, knattspyrnustjóri Aston Villa, segir að félög geti strokað Ashley Young út af óskalista sínum. Hann segir að þessi eldsnöggi leikmaður sé einfaldlega ekki til sölu.

Liverpool ekki í vandræðum með Singapúr

Krisztian Nemeth, Ungverjinn ungi, skoraði tvö mörk fyrir Liverpool þegar liðið burstaði Singapúr 5-0 í æfingaleik í Asíu í dag. Aðeins eitt mark var skorað í fyrri hálfleik en heimamenn voru yfirspilaðir í þeim síðari.

Jóhannes skoraði úr sínu víti

Ensku liðin eru á fullu þessa dagana að undirbúa sig fyrir komandi tímabil sem hefst í ágúst. Jóhannes Karl Guðjónsson og Brynjar Björn Gunnarsson voru báðir í eldlínunni í æfingaleikjum í gær.

Jakob Jóhann bætti Íslandsmet sitt

Jakob Jóhann Sveinsson úr sundfélaginu Ægi bætti í morgun eigið Íslandsmet í 100 metra bringusundi á heimsmeistaramótinu í Róm. Jakob synti greinina á 1:01,32 en gamla metið var 1:02,27 og var það frá 2006.

Crouch á leið til Tottenham

Portsmouth hefur tekið tilboði frá Tottenham í enska sóknarmanninn Peter Crouch. Talið er að tilboðið hljóði upp á tíu milljónir punda. Búist er við að Crouch skrifi undir samning til fimm ára við Tottenham.

Helga Margrét þurfti að hætta keppni

Helga Margrét Þorsteinsdóttir hefur neyðst til að hætta keppni á Evrópumóti unglinga 19 ára og yngri. Helga meiddist í langstökkskeppninni í sjöþraut.

Dennis Siim í hóp hjá FH í kvöld

Tveir leikir eru í Pepsi-deild karla í kvöld. ÍBV og Stjarnan eigast við í nýliðaslag klukkan 19:15 og FH tekur á móti Breiðabliki klukkan 20 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Hamilton vonast til að ná forystu

Heimsmeistarinn Lewis Hamilton er fjórði á ráslínu fyrir kappaksturinn í Búdapest í dag. Hann kveðst vonast eftir að ná forystu, þar sem hann er með KERS búnað í bílnum sem gefur honum 80 auka hestöfl umfram þrjá fremstu ökumennina.

Lýkur 24 ára bið GR í dag?

Í dag er lokahringurinn á Íslandsmótinu í höggleik í Grafarholtinu. Stefán Már Stefánsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur er efstur eftir þriðja hringinn í gær.

Skýring á slysi Massa og breytt ráslína

Í ljósi þess að Felipe Massa keppir ekki vegna þess að hann höfuðkúpubrotnaði í tímatökunni í gær, þá hefur staða manna breyst á ráslínunni.

Rástímar fyrir lokahringinn

Það verður mikil spenna í Grafarholtinu í dag þar sem lokahringurinn á Íslandsmótinu í höggleik verður leikinn. Hér að neðan má sjá rástímana fyrir þennan lokahring.

Andri tryggði ÍBV sigur í síðasta leik fyrir Þjóðhátíð

Andri Ólafsson, fyrirliði Eyjamanna, tryggði ÍBV sinn annan sigur í röð í Pepsi-deild karla þegar liðið vann 1-0 sigur á Stjörnunni í uppgjöri nýliðanna á Hásteinsvellinum í Eyjum. Heimamenn mæta því brosandi á Þjóðhátíð í ár.

Pato býst við að verða betri á komandi tímabili

Alexandre Pato er fullur tilhlökkunar fyrir komandi tímabili hjá AC Milan. Nú er Kaka horfinn á braut og býst Pato þá við að fá að taka við hlutvekinu sem Kaka hafði í liðinu, milli miðju og sóknar.

Mourinho: Aðdáendur munu elska Eto'o

Jose Mourinho þjálfari Inter telur félagið muni gera góðan samning þegar það fær Samuel Eto'o frá Barcelona í skiptum fyrir Zlatan Ibrahimovic. Börsungar munu borga pening á milli og þá mun Alexander Hleb vera lánaður til ítalska liðsins.

Pálmi skoraði í jafntefli Stabæk

Landsliðsmaðurinn Pálmi Rafn Pálmason skoraði annað mark Stabæk þegar liðið gerði jafntefli við Start í norska boltanum.

Helga Margrét efst í Serbíu

Helga Margrét Þorsteinsdóttir hefur 115 stiga forystu í sjöþraut eftir fyrri keppnisdag á Evrópumóti unglinga 19 ára og yngri sem fram fer í Serbíu. Hún hefur hlotið 3.551 stig eftir fjórar greinar.

Stefán Már á toppnum fyrir lokahringinn

Stefán Már Stefánsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur er í efsta sæti á karlaflokki á Íslandsmótinu í höggleik en lokahringurinn verður leikinn á morgun. Stefán lék á 69 höggum í dag og er samtals á pari vallarins.

Rúrik í byrjunarliði OB í dag

Rúrik Gíslason var í byrjunarliði OB sem vann góðan 3-1 sigur á SönderjyskE í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Rúrik stóð sig vel í leiknum en var tekinn af velli á 82. mínútu.

Massa reyndist höfuðkúpubrotinn eftir slys

Brasilíumaðurinn Felipe Massa liggur á gjörgæsludeild á spítala í Búdapest eftir slys í tímatökum í dag. Hann skall harkalega á varnarvegg eftir að aðskotahlutur skaust í hjálm hans og rotaði hann.

Valdís með fjögurra högga forskot fyrir lokadag

Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni lék á 72 höggum á Grafarholtsvellinum í dag, einu yfir pari. Valdís er á 9 yfir pari samtals en hún er með fjögurra högga forskot fyrir lokadaginn á morgun.

Adebayor vill Kolo Toure til City

Emmanuel Adebayor hefur biðlað til Manchester City um að félagið kaupi varnarmanninn Kolo Toure, fyrrum samherja sinn hjá Arsenal.

City tapaði úrslitaleiknum fyrir Kaizer Chiefs

Hið rándýra lið Manchester City lauk æfingaferð sinni í Suður-Afríku með því að leika við heimamenn í Kaizer Chiefs í úrslitaleik Vodacom-bikarsins. Manchester United vann þetta æfingamót í fyrra.

Stefán Már leikið mjög vel í dag

Stefán Már Stefánsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur hefur verið að leika virkilega vel á Íslandsmótinu í dag. Hann er á þremur undir pari þegar hann er búinn með sjö holur og er samtals á einu undir.

Arbeloa gæti verið á leið til Real Madrid

Alvaro Arbeloa, varnarmaður Liverpool, gæti gengið til liðs við Real Madrid á næstu dögum. Þetta er haft eftir umboðsmanni leikmannsins. Talið er að spænska liðið sé tilbúið að greiða 4,5 milljónir punda til að fá Arbeloa aftur.

Óttast var um líf Massa eftir óhapp

Tímatakan fyrir kappaksturinn í Ungverjalandi tók á sig dramatíska mynd þegar Felipe Massa keyrði beint útaf á varnarvegg eftir að hafa fengið brot úr öðrum bíl í hjálminn á fullri ferð.

Beckham sektaður af MLS

Stjórn MLS-deildarinnar í Bandaríkjunum hefur ákveðið að sekta David Beckham fyrir hegðun hans í hálfleik í vináttuleik LA Galaxy gegn AC Milan. Beckham fékk óblíðar móttökur í leiknum og fór fyrir framan áhorfendahóp í leikhlénu og lét í sér heyra.

Redknapp vill fá Vieira

Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Tottenham, hefur áhuga á að fá Patrick Vieira frá Ítalíumeisturum Inter. Þetta opinberaði hann á blaðamannafundi í gær.

Usain Bolt tók gullið í London

Jamaíski heimsmethafinn Usain Bolt sigraði í 100 metra hlaupi á alþjóðlegu frjálsíþróttamóti í London í gærkvöldi. Bolton hljóp á 9.91 sek. í mótvindi. Yohan Blake, liðsfélagi hans, kom beint á eftir.

Zat Knight og Ricketts til Bolton

Bolton Wanderers hefur keypt varnarmennina Zat Knight frá Aston Villa og Sam Ricketts frá Hull City. Báðir hafa þeir skrifað undir samning til þriggja ára.

Chelsea lagði AC Milan í æfingaleik

Chelsea vann 2-1 sigur á AC Milan í æfingaleik í Bandaríkjunum í nótt. Leikurinn var merkilegur fyrir Carlo Ancelotti, stjóra Chelsea, sem var að mæta fyrrum lærisveinum sínum og hafði sigur.

Strætó fyrir áhorfendur í Grafarholti

Búist er við miklum fjölda áhorfenda í Grafarholtið í dag og á morgun þar sem Íslandsmótið í golfi fer fram. Áhorfendum er bent á bílastæði við Krókháls og á lóð Bílabúðar Benna.

Hamilton fljótastur á lokaæfingunni

Lewis Hamilton hélt uppteknum hætti frá æfingum í gær og náði besta tíma á lokaæfingu keppnisliða í Búdapest í morgun fyrir tímatökuna, sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 11.45 í dag.

Halldór Orri: Væri fínt að spila við Þrótt í hverri viku

„Við vorum orðnir ansi æstir í að ná þremur stigum eftir að hafa tapað tveimur leikjum í röð gegn liðum í neðri helmingnum. Þetta var kærkominn sigur,“ segir Halldór Orri Björnsson sem átti frábæran leik fyrir Stjörnuna þegar liðið burstaði Þrótt 5-1 á fimmtudag. Hann er leikmaður umferðarinnar hjá Fréttablaðinu.

Verður vítakeppni á Valsvellinum?

Undanúrslit VISA-bikars kvenna fara fram á morgun, Valur og Stjarnan spila á Vodafonevellinum og Breiðablik og Fylkir á Kópavogsvelli. Fréttablaðið fékk þjálfarana Dragan Stojanovic hjá Þór/KA og Guðrúnu Jónu Kristjánsdóttur hjá Aftureldingu/Fjölni til þess að spá í spilin.

Var mjög góður dagur í alla staði

Það stefnir í spennandi baráttu um Íslandsmeistaratitlana í golfi á seinustu tveimur dögum Íslandsmótsins í höggleik á Grafarholtsvelli en úrslitin ráðast á morgun. Efstu kylfingar geta bæði unnið tímamótasigra haldi þau toppsætinu út mótið, Ólafur Björn Loftsson getur fetað í fótspor föður síns 37 árum síðar og Valdís Þóra Jónsdóttir getur orðið fyrsti Íslandsmeistari kvenna hjá Golfklúbbnum Leyni á Akranesi.

Sjá næstu 50 fréttir