Fleiri fréttir

Garnett missir úr 2-3 vikur

Kevin Garnett, framherji Boston Celtics, verður frá keppni með liði sínu næstu tvær til þrjár vikurnar að mati lækna félagsins.

Barcelona tapaði - Real með stórsigur

Þremur leikjum er lokið í spænsku deildinni í knattspyrnu í kvöld. Barcelona tapaði 2-1 á heimavelli fyrir grönnum sínum í Espanyol, sem fyrir vikið lyftu sér af botninum.

Eggert skoraði fyrir Hearts

Eggert Jónsson skoraði mark Hearts í dag þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við St. Mirren í skosku úrvalsdeildinni.

Hoffenheim aftur á toppinn - Bayern lá heima

Óvæntir hlutir áttu sér stað í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Spútniklið Hoffenheim er komið aftur á toppinn eftir 3-3 jafntefli á útivelli gegn Stuttgart og Bayern lá heima 2-1 fyrir Köln.

Valur lagði Stjörnuna

Þrír leikir fóru fram í N1 deild kvenna í handbolta í dag. Valur vann góðan sigur á Íslandsmeisturum Stjörnunnar í Vodafonehöllinni 29-27 eftir að hafa verið yfir 15-14 í hálfleik.

Keflavík kom fram hefndum

Keflavík lagði KR 79-70 í A-riðli Iceland Express deildar kvenna í körfubolta og hefndi þar með fyrir tapið í bikarúrslitaleiknum um síðustu helgi.

Arsenal tókst ekki að vinna Sunderland

Arsenal missti af mikilvægum stigum í dag þegar liðiði gerði 0-0 jafntefli við Sunderland á Emirates. Þetta var þriðja markalausa jafntefli Arsenal í röð.

Logi skoraði sjö mörk í sigri Lemgo

Logi Geirsson var markahæstur í liði Lemgo í dag þegar liðið vann góðan sigur á Rhein-Neckar Löwen í Íslendingaslag í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Haukar aftur á toppinn

Haukar báru sigurorð af Val í toppslag N1 deildar karla í dag 24-22 og eru fyrir vikið komnir á toppinn í deildinni.

Sigur í fyrsta leik hjá Hiddink

Guus Hiddink átti frábæra byrjun sem knattspyrnustjóri Chelsea í dag þegar hann stýrði sínum mönnum til 1-0 sigurs á Aston Villa á útivelli í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Woods er spenntur fyrir endurkomunni

Stjörnukylfingurinn Tiger Woods segist spenntur fyrir því að snúa aftur til keppni á WGC-Accenture mótinu í Arizona í næstu viku.

LeBron James skaut Milwaukee í kaf

LeBron James fór hamförum í nótt þegar hann fór fyrir liði Cleveland í 111-103 sigri á Milwaukee á útivelli. James skoraði 55 stig og var einu stigi frá persónulegu meti sínu.

Eigandi Utah Jazz látinn

Larry Miller, eigandi Utah Jazz í NBA deildinni, lést í gærkvöldi. Miller keypti helming í félaginu árið 1985 og keypti það allt ári síðar.

Keirrison ekki á leið til Liverpool

Forráðamenn brasilíska liðsins Palmeiras segja að sóknarmaðurinn Keirrison sé ekki á leið til Liverpool í sumar eins og vangaveltur hafa verið um.

Grindavík vann í Keflavík

Grindavík vann nauman sigur á Keflavík í Bítlabænum í kvöld, 85-82, eftir æsispennandi lokamínútur.

Eboue lykilmaður hjá Arsenal

Emmanuel Eboue hefur gengið í gegnum ýmislegt á tímabilinu en tölfræðin lýgur ekki - Arsenal gengur best þegar hann er í byrjunarliðinu.

Tevez vill vera áfram hjá United

Fréttir sem birtust í Englandi í dag af máli Carlos Tevez eru stórlega ýktar eftir því sem fram kemur á vef Sky Sports.

Man City bauð í Benzema

Jean Michel Aulas, forseti Lyon, hefur staðfest að Manchester City hafi lagt fram tilboð í Karim Benzema í janúar síðastliðnum.

Ronaldo rukkaður um þrjár milljónir

Cristiano Ronaldo, leikmaður Manchester United, hefur fengið þriggja milljón króna rukkun frá flugstöðinni í Manchester eftir að hann klessukeyrði 30 milljón króna Ferrari sinn í undirgöngum hennar í síðasta mánuði.

Houston-Dallas í beinni í nótt

Leikur Houston Rockets og Dallas Mavericks í NBA deildinni verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan eitt eftir miðnætti.

Owen snýr aftur um miðjan mars

Framherjinn Michael Owen hjá Newcastle segist eiga von á því að snúa aftur til keppni um miðjan mars. Owen hefur verið meiddur á ökkla síðan 28. janúar og var þá ætlað að vera frá keppni í um sex vikur. Bati hans er því í takt við fyrstu spár.

Arshavin fær stílista frá Rússlandi

Andrei Arshavin, leikmaður Arsenal, treystir ekki ensku hárgreiðslufólki fyrir kollinum á sér og hefur því ákveðið að splæsa flugfari á rússneska stílistann sinn til Englands þegar hann þarf á klippingu að halda.

Neville framlengir um eitt ár

Bakvörðurinn Gary Neville hefur framlengt samning sinn við Manchester United um eitt ár og er því samningsbundinn félaginu út næstu leiktíð.

Rúrik framlengir við Viborg

Rúrik Gíslason hefur framlengt samning sinn við danska B-deildarliðið Viborg til ársins 2012. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins í dag.

Lengjubikarinn hefst í kvöld

Keppni í Lengjubikarnum í knattspyrnu hefst í kvöld þegar ÍA og FH mætast í Akraneshöllinni klukkan 20.

Riise langar að skora á móti Arsenal

Norski leikmaðurinn John Arne Riise hjá Roma er mjög spenntur fyrir leik liðsins gegn Arsenal í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í næstu viku.

Ronaldo á að vera í Manchester

Jose Mourinho þjálfari Inter Milan segir að landi hans Cristiano Ronaldo hjá Manchester United eigi að vera áfram á Englandi.

Adriano ætlar að skora fyrir börnin

Brasilíski framherjinn Adriano hjá Inter segir að ítalska liðið hafi það sem til þarf til að slá Manchester United út úr 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Hiddink ætlaði að verða mykjubóndi

Guus Hiddink, nýráðinn stjóri Chelsea, var með háleit framtíðarmarkmið þegar hann var barn. Markmið hans var ekki að gerast einn hæstlaunaðasti knattspyrnustjóri heims, heldur ætlaði hann að verða mykjubóndi í Hollandi.

Tilboð óskast í Carlos Tevez

Kia Joorabchian segir að "eigendur" knattspyrnumannsins Carlos Tevez hjá Manchester United séu nú opnir fyrir kauptilboðum í leikmanninn.

Sjá næstu 50 fréttir