Enski boltinn

Sigur í fyrsta leik hjá Hiddink

Deco á fullri ferð með Chelsea
Deco á fullri ferð með Chelsea AFP

Guus Hiddink átti frábæra byrjun sem knattspyrnustjóri Chelsea í dag þegar hann stýrði sínum mönnum til 1-0 sigurs á Aston Villa á útivelli í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Chelsea vann verðskuldaðan sigur á spútnikliði Martin O´Neill og skoraði franski framherjinn Nicolas Anelka sigurmarkið á 19. mínútu eftir frábæran undirbúning frá Frank Lampard.

Ashley Young var ekki langt frá því að jafna fyrir Villa þegar aukaspyrna hans hrökk af slánni og Petr Cech markvörður Chelsea varði nokkrum sinnum vel þegar Villa pressaði í síðari hálfleik.

Heimamenn sluppu líka með skrekkinn í lokin þegar Brad Friedel varði glæsilega þrumuskot Michael Ballack.

Chelsea skaust með sigrinum upp í þriðja sæti úrvalsdeildarinnar og fullkomnaði óeftirminnilega viku hjá Villa-mönnum sem féllu út úr enska bikarnum og gerðu jafntefli við CSKA Moskvu í Evrópukeppninni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×