Enski boltinn

Tevez vill vera áfram hjá United

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Carlos Tevez, leikmaður Manchester United.
Carlos Tevez, leikmaður Manchester United. Nordic Photos / Getty Images
Fréttir sem birtust í Englandi í dag af máli Carlos Tevez eru stórlega ýktar eftir því sem fram kemur á vef Sky Sports.

Haft var eftir Kia Joorabchian, ráðgjafa Tevez, að leikmaðurinn væri nú á markaðnum þar sem United hefði dregið lappirnar í samningaviðræðum við Tevez.

Joorabchian segir hins vegar í samtali við Sky Sports að viðræður við United væru enn í gangi.

„Carlos Tevez er enn leikmaður Manchester United," sagði Joorabchian.

„Staða hans er óbreytt. Við munum halda viðræðum áfram á næstu mánuðum og vonumst til að tryggja framtíð Carlos."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×