Enski boltinn

Hiddink ætlaði að verða mykjubóndi

AFP

Guus Hiddink, nýráðinn stjóri Chelsea, var með háleit framtíðarmarkmið þegar hann var barn. Markmið hans var ekki að gerast einn hæstlaunaðasti knattspyrnustjóri heims, heldur ætlaði hann að verða mykjubóndi í Hollandi.

Guus ólst upp í sveitinni og langaði að gerast dýrabóndi og selja tað og mykju sem áburð.

"Ég ólst upp innan um fjölda bóndabýla og fór alltaf til vinar míns sem bjó á einu þeirra um leið og ég var búinn í skólanum. Þar voru hestar og kýr og ég lærði að mjólka og plægja snemma. Þegar ég var spurður, svaraði ég því alltaf að ég ætlaði að verða mykjubóndi," sagði Hiddink í samtali við Sun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×