Enski boltinn

Arshavin fær stílista frá Rússlandi

NordicPhotos/GettyImages

Andrei Arshavin, leikmaður Arsenal, hefur því ákveðið að splæsa flugfari á rússneska stílistann sinn til Englands þegar hann þarf á klippingu að halda.

Arshavin gekk í raðir Arsenal í sumar og hefur kærastan hans Yulia farið fram á að fá stílista þeirra til Lundúna þegar þau þurfa á snyrtingu að halda. Stílistinn, Denis Viokov, hefur starfað fyrir þau hjón í tvö ár.

"Við gerðum samkomulag um að ég færi til London þegar á þarf að halda. Andrei á eftir að vera mjög upptekinn næstu mánuði og á tæplega eftir að hafa tíma til að koma til Pétursborgar. Hann þarf auðvitað að borga fyrir mig flugfarið, en hann hefur efni á því og mér finnst það ekkert mál. Yulia er hjátrúarfull og treystir ekki enskum rökurum fyrir hárinu á Andrei," var haft eftir Volkov í Daily Telegraph.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×