Enski boltinn

Frábær spyrna Ronaldo tryggði United sigurinn

Ronaldo skoraði stórkostlegt mark í kvöld
Ronaldo skoraði stórkostlegt mark í kvöld AFP

Manchester United þurfti að hafa mikið fyrir hlutunum í kvöld þegar liðið fékk Blackburn í heimsókn á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni.

Wayne Rooney kom Manchester United í 1-0 með marki á 23. mínútu eftir að Blackburn mistókst að hreinsa fyrirgjöf frá Nani, en enski landsliðsmaðurinn hefur nú skorað í fjórum deildarleikjum í röð.

Blackburn var hinsvegar ekki af baki dottið og hinn magnaði Roque Santa Cruz varð á 32. mínútu fyrsti maðurinn til að skora á móti Manchester United í meira en 1330 mínútur.

Liðið hafði ekki fengið á sig mark síðan Samir Nasri hjá Arsenal skoraði gegn liðinu í fyrra.

Það kom í hlut hins magnaða Cristiano Ronaldo að klára leikinn fyrir Manchester United á 60. mínútu þegar hann skoraði með þrumuskoti beint úr aukaspyrnu frá vinstri.

Morten Gamst Pedersen hefði ef til vill átt að fá vítaspyrnu fyrir Blackburn og félagi hans Ryan Nelsen átti skot í slá, en Johhny Evans hjá Manchester United fékk líka dæmt af sér skallamark af óljósum ástæðum.

United hefur nú átta stiga forskot á Liverpool á toppi deildarinnar og mætir Inter í Meistaradeildinni í næstu viku.

Liverpool getur saxað á forskot meistaranna með sigri á Manchester City á morgun.

Staðan í ensku úrvalsdeildinni






Fleiri fréttir

Sjá meira


×