Handbolti

Valur lagði Stjörnuna

Mynd/Stefán

Þrír leikir fóru fram í N1 deild kvenna í handbolta í dag. Valur vann góðan sigur á Íslandsmeisturum Stjörnunnar í Vodafonehöllinni 29-27 eftir að hafa verið yfir 15-14 í hálfleik.

Drífa Skúladóttir og Hildigunnur Einarsdóttir skoruðu 6 mörk hvor fyrir Valsliðið en Alina Petrache skoraði 11 mörk fyrir Stjörnuna og Kristín Clausen 5.

Þá vann Fram 26-23 sigur á Gróttu og HK burstaði FH 36-24 á útivelli.

Haukar eru sem fyrr í efsta sæti deildarinnar með 31 stig, Stjarnan er í öðru með 28 og Valur hefur 24 stig í þriðja sætinu. Fram hefur 19 stig, HK 11, FH 10 og Grótta og Fylkir reka lestina með 8 og 5 stig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×