Handbolti

Hanna með sautján í stórsigri Hauka

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hanna G. Stefánsdóttir fór mikinn í kvöld.
Hanna G. Stefánsdóttir fór mikinn í kvöld. Mynd/Valli
Hanna G. Stefánsdóttir skoraði sautján mörk fyrir Hauka sem vann stóran sigur á Fylki í N1-deild kvenna í kvöld, 42-26.

Staðan í hálfleik var 22-14, heimamönnum í vil. Erna Þráinsdóttir skoraði fimm mörk og fjórir leikmenn skoruðu fjögur hver.

Sunna Jónsdóttir var markahæst hjá Fylki með sjö mörk. Sunna María Einarsdóttir skoraði sex og Hanna Rut Sigurjónsdóttir fimm.

Haukar eru með þriggja stiga forystu á toppi deildarinnar. Stjarnan kemur næst með 28 stig en á leik til góða.

Fylkir er á botni deildarinnar með fimm stig.

Sautjándu umferð lýkur svo á morgun er þrír leikir fara fram, allir klukkan 16.00:

Fram - Grótta

Valur - Stjarnan

FH - HK




Fleiri fréttir

Sjá meira


×