Fótbolti

Klerkabikarinn haldinn í þriðja sinn

Hiti var í klerkunum á mótinu í fyrra
Hiti var í klerkunum á mótinu í fyrra AFP
Klerkabikarkeppnin í knattspyrnu verður í Vatikaninu um Páskana en þar keppa 16 lið skipuð prestum og verðandi prestum.

Mótið í ár vekur athygli því nú getur dómarinn veifað þremur spjöldum í leik, gulu, rauðu og bláu. Fái leikmaður að líta bláa spjaldið þá er hann rekinn útaf í 5 mínútur.

Nokkrar umræður hafa orðið í knattspyrnuheiminum um að taka upp eitt spjald í viðbót sem millistig á gula og rauða spjaldinu.

Í klerkabikarnum er stuðst við hinar hefðbundnu knattspyrnureglur en leiktíminn er 60 mínútur.

Þegar keppnin fór fram í annað sinn í fyrra þóttu prestarnir nokkuð hávaðasamir einkum á hliðarlínunni og eins og í venjulegum kappleik féllu nokkur vel valin orð í hita leiksins. Þá missti einn presturinn stjórn á skapi sínu og kastaði treyju sinni í fússi í dómarann, en hann var dæmdur í fimm leikja bann fyrir.

Spurningin er síðan hvort íslenskir prestar ættu ekki að skella sér í útrás og senda lið í keppnina á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×