Enski boltinn

Eboue lykilmaður hjá Arsenal

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Emmanuel Eboue, lengst til vinstri, og félagar fagna marki í leik með Arsenal.
Emmanuel Eboue, lengst til vinstri, og félagar fagna marki í leik með Arsenal. Nordic Photos / Getty Images
Emmanuel Eboue hefur gengið í gegnum ýmislegt á tímabilinu en tölfræðin lýgur ekki - Arsenal gengur best þegar hann er í byrjunarliðinu.

Eboue fékk að líta rauða spjaldið í leik Arsenal og Tottenham og missti því af leik liðsins gegn Cardiff í bikarkeppninni á mánudag.

Arsenal hefur aðeins tapað tveimur af fjórtán leikjum þegar Eboue hefur verið í byrjunarliðinu. Þremur hefur lokið með jafntefli og hefur því liðið fengið 2,14 stig að meðaltali í þessum leikjum.

Næstur á þessum lista er Johan Djourou með tvö stiga að meðaltali í leik. Samir Nasri (1,89), Cesc Fabregas (1,87) og Emmanuel Adebayor (1,85) eru svo í næstu sætum á eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×