Fleiri fréttir

Guðjón stendur við ummæli sín

Guðjón Þórðarson sagði í samtali við Vísi að hann standi heilshugar við þau ummæli sem hann lét falla eftir leik Keflavíkur og ÍA í gær.

Stefán Þór: Ég fór í boltann

Stefán Þór Þórðarson segir engan vafa leika á því að hann hafi farið í boltann þegar hann fékk síðara gula spjaldið sitt í leik ÍA og Keflavíkur í gær.

Ólafur: Guðjón er að bulla

Ólafur Ragnarsson dómari segir ekkert hæft í ásökunum Guðjóns Þórðarsonar í sinn garð né heldur annarra dómara.

Þórir: Málið í aganefnd

Þórir Hákonarson, framkvæmdarstjóri KSÍ, mun skjóta ummælum Guðjóns Þórðarsonar til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ.

Guðjón: Þeirra er skömmin (myndband)

Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA, var ómyrkur í máli gagnvart Ólafi Ragnarssyni dómara og forystumönnum KSÍ í viðtali við Stöð 2 Sport í gær.

Meistararnir bitu frá sér

San Antonio vann í nótt þýðingarmikinn 103-84 sigur á LA Lakers í þriðja leik liðanna í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA og minnkaði muninn í 2-1 í einvíginu. Mestu munaði um að meistararnir fengu gott framlag frá þremur helstu stjörnum sínum í leiknum.

Enn tapar KR í Kaplakrika

KR-ingar hafa ekki riðið feitum hesti frá leikjum sínum við FH í Kaplakrika undanfarin ár og á því varð engin breyting í kvöld. FH vann 2-0 sigur og skellti sér í annað sæti deildarinnar, en KR er í níunda sætinu með aðeins þrjú stig eftir fjórar umferðir.

Keflvíkingar á toppnum

Keflvíkingar sitja einir á toppi Landsbankadeildar karla í knattspyrnu þegar fjórum af fimm leikjum kvöldsins er lokið. Keflvíkingar lögðu Skagamenn 3-1 á heimavelli sínum á meðan nýliðar Fjölnis töpuðu sínum fyrsta leik.

Jón Arnór og félagar í góðum málum

Jón Arnór Stefánsson og félagar hans í Lottomatica Roma hafa náð 2-0 forystu gegn Air Avellino í undanúrslitum úrslitakeppni ítölsku A-deildarinnar. Roma vann annan leikinn 85-78 á útivelli í kvöld og geta tryggt sér sæti í úrslitum með sigri í þriðja leiknum á þriðjudagskvöldið.

Þetta er vonandi það sem koma skal

,,Ég stefndi á að koma inná í hálfleik, skila mínu og það tókst þannig að ég er mjög sáttur," sagði Jóhann Þórhallsson sem var hetja Fylkismanna í kvöld þegar þeir lögðu HK 2-1 í Árbænum.

Góðs viti að vinna þó við spilum illa

Hjálmar Þórarinsson var að vonum sáttur við 1-0 sigur Framara á Þrótti í kvöld þó heimamenn í Fram hafi á köflum verið yfirspilaðir á Laugardalsvelli.

Mourinho útilokar að taka við Chelsea

Jose Mourinho hefur útilokað að taka aftur við liði Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Portúgalinn staðfesti þetta í samtali við Sky í kvöld, en hann hefur verið orðaður við sitt gamla félag í breskum miðlum undanfarið líkt og margir af færustu stjórum heims.

Eriksson að taka við landsliði Mexíkó?

Sven-Göran Eriksson er kominn langt á leið með að samþykkja að taka við mexíkóska landsliðinu í knattspyrnu. Sky fréttastofan hefur þetta eftir fjölmiðlum þar í landi í kvöld. Talið er víst að Eriksson muni láta af störfum hjá Manchester City á næstu dögum eða vikum.

Friðrik klár í slaginn á ný

Miðherjinn Friðrik Stefánsson hjá Njarðvík hefur fengið þær góðu fréttir að hann megi byrja að æfa körfubolta á ný. Friðrik gat ekki leikið með Njarðvíkingum í úrslitakeppninni í vor vegna hjartagalla.

Grant orðaður við Manchester City

Breska blaðið Times greinir frá því í dag að eigandi Manchester City sé að íhuga að bjóða Avram Grant að taka við liði sínu. Grant var rekinn frá Chelsea í gær, en talið er að Sven-Göran Eriksson, sitjandi stjóri City, sé orðinn ansi valtur í sessi.

Queiroz er inni í myndinni

Carlos Queiroz kemur vel til greina sem eftirmaður Sir Alex Ferguson þegar Skotinn lætur af störfum innan næstu þriggja ára. Þetta staðfesti framkvæmdastjóri Manchester United í samtali við BBC í dag.

Fisher og Ginobili glíma við meiðsli

Þriðji leikur San Antonio Spurs og LA Lakers í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan hálfeitt í nótt. Þar þurfa meistararnir nauðsynlega á sigri að halda á heimavelli sínum eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjunum í Los Angeles.

Wenger vongóður um að landa Nasri

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segir líklegt að félagið nái að landa kaupunum á franska landsliðsmanninum Samir Nasri áður en EM í knattspyrnu hefst í næsta mánuði.

Doncaster í B-deildina

Doncaster Rovers vann sér í dag sæti í ensku B-deildinni með því að leggja Leeds United að velli 1-0 í úrslitaleik í umspili ensku 1. deildarinnar.

Nauðsynlegt að ná að púsla þessu saman í dag

Rakel Dögg Bragadóttir var markahæst í báðum æfingaleikjum íslenska landsliðsins gegn danska liðinu Kolding um helgina. Hún á von á mjög erfiðu verkefni um næstu helgi þegar liðið mætir Rúmenum í umspili um sæti á EM.

Bergur Ingi náði Ólympíulágmarki

Sleggjukastarinn Bergur Ingi Pétursson úr FH tryggði sér í dag keppnisrétt á Ólympíuleikunum í Peking þegar hann bætti eigið Íslandsmet og kastaði 74,52 metra á móti í Kaplakrika.

Mourinho: Chelsea átti lélega leiktíð

Jose Mourinho lá ekki á skoðunum sínum í gær þegar hann var spurður hvort Chelsea hefði átt góða leiktíð. Hann segir að Chelsea hafi strangt til tekið átt lélega leiktíð.

Hamilton sigraði í Mónakó

Breski ökuþórinn Lewis Hamilton hjá McLaren vann í dag sigur í viðburðaríkum Mónakókappakstrinum í Formúlu 1. Veðurfar og óhöpp settu svip sinn á keppnina.

Ísland lá aftur fyrir Spánverjum

Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði í hádeginu fyrir Spánverjum í annað sinn á tveimur dögum 37-35 í síðari æfingaleik þjóðanna í Madríd.

Fengu stóran skell þegar þeir vígðu Valsvöll síðast

Valsmenn spila í kvöld fyrsta leikinn á nýja Vodafone-vellinum sínum að Hlíðarenda þegar þeir fá topplið Fjölnis í heimsókn en nýliðarnir úr Grafarvogi hafa unnið fyrstu þrjá leiki sína í efstu deild.

Hversu slæm er tölfræði KR-inga gegn FH?

Ef marka má þróun mála síðustu sumur þá mæta stuðningsmenn KR-inga ekki bjartsýnir í Kaplakrikann í kvöld. FH hefur unnið síðustu sex deildarleiki liðanna með markatölunni 15-1 og KR hefur ekki unnið deildarleik í Hafnarfirði síðan 20. ágúst 1994.

Loksins vann Boston á útivelli

Liðsmenn Boston Celtics völdu góðan tíma til að vinna fyrsta leik sinn á útivelli í úrslitakeppni NBA í nótt þegar þeir yfirspiluðu slakt lið Detroit Pistons í þriðja leik liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar.

Hatton vann á stigum

Breski hnefaleikarinn Ricky Hatton hlaut nokkra uppreisn æru í kvöld þegar hann lagði Mexíkóann Juan Lazcano á stigum í bardaga þeirra um IBF titilinn í léttveltivigt fyrir framan 55,000 áhorfendur á borgarleikvanginum í Manchester.

Roma bikarmeistari á Ítalíu annað árið í röð

Roma varð í kvöld bikarmeistari á Ítalíu annað árið í röð þegar liðið vann sanngjarnan 2-1 sigur á meisturum Inter Milan í úrslitaleik. Þetta var annað árið í röð sem liðin mætast í úrslitaleik.

Úrvalslið ársins á Spáni

Knattspyrnusamband Evrópu hefur nú birt úrvalslið leiktíðarinnar á Spáni sem valið var í könnun á heimasíðu sambandsins. Þar eru aðeins fimm leikmenn úr landsliðshópi Luis Aragones fyrir EM í sumar.

Terry: Vítaspyrnan verður í huga mér alla ævi

John Terry, fyrirliði Chelsea, hefur nú loksins tjáð sig opinberlega um vítaspyrnuna sem hann misnotaði í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í vikunni. Terry gat þá tryggt Chelsea Evrópubikarinn, en rann í skrefinu og skaut í stöng.

Þetta lið mun taka fram úr Liverpool

Sir Alex Ferguson segist ekki í nokkrum vafa um að Manchester United muni taka fram úr Liverpool sem sigursælasta lið ensku knattspyrnunnar á næstunni.

Tekst Boston að vinna á útivelli?

Detroit Pistons og Boston Celtics eigast við þriðja sinni í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA í nótt og verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan hálfeitt eftir miðnætti.

Kvennalandsliðið tapaði fyrir Kolding

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði í dag fyrir danska úrvalsdeildarliðinu Kolding í æfingaleik sem fram fór í Laugardalshöllinni 34-31.

Fyrsti sigurinn hjá Þór/KA

Lokaleikur þriðju umferðar Landsbankadeildar kvenna í knattspyrnu fór fram í dag. Þór/KA vann þá sinn fyrsta sigur í deildinni þegar liðið skellti HK/Víkingi 2-0 í Kórnum. Arna Sif Ásgrímsdóttir og Rakel Hönnudóttir skoruðu mörk norðanliðsins á lokamínútum leiksins.

Björgvin setti Íslandsmet

Björgvin Víkingsson úr FH setti í dag nýtt Íslandsmet í 400 metra grindahlaupi á móti í Rhelingen í Þýskalandi. Hinn 25 ára gamli hlaupari bætti met Þorvaldar Þórssonar frá árinu 1983 um 21/100 úr sekúndu þegar hann kom í mark á tímanum 51,17 sekúndum.

Avram Grant sagt upp hjá Chelsea

Avram Grant hefur verið sagt upp störfum sem knattspyrnustjóri Chelsea eftir aðeins átta mánuði í starfi. Sky fréttastofan greindi frá þessu nú rétt í þessu.

Rangers vann skoska bikarinn

Glasgow Rangers varð í dag bikarmeistari í 32. sinn í sögu félagsins þegar liðið vann Queen of the South 3-2 í dramatískum úrslitaleik. Þetta var fyrsti bikarsigur Rangers í fimm ár.

Fred á leið til Tottenham?

Umboðsmaður og bróðir brasilíska framherjans Fred hjá Lyon segir að góðar líkur á því að leikmaðurinn gangi í raðir Tottenham í sumar.

Sjá næstu 50 fréttir