Loksins vann Boston á útivelli 25. maí 2008 04:59 Liðsmenn Boston Celtics völdu góðan tíma til að vinna fyrsta leik sinn á útivelli í úrslitakeppni NBA í nótt þegar þeir yfirspiluðu slakt lið Detroit Pistons í þriðja leik liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar. Liðin skiptu með sér sigrunum í fyrstu tveimur leikjum einvígisins í Boston. Þar unnu heimamenn fyrsta leikinn en Detroit stal leik tvö. Í nótt var hinsvegar komið að fyrsta útisigri þeirra grænklæddu eftir sex töp á útivelli í röð í úrslitakeppninni. Boston vann sannfærandi 94-80 sigur. "Ég held að fyrsta tapið á heimavelli hafi gefið okkur nýjan kraft. Við þurftum virkilega á sigri að halda í kvöld," sagði Paul Pierce hjá Boston, en hann tók ekki nema sex skot allan leikinn - hitti úr fjórum þeirra og skoraði 11 stig. Boston byrjaði leikinn af miklum krafti og náði þegar mest var 24 stiga forystu sem það lét aldrei af hendi. Heimamenn í Detroit náðu nokkrum sinnum að saxa á forskotið og komu því niður fyrir 10 stig þegar skammt var til leiksloka, en sigur Boston var í raun aldrei í hættu. Kevin Garnett fór fyrir liði Boston eins og í fyrstu tveimur leikjunum og skoraði 22 stig og hirti 13 fráköst. Ray Allen skoraði 14 stig og þeir Rajon Rondo, James Posey og Kendrick Perkins 12 hver. Annars fengu Boston menn jafnt og þétt framlag frá öllum sínum mönnum í sókninni og varnarleikurinn var mjög sterkur. Slappir heimamenn Það sama verður alls ekki sagt um heimamenn í Detroit sem virkuðu vankaðir frá fyrstu sekúndu leiksins. Liðið var skugginn af sjálfu sér lengst af í leiknum og helst að það sýndi sitt rétta andlit í stuttum rispum, sem nægðu alls ekki til að standa í ferskum gestunum. Rip Hamilton skoraði 26 stig fyrir Detroit og leikstjórnandinn ungi Rodney Stuckey bætti við 17 stigum af bekknum, en hann fékk það hlutverk að taka upp hanskann fyrir Chauncey Billups sem greinilega gekk ekki heill til skógar í leiknum vegna meiðsla á læri. "Þeir eru búnir að ná heimavallarréttinum til baka. Leikurinn á mánudaginn verður okkur því gríðarlega mikilvægur - sá stærsti á árinu," sagði Flip Saunders þjálfari Detroit. Tölfræði leiksins Þriðji leikur Spurs og Lakers í beinni í nótt Í nótt fer fram þriðji leikur San Antonio Spurs og LA Lakers þar sem Lakers hefur yfir 2-0. Leikurinn fer fram í San Antonio og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan hálfeitt eftir miðnætti. NBA Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Sjá meira
Liðsmenn Boston Celtics völdu góðan tíma til að vinna fyrsta leik sinn á útivelli í úrslitakeppni NBA í nótt þegar þeir yfirspiluðu slakt lið Detroit Pistons í þriðja leik liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar. Liðin skiptu með sér sigrunum í fyrstu tveimur leikjum einvígisins í Boston. Þar unnu heimamenn fyrsta leikinn en Detroit stal leik tvö. Í nótt var hinsvegar komið að fyrsta útisigri þeirra grænklæddu eftir sex töp á útivelli í röð í úrslitakeppninni. Boston vann sannfærandi 94-80 sigur. "Ég held að fyrsta tapið á heimavelli hafi gefið okkur nýjan kraft. Við þurftum virkilega á sigri að halda í kvöld," sagði Paul Pierce hjá Boston, en hann tók ekki nema sex skot allan leikinn - hitti úr fjórum þeirra og skoraði 11 stig. Boston byrjaði leikinn af miklum krafti og náði þegar mest var 24 stiga forystu sem það lét aldrei af hendi. Heimamenn í Detroit náðu nokkrum sinnum að saxa á forskotið og komu því niður fyrir 10 stig þegar skammt var til leiksloka, en sigur Boston var í raun aldrei í hættu. Kevin Garnett fór fyrir liði Boston eins og í fyrstu tveimur leikjunum og skoraði 22 stig og hirti 13 fráköst. Ray Allen skoraði 14 stig og þeir Rajon Rondo, James Posey og Kendrick Perkins 12 hver. Annars fengu Boston menn jafnt og þétt framlag frá öllum sínum mönnum í sókninni og varnarleikurinn var mjög sterkur. Slappir heimamenn Það sama verður alls ekki sagt um heimamenn í Detroit sem virkuðu vankaðir frá fyrstu sekúndu leiksins. Liðið var skugginn af sjálfu sér lengst af í leiknum og helst að það sýndi sitt rétta andlit í stuttum rispum, sem nægðu alls ekki til að standa í ferskum gestunum. Rip Hamilton skoraði 26 stig fyrir Detroit og leikstjórnandinn ungi Rodney Stuckey bætti við 17 stigum af bekknum, en hann fékk það hlutverk að taka upp hanskann fyrir Chauncey Billups sem greinilega gekk ekki heill til skógar í leiknum vegna meiðsla á læri. "Þeir eru búnir að ná heimavallarréttinum til baka. Leikurinn á mánudaginn verður okkur því gríðarlega mikilvægur - sá stærsti á árinu," sagði Flip Saunders þjálfari Detroit. Tölfræði leiksins Þriðji leikur Spurs og Lakers í beinni í nótt Í nótt fer fram þriðji leikur San Antonio Spurs og LA Lakers þar sem Lakers hefur yfir 2-0. Leikurinn fer fram í San Antonio og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan hálfeitt eftir miðnætti.
NBA Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Fleiri fréttir Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Sjá meira