Fleiri fréttir

Valur í annað sætið

Valur kom sér í dag í annað sæti N1-deildar kvenna með sjö marka sigri á Gróttu, 35-28. Þá vann topplið Fram öruggan sigur á HK.

Guðlaugur vill halda áfram í atvinnumennskunni

Mál Guðlaugs Arnarssonar og Valdimars Þórssonar, leikmanna HK Malmö í Svíþjóð, eru í biðstöðu eins og er en þó þykir nokkuð ljóst að þeir eru á leið frá félaginu.

Hannes: Flakkið fylgir fótboltanum

Hannes Þ. Sigurðsson gekk frá samningum við sænska úrvalsdeildarfélagið Sundsvall seint í gærkvöldi. Hann hefur leikið með fjórum félögum á undanförnu einu og hálfa ári.

Sjáðu mark Hermanns á Vísi

Smelltu hér til að sjá mark Hermanns Hreiðarssonar í 4-2 sigurleik Portsmouth á Birminghma í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Ferguson hefur áhuga á Aaron Ramsey

Forráðamenn Cardiff hafa staðfest að Sir Alex Ferguson hafi sett sig í samband við félagið til að spyrjast fyrir um miðjumanninn Aaron Ramsey. Hinn 17 ára gamli Ramsey þykir mikið efni og átti stóran þátt í góðu gengi liðsins í bikarkeppninni.

Schmeichel lánaður til Coventry

Danski markvörðurinn Kasper Schmeichel hefur verið lánaður frá Manchester City til Coventry út leiktíðina. Chris Coleman stjóri Coventry segir son goðsagnarinnar Peter Schmeichel eiga framtíðina fyrir sér.

Oden æfði með Portland

Miðherjinn Greg Oden æfði með liði Portland í 45 mínútur í dag og var í nógu góðu formi til að troða boltanum nokkrum sinnum á æfingunni.

Fjórir leikir í körfunni í kvöld

Fjórir leikir eru á dagskrá í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld og ljóst að þar verður mikil spenna enda eru þetta fyrstu leikirnir í næstsíðustu umferð deildarinnar.

Skellir West Ham þeir verstu í hálfa öld

Íslendingalið West Ham hefur mátt þola þrjú 4-0 töp í röð í ensku úrvalsdeildinni. Þessi töp eru verstu skellir liðs í þremur leikjum í röð í hálfa öld í efstu deild á Englandi.

Barichello nálgast met

Brasilíski ökuþórinn Rubens Barrichello hjá Honda í Formúlu 1 ekur í sinni 250. keppni á ferlinum í Ástralíu á sunnudaginn. Hann vantar aðeins sjö keppnir í viðbót til að verða reyndasti ökuþór í sögu Formúlu 1.

Boston stefnir á mesta viðsnúning allra tíma

Það er ekki bara lið Houston Rockets sem er að skrá nafn sitt í sögubækurnar í NBA deildinni þessa dagana. Lið Boston Celtics stefnir þannig óðfluga á að bæta metið yfir mesta viðsnúning allra tíma í deildinni.

Guðmundur valdi sinn fyrsta hóp

Guðmundur Guðmundsson tilkynnti í dag sinn fyrsta landsliðshóp síðan hann tók við A-landsliði karla á dögunum. Á blaðamannafundi í hádeginu staðfesti HSÍ ráðningu Óskars Bjarna Óskarssonar í stöðu aðstoðarþjálfara og þá var Kristján Halldórsson ráðinn íþróttastjóri HSÍ.

Mancini fer ekki

Roberto Mancini mun ekki láta af störfum sem þjálfari Inter Milan í sumar þrátt fyrir yfirlýsingar þess efnis í gær. Þetta segir forseti Inter Massimo Moratti.

Fimm kúbverskir landsliðsmenn struku

Fimm af leikmönnum kúbverska U-23 ára landsliðsins í knattspyrnu virðast hafa strokið úr herbúðum liðsins þar sem það er að keppa á móti í Tampa í Bandaríkjunum.

Ramelow hættur

Þýski miðjumaðurinn Carsten Ramelow hjá Bayer Leverkusen hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Ramelow er 33 ára gamall og hefur átt í miklu stríði við meiðsli á undanförnum árum og fannst því rétt að hætta.

Henry saknar dóttur sinnar

Thierry Henry viðurkennir að erfiðleikar hans í einkalífinu og það að venjast því að leika nýja stöðu á vellinum séu helstu ástæður þess að hann hafi ekki spilað betur en raun ber vitni hjá Barcelona.

Lehmann er fýlupúki

Alexander Hleb hjá Arsenal segir að markvörðurinn Jens Lehmann sé fýlupúki. Hann segir að markvörðurinn þýski hafi varla yrt á nokkurn mann hjá liðinu á æfingum síðan hann missti sæti sitt í byrjunarliðinu.

Drejer leggur skóna á hilluna

Danska landsliðið í körfubolta varð fyrir mikilli blóðtöku í vikunni þegar Christian Drejer tilkynnti að hann væri hættur að stunda körfubolta vegna meiðsla aðeins 25 ára að aldri. Drejer er einn besti körfuboltamaður Dana fyrr og síðar.

Helena og félagar áfram í úrslitakeppninni

TCU, lið Helenu Sverrisdóttur í bandaríska háskólaboltanum, vann í nótt fyrsta leik sinn í úrslitakeppninni í Mountain West deildinni. Liðið lagði Air Force skólann 60-47 og skoraði Helena 6 stig í leiknum.

Get ekki látið miðjumann skora meira

Emmanuel Adebayor hjá Arsenal segist harður á því að hafa betur en Cristiano Ronaldo hjá Manchester United í baráttunni um gullskóinn á Englandi.

Hamilton: Það var heiður að vinna með Alonso

Svo virðist sem Lewis Hamilton hjá McLaren sé búinn að rétta fyrrum félaga sínum Fernando Alonso hjá Renault sáttarhönd eftir harðar deilur þeirra á síðasta tímabili.

Enginn vill mæta Liverpool

Miðjumaðurinn Patrick Vieira hjá Inter segir að Liverpool sé liðið sem enginn vill mæta þegar kemur að drættinum í 8-liða úrslit Meistraradeildarinnar á morgun. Vieira var í liði Inter sem féll úr leik gegn Liverpool á dögunum.

Okkur var slátrað

Paul Jewell stjóri Derby var auðmjúkur eftir að hans menn voru teknir í bakaríið 6-1 af Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær, þar sem Frank Lampard skoraði fjögur mörk.

Lampard fer ekki fet

Avram Grant stjóri Chelsea hefur ítrekað að Chelsea muni gera allt sem í valdi þess stendur til að halda miðjumanninum Frank Lampard, en hann hefur verið orðaður við mörg af stóru liðunum á meginlandinu í fjölmiðlum að undanförnu.

Bilic segist ekki vera á leið til Englands

Slaven Bilic, landsliðsþjálfari Króata, segist ekki vera að hætta störfum til að gerast stjóri í ensku úrvalsdeildinni eins og enskir fjölmiðlar hafa greint frá undanfarið.

Ramos ánægður með leikmenn sína

Juande Ramos stjóri Tottenham vildi ekki skella skuldinni á leikmenn sína í gærkvöld eftir að þeir féllu úr leik í Uefa keppninni eftir vítakeppni gegn PSV Eindhoven.

Hannes til Sundsvall

Hannes Þ. Sigurðsson gekk í gærkvöld formlega í raðir sænska úrvalsdeildarliðsins Sundsvall. Þetta var staðfest á heimasíðu félagsins en Hannes fór fram á að verða seldur frá norska liðinu Viking fyrr nokkru. Kaupverðið er sagt í kring um 30 milljónir króna.

Tuttugu sigrar í röð hjá Houston

Nokkrir hörkuleikir voru á dagskrá í NBA deildinni í nótt og þar bar hæst að Houston Rockets vann tuttugasta leik sinn í röð og er það jöfnun á næstlengstu sigurgöngu í sögu NBA deildarinnar.

Snorri Steinn markahæstur í sigri GOG

Snorri Steinn Guðjónsson skoraði sjö mörk er GOG vann öruggan sigur á Mors-Thy, 36-26, í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Ensku liðin úr leik eftir vítaspyrnukeppni

Viðureignir ensku liðanna í UEFA-keppninni í kvöld voru báðar útkljáðar í vítaspyrnukeppni. Óhætt er að segja að ensku liðin hafi haldið í sínar hefðir því bæði féllu þau úr leik í kvöld.

Bayern München og Getafe áfram

Bayern München og Getafe tryggðu sér í kvöld sæti í fjórðungsúrslitum UEFA-bikarkeppninnar eins og búist var við fyrir leikina.

Hermann skoraði - Lampard með fjögur

Þrír leikur fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Hermann Hreiðarsson skoraði í 4-2 sigri Portsmouth á Birmingham og Chelsea fór heldur illa með botnlið Derby.

Frábær sigur Lottomatica á Barcelona

Jón Arnór Stefánsson skoraði átta stig er Lottomatica Roma vann frábæran sigur á Barcelona á heimavelli, 68-63, í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Gummersbach tapaði fyrir Hamburg

Þrír leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Flensburg gaf ekkert eftir í toppbaráttunni en Gummersbach tapaði fyrir Hamburg á heimavelli, 35-31.

Guðlaugur og Valdimar á leið frá Malmö

Þeir Guðlaugur Arnarsson og Valdimar Þórsson eru á leið frá sænska handknattleiksliðinu HK Malmö eftir því sem kemur fram á heimasíðu félagsins.

Loksins sigur hjá Kragerö

Kragerö vann í kvöld sinn fyrsta sigur í norsku úrvalsdeildinni á tímabilinu er liðið vann afar óvæntan sigur á Fyllingen, 29-28.

Platini ætlar að hjálpa Cardiff

Michel Platini, forseti Knattspyrnusambands Evrópu, hefur heitið því að koma Cardiff City til aðstoðar verði liðinu meinuð þátttaka í UEFA-bikarkeppninni.

Vænn bónus í vændum fyrir ensku liðin

Ensku stórliðin sem komin eru áfram í Meistaradeild Evrópu eiga von á ríkulegum bónusum vegna sjónvarpstekna ef þau komast áfram í undanúrslitin.

Tólf leikmenn á meiðslalista hjá Bolton

Bolton á erfiðan leik fyrir höndum gegn Sporting í Lissabon í síðari viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Uefa keppninnar annað kvöld. Bolton flaug til Portúgal í dag án 12 fastamanna, en Heiðar Helguson var einn þeirra sem fór með í ferðina.

Bandaríkin höfðu sigur á Algarve Cup

Kvennalið Bandaríkjanna tryggði sér sigur á Algarve Cup mótinu í knattspyrnu sem lauk í dag. Bandaríska liðið lagði það danska 2-1 í úrslitaleik í dag og norska liðið lagði það þýska 2-0 í leiknum um bronsið. Íslenska liðið varð í sjöunda sæti á mótinu.

Sjá næstu 50 fréttir