Fleiri fréttir

Manchester United mætir Portsmouth

Í dag var dregið í fjórðungsúrslit ensku bikarkeppninnar en helst bar að Manchester United tekur á móti Hermanni Hreiðarssyni og félögum í Portsmouth.

Jón Arnór lék með Roma á ný

Jón Arnór Stefánsson lék með Lottomatica Roma á nýjan leik í gær eftir meiðsli og skoraði sautján stig í tapleik.

Helena með 24 stig í sigri TCU

Helena Sverrisdóttir átt enn einn stórleikinn í liði TCU sem lagði New Mexico í framlengdum leik í gær, 59-51.

Coleman að taka við Coventry

Búist er við því að Chris Coleman verði kynntur á næsta sólarhringi sem nýr knattspyrnustjóri Coventry.

Enn bið á ráðningu landsliðsþjálfara

Ekkert heyrist af viðræðum HSÍ og Geirs Sveinssonar sem hófust um miðja síðustu viku. Ólíklegt er að eitthvað verði gefið út um gang mála í dag.

Ciudad Real lagði Montpellier

Ólafur Stefánsson skoraði sex mörk fyrir Ciudad Real sem vann Montpellier í Meistaradeild Evrópu í gærkvöldi.

Dregið í bikarkeppninni í dag

Dregið verður í fjórðungsúrslit ensku bikarkeppninnar í dag en níu lið eru enn í pottinum, þar af fjögur úrvalsdeildarlið.

Carragher: Eitthvað meira en lægð

Jamie Carragher segir að Liverpool sé að ganga í gegnum eitthvað meira en bara lægð en liðinu hefur gengið illa í deildinni og var slegið úr bikarkeppninni um helgina af B-deildarliði Barnsley.

Mickelson vann loksins í LA

Phil Mickelson bar sigur úr býtum á opna Northern Trust-mótinu í gær eftir að Jeff Quinney afhenti honum sigurinn á silfurfati á síðari níu holunum.

Stjörnuleikurinn í beinni á Sýn í nótt

Stjörnuleikurinn í NBA deildinni verður í beinni útsendingu á Sýn í nótt klukkan eitt eftir miðnætti. Þar mætast skærustu stjörnur deildarinnar í árlegri viðureign úrvalsliða Austur- og Vesturdeildar, þar sem sóknarleikur og tilþrif eru í hávegum höfð.

Luca Toni skaut Bayern aftur í þriggja stiga forskot

Ítalski sóknarmaðurinn Luca Toni skoraði öll þrjú mörk þýska liðsins Bayern München þegar liðið vann Hannover 3-0 í dag. Bayern komst með sigrinum aftur í þriggja stiga forystu á Werder Bremen.

Valsstúlkur komust áfram

Kvennalið Vals er komið í átta liða úrslit í Áskorendakeppni Evrópu. Liðið vann Lasta Radnicki frá Slóveníu 31-30 í Vodafone-höllinni í dag.

GOG tapaði í dag

Snorri Steinn Guðjónsson og félagar í danska liðinu GOG töpuðu fyrir ungverska liðinu Pick Szeged í Meistaradeild Evrópu í dag.

Portsmouth heppið gegn Preston

Það var ótrúleg dramatík í bikarleik Preston og Portsmouth. Portsmouth vann leikinn 1-0 en sigurmarkið var sjálfsmark sem kom með síðustu spyrnu leiksins.

Darren Fletcher vonast eftir fleiri tækifærum

Darren Fletcher fékk óvænt tækifæri í byrjunarliði Manchester United í gær. Hann greip svo sannarlega gæsina og átti stórleik þegar United tók Arsenal í kennslustund 4-0.

Crespo ósáttur hjá Inter

Inter er að stinga af á Ítalíu en það eru þó ekki allir í herbúðum liðsins ánægðir. Argentínski sóknarmaðurinn Hernan Crespo vill komast burtu frá félaginu og hefur gagnrýnt þjálfarann Roberto Mancini.

Middlesbrough þarf að mæta Sheff Utd að nýju

Markalaust jafntefli varð niðurstaðan í leik Sheffield United og Middlesbrough í sextán liða úrslitum ensku bikarkeppninnar. Liðin þurfa því að mætast á nýjan leik á Riverside vellinum um miðja næstu viku.

Tommy Smith gagnrýnir Benítez

Tommy Smith, fyrrum varnarmaður Liverpool, gagnrýnir Rafael Benítez harðlega eftir að liðið tapaði fyrir Barnsley í ensku bikarkeppninni. Barnsley skoraði sigurmarkið í uppbótartíma og er Liverpool nú aðeins í baráttu um Meistaradeildartitilinn.

Björgvin féll í fyrri ferð

Mario Matt frá Austurríki vann heimsbikarmót í Svigi sem fram fór í Króatíu í dag. Dalvíkingurinn Björgvin Björgvinsson féll í fyrri ferðinni og datt því úr leik.

Benzema myndi hafna United

Karim Benzema segir að hann myndi neita sölu til Manchester United næsta sumar þar sem hann vill vinna Meistaradeild Evrópu með Lyon.

Aguilar vann eftir mikla spennu

Felipe Aguilar frá Chile bar sigur úr býtum á opna indónesíska meistaramótinu í golfi en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. Hann lék lokahringinn á 68 höggum eða tveimur höggum undir pari.

Wenger neitar Barcelona sögunum

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, neitar þeim sögusögnum að hann gæti tekið við Barcelona eftir leiktímabilið. Börsungar munu að öllum líkindum láta Frank Rijkaard fara í sumar og voru fréttir um að Wenger væri líklegastur til að taka við.

Grant sannfærður um að Lampard verði áfram

Avram Grant, knattspyrnustjóri Chelsea, er sannfærður um að Frank Lampard muni skrifa undir nýjan samning við félagið. Lampard er 29 ára og braut hundrað marka múr sinn fyrir Chelsea í gær.

Mickelson heldur forystu

Mikil spenna er á Northern Trust Open mótinu en Sýn verður með beina útsendingu frá lokahringnum í kvöld. Bandaríkjamaðurinn Phil Mickelson hélt naumlega forystu sinni eftir þriðja hring.

Fram úr leik þrátt fyrir sigur

Fram er úr leik í Áskorendakeppni Evrópu í handbolta. Liðið vann eins marks sigur á CSU Poli í Rúmeníu í morgun en heimamenn unnu fyrri leikinn með tveimur mörkum í gær og komast því áfram.

Howard og Kapono unnu keppnir næturinnar

Dwight Howard, leikmaður Orlando Magic, bar sigur úr býtum í troðslukeppni NBA deildarinnar í nótt. Howard var klæddur í Superman búning og sýndi skemmtileg tilþrif.

Börsungar söxuðu á forskot Real

Barcelona vann mikilvægan 2-1 sigur á Real Zaragoza í gær. Eiður Smári Guðjohnsen sat allan leikinn á varamannabekk Börsunga.

Ellefu stiga forskot Inter

Inter er svo sannarlega búið að stinga af í ítölsku deildinni. Liðið vann Livorno 2-0 í gær en um kvöldið vann Juventus síðan Roma 1-0 í stórleik helgarinnar á Ítalíu.

Mike Bibby á leið til Atlanta

Leikstjórnandinn Mike Bibby hjá Sacramento Kings er á leið til Atlanta Hawks í NBA deildinni í skiptum fyrir fjóra leikmenn. Bibby hefur verið lykilmaður í liði Sacramento síðustu ár, en fær nú tækifæri með ungu og efnilegu liði Atlanta.

Tveir bikarleikir í dag

Í dag verða tveir leikir í ensku bikarkeppninni og báðir verða þeir í beinni útsendingu á Sýn. Í báðum tilfellum eru það lið úr neðri hluta 1. deildarinnar sem taka á móti úrvalsdeildarliðum.

Logi og félagar úr leik

Logi Geirsson skoraði átta mörk fyrir þýska liðið Lemgo þegar það tapaði á heimavelli fyrir slóvenska liðinu RK Koper. Leikurinn endaði 29-34 en þetta var síðari leikur þessara liða í sextán liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða.

Celtic minnkar forskot Rangers

Eggert Gunnþór Jónsson lék allan leikinn með Hearts sem tapaði fyrir Glasgow Celtic í skosku deildinni í dag. Celtic vann 3-0 sigur og minnkaði forskot Rangers í eitt stig en Rangers á leik til góða.

Alvöru bikarævintýri Barnsley

Simon Davey, knattspyrnustjóri Barnsley, var í skýjunum eftir magnaðan sigur liðsins gegn Liverpool í enska bikarnum í dag.

Guðjón Valur með átta mörk

Þýska liðið Gummersbach vann Görenje Velenje frá Slóveníu 33-30 í Meistaradeild Evrópu í handbolta dag. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði átta mörk fyrir Gummersbach í leiknum. Róbert Gunnarsson skoraði fimm mörk.

Fimm marka sigur Vals

Kvennalið Vals mætti í dag RK Lasta frá Slóveníu í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Áskorendakeppni Evrópu. Valsliðið vann fimm marka sigur, 31-26, en síðari viðureignin verður á Hlíðarenda á morgun.

Valsstúlkur unnu Grindavík

Valur heldur áfram að gera góða hluti í Iceland Express deild kvenna í körfubolta. Liðið vann Grindavík 68-58 í dag og heldur enn í vonina um að komast í úrslitakeppnina.

Akureyri fékk stig í Digranesi

HK og Akureyri gerðu jafntefli í dag 26-26 í N1 deild karla í handbolta. HK var með tveggja stiga forystu í hálfleik en Akureyringar tryggðu sér stig með því að jafna skömmu fyrir leikslok.

United fór illa með Arsenal

Það bjuggust fáir við þeim yfirburðum sem Manchester United sýndi gegn Arsenal í ensku bikarkeppninni. United vann 4-0 sigur á Old Trafford og var sigurinn síst of stór.

Gibson setti 11 þrista

Daniel Gibson frá Cleveland Cavaliers stal senunni í nótt í árlegum leik nýliða gegn annars árs mönnum um stjörnuhelgina í NBA deildinni. Gibson skoraði öll 33 stig sín úr þristum og var valinn maður leiksins í auðveldum 136-109 sigri annars árs manna.

Fram og Stjarnan unnu

Fram og Stjarnan, efstu lið N1 deildar kvenna í handbolta, unnu bæði leiki sína í dag. Fram vann Hauka 35-30 í Safamýri og Stjarnan gerði góða ferð í Hafnarfjörð og vann FH 24-20.

Barnsley sló Liverpool út úr FA bikarnum

Barnsley kom öllum á óvart og vann Liverpool á Anfield. Þar með er Liverpool úr leik í ensku bikarkeppninni en sigurmark Barnsley 2-1 kom á 93. mínútu leiksins.

Werder Bremen upp að hlið Bayern

Werder Bremen vann Nürnberg 2-0 í þýska boltanum í dag. Með sigrinum komst Bremen upp að hlið Bayern München á toppi þýsku deildarinnar. Bæði lið hafa 40 stig en Bayern á leik inni gegn Hannover á morgun.

Halldór Jóhann úr leik í tvær vikur

Halldór Jóhann Sigfússon meiddist í leik Fram gegn CSU Poli í Rúmeníu í morgun og verður frá keppni í tvær vikur. Þetta kemur fram á heimasíðu Fram.

Sjá næstu 50 fréttir