Fleiri fréttir

Rio kemur Bentley til varnar

Rio Ferdinand, varnarmaður enska landsliðsins, er alls ekki sáttur við móttökurnar sem David Bentley fékk í sigrinum á Ísrael í gær. Bentley dró sig út úr U21 landsliðshópnum í sumar og stuðningsmenn Englands létu óánægju sína í ljós í leiknum í gær.

Worthington bandbrjálaður

Nigel Worthington, landsliðsþjálfari Norður-Írlands, var bandbrjálaður eftir að lið hans tapaði fyrir Lettlandi í gær. Hann sagði að eftir svona frammistöðu væri réttast að skipta út öllum ellefu leikmönnunum fyrir leikinn gegn Íslandi á miðvikudag.

Stam ánægður með Sir Alex

Jaap Stam, varnarmaður Ajax, segir að Sir Alex Ferguson sé meiri maður eftir að hafa viðurkennt að það hafi verið mistök að selja hann á sínum tíma. Þetta hollenska varnarnaut var lykilmaður hjá liði Manchester United frá 1998 til 2001.

Alonso fyrstur í mark

Fernando Alonso, ökumaður McLaren, kom fyrstur í mark á Monza brautinni í dag. Þar með náði hann að minnka forystu liðsfélaga síns, Lewis Hamilton, í heildarstigakeppninni niður í aðeins þrjú stig.

Giggs á nóg eftir

Andrei Kanchelskis, fyrrum leikmaður Manchester United, segir að Ryan Giggs geti spilað í fremstu röð í nokkur ár í viðbót. Sjálfur hætti Kanchelskis knattspyrnuiðkun þegar hann var 38 ára og segir að Giggs ætti að geta það líka.

Wenger: Við getum orðið bestir

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að gríðarlegur metnaður sinn hafi ýtt sér áfram í að skrifa undir nýjan samning við félagið. Wenger segir að Arsenal eigi möguleika á að verða besta knattspyrnulið heims.

Meiðsli herja á ítalska liðið

Líkur eru á að Andrea Pirlo, miðjumaður AC Milan, muni missa af landsleik Ítalíu gegn Úkraínu á miðvikudag. Áður var ljóst að Marco Materazzi, Luca Toni og Gennaro Gattuso verða ekk með í leiknum en sá síðastnefndi tekur út leikbann.

McClaren: Nú er bara að taka Rússa

Steve McClaren, landsliðsþjálfari Englands, var í skýjunum eftir 3-0 sigurinn á Ísrael í gær. Hann vill að sínir menn endurtaki leikinn á miðvikudaginn þegar rússneska landsliðið mætir í heimsókn á Wembley.

Frakkland vann Þýskaland

Í gær var leikið í milliriðli B á Evrópumótinu í körfubolta. Frakkar unnu glæsilegan sigur á Þjóðverjum 78-66, Litháen vann Ítalíu naumlega og Slóvenía bar sigurorð af Tyrklandi.

Einkunnagjöf íslenska liðsins

Fréttablaðið gaf leikmönnum íslenska landsliðsins einkunnir fyrir þeirra frammistöðu í leiknum gegn Spánverjum í gær. Hér má sjá einkunnagjöf blaðsins ásamt rökstuðningi.

Henin vann opna bandaríska

Belgíska tennisdrottningin Justine Henin vann einliðaleik kvenna á opna bandaríska meistaramótinu. Hún lagði Svetlönu Kuznetsovu frá Rússlandi í úrslitaleik í New York 6-1 og 6-3. Henin tapaði ekki setti í einliðaleik kvenna.

Lippi í sigtinu hjá Tottenham

Breskir fjölmiðlar halda því fram að ítalski stórþjálfarinn Marcello Lippi, sem stýrði Ítölum til sigurs á HM í Þýskalandi í fyrra, sé líklegastur til að taka við knattspyrnustjórastöðunni hjá Tottenham af Martin Jol ef leikur liðsins gegn Arsenal um næstu helgi tapast.

Spánverjar jöfnuðu í lokin

Fyrirfram hefði jafntefli gegn Spánverjum verið talin frábær úrslit fyrir íslenska landsliðið. En miðað við þróun leiksins í kvöld er svekkjandi að hafa ekki tekið öll stigin. Leikur Íslands og Spánar á Laugardalsvelli endaði með jafntefli 1-1.

Ramos: Áttum meira skilið

Sergio Ramos, varnarmaður spænska landsliðsins, sagði í samtali við útvarp Marca að Spánn hefði átt skilið að vinna leikinn gegn Íslandi í kvöld. Spánverjar höfðu tögl og haldir í seinni hálfleiknum og náðu að jafna í 1-1 sem urðu úrslit leiksins.

Jafntefli í Portúgal

Portúgal og Pólland gerðu 2-2 jafntefli í A-riðlinum en gestirnir skoruðu jöfnunarmarkið á 87. mínútu. Pólland skoraði fyrsta markið í leiknum en Maniche og Cristiano Ronaldo svöruðu og komu heimamönnum yfir 2-1.

Mikilvægur sigur Hollands á Búlgaríu

Holland vann sanngjarnan 2-0 sigur á Búlgaríu í G-riðlinum í kvöld. Það var Real Madrid parið Wesley Sneijder og Ruud van Nistelrooy sem skoraði mörk hollenska liðsins í sitthvorum hálfleiknum.

Silva á skotskónum fyrir Króatíu

Króatar eru í efsta sæti í E-riðli undankeppni EM en liðið vann Eistland 2-0 í kvöld. Eduardo da Silva, sóknarmaður hjá Arsenal, gerði gæfumuninn fyrir Króatíu í leiknum en hann skoraði bæði mörkin.

Klose skoraði bæði í sigri á Wales

Tvö mörk frá Miroslav Klose færðu Þýskalandi 2-0 sigur yfir Wales í D-riðlinum. Þessi sóknarmaður Bayern München skoraði fyrra mark sitt eftir aðeins fimm mínútna leik og bætti síðan öðru við með skalla í þeim síðari.

Textalýsing: Ísland - Spánn

Ísland og Spánn gerðu 1-1 jafntefli á Laugardalsvelli. Emil Hallfreðsson kom Íslandi yfir á 40. mínútu en Iniesta jafnaði á 86. mínútu. Spánverjar léku einum færri frá 20. mínútu að Xabi Alonso fékk að líta rauða spjaldið. Bein textalýsing var frá leiknum.

Jafnt hjá Ítalíu og Frakklandi

Ekkert var skorað í viðureign Ítalíu og Frakklands í B-riðli undankeppni Evrópumótsins. Þessi tvö lið mættust í úrslitaleik síðustu heimsmeistarakeppni þar sem Ítalía fór með sigur af hólmi í vítaspyrnukeppni. Liðin skildu hinsvegar jöfn í kvöld.

Markalaust í Svíþjóð

Svíþjóð og Danmörk gerðu í kvöld markalaust jafntefli en liðin eru með Íslandi í riðli í undankeppni Evrópumótsins. Svíar eru á toppi riðilsins með átján stig en Danir eru hinsvegar í fjórða sæti með ellefu stig.

Noregur upp í annað sætið

Norska landsliðið komst upp í annað sætið í C-riðli undankeppni Evrópumótsins með því að leggja Moldavíu 1-0 á útivelli í kvöld. Steffen Iversen skoraði eina mark leiksins.

Eiður ekki í hópnum

Eiður Smári Guðjohnsen er ekki í átján manna leikmannahópi Íslands fyrir leikinn gegn Spáni sem hefst klukkan 20:00. Af tuttugu manna leikmannahópi íslenska liðsins eru Eiður Smári og Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, leikmaður FH sem ekki komast í lokahópinn.

Valur áfram í Meistaradeildina

Valur vann Viking Malt frá Litháen 33-24 í kvöld. Þetta var síðari viðureign þessara liða í forkeppni Meistaradeildarinnar en Valur vann fyrri leikinn sem fram fór í gær einnig með níu marka mun. Báðir leikirnir voru í nýju Vodafone-höllinni að Hlíðarenda.

Áfall fyrir Norður-Íra

Lettland vann Norður-Írland 1-0 í riðli okkar Íslendinga í undankeppni Evrópumótsins. Þessi úrslit eru mikið áfall fyrir Norður-Íra í baráttunni um að komast upp úr riðlinum. Ísland og Liechtenstein eru nú saman á botni riðilsins.

Öruggur sigur Englands

Englendingar áttu ekki í miklum vandræðum með ísraelska landsliðið í undankeppni Evrópumótsins í dag. England vann 3-0 sigur með mörkum frá Shaun Wright-Phillips, Michael Owen og Micah Richards.

Stelpurnar töpuðu í Noregi

Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta tapaði í dag fyrir Noregi í B-deild Evrópukeppni landsliða. Lokatölur leiksins voru 55-38. Norska liðið var of stór biti fyrir það íslenska og hafði frumkvæðið allan leikinn.

U19 landsliðið vann Skotland

Íslenska U19 landsliðið lék í dag fyrri vináttulandsleik sinn gegn skoska U19 landsliðinu. Leikið var á Sparisjóðsvellinum í sandgerði og vann íslenska liðið öruggan 3-0 sigur.

England yfir í hálfleik

Shaun Wright-Phillips kom Englendingum yfir 1-0 gegn Ísrael en þannig er staðan nú í hálfleik. Leikurinn fer fram á Wembley leikvanginum í Lundúnum og er sýndur í beinni útsendingu á Sýn.

Skotland vann Litháen

Skotar unnu Litháen 3-1 í undankeppni Evrópumótsins. Liðin eru í B-riðli en með sigrinum komust Skotar upp að hlið Frakka í efsta sætinu. Ítalía og Frakkland mætast í kvöld.

Cole efstur á óskalista City

Manchester City ætlar að gera tilboð í Joe Cole, leikmann Chelsea, í janúar en þetta kemur fram í The Sun. Heimildarmaður blaðsins segir að Cole sé efstur á óskalista Sven Göran-Eriksson, knattspyrnustjóra liðsins.

Ballack í skiptum fyrir Adriano?

Ítalskir fjölmiðlar segja að Inter eigi í viðræðum við ensku bikarmeistarana í Chelsea um skipti á leikmönnum í janúar. Inter vill fá þýska miðjumanninn Michael Ballack og er tilbúið að láta brasilíska sóknarmanninn Adriano á móti.

Víðir vann 3. deildina

Knattspyrnufélagið Víðir úr Garði er sigurvegari í 3. deild karla 2007. Úrslitaleikur deildarinnar fór fram í dag á Njarðvíkurvelli en þar mættust Víðir og Grótta. Leikar enduðu 2-0 fyrir Víðismönnum sem eru því Íslandsmeistarar 3. deildar.

Stjarnan komin áfram

Bikarmeistararnir í Stjörnunni eru komnir áfram í aðra umferð í Evrópukeppni bikarhafa í handbolta. Þeir lögðu lið TENAX Debele frá Lettlandi með samtals þrettán marka mun úr tveimur leikjum.

Guðjón: Það vantar aga kringum landsliðið

Guðjón Þórðarson, fyrrverandi landsliðsþjálfari og núverandi þjálfari ÍA, var í hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag. Viðtalið er mjög athyglisvert en þar ræðir Guðjón um stöðu íslenska landsliðsins í dag og leik kvöldsins gegn Spánverjum.

Símaviðtal við Jens Einarsson nýráðin ritstjóra LH Hestar

Eins og fram hefur komið þá hefur Landssamband hestamannafélaga gert samning við 365 miðla um útgáfu á átta síðna blaði um hesta og hestamennsku, sem mun koma sem innblað í Fréttablaðinu einu sinni í mánuði. Ritstjóri þessa nýja blaðs er Jens Einarsson, einn mesti hestapenni landsins, Hestafréttir sló á þráðinn til Jens og ræddi við hann um nýja verkefnið.

James besti markvörður Englands

Graham Taylor, fyrrum landsliðsþjálfari Englands, segist ekki vera í vafa um að David James sé besti markvörður sem England eigi. Hann segir James vera betri markvörð en Paul Robinson sem er aðalmarkvörður landsliðsins í dag.

Alonso fremstur

Það var líf og fjör á Monza brautinni á Ítalíu nú í hádeginu en þá fóru fram tímatökur fyrir ítalska Formúlu-1 kappaksturinn sem fram fer á morgun. Fernando Alonso, ökumaður McLaren, verður á ráspól.

Byrjunarlið Íslands í kvöld

Eyjólfur Sverrisson, þjálfari A-landsliðs karla, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands fyrir kvöldið. Þrjár breytingar eru á byrjunarliðinu frá vináttulandsleiknum gegn Kanada.

Hughes verður ekki með gegn Íslandi

Aaron Hughes, fyrirliði Norður-Írlands, verður ekki með gegn Íslandi á miðvikudaginn. Hughes á við ökklameiðsli að stríða og þurfti að draga sig út úr landsliðshóp Norður-Íra sem mætir Lettlandi í dag.

Fólk hvatt til að mæta tímanlega

Áhorfendur á leik Íslands og Spánar eru hvattir til að mæta vel tímanlega á leikinn í kvöld til að forðast biðraðir og til að hita upp fyrir leikinn. Ýmislegt verður á boðstólnum fyrir áhorfendur í Laugardal fyrir leikinn.

Spánn, Ísrael og Rússland unnu leiki sína

Í gær var leikið á Evrópumótinu í körfubolta sem nú stendur yfir á Spáni. Leikið var í milliriðli A en efstu fjögur af sex liðum riðilsins komast í úrslitakeppnina. Milliriðlarnir eru tveir og verður leikið í hinum í dag og kvöld.

Owen mun gera gæfumuninn

Steve McClaren, landsliðsþjálfari Englands, hefur trú á því að Michael Owen muni tryggja honum mörk til sigurs gegn Ísrael í dag. England tekur á móti Ísrael í undankeppni Evrópumótsins en leikið verður á Wembley.

Gagnrýnin hér á landi er dropi í hafið

Eiður Smári Guðjohnsen mun byrja leikinn gegn Spáni á varamannabekknum. Hann tjáði sig við íslenska blaðamenn í dag og talaði þar meðal annars um utanaðkomandi gagnrýni á landsliðið.

Stefnum á að sækja hratt

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari Íslands, sagði í viðtali á Stöð 2 í kvöld að liðið ætli að spila öflugan varnarleik og sækja hratt á Spánverja í leiknum á morgun. Hann segir að andinn í íslenska hópnum sé mjög góður.

Sjá næstu 50 fréttir