Fleiri fréttir Leikmaður Leicester City missti meðvitund í hálfleik Leikur Nottingham Forrest og Leicester City var flautaður af í hálfleik eftir að Clive Clark, leikmaður Leicester missti meðvitund í búningsherbergi liðsins. Á heimasíðu Leicester kemur fram að leikmaðurinn hafi þjáðst af alvarlegum veikindum og bæði félögin hafi tekið þá ákvörðun að fresta leiknum. 28.8.2007 21:00 Dyer hugsanlega fótbrotinn Óttast er að Kieron Dyer sé fótbrotinn eftir að hann var borinn af velli á 13. mínútu leiks West Ham og Bristol Rovers sem stendur nú yfir í deildarbikarnum. Leikurinn er aðeins sá þriðji sem að Dyer er í byrjunarliði West Ham síðan hann var keyptur til félagsins fyrr í sumar. 28.8.2007 20:18 Liverpool sigraði Toulouse Þrír leikir fóru fram í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Liverpool sigraði Toulouse örugglega með fjórum mörkum gegn engu og er því komið í riðlakeppnina. Lazio og Rangers tryggðu sér einnig þátttökurétt í riðlakeppninni í kvöld. 28.8.2007 19:27 Gunnar Heiðar á leiðinni til Våleranga Landsliðsmaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson er þessa stundina á leiðinni til Noregs þar sem hann mun gangast undir læknisskoðun hjá úrvalsdeildarliðinu Våleranga í fyrramálið. Ef Gunnar Heiðar stenst skoðunina mun hann skrifa undir tíu mánaða lánssamning við félagið, eða til lok júní. Þetta staðfestir Ólafur Garðarson, umboðsmaður leikmannsins, í samtali við Vísi í dag. 28.8.2007 18:25 Samantekt: Knattspyrnumenn sem látast fyrir aldur fram Tíðindi um að hinn 22 ára gamli Antonio Puerta hafi látið lífið í dag, eftir að hafa fengið hjartáfall í miðjum leik Sevilla og Getafé um helgina hefur skilið knattspyrnuheiminn eftir í uppnámi. Andlát Puerta er þó ekki það fyrsta síns eðlis. Eftirfarandi er samantekt af atvikum þar sem leikmenn láta lífið í þessari vinsælustu íþrótt heims. 28.8.2007 17:10 Goosen í 86. sæti á FedEx listanum - 70 efstu áfram eftir þessa viku Þrjár vikur eru eftir af FedEx bikarnum og Retief Goosen þarf að spila vel þessa vikuna til að vera meðal keppenda í næstu viku. Hann er sem stendur í 86. sæti og þarf að bæta sig um a.m.k. 16 sæti til að verða með í Boston. Hann er í 17. sæti á heimslistanum og er sá eini sem er í 20 efstu sætunum sem er ekki á meðal þeirra 70 efstu. 28.8.2007 15:34 Liverpool gerir tilboð í Baptista Liverpool hefur lagt fram tilboð í brasilíska framherjann Julio Baptista hjá Real Madrid. Samkvæmt spænska dagblaðinu Marca hljóðar tilboðið upp á 13,5 milljónir punda. Baptista var á láni hjá Arsenal á síðasta tímabili en náði ekki að sanna sig almennilega, þrátt fyrir að hafa skorað fjögur mörk gegn Liverpool í 6-3 sigri í deildarbikarnum. 28.8.2007 14:53 Uppfært: Puerta er látinn Spænski landsliðsmaðurinn Antonio Puerta lést í dag á Virgen del Rocio sjúkrahúsinu í Sevilla. Puerta, sem lék með knattspyrnuliði borgarinnar, hneig niður í leik við Getafe um helgina. Læknar segja að hann hafi fengið hjartaáfall. 28.8.2007 13:41 Fimm Youtube video til heiðurs Ole Gunnar Solskjær Þar sem okkur á Vísi hefur alltaf þótt svolítið vænt um Ole Gunnar Solskjær finnst okkur við hæfi að votta honum virðingu okkar nú þegar hann hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hér eru fimm Youtube video af böðlinum með barnsandlitið. 28.8.2007 11:10 Everton lagið verður leikið á Anfield í kvöld Það verður ekki hið hefðbundna You´ll Never Walk Alone sem leikið verður þegar leikmenn Liverpool og Toulouse ganga inn á Anfield í kvöld fyrir leik þeirra í forkeppni meistaradeildar Evrópu. Þess í stað verður lagið Johnny Todd leikið, en það er lag sem jafnan er leikið við sama tilefni á Goodison Park, heimavelli erkifjendanna í Everton. Þetta verður gert til að heiðra minningu hins níu ára Rhys Jones sem skotinn var til bana í Croxteth hverfinu í Liverpool í síðustu viku. Hinn ungi Jones var nefnilega harður Everton stuðningsmaður. 28.8.2007 10:50 Úttekt: Hverjir verða keyptir og seldir áður en markaðurinn lokast á föstudaginn? Leikmannamarkaðnum verður lokað á föstudaginn. Þó að skammt sé til stefnu eru þó nokkur lið í ensku úrvalsdeildinni sem ætla sér enn að gera góð kaup og styrkja hópinn sinn fyrir baráttu vetrarins. Vísir hefur tekið saman hvaða viðskipti munu eiga sér stað fyrir lokun. Og hvaða viðskipti hafa átt sér stað fram að þessu. 28.8.2007 10:16 Solskjær leggur skóna á hilluna Ole Gunnar Solskjær, einn dáðasti leikmaður Manchester United fyrr og síðar, mun í dag tilkynna að hann hafi lagt knattspyrnuskónn á hilluna. Solskjær hefur ákveðið að vonlaust sé að yfirbuga hnémeiðsli sem hafa hrjáð hann í meira en fjögur ár. 28.8.2007 09:13 Davies vongóður um að Diouf og Anelka verði áfram Kevin Davies, framherji Bolton, er vongóður um að liðið haldi Nicolas Anelka og El-Hadji Diouf í sínum röðum en leikmennirnir hafa stöðugt verið orðaðir við önnur lið. Anelka hefur verið orðaður við Manchester United og Manchester City og Diouf hefur greint frá því að hann vilji fara til liðs sem spilar í Meistaradeild Evrópu eða hefur metnað til að spila þar að ári. 27.8.2007 20:37 Wenger ánægður með byrjun Arsenal Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal er ánægður með byrjun sinna manna á tímabilinu en liðið er komið með sjö stig eftir þrjá leiki. Wenger segir að lið sitt hafi lært af mistökunum frá því í fyrra en þá var Arsenal aðeins með tvö stig eftir þrjá leiki. Wenger segir að liðið hafi aldrei jafnað sig eftir slæma byrjun í fyrra og hann segir það vera mjög mikilvægt að byrja þetta tímabil vel. 27.8.2007 19:18 Wigan ætlar að vinna deildarbikarinn Chris Hutchings, knattspyrnustjóri Wigan, segir að lið hans ætli sér að vinna Carling Cup, en Wigan mætir Hull á morgun í 2. umferð keppnarinnar. Hutchings segir að liðið ætli að mæta af fullum krafti í leikinn og mikilvægt sé að vanmeta ekki Hull. 27.8.2007 17:59 Sanchez æfur út í yfirmann dómaramála á Englandi Lawrie Sanchez, knattspyrnustjóri Fulham, skaut fast að Keith Hackett, yfirmanni dómaramála í ensku úrvalsdeildinni í gær. Sanchez segir að Hackett sé of upptekinn af því að gera Rafa Benítez ánægðan og það sé á kostnað „minni liða." 27.8.2007 17:27 Celtic setur Gravesen, Miller og Zurawski á sölulista Forráðamenn skosku meistarana Celtic hafa gefið það út að liðið sé tilbúið að selja Kenny Miller, Thomas Gravesen og Maciej Zurawski frá félaginu. Miller hefur ekki staðið undir væntingum síðan hann kom til Skotlands frá Wolves en fjöldi liða úr ensku úrvalsdeildinni eru sögð hafa áhuga á framherjanum. Þar má nefna Fulham, Everton, Derby og Manchester City. 27.8.2007 16:28 Spænskur landsliðsmaður fékk hjartaáfall í miðjum leik Jose Maria del Nido, forseti Sevilla, hefur staðfest að Antonio Puerta, leikmaður liðsins, hafi fengið hjartaáfall í miðjum leik liðsins gegn Getafé í gær. Líðan Puerta er stöðug en hann er þó ennþá undir eftirliti en leikmaðurinn féll niður í eigin teig í leiknum í gær á 35. mínútu leiksins. Spænski landsliðsmaðurinn stóð þó upp og gekk af velli, en þegar í búningsherbegið var komið féll hann aftur niður og var fluttur á sjúkrahús nálægt vellinum. 27.8.2007 15:54 Redknapp staðfestir að Derby vilji kaupa Nugent Harry Radknapp, knattspyrnustjóri Portsmouth, hefur staðfest að Derby hafi áhuga á að kaupa enska landsliðsmanninn David Nugent frá Portsmouth. Redknapp segir þó að hann hafi engan áhuga á að selja leikmanninn sem hann keypti fyrir nokkrum vikum. 27.8.2007 15:41 Siggi Sig með yfirburða sigur í skeiðinu Sigurður Sigurðarson átti stórleik á Glitnismóti Dreyra sem lauk í gær. Sigurður sigraði gæðingaskeið meistara á henni Drífu sinn á tímanum 8.50. Næstur Sigurði var nafni hans V. Matthíasson á tímanum 7.92 á Birting frá Selá. Þarna sést vel hversu yfirburðar skeiðhestur hún Drifa er. 27.8.2007 14:49 Bridge ætlar sér að komast í byrjunarlið Chelsea Enski bakvörðurinn Wayne Bridge er staðráðinn í að vinna sér aftur inn sæti í byrjunarliði Chelsea þegar hann nær upp sínu gamla formi. Bridge fór í aðgerð í sumar en bati hans hefur verið óvenjuhraður. Bakvörðurinn vinnur nú hart að því að jafna sig og setur stefnuna á að berjast við Ashley Cole um sæti í byrjunarliðinu. 27.8.2007 14:41 Southgate brjálaður eftir ögrandi framkomu stuðningsmanna Gareth Southgate, knattspyrnustjóri Middlesbrough, er afar illur út í stuðningsmenn Newcastle vegna framkomu þeirra í leik liðanna um helgina. Í leiknum sungu stuðningsmennirnir níðvísur um Mido, hinn egypska sóknarmann Middlebrough og kölluðu hann hryðjuverkmann. 27.8.2007 11:27 Mörk helgarinnar í enska boltanum Eins og venjulega getur þú séð öll mörkin og öll tilþrifin úr leikjum helgarinnar hér á Vísi. Smelltu á hlekkinn hér fyrir neðan til þess að fara á Veftíví. 27.8.2007 09:32 Schmeichel mun spila fyrir Danmörku Kasper Schmeichel, markvörður Manchester City, ætlar að spila fyrir danska landsliðið en ekki það enska. Schmeichel hefur vakið athygli fyrir framgöngu sína nú í upphafi tímabils en hann hefur aðeins fengið eitt mark á sig. 26.8.2007 22:11 Villareal fór illa með Valencia Villareal vann í kvöld glæsilegan 3-0 sigur gegn Valencia á útivelli. John Dahl Tomasson kom Villareal á bragðið. Guiseppe Rossi, sem kom til Villareal frá Manchester United í sumar, bætti öðru marki við úr vítaspyrnu í seinni hálfleik. Santi Cazorla innsiglaði síðan sigurinn. 26.8.2007 21:57 Fram með öruggan sigur á HK Fram komst upp úr botnsæti Landsbankadeildarinnar með því að leggja HK að velli 3-0 á Laugardalsvellinum í kvöld. Alexander Steen og Theodór Óskarsson skoruðu fyrir Safamýrarliðið í fyrri hálfleik en í þeim síðari skoraði Hermann Geir Þórsson sjálfsmark. 26.8.2007 21:51 Viðar Ingólfs sigrar tölt meistara á Tuma Stórsnillingurinn Viðar Ingólfsson sigraði tölt meistara sem var síðasta greinin á vel heppnuðu Glitnismóti Dreyra sem haldið var nú um helgina. Viðar keppti á stórgæðingnum Tuma frá Stórahofi með einkunnina 8.50. Það var svo hrossabóndinn og spekúlantinn Sigurður Sigurðarson á Þjóðólfshaga sem sigraði tölt 1. flokkinn á Kjarnorku frá Kjarnholtum með 7.83 í einkunn. 26.8.2007 21:12 Fram 2-0 yfir gegn HK Framarar eru í góðum málum gegn HK á Laugardalsvelli en þar er staðan 2-0 fyrir þá bláklæddu. Alexander Steen og Theodór Óskarsson skoruðu mörkin en í báðum tilvikum komust þeir framhjá Gunnleifi Gunnleifssyni í marki HK og rúlluðu knettinum í autt markið. 26.8.2007 20:47 Úrslit leikja: KR jafnaði á 90. mínútu Fjórum af fimm leikjum kvöldsins í Landsbankadeild karla er lokið en núna klukkan 20 er að hefjast leikur Fram og HK á Laugardalsvelli. Guðmundur Pétursson var hetja KR-inga og jafnaði gegn ÍA á 90. mínútu, úrslitin í Vesturbænum 1-1. 26.8.2007 20:00 Matthías búinn að skora aftur Íslandsmeistarar FH eru í góðum málum því U21 landsliðsmaðurinn Matthías Vilhjálmsson var að skora sitt annað mark. FH-ingar hafa því tveimur mörkum yfir gegn Fylkismönnum. 26.8.2007 19:36 Ottó og Þórdís Íslandsmeistarar Ottó Sigurðsson úr GKG og Þórdís Geirsdóttir úr GK eru Íslandsmeistarar í holukeppni 2007. Ottó vann Arnór Inga Finnbjörnsson í úrslitaleiknum í karlaflokki en Þórdís bar sigurorð af Rögnu Björk Ólafsdóttur. 26.8.2007 19:17 Barcelona skoraði ekki Enginn af hinum mögnuðu sóknarmönnum Barcelona náði að skora í fyrsta leik liðsins í spænsku deildinni þetta leiktímabilið. Börsungar gerðu 0-0 jafntefli gegn Racing Santander á útivelli. 26.8.2007 19:01 KR brenndi af víti gegn ÍA Það er kominn hálfleikur í leikjunum sem hófust klukkan 18. Toppliðin tvö, FH og Valur, eru bæði að vinna sína leiki. Skagamenn eru að vinna KR í Vesturbænum. Bjarnólfur Lárusson misnotaði vítaspyrnu en hann hefði getað jafnað í 1-1. Víkingar jöfnuðu gegn Breiðabliki undir lok hálfleiksins. 26.8.2007 18:50 Komin mörk í alla leikina Það er búið að skora í öllum þeim leikjum í Landsbankadeildinni sem hófust klukkan sex. Valsmenn eru þegar þremur mörkum yfir í Keflavík, Breiðablik er að vinna Víking og þá er ÍA yfir gegn KR í Vesturbænum. Um hálftími er liðinn af leikjunum. 26.8.2007 18:27 FH yfir í Árbænum Klukkan sex hófust fjórir leikir í Landsbankadeild karla. Matthías Vilhjálmsson skoraði fyrsta mark kvöldsins eftir aðeins fjórar mínútur í leik Fylkis og FH. Matthías fékk sendingu frá Guðmundi Sævarssyni, hristi af sér varnarmann og skoraði. 26.8.2007 18:09 Sir Alex: Boltinn fór í bringuna á Brown Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, var ánægður með stigin þrjú gegn Tottenham en var þó ekki heillaður af spilamennsku sinna manna. Hann segir ákvörðun dómarans að dæma ekki víti á Wes Brown hafa verið rétta. 26.8.2007 17:53 Jol: Við áttum að fá víti Martin Jol, knattspyrnustjóri Tottenham, var mjög vonsvikinn eftir leikinn gegn Manchester United. „Við spiluðum vel í þessum leik og auðvitað eru það mikil vonbrigði að við fengum ekkert út úr honum," sagði Jol. 26.8.2007 17:41 Schalke jafnaði í lokin Tveir leikir voru í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Alexander Meier skoraði eina markið í leik Eintracht Frankfurt og Hansa Rostock þar sem heimamenn hrósuðu sigri. Þá gerðu Wolfsburg og Schalke 1-1 jafntefli þar sem Schalke jafnaði á 86. mínútu. 26.8.2007 17:29 Yakubu neitað um atvinnuleyfi Snurða er hlaupin á þráðinn í kaupum Everton á nígeríska sóknarmanninum Yakubu. Honum hefur verið neitað um atvinnuleyfi þar sem hann hefur leikið undir 75% af landsleikjum Nígeríu síðustu tvö ár. 26.8.2007 17:16 Nani tryggði United sigur Portúgalski vængmaðurinn Nani skoraði eina markið í leik Manchester United og Tottenham á Old Trafford. Markið var stórglæsilegt, frábært skot fyrir utan teig og boltinn söng í netinu. Þetta var fyrsti sigur United á tímabilinu. 26.8.2007 17:01 Mjög slæmt tap í Slóveníu Íslenska kvennalandsliðið tapaði fyrir Slóveníu í undankeppni Evrópumótsins. Slóvenía vann leikinn 2-1 en liðið var ekki komið með stig fyrir leikinn og úrslitin óvænt. 26.8.2007 16:55 Þjálfari Catania missti stjórn á skapi sínu Það þurfti að draga þjálfara ítalska liðsins Catania, Silvio Baldini, í burtu þegar lið hans gerði 2-2 jafntefli gegn Parma. Fimm mínútum fyrir leikslok fékk Baldini brottvísun frá dómara leiksins en áður en hann fór í burtu sparkaði hann að þjálfara Parma. 26.8.2007 16:06 Emil í byrjunarliði Reggina Íslenski landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson var í byrjunarliði Reggina sem gerði 1-1 jafntefli gegn Atalanta í dag. Þetta var fyrsti leikur Reggina í deildinni en Emil var tekinn af velli á 69. mínútu leiksins. 26.8.2007 15:59 Ekkert mark komið á Old Trafford Staðan er markalaus í leik Manchester United og Tottenham en leikurinn er hálfnaður. Robbie Keane átti skot sem fór í slá strax á fyrstu mínútu leiksins en vörn United virkar ekki traust. Lítið hefur verið um almennileg marktækifæri. 26.8.2007 15:47 Ísland undir í hálfleik í Slóveníu Slóvenía hefur yfir 2-1 í hálfleik gegn íslenska kvennalandsliðinu en leikið er ytra. Margrét Lára Viðarsdóttir kom Íslandi yfir strax á fjórðu mínútu en tveimur mínútum síðar jöfnuðu heimastúlkur með marki úr aukaspyrnu og tóku síðan forystuna úr víti. 26.8.2007 15:45 Sjá næstu 50 fréttir
Leikmaður Leicester City missti meðvitund í hálfleik Leikur Nottingham Forrest og Leicester City var flautaður af í hálfleik eftir að Clive Clark, leikmaður Leicester missti meðvitund í búningsherbergi liðsins. Á heimasíðu Leicester kemur fram að leikmaðurinn hafi þjáðst af alvarlegum veikindum og bæði félögin hafi tekið þá ákvörðun að fresta leiknum. 28.8.2007 21:00
Dyer hugsanlega fótbrotinn Óttast er að Kieron Dyer sé fótbrotinn eftir að hann var borinn af velli á 13. mínútu leiks West Ham og Bristol Rovers sem stendur nú yfir í deildarbikarnum. Leikurinn er aðeins sá þriðji sem að Dyer er í byrjunarliði West Ham síðan hann var keyptur til félagsins fyrr í sumar. 28.8.2007 20:18
Liverpool sigraði Toulouse Þrír leikir fóru fram í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Liverpool sigraði Toulouse örugglega með fjórum mörkum gegn engu og er því komið í riðlakeppnina. Lazio og Rangers tryggðu sér einnig þátttökurétt í riðlakeppninni í kvöld. 28.8.2007 19:27
Gunnar Heiðar á leiðinni til Våleranga Landsliðsmaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson er þessa stundina á leiðinni til Noregs þar sem hann mun gangast undir læknisskoðun hjá úrvalsdeildarliðinu Våleranga í fyrramálið. Ef Gunnar Heiðar stenst skoðunina mun hann skrifa undir tíu mánaða lánssamning við félagið, eða til lok júní. Þetta staðfestir Ólafur Garðarson, umboðsmaður leikmannsins, í samtali við Vísi í dag. 28.8.2007 18:25
Samantekt: Knattspyrnumenn sem látast fyrir aldur fram Tíðindi um að hinn 22 ára gamli Antonio Puerta hafi látið lífið í dag, eftir að hafa fengið hjartáfall í miðjum leik Sevilla og Getafé um helgina hefur skilið knattspyrnuheiminn eftir í uppnámi. Andlát Puerta er þó ekki það fyrsta síns eðlis. Eftirfarandi er samantekt af atvikum þar sem leikmenn láta lífið í þessari vinsælustu íþrótt heims. 28.8.2007 17:10
Goosen í 86. sæti á FedEx listanum - 70 efstu áfram eftir þessa viku Þrjár vikur eru eftir af FedEx bikarnum og Retief Goosen þarf að spila vel þessa vikuna til að vera meðal keppenda í næstu viku. Hann er sem stendur í 86. sæti og þarf að bæta sig um a.m.k. 16 sæti til að verða með í Boston. Hann er í 17. sæti á heimslistanum og er sá eini sem er í 20 efstu sætunum sem er ekki á meðal þeirra 70 efstu. 28.8.2007 15:34
Liverpool gerir tilboð í Baptista Liverpool hefur lagt fram tilboð í brasilíska framherjann Julio Baptista hjá Real Madrid. Samkvæmt spænska dagblaðinu Marca hljóðar tilboðið upp á 13,5 milljónir punda. Baptista var á láni hjá Arsenal á síðasta tímabili en náði ekki að sanna sig almennilega, þrátt fyrir að hafa skorað fjögur mörk gegn Liverpool í 6-3 sigri í deildarbikarnum. 28.8.2007 14:53
Uppfært: Puerta er látinn Spænski landsliðsmaðurinn Antonio Puerta lést í dag á Virgen del Rocio sjúkrahúsinu í Sevilla. Puerta, sem lék með knattspyrnuliði borgarinnar, hneig niður í leik við Getafe um helgina. Læknar segja að hann hafi fengið hjartaáfall. 28.8.2007 13:41
Fimm Youtube video til heiðurs Ole Gunnar Solskjær Þar sem okkur á Vísi hefur alltaf þótt svolítið vænt um Ole Gunnar Solskjær finnst okkur við hæfi að votta honum virðingu okkar nú þegar hann hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hér eru fimm Youtube video af böðlinum með barnsandlitið. 28.8.2007 11:10
Everton lagið verður leikið á Anfield í kvöld Það verður ekki hið hefðbundna You´ll Never Walk Alone sem leikið verður þegar leikmenn Liverpool og Toulouse ganga inn á Anfield í kvöld fyrir leik þeirra í forkeppni meistaradeildar Evrópu. Þess í stað verður lagið Johnny Todd leikið, en það er lag sem jafnan er leikið við sama tilefni á Goodison Park, heimavelli erkifjendanna í Everton. Þetta verður gert til að heiðra minningu hins níu ára Rhys Jones sem skotinn var til bana í Croxteth hverfinu í Liverpool í síðustu viku. Hinn ungi Jones var nefnilega harður Everton stuðningsmaður. 28.8.2007 10:50
Úttekt: Hverjir verða keyptir og seldir áður en markaðurinn lokast á föstudaginn? Leikmannamarkaðnum verður lokað á föstudaginn. Þó að skammt sé til stefnu eru þó nokkur lið í ensku úrvalsdeildinni sem ætla sér enn að gera góð kaup og styrkja hópinn sinn fyrir baráttu vetrarins. Vísir hefur tekið saman hvaða viðskipti munu eiga sér stað fyrir lokun. Og hvaða viðskipti hafa átt sér stað fram að þessu. 28.8.2007 10:16
Solskjær leggur skóna á hilluna Ole Gunnar Solskjær, einn dáðasti leikmaður Manchester United fyrr og síðar, mun í dag tilkynna að hann hafi lagt knattspyrnuskónn á hilluna. Solskjær hefur ákveðið að vonlaust sé að yfirbuga hnémeiðsli sem hafa hrjáð hann í meira en fjögur ár. 28.8.2007 09:13
Davies vongóður um að Diouf og Anelka verði áfram Kevin Davies, framherji Bolton, er vongóður um að liðið haldi Nicolas Anelka og El-Hadji Diouf í sínum röðum en leikmennirnir hafa stöðugt verið orðaðir við önnur lið. Anelka hefur verið orðaður við Manchester United og Manchester City og Diouf hefur greint frá því að hann vilji fara til liðs sem spilar í Meistaradeild Evrópu eða hefur metnað til að spila þar að ári. 27.8.2007 20:37
Wenger ánægður með byrjun Arsenal Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal er ánægður með byrjun sinna manna á tímabilinu en liðið er komið með sjö stig eftir þrjá leiki. Wenger segir að lið sitt hafi lært af mistökunum frá því í fyrra en þá var Arsenal aðeins með tvö stig eftir þrjá leiki. Wenger segir að liðið hafi aldrei jafnað sig eftir slæma byrjun í fyrra og hann segir það vera mjög mikilvægt að byrja þetta tímabil vel. 27.8.2007 19:18
Wigan ætlar að vinna deildarbikarinn Chris Hutchings, knattspyrnustjóri Wigan, segir að lið hans ætli sér að vinna Carling Cup, en Wigan mætir Hull á morgun í 2. umferð keppnarinnar. Hutchings segir að liðið ætli að mæta af fullum krafti í leikinn og mikilvægt sé að vanmeta ekki Hull. 27.8.2007 17:59
Sanchez æfur út í yfirmann dómaramála á Englandi Lawrie Sanchez, knattspyrnustjóri Fulham, skaut fast að Keith Hackett, yfirmanni dómaramála í ensku úrvalsdeildinni í gær. Sanchez segir að Hackett sé of upptekinn af því að gera Rafa Benítez ánægðan og það sé á kostnað „minni liða." 27.8.2007 17:27
Celtic setur Gravesen, Miller og Zurawski á sölulista Forráðamenn skosku meistarana Celtic hafa gefið það út að liðið sé tilbúið að selja Kenny Miller, Thomas Gravesen og Maciej Zurawski frá félaginu. Miller hefur ekki staðið undir væntingum síðan hann kom til Skotlands frá Wolves en fjöldi liða úr ensku úrvalsdeildinni eru sögð hafa áhuga á framherjanum. Þar má nefna Fulham, Everton, Derby og Manchester City. 27.8.2007 16:28
Spænskur landsliðsmaður fékk hjartaáfall í miðjum leik Jose Maria del Nido, forseti Sevilla, hefur staðfest að Antonio Puerta, leikmaður liðsins, hafi fengið hjartaáfall í miðjum leik liðsins gegn Getafé í gær. Líðan Puerta er stöðug en hann er þó ennþá undir eftirliti en leikmaðurinn féll niður í eigin teig í leiknum í gær á 35. mínútu leiksins. Spænski landsliðsmaðurinn stóð þó upp og gekk af velli, en þegar í búningsherbegið var komið féll hann aftur niður og var fluttur á sjúkrahús nálægt vellinum. 27.8.2007 15:54
Redknapp staðfestir að Derby vilji kaupa Nugent Harry Radknapp, knattspyrnustjóri Portsmouth, hefur staðfest að Derby hafi áhuga á að kaupa enska landsliðsmanninn David Nugent frá Portsmouth. Redknapp segir þó að hann hafi engan áhuga á að selja leikmanninn sem hann keypti fyrir nokkrum vikum. 27.8.2007 15:41
Siggi Sig með yfirburða sigur í skeiðinu Sigurður Sigurðarson átti stórleik á Glitnismóti Dreyra sem lauk í gær. Sigurður sigraði gæðingaskeið meistara á henni Drífu sinn á tímanum 8.50. Næstur Sigurði var nafni hans V. Matthíasson á tímanum 7.92 á Birting frá Selá. Þarna sést vel hversu yfirburðar skeiðhestur hún Drifa er. 27.8.2007 14:49
Bridge ætlar sér að komast í byrjunarlið Chelsea Enski bakvörðurinn Wayne Bridge er staðráðinn í að vinna sér aftur inn sæti í byrjunarliði Chelsea þegar hann nær upp sínu gamla formi. Bridge fór í aðgerð í sumar en bati hans hefur verið óvenjuhraður. Bakvörðurinn vinnur nú hart að því að jafna sig og setur stefnuna á að berjast við Ashley Cole um sæti í byrjunarliðinu. 27.8.2007 14:41
Southgate brjálaður eftir ögrandi framkomu stuðningsmanna Gareth Southgate, knattspyrnustjóri Middlesbrough, er afar illur út í stuðningsmenn Newcastle vegna framkomu þeirra í leik liðanna um helgina. Í leiknum sungu stuðningsmennirnir níðvísur um Mido, hinn egypska sóknarmann Middlebrough og kölluðu hann hryðjuverkmann. 27.8.2007 11:27
Mörk helgarinnar í enska boltanum Eins og venjulega getur þú séð öll mörkin og öll tilþrifin úr leikjum helgarinnar hér á Vísi. Smelltu á hlekkinn hér fyrir neðan til þess að fara á Veftíví. 27.8.2007 09:32
Schmeichel mun spila fyrir Danmörku Kasper Schmeichel, markvörður Manchester City, ætlar að spila fyrir danska landsliðið en ekki það enska. Schmeichel hefur vakið athygli fyrir framgöngu sína nú í upphafi tímabils en hann hefur aðeins fengið eitt mark á sig. 26.8.2007 22:11
Villareal fór illa með Valencia Villareal vann í kvöld glæsilegan 3-0 sigur gegn Valencia á útivelli. John Dahl Tomasson kom Villareal á bragðið. Guiseppe Rossi, sem kom til Villareal frá Manchester United í sumar, bætti öðru marki við úr vítaspyrnu í seinni hálfleik. Santi Cazorla innsiglaði síðan sigurinn. 26.8.2007 21:57
Fram með öruggan sigur á HK Fram komst upp úr botnsæti Landsbankadeildarinnar með því að leggja HK að velli 3-0 á Laugardalsvellinum í kvöld. Alexander Steen og Theodór Óskarsson skoruðu fyrir Safamýrarliðið í fyrri hálfleik en í þeim síðari skoraði Hermann Geir Þórsson sjálfsmark. 26.8.2007 21:51
Viðar Ingólfs sigrar tölt meistara á Tuma Stórsnillingurinn Viðar Ingólfsson sigraði tölt meistara sem var síðasta greinin á vel heppnuðu Glitnismóti Dreyra sem haldið var nú um helgina. Viðar keppti á stórgæðingnum Tuma frá Stórahofi með einkunnina 8.50. Það var svo hrossabóndinn og spekúlantinn Sigurður Sigurðarson á Þjóðólfshaga sem sigraði tölt 1. flokkinn á Kjarnorku frá Kjarnholtum með 7.83 í einkunn. 26.8.2007 21:12
Fram 2-0 yfir gegn HK Framarar eru í góðum málum gegn HK á Laugardalsvelli en þar er staðan 2-0 fyrir þá bláklæddu. Alexander Steen og Theodór Óskarsson skoruðu mörkin en í báðum tilvikum komust þeir framhjá Gunnleifi Gunnleifssyni í marki HK og rúlluðu knettinum í autt markið. 26.8.2007 20:47
Úrslit leikja: KR jafnaði á 90. mínútu Fjórum af fimm leikjum kvöldsins í Landsbankadeild karla er lokið en núna klukkan 20 er að hefjast leikur Fram og HK á Laugardalsvelli. Guðmundur Pétursson var hetja KR-inga og jafnaði gegn ÍA á 90. mínútu, úrslitin í Vesturbænum 1-1. 26.8.2007 20:00
Matthías búinn að skora aftur Íslandsmeistarar FH eru í góðum málum því U21 landsliðsmaðurinn Matthías Vilhjálmsson var að skora sitt annað mark. FH-ingar hafa því tveimur mörkum yfir gegn Fylkismönnum. 26.8.2007 19:36
Ottó og Þórdís Íslandsmeistarar Ottó Sigurðsson úr GKG og Þórdís Geirsdóttir úr GK eru Íslandsmeistarar í holukeppni 2007. Ottó vann Arnór Inga Finnbjörnsson í úrslitaleiknum í karlaflokki en Þórdís bar sigurorð af Rögnu Björk Ólafsdóttur. 26.8.2007 19:17
Barcelona skoraði ekki Enginn af hinum mögnuðu sóknarmönnum Barcelona náði að skora í fyrsta leik liðsins í spænsku deildinni þetta leiktímabilið. Börsungar gerðu 0-0 jafntefli gegn Racing Santander á útivelli. 26.8.2007 19:01
KR brenndi af víti gegn ÍA Það er kominn hálfleikur í leikjunum sem hófust klukkan 18. Toppliðin tvö, FH og Valur, eru bæði að vinna sína leiki. Skagamenn eru að vinna KR í Vesturbænum. Bjarnólfur Lárusson misnotaði vítaspyrnu en hann hefði getað jafnað í 1-1. Víkingar jöfnuðu gegn Breiðabliki undir lok hálfleiksins. 26.8.2007 18:50
Komin mörk í alla leikina Það er búið að skora í öllum þeim leikjum í Landsbankadeildinni sem hófust klukkan sex. Valsmenn eru þegar þremur mörkum yfir í Keflavík, Breiðablik er að vinna Víking og þá er ÍA yfir gegn KR í Vesturbænum. Um hálftími er liðinn af leikjunum. 26.8.2007 18:27
FH yfir í Árbænum Klukkan sex hófust fjórir leikir í Landsbankadeild karla. Matthías Vilhjálmsson skoraði fyrsta mark kvöldsins eftir aðeins fjórar mínútur í leik Fylkis og FH. Matthías fékk sendingu frá Guðmundi Sævarssyni, hristi af sér varnarmann og skoraði. 26.8.2007 18:09
Sir Alex: Boltinn fór í bringuna á Brown Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, var ánægður með stigin þrjú gegn Tottenham en var þó ekki heillaður af spilamennsku sinna manna. Hann segir ákvörðun dómarans að dæma ekki víti á Wes Brown hafa verið rétta. 26.8.2007 17:53
Jol: Við áttum að fá víti Martin Jol, knattspyrnustjóri Tottenham, var mjög vonsvikinn eftir leikinn gegn Manchester United. „Við spiluðum vel í þessum leik og auðvitað eru það mikil vonbrigði að við fengum ekkert út úr honum," sagði Jol. 26.8.2007 17:41
Schalke jafnaði í lokin Tveir leikir voru í þýsku úrvalsdeildinni í dag. Alexander Meier skoraði eina markið í leik Eintracht Frankfurt og Hansa Rostock þar sem heimamenn hrósuðu sigri. Þá gerðu Wolfsburg og Schalke 1-1 jafntefli þar sem Schalke jafnaði á 86. mínútu. 26.8.2007 17:29
Yakubu neitað um atvinnuleyfi Snurða er hlaupin á þráðinn í kaupum Everton á nígeríska sóknarmanninum Yakubu. Honum hefur verið neitað um atvinnuleyfi þar sem hann hefur leikið undir 75% af landsleikjum Nígeríu síðustu tvö ár. 26.8.2007 17:16
Nani tryggði United sigur Portúgalski vængmaðurinn Nani skoraði eina markið í leik Manchester United og Tottenham á Old Trafford. Markið var stórglæsilegt, frábært skot fyrir utan teig og boltinn söng í netinu. Þetta var fyrsti sigur United á tímabilinu. 26.8.2007 17:01
Mjög slæmt tap í Slóveníu Íslenska kvennalandsliðið tapaði fyrir Slóveníu í undankeppni Evrópumótsins. Slóvenía vann leikinn 2-1 en liðið var ekki komið með stig fyrir leikinn og úrslitin óvænt. 26.8.2007 16:55
Þjálfari Catania missti stjórn á skapi sínu Það þurfti að draga þjálfara ítalska liðsins Catania, Silvio Baldini, í burtu þegar lið hans gerði 2-2 jafntefli gegn Parma. Fimm mínútum fyrir leikslok fékk Baldini brottvísun frá dómara leiksins en áður en hann fór í burtu sparkaði hann að þjálfara Parma. 26.8.2007 16:06
Emil í byrjunarliði Reggina Íslenski landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson var í byrjunarliði Reggina sem gerði 1-1 jafntefli gegn Atalanta í dag. Þetta var fyrsti leikur Reggina í deildinni en Emil var tekinn af velli á 69. mínútu leiksins. 26.8.2007 15:59
Ekkert mark komið á Old Trafford Staðan er markalaus í leik Manchester United og Tottenham en leikurinn er hálfnaður. Robbie Keane átti skot sem fór í slá strax á fyrstu mínútu leiksins en vörn United virkar ekki traust. Lítið hefur verið um almennileg marktækifæri. 26.8.2007 15:47
Ísland undir í hálfleik í Slóveníu Slóvenía hefur yfir 2-1 í hálfleik gegn íslenska kvennalandsliðinu en leikið er ytra. Margrét Lára Viðarsdóttir kom Íslandi yfir strax á fjórðu mínútu en tveimur mínútum síðar jöfnuðu heimastúlkur með marki úr aukaspyrnu og tóku síðan forystuna úr víti. 26.8.2007 15:45