Íslenski boltinn

KR brenndi af víti gegn ÍA

Elvar Geir Magnússon skrifar
Guðmundur Benediktsson skoraði eitt af mörkum Valsmanna.
Guðmundur Benediktsson skoraði eitt af mörkum Valsmanna.

Það er kominn hálfleikur í leikjunum sem hófust klukkan 18. Toppliðin tvö, FH og Valur, eru bæði að vinna sína leiki. Skagamenn eru að vinna KR í Vesturbænum. Bjarnólfur Lárusson misnotaði vítaspyrnu en hann hefði getað jafnað í 1-1. Víkingar jöfnuðu gegn Breiðabliki undir lok hálfleiksins.

Það er útlit fyrir erfiðan seinni hálfleik fyrir Blika þar sem varnarmaðurinn Guðmann Þórisson fékk að líta rauða spjaldið rétt áður en Víkingar jöfnuðu.

Hálfleiksstaða:

Keflavík - Valur 1-3

Simun Samuelsen - Helgi Sigurðsson, Guðmundur Benediktsson, Baldur Bett.

KR - ÍA 0-1

Svadumovic.

Breiðablik - Víkingur 1-1

Kristinn Steindórsson - Gunnar Kristjánsson.



Fylkir - FH 0-1

Matthías Vilhjálmsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×