Íslenski boltinn

Fram 2-0 yfir gegn HK

Elvar Geir Magnússon skrifar
Steen skoraði fyrra mark Fram.
Steen skoraði fyrra mark Fram.

Framarar eru í góðum málum gegn HK á Laugardalsvelli en þar er staðan 2-0 fyrir þá bláklæddu. Alexander Steen og Theodór Óskarsson skoruðu mörkin en í báðum tilvikum komust þeir framhjá Gunnleifi Gunnleifssyni í marki HK og rúlluðu knettinum í autt markið.

Fari Fram með sigur af hólmi þá kemst liðið upp í níunda sætið og KR-ingar detta aftur niður í fallsæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×