Fótbolti

Barcelona skoraði ekki

Enginn af hinum mögnuðu sóknarmönnum Barcelona náði að skora í fyrsta leik liðsins í spænsku deildinni þetta leiktímabilið. Börsungar gerðu 0-0 jafntefli gegn Racing Santander á útivelli.

Einn leikmaður Racing fékk að líta rauða spjaldið þegar rétt rúmar tuttugu mínútur voru til leiksloka en gestirnir náðu ekki að nýta sér liðsmuninn.

Úrslit dagsins:

Athletic Bilbao - Osasuna 0-0

Deportivo La Coruna - Ameria 0-3

Mallorca - Levante 3-0

Racing Santander - Barcelona 0-0

Recreativo Huelva - Real Betis 1-1




Fleiri fréttir

Sjá meira


×