Fleiri fréttir

Fjórar þjóðir áfram á EM

Pólland, Tékkland, Ungverjaland og Slóvakía tryggðu sér í gær sæti á EM í Noregi. Pólverjar unnu Holland 41-27 og 72-47 samtals, Tékkar unnu Letta með 33 mörkum gegn 26, samtals 64-56. Þá unnu Ungverjar Litháa 31-30 og 59-53 samtals og loks burstuðu Slóvakar Úkraínu 35-19, 63-48 samtals.

Kallað eftir þjóðhátíðarstemningu í Höllinni

Laust sæti á Evrópumótinu í Noregi er undir í kvöld. Sterkt lið Serba er komið hingað til lands og búast má við rafmagnaðri stemningu í Laugardalshöllinni. Strákarnir í landsliðinu eru jákvæðnir og bjartsýnir fyrir verkefninu og þrátt fyrir eins marks tap í fyrri leiknum ytra eru þeir sammála um að möguleikinn sé mjög góður.

Spenntur fyrir Djurgården

Rúrik Gíslason býst við því að sænska félagið Djurgården bjóði honum samning. Rúrik hefur verið á æfingum undir stjórn Sigurðar Jónssonar alla vikuna og lýst vel á félagið.

Stefán með þrennu

Stefán Gíslason gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu fyrir Lyn sem rótburstaði Brann 6-0 í gær. Brann situr á toppi deildarinnar en Lyn er komið upp í fimmta sæti. Stefán skoraði tvö mörk úr vítaspyrnum en Indriði Sigurðsson lék einnig allan leikinn fyrir Lyn.

Þetta var ótrúlegt

„Mér líður mjög vel, þetta var ótrúlegt. Við höfðum reyndar allan tímann trú á því að við gætum unnið þetta lið,“ sagði Ásthildur Helgadóttir, fyrirliði Íslands eftir sigurinn gegn Frökkum í gær.

Erum að skrá okkur í sögubækurnar

Greta Mjöll Samúelsdóttir var brosmild eftir sigurinn gegn Frakklandi í gær. „Ég er í nettu sjokki, þetta er eitt besta afrek sem Ísland hefur unnið og ég held að við séum að skrá okkur í sögubækurnar,“ sagði Greta Mjöll.

Eiður hefur ekkert sagt um United

„Eiður hefur ekkert kvótað eitt eða neitt. Ég efast stórlega um að hann hafi sagt þetta,“ sagði Arnór Guðjohnsen um meint ummæli Eiðs Smára Guðjohnsen í enskum fjölmiðlum í gær.

Frækinn sigur á Frökkum

Íslenska kvennalandsliðið náði í gær einum bestu úrslitum í sögu íslenskrar knattspyrnu í gær með 1-0 sigri á Frökkum. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði eina markið gegn sjöundu bestu þjóð heims samkvæmt styrkleikalista FIFA.

Svekktur að fá ekki Bent

Eggert Magnússon, stjórnarformaður West Ham, er sársvekktur yfir því að Darren Bent kaus að semja ekki við félagið. Hamrarnir höfðu komist að samkomulagi um kaupverð við Charlton á Bent sem talið var nema um 16 milljónum punda en eftir eins dags viðræður ákvað Bent að semja ekki við félagið.

Aðsóknarmetið ekki slegið

KSÍ gerði sitt besta til að slá áhorfendamet á kvennalandsleik í gær. Alls mættu 1667 áhorfendur á Laugardalsvöllinn sem er nokkuð frá metinu sem er 2974 manns. Þrátt fyrir það skapaðist fín stemning á Laugardalsvelli í gær.

Töpuðum hraðaupphlaupunum

Íslenska karlalandsliðið tapaði fyrri leiknum í Serbíu með eins marks mun, 29-30, og þarf því að gera betur í seinni leiknum í Laugardalshöllinni í dag.

Þremur yfir pari í Frakklandi

Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson lék þriðja hringinn á Saint-Omer mótinu í Frakklandi í gær á einu höggi yfir pari. Hann er því samtals á þremur yfir pari fyrir lokahringinn sem leikinn verður í dag. Birgir er í 32-40 sæti.

Victoria Svensson skoraði 5 mörk

Victoria Svensson skoraði 5 mörk fyrir kvennalandslið Svíþjóðar í stórsigri á liði Rúmeníu í dag. Leikurinn fór 7-0. Leikurinn fór fram í Rúmeníu og var liður í undankeppni EM. Therese Sjogran og Lotta Schelin skoruðu einnig í leiknum.

Portsmouth leiðir kapphlaupið um Diarra

Samkvæmt stjórnarformanni Lyon, Jean-Michel Aulas, er Portsmouth að leiða kapphlaupið um franska landsliðsmanninn Alou Diarra. Werder Bremen er einnig á eftir kappanum.

Verður Eiður Spánarmeistari á morgun?

Síðasta umferðin í spænsku deildinni verður spiluð á morgun. Mikil spenna er í deildinni en þrjú lið geta tryggt sér Spánartitilinn á morgun.

Hamilton á ráspól

Bretinn Lewis Hamilton verður á ráspól fyrir F1 kappaksturinn í Indianapolis. Félagi hans hjá McClaren, Fernando Alonso, verður annar. Þetta er í þriðja sinn sem þessir tveir ökuþórar eru fremstir á ráspól.

Úrslit leikja í 1. deild

Tveir leikir fóru fram í 1. deild karla í dag. Fjarðarbyggð beið lægri hlut fyrir Stjörnunni á heima velli, 0-2. Guðjón Baldvinsson skoraði bæði mörk Stjörnunnar og voru þetta fyrstu mörkin sem Fjarðarbyggð fær á sig.

Ísland 1-0 Frakkland

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu bar í dag sigurorð á sterku liði Frakka í Laugardalnum. Leikurinn endaði 1-0 og var það Margrét Lára Viðarsdóttir sem skoraði markið á 81. mínútu eftir sendingu frá Dóru Maríu Lárusdóttur.

Margrét Lára búin að skora fyrir Ísland

Margrét Lára Viðarsdóttir var að koma íslendingum yfir gegn frökkum. Margrét Lára skoraði með skalla á 81. mínútu eftir glæsilega sókn íslendinga. Frakkar tefla fram ógnarsterku liði sem hefur unnið báða sína leiki sannfærandi í riðlinum.

Shaun Wright-Phillips falur fyrir 10 milljónir

Chelsea hefur gefið það út að kantmaðurinn Shaun Wright-Phillips sé falur fyrir 10 milljónir punda. Leikmaðurinn kom til Chelsea frá Manchester City í júlí 2005 fyrir 21 milljón punda.

Birgir lauk þriðja hring á einum yfir pari

Birgir Leifur Hafþórsson hefur lokið þriðja hring á Open De Saint-Omer mótinu í Frakklandi en hann er á einu höggi yfir pari. Birgir fékk skolla á 10. holu en svo komu sex pör í röð, fugl og svo par á 18. og síðustu holunni.

Markalaust í hálfleik

Staðan er 0-0 í leik Íslands og Frakklands í undankeppni EM kvenna. Íslensku stelpurnar hafa staðið sig vel gegn gríðarlega sterku liði Frakklands og hafa náð góðu spili. Frakkar áttu þó besta færi fyrri hálfleiks þegar leikmaður þeirra skaut yfir ein á móti Þóru B. Helgadóttir. Þetta er 50. leikur Eddu Garðarsdóttur.

Eggert vonsvikinn vegna Bent

Eggert Magnússon, stórnarformaður West Ham, segir við Sun að hann sé leiður yfir því að Darren Bent hafi ákveðið að ganga ekki til liðs við West Ham. Charlton hafði samþykkt 17 milljón punda boð í leikmanninn en Bent vildi ekki færa sig um set.

Eiður opinn fyrir endurkomu í enska boltann

Eiður Smári Guðjohnsen útilokar ekki að hann snúi aftur til Englands. Hann hefur verið orðaður við mörg lið í ensku úrvalsdeildinni. Newcastle, Aston Villa, Sunderland, Middlesbrough, Pourtsmouth, West Ham og Manchester United eru öll sögð hafa áhuga á kappanum.

Færeyjingar koma með hóp á FM´07

Nú eru gestir á FM´07 farnir að gíra sig upp til ferðalaga. Að venju er vitað af gestum víðsvegar af landinu, og erlendis frá einnig. Jóhan á Plógv frá Færeyjum, meðlimur í Ríðingafélaginu Vága, hefur haft samband við mótshaldara og boðað komu hóps frá Færeyjum.

Yfirlitssýningu lokið á Sörlastöðum

Yfirlitssýningu á Sörlastöðum er lokið. Tveir umtöluðustu hestar sýningarinnar Dalvar frá Auðholtshjáleigu og Álfasteinn frá Selfossi voru sýndir í sama hollinu. Álfasteinn hækkaði úr 8.47 í 8.50 og Dalvar hélt sinni einkunn eða 8.62. Hæst dæmdi stóðhestur sýningarinnar var Atlas frá Hvolsvelli með 8.66 sýndur af Daníel Jónssyni. Meðfylgjandi eru dómar sýningarinnar.

Þjóðarstoltið rifið upp

Þjálfari kvennalandsliðsins beitir skemmtilegri aðferð til að peppa stelpurnar upp. „Við gerum þetta fyrir alla leiki,“ sagði Sigurður um myndband sem hann sýnir daginn fyrir leik og rétt fyrir upphafsspyrnuna.

Allir á völlinn

Kvennalandsliðið í knattspyrnu leikur klukkan 14 í dag mjög mikilvægan leik gegn Frökkum í undankeppni EM í knattspyrnu. KSÍ setur markið hátt, stefnan er að bæta aðstóknarmetið á Laugardalsvelli á kvennalandsleik. Aðsóknarmetið er 2.974 manns sem sáu leik Íslands og Englands árið 2005.

Það vilja allir vinna okkur

Ásgeir Gunnar Ásgeirsson starfar sem sölumaður hjá Góu-Lindu í sumar en stundar þar að auki tannlæknanám. „Það er kannski smá kaldhæðni í því að vera að selja nammi og vera svo í tannlækningum,“ sagði Ásgeir í léttum tón en hann skoraði fyrra mark FH í 2-0 sigrinum á KR.

Raunhæft að stefna á sigur

Franska landsliðið hefur unnið báða leiki sína í riðlinum 6-0 og situr í sæti númer 7 á styrkleikalista FIFA. Ísland er í 21. sæti. Landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson er þó hvergi banginn fyrir leikinn.

Ber ekki vitni gegn Iverson

Rappstjarnan og sprelligosinn 50 Cent þarf ekki að bera vitni vegna ákæru á hendur Allen Iverson síðar í mánuðinum. Dómari kvað þennan úrskurð í gær en Iverson er gefið að sök að hafa lamið mann í andlitið með flösku.

Meira en helmingur markanna gegn KR

Guðmundur Sævarsson, bakvörðurinn knái í FH, skoraði í fyrrakvöld annað mark sinna manna gegn KR í Vesturbænum. Það var hans ellefta mark í efstu deild á ferlinum en þar af hefur hann skorað sex þeirra á móti KR. Guðmundur skoraði þrennu í 7-0 sigrinum fræga á Kaplakrikavelli í lokaleik umferðarinnar 2002 og þar að auki hefur hann skorað þrívegis í Vesturbænum.

Í byrjunarliðinu í haust?

Stephen Frail, aðstoðar­þjálfari Hearts, fer fögrum orðum um unglingalandsliðsmanninn Eggert Gunnþór Jónsson sem er á mála hjá félaginu. Frail vonast til að Eggert fái fleiri tækifæri til að sýna sig á næsta tímabili en hann kom við sögu í fimm leikjum liðsins í vetur.

Kominn í KR

Joshua Helm gert samning um að spila með Íslandsmeisturum KR næsta vetur. Hann var valinn besti erlendi leikmaður úrvalsdeildarinnar þegar hann lék með KFÍ fyrir tveimur árum þar sem hann skoraði 37,2 stig að meðaltali í leik. Tyson Pattersson verður ekki áfram hjá KR en auk Joshua hefur Jovan Zdravevski samið við KR.

Eiður Smári vill annað tímabil til að sanna sig

Arnór Guðjohnsen, faðir og umboðsmaður Eiðs Smára, sagði við enska fjölmiðla í gær að Eiður yrði líklega áfram í herbúðum Barcelona á næsta tímabili. Orðalagið var ekki það sterkt að hann útilokaði sölu frá Barcelona en sagði drenginn vera ánægðan hjá Katalóníufélaginu.

Arnór kannski í hópnum

Síðari leikur Íslands og Serbíu um laust sæti á EM í Noregi í janúar fer fram í Laugardalshöll á sunnudag og er þegar orðið uppselt. Serbarnir unnu fyrri leikinn ytra með einu marki og því erfitt verkefni sem bíður landsliðsins.

Eiður vill vera áfram hjá Barcelona

Arnór Guðjohnsen, faðir og umboðsmaður Eiðs Smára, segir að Manchester United hafi ekki haft samband við þá feðga vegna mögulegrar sölu á Eiði til Manchester United og segir að Eiður vilji helst fá tækifæri til að sanna sig betur hjá Barcelona.

Fimm lið nefnd í skýrslu um leikmannaskipti

Fimm fótboltalið í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eru nefnd í skýrslu Stevens lávarðs sem fjallar um meint ólögleg félagaskipti á milli liða. Stevens, sem er fyrrverandi lögreglustjóri Lundúna tók skýrsluna saman að beiðni enska knattspyrnusambandsins.

Milan segist ekki ætla að selja Kaka

AC Milan ætlar sér ekki að selja Kaka þrátt fyrir að faðir Brasilíumannsins hafi fundað með Real Madrid. Adriano Galliani, varaforseti AC Milan sagði fréttamönnum þetta í morgun. „Við getum staðfest að Kaka verður ekki seldur en við vissum af fundi föður hans með Real þar sem hann hafði þegar sagt okkur frá honum.“

Melchiot til Wigan

Wigan tryggði sér í dag varnarmanninn Mario Melchiot en hann var samningslaus. Melchiot kom frá franska liðinu Rennes og lék þar áður með Birmingham og Chelsea. Hann hjálpaði franska liðinu að ná fjórða sæti í deildinni og þar með sæti í Evrópukeppni félagsliða.

Slúðrið í enska í dag

Eiður á leiðinni til Manchester United, Jerzey Dudek til Real Madrid og Darren Bent til Liverpool. Þetta er sumt af því sem ensku blöðin segja í dag að muni gerast á næstunni. BBC tekur saman slúðrið hjá blöðunum og það má finna hér.

Formsatriði - San Antonio NBA meistari 2007

San Antonio tryggði sér í nótt fjórða NBA titil félagsins síðan árið 1999 þegar liðið lagði Cleveland 83-82 á útivelli og vann því úrslitaeinvígið örugglega 4-0. Franski leikstjórnandinn Tony Parker var valinn verðmætasti leikmaður úrslitanna eftir að hafa verið óstöðvandi í einvíginu.

Grétar Rafn með nýtt tilboð frá AZ

Landsliðsmaðurinn Grétar Rafn Steinsson hefur síðustu daga verið orðaður við Middlesbrough og Newcastle. Fjölmiðlar bæði í Hollandi og Englandi hafa gefið í skyn að Grétar sé mjög spenntur fyrir því að fara í ensku úrvalsdeildina. Þó segir hann sjálfur að hann sé afar sáttur hjá AZ Alkmaar í Hollandi.

Ófarir KR halda áfram

Ófarir KR í Landsbankadeildinni halda áfram og í kvöld þurfti liðið að sætta sig við enn eitt tapið - Nú á heimavelli gegn Íslandsmeisturum FH 2-0. FH gerði út um leikinn með tveimur mörkum á fyrstu 20 mínútum leiksins og hélt fengnum hlut eftir það. KR-ingar áttu nokkur ágætis færi til að skora en lánleysi liðsins það sem ef er leiktíðinni er algjört og situr það á botninum með aðeins eitt stig eftir sex umferðir.

Sjá næstu 50 fréttir