Fleiri fréttir

San Antonio getur orðið NBA meistari í nótt

Fjórði leikur Cleveland og San Antonio í úrslitaeinvíginu í NBA deildinni fer fram klukkan eitt í nótt og verður sýndur beint á Sýn. Þar getur San Antonio orðið meistari í þriðja sinn á fimm árum með sigri þar sem liðið er með 3-0 forystu í einvíginu.

Hamilton vísar kvörtunum Alonso á bug

Lewis Hamilton segir kvartanir félaga síns Fernando Alonso um hlutdrægni forráðamanna McLaren liðsins ekki á rökum reistar, en segir ástandið í herbúðum erfitt í augnablikinu. Í vikunni sagði Alonso liðið hampa Hamilton frekar en sér af því hann sé Englendingur.

Birgir á höggi undir pari í Frakklandi

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, lék fyrsta hringinn á Open de Saint-Omer mótinu í Lumbres í Frakklandi í dag á 70 höggum, eða einu höggi undir pari. Hann er sem stendur í 27.-44. sæti. Birgir Leifur fékk þrjá fugla á hringum í dag (1., 10. og 16. holu) og tvo skolla (á 2. og 18. holu). Fresta varð leik um tíma í dag vegna þrumveðurs sem gekk yfir völlinn.

Eiður orðaður við Manchester United

Sky Sports greinir frá því í dag að viðræður séu komnar í gang milli Barcelona og Manchester United um leikmannaskipti sem gætu þýtt að Eiður Smári Guðjohnsen færi aftur til Englands. Sky segir að spænska félagið hafi ekki frekari not fyrir Eið og segir að til greina komi að honum verði skipt til United fyrir varnarmanninn Gerard Pique. Sá lék sem lánsmaður með Zaragoza í vetur og stóð sig með prýði. Hann hefur áður verið í röðum Barcelona.

Kobe Bryant mætti á æfingu hjá Barcelona

Körfuboltastjarnan Kobe Bryant er nú í sumarfríi í Evrópu og í dag lét hann gamlan draum rætast þegar hann fékk að fylgjast með æfingu hjá spænska stórliðinu Barcelona. Bryant ólst upp á Ítalíu og var Frank Rijkaard þjálfari Barcelona uppáhaldsleikmaður hans á sínum tíma.

Grant Hill til Phoenix eða San Antonio?

Framherjinn Grant Hill sem leikið hefur með Orlando Magic undanfarin ár hallast að því að ganga í raðir San Antonio eða Phoenix á næsta tímabili. Hann er með lausa samninga og langar mikið að ganga í raðir liðs sem hefur möguleika á að vinna meistaratitilinn næsta sumar. Hill segir sjálfur að það myndi líklega henta sínum leikstíl best að ganga í raðir Phoenix.

Yngsti Kynbótaknapi frá upphafi

Ragnar Þorri Vignisson sló heldur betur í gegn á yfirlitssýningu kynbótahrossa í Hafnafirði en hann er aðeins 9 ára og sýndi hryssuna Tönja frá Hvammi 5v flokk. Ragnar er sonur Vignis Siggeirssonar Heimsmeistara og Lovísu Ragnarsdóttir.

Þórarinn og Kraftur efstir í tölti meistara

Þórarinn Eymundsson er efstur í tölti meistara á klár sínum Krafti frá Bringu með 8.13. Keppni í tölti er lokið og eru meðfylgjandi öll úrslit töltgreina á úrtöku fyrir Heimsmeistaramótið.

Blikar ósáttir við aganefndi KSÍ

Knattspyrnudeild Breiðabliks gaf í dag út yfirlýsingu vegna úrskurðar aganefndar KSÍ í tengslum við leikbönn sem þeir Tryggvi Guðmundsson hjá FH og Valur Fannar Gíslason hjá Fylki fengu í kjölfar handalögmála sinna í leik á dögunum. Þykir Blikum vera ósamræmi í úrskurðum aganefndar, sem dæmdi leikmann liðsins í tveggja leikja bann vegna brots í leik liðsins gegn Fylki í síðasta mánuði.

Houston og Minnesota að skipta á leikmönnum

ESPN sjónvarpsstöðin greindi frá því í gærkvöld að Houston Rockets og Minnesota Timberwolves væru búin að samþykkja skipti á leikmönnum sem færu væntanlega fram á næstu dögum. Minnesota mun senda bakvörðinn Mike James til Houston í skiptum fyrir hinn reynda framherja Juwan Howard. Til greina kemur að fleiri leikmenn skipti um heimilisfang í viðskiptunum þegar að þeim kemur.

Slúðrið á Englandi í dag

Breska slúðurpressan hefur oft nokkuð fyrir sér í glæfralegri umfjöllun sinni um leikmannamarkaðinn í enska boltanum. Nokkrar af slúðursögum blaðanna í morgun hafa þannig orðið að veruleika nú síðdegis, en þar með er ekki öll sagan sögð.

Sjötta umferðin klárast í kvöld

Í kvöld klárast sjötta umferðin í Landsbankadeild karla í knattspyrnu þegar spilaðir verða fjórir leikir. Stórleikur kvöldsins er án efa viðureign KR og FH í vesturbænum, en þar eigast við liðin í efsta og neðsta sæti deildarinnar. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn og hefst útsending klukkan 19:45.

Eggert: Spennandi tíðindi í vændum

Eggert Magnússon stjórnarformaður segir að West Ham sé við það að tilkynna spennandi tíðindi í leikmannamálum sínum. Bresku blöðin hafa flest öll skrifað um það í dag að félagið sé við það að landa enska landsliðsframherjanum Darren Bent frá Charlton fyrir um 17 milljónir punda. Sagt er að miðjumaðurinn Hayden Mullins fari til Charlton sem partur af þeim viðskiptum.

Joey Barton loksins farinn til Newcastle

Manchester City hefur nú tilkynnt að félagið hafi loks náð að klára söluna á miðjumanninum Joey Barton til Newcastle fyrir 5,8 milljónir punda. Salan tafðist lengi vegna deilna um 300,000 punda greiðslu sem City taldi sig eiga rétt á að fá aukalega fyrir leikmanninn. Hún var leyst með því að Newcastle greiðir nú 5,8 milljónir punda fyrir hann í stað þeirra 5,5 sem upphaflega var samið um.

Ben Haim semur við Chelsea

Ísraelski varnarmaðurinn Ben Haim hjá Bolton hefur ákveðið að ganga í raðir Chelsea á frjálsri sölu. Hann hefur skrifað undir fjögurra ára samning og stóðst læknisskoðun hjá félaginu í dag. Hann er 25 ára gamall og kaus að fara til Chelsea frekar en að ganga í raðir Newcastle þar sem gamli stjórinn hans Sam Allardyce ræður nú ríkjum.

Birgir Leifur á pari í Frakklandi

Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, hefur leikið fyrstu 12 holurnar á fyrsta hring á Open de Saint-Omer mótinu, sem hófst í Lumbres í Frakklandi í morgun, á pari. Hann hefur fengið 2 fugla og tvo skolla, en hinar holurnar lék hann á pari. Hann er sem stendur í 47. sæti.

Olazabal byrjar vel á opna bandaríska

Keppni er hafin á Opna bandaríska Meistaramótinu á Oakmont vellinum í Pennsylvaniu fylki í Bandaríkjunum. 156 bestu kylfinga heims taka þátt í mótinu. Tiger Woods hóf leik með því að fá skolla á fyrstu holu, síðan kom fugl og par. Hann er því á pari eftir þrjár holur.

Allardyce: Ben Haim fer til Chelsea

Sam Allardyce, stjóri Newcastle í ensku úrvalsdeildinni, hefur gefist upp á að landa til sín varnarmanninum Ben Haim sem hann fékk til liðs við Bolton á sínum tíma. Hann segir Chelsea vera búið að vinna kapphlaupið um þennan 25 ára gamla ísraelska landsliðsmann.

Beckham sagði bless í dag

Enski landsliðsmaðurinn David Beckham sat í dag blaðamannafund hjá Real Madrid þar sem hann þakkaði stuðningsmönnum liðsins fyrir góðan tíma og tók af allan vafa um framtíð sína. Beckham fer til LA Galaxy í Bandaríkjunum í sumar og vonast til að kveðja Madrid með titli um helgina. Smelltu á spila til að sjá myndband af blaðamannafundinum.

LeBron James orðinn faðir á ný

Stórstjarnan LeBron James hjá Cleveland Cavaliers í NBA deildinni hefur ekki haft mikla ástæðu til að fagna undanfarna daga þar sem lið hans er undir 3-0 í úrslitaeinvíginu við San Antonio Spurs. Hann gat þó leyft sér að brosa í nótt þegar kona hans ól honum sitt annað barn. Nafnið sem strákurinn fékk er ekki af ódýrari gerðinni frekar en nafn frumburðarins.

Dudek að íhuga tilboð frá Real Madrid?

Pólski markvörðurinn Jerzy Dudek hjá Liverpool er sagður hafa fengið tilboð um að ganga í raðir Real Madrid á frjálsri sölu í sumar. Samningur markvarðarins við Liverpool rennur út í sumar og á heimasíðu sinni greini markvörðurinn frá því að hann sé að íhuga tilboð frá "einu besta, ef ekki besta félagi í heimi."

Liverpool staðfestir áhuga sinn á Benayoun

Forráðamenn Liverpool hafa staðfest að félagið hafi áhuga á að fá til sín ísraelska landsliðsmanninn Yossi Benayoun frá West Ham. Leikmaðurinn er þegar búinn að samþykkja að framlengja samning sinn við West Ham til fimm ára en hefur dregið að skrifa undir. Stjórnarformaður Liverpool staðfesti áhuga félagsins í dag en neitaði að staðfesta fregnir um að félagið hefði boðið á bilinu 1-3 milljónir punda í hann.

Baráttan um Bent

Baráttan um enska landsliðsframherjann Darren Bent hjá Charlton fer nú harðnandi ef marka má frétt breska sjónvarpsins í morgun, en talið er að West Ham sé líklegasti viðkomustaður leikmannsins. Þar myndi hann hitta fyrir fyrrum knattspyrnustjóra sinn Alan Curbishley. Verðmiðinn er sagður vera um 17 milljónir punda á þessum 23 ára gamla leikmanni.

Jordan vann málið gegn Dowie

Simon Jordan, stjórnarformaður Crystal Palace, vann í dag skaðabótamál sem hann höfðaði á hendur fyrrum knattspyrnustjóra félagsins Ian Dowie. Dómari komst að þeirri niðurstöðu að Dowie hefði logið þegar hann samdi sig út úr skuldbindingum sínum við félagið vorið 2006, en stakk svo af til grannliðsins Charlton.

Jaaskelainen neitar Bolton

Finnski markvörðurinn Jussi Jaaskelainen hefur neitað tilboði félagsins um að framlengja samning sinn. Þessi 32 ára gamli leikmaður hefur verið orðaður við Sunderland og Manchester United og verður hann með lausa samninga eftir næstu leiktíð. Jaaskelainen gekk í raðir Bolton fyrir aðeins 100,000 pund árið 1997.

Ledley King þarf í hnéuppskurð

Fyrirliðinn Ledley King hjá Tottenham þarf að fara í lítinn hnéuppskurð eftir að hafa meiðst lítillega í keppni með enska landsliðinu á dögunum. King var mikið frá vegna meiðsla á síðustu leiktíð, en ætti að ná bata áður en keppni hefst í ensku úrvalsdeildinni þann 11. ágúst.

Meistararnir byrja gegn Reading

Leikjaplanið í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð var kynnt í dag. Íslendingalið Reading fær það erfiða verkefni að sækja meistara Manchester United heim í fyrstu umferðinni og mætir svo Chelsea í annari umferð. Sam Allardyce stjóri Newcastle fer með lið sitt á gamla heimavöllinn og mætir Bolton í fyrstu umferðinni. Hér fyrir neðan má sjá fyrstu umferðarnar.

Sigur á Fjórðungsmóti

Hans Friðrik Kjerúlf á Reyðarfirði hefur keypt stóðhestinn Sigur frá Hólabaki. Hann mun því keppa í flokki 4 vetra stóðhesta á FM07. Sigur vakti mikla athygli á héraðssýningu kynbótahrossa í Skagafirði á dögunum fyrir fegurð og útgeislun. Einkum þykir hann fallegur á litinn, dökk sótrauður með ljósara fax og tagl.

Toney í bann vegna steraneyslu

Þrefaldi heimsmeistarinn James Toney hefur verið dæmdur í eins árs keppnisbann frá hnefaleikum eftir að hafa í annað skipti á ferlinum fallið á lyfjaprófi vegna steraneyslu. Toney féll á lyfjaprófinu í maí eftir að hann sigraði Danny Bathelder í bardaga, en sá féll reyndar einnig á lyfjaprófi sem tekið var fyrir bardagann. Toney er 38 ára gamall og hefur verið atvinnumaður í nær tvo áratugi.

FH yfir í hálfleik

Íslandsmeistarar FH hafa yfir 2-0 í hálfleik gegn KR í leik liðanna í Frostaskjóli. Gestirnir byrjuðu af miklum krafti og komust í 2-0 eftir 19 mínútur með mörkum Ásgeiri Ásgeirssonar og Guðmundar Sævarssonar. KR-ingar hafa þó verið mjög aðgangsharðir eftir það og eru í raun klaufar að vera ekki búnir að skora.

FH komið í 2-0 í vesturbænum

Hrakfarir KR-inga í Landsbankadeildinni virðast engan endi ætla að taka en liðið er komið undir 2-0 gegn FH á heimavelli þegar aðeins 20 mínútur eru liðnar af leiknum. Flautað hefur verið til hálfleiks í leikjunum sem hófust klukkan 19:15.

KR - FH í beinni á Sýn

Stórleikur KR og FH í sjöttu umferð Landsbankadeildarinnar hefst nú klukkan 20 og er sýndur beint á Sýn. KR-ingar þurfa nauðsynlega á sigri að halda því þeir verma botnsæti deildarinnar eftir verstu byrjun í sögu félagsins í efstu deild. Klukkan 19:15 hófust leikir Breiðabliks og ÍA, Fylkis og HK og Keflavíkur og Fram.

Öruggur sigur Vals á Víkingi

Valsmenn unnu í kvöld öruggan 3-1 sigur á Víkingi í fyrsta leik sjöttu umferðar Landsbankadeildarinnar. Valsmenn voru sterkari aðilinn í leiknum og sigurinn fyllilega verðskuldaður. Helgi Sigurðsson skoraði tvö marka Vals, það fyrra úr víti og Pálmi Rafn Pálmason skoraði fyrsta mark liðsins rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Sinisa Kekic minnkaði muninn fyrir Víking með marki úr víti 15 mínútum fyrir leikslok.

Helgi Sig: Mikilvægt að halda í við FH

"Það er gaman að skora og ekki verra að vinna leikinn, því við vorum búnir að gera tvö jafntefli og alveg kominn tími á sigur," sagði markaskorarinn Helgi Sigurðsson í samtali við Sýn eftir leik Vals og Víkings í kvöld. Helgi skoraði tvívegis í leiknum.

Maggi Gylfa: Valur átti skilið að vinna

Magnús Gylfason, þjálfari Víkings, viðurkenndi að lið Vals hefði átt skilið að sigra í leik liðanna í Landsbankadeildinni í kvöld. Hann sagðist í samtali við Sýn hafa verið óhress með fyrsta mark Vals þar sem hann vildi meina að uppbótartíminn hefði verið liðinn þegar Pálmi Rafn skoraði.

10 verstu leikmannakaup í sögu úrvalsdeildarinnar

Breska blaðið Sun birtir í dag lista sinn yfir 10 verstu leikmannakaup í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Listinn er nokkuð áhugaverður og gaman að sjá hvernig nokkrir af færustu knattspyrnustjórum Englands hafa keypt köttinn í sekknum.

Merki Ólympíuleikanna verður ekki breytt

Breska ríkisstjórnin tilkynnti í dag að merki Ólympíuleikanna í London árið 2012 yrði ekki breytt þrátt fyrir hörð mótmæli úr öllum áttum. Merkið vakti hörð viðbrögð þegar það var frumsýnt á dögunum og þykir mörgum það hreinlega ljótt. Fréttir herma að kostnaður við hönnun og markaðssetningu á merkinu hafi kostað hátt í hálfa milljón punda.

Hérðassýning kynbótahrossa við Hringsholt

Héraðssýning kynbótahrossa hefur staðið undanfarna daga við Hringsholt og mættu um 100 hross til dóms. Dómum lauk í gærkveldi, en í dag, fimmtudaginn 14. júní fer fram yfirlitssýning en hún hófst kl. 10:00. Byrjað var á yngstu hryssunum og endað á elstu stóðhestunum.

Úrtaka fyrir HM í hestaíþróttum

Í dag hófst úrtaka fyrir Heimsmeistaramótið í hestaíþróttum á félagssvæði Fáks í Víðidal. Það var hart barist í þremur af þeim fjórum greinum sem voru í dag, en aðeins keppandi var í 100m skeiði. Meðfylgjandi eru úrslit dagsins. Dagskrá hefst aftur á morgun klukkan 13.00 slaktaumatölti T2 .

Helmingur leikmanna notaði örvandi lyf

Fyrrum knattspyrnuþjálfarinn Peter Neururer fullyrðir að allt að helmingur knattspyrnumanna í þýsku knattspyrnunni hafi notað örvandi lyf á árum áður. Neururer hefur þjálfað mörg lið í efstu deildum í Þýskalandi, þar á meðal Schalke og FC Köln.

David Villa: Ég vil vera áfram hjá Valencia

Spænski landsliðsframherjinn David Villa hjá Valencia segist ekki vilja fara frá félaginu þrátt fyrir að hafa verið mikið orðaður við lið í ensku úrvalsdeildinni í sumar. Chesea, Manchester United og Liverpool eru sögð hafa mikinn áhuga á leikmanninum en hann er samningsbundinn Valencia til 2013. Hann hefur skorað 15 mörk í 35 deildarleikjum á leiktíðinni.

Inter kaupir Suazo

Inter Milan var að ganga frá kaupum á framherjanum Davis Suazo frá Cagliari. Þessu greindi Massimo Cellino, forseti Cagliari, frá í dag. „Inter voru að gera frábær kaup, Suazo mun verða þeirra fyrsti kostur, hann er frábær leikmaður."

Edmilson: Við vorum sjálfum okkur verstir

Brasilíski miðjumaðurinn Edmilson hjá Barcelona segir að félagið verði að taka til í herbúðum sínum í sumar, því ólga innan liðsins hafi að sínu mati kostað það dýrt í vetur og það verði að laga ef árangur á að nást á næsta tímabili.

Viðtöl eftir þriðja leik Cleveland og San Antonio

San Antonio náði afgerandi 3-0 forystu gegn Cleveland í úrslitaeinvíginu í NBA deildinni í nótt. Í myndbrotinu sem fylgir þessari frétt má sjá þjálfarar og leikmenn liðanna svara spurningum á blaðamannafundinum eftir leikinn, þar sem LeBron James var spurður hvort brotið hefði verið á honum í þriggja stiga skoti um leið og lokaflautið gall.

Slúðrið á Englandi í dag

Breska slúðurpressan er full af safaríkum fréttum af leikmannamarkaðnum í dag og sem fyrr er mikið rætt um menn sem talið er víst að skipta muni um heimilisfang í sumar. Einn þeirra er framherjinn Darren Bent hjá Charlton, en Star segir að West Ham muni kaupa hann á 18 milljónir punda í sumar og greiða honum 80,000 pund í vikulaun.

Sjá næstu 50 fréttir