Sport

Fimm lið nefnd í skýrslu um leikmannaskipti

Kaup Chelsea á Didier Drogba eru á meðal þeirra sem álitamál er um hvort hafi verið lögleg.
Kaup Chelsea á Didier Drogba eru á meðal þeirra sem álitamál er um hvort hafi verið lögleg.

Fimm fótboltalið í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eru nefnd í skýrslu Stevens lávarðs sem fjallar um meint ólögleg félagaskipti á milli liða. Stevens, sem er fyrrverandi lögreglustjóri Lundúna tók skýrsluna saman að beiðni enska knattspyrnusambandsins.

Í skýrslunni eru sett spurningamerki við leikmannaskipti fimm liða, Chelsea, Newcastle United, Bolton Wanderers, Middlesborough og Portsmouth, en um 17 tilvik er að ræða. Þar á meðal eru kaup Chelsea á sóknarmanninum Didier Drogba.

Stevens nefnir einnig tvo framkvæmdastjóra í skýrslunni, þá Sam Allardyce fyrir viðskipti með leikmenn þegar hann var hjá Bolton, og Graham Souness fyrrverandi stjóra hjá Newcastle.

Búist er við því að skýrslan leiði til frekari athuguna af hálfu enska knattspyrnusambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×