Fleiri fréttir

Ekkert mark komið í bikarnum

Ekkert mark hefur enn litið dagsins ljós í leikjunum tveimur sem standa yfir í enska bikarnum þar sem kominn er hálfleikur. Manchester United hefur verið betri aðilinn gegn Middlesbrough á Old Trafford, en jafnræði hefur verið með Tottenham og Chelsea á White Hart Lane. Sjónvarpsstöðvar sýnar eru með beina útsendingu frá báðum viðureignum sem hófust klukkan 20.

Njarðvík í undanúrslit

Njarðvíkingar tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum úrslitakeppni Iceland Express deildarinnar í körfubolta með öruggum útisigri á Hamar/Selfoss 86-60. Skallagrímur og Grindavík mætast í oddaleik í Borgarnesi eftir helgi eftir að Skallagrímur vann sigur í öðrum leik liðanna í Grindavík í kvöld 87-80.

Singh sigraði á Arnold Palmer Invitational

Fiji-maðurinn Vijay Singh sigraði á Arnold Palmer Invitational mótinu í golfi sem lauk á Bay Hill vellinum í kvöld. Singh lék lokahringinn á þremur höggum undir pari og lauk keppni á átta undir. Þetta var 31. sigur hans á PGA mótaröðinni á ferlinum og langþráður sigur hjá honum á þessu tiltekna móti þar sem hann hafði þrisvar hafnað í öðru sæti.

Góður sigur Dallas í Detroit

Dallas vann í kvöld mikilvægan sigur á Detroit á útivelli í NBA deildinni í körfubolta. Dirk Nowitzki fór fyrir liði Dallas eins og svo oft áður og skoraði 28 stig og hirti 12 fráköst. Detroit var án leikstjórnandans Chauncey Billups sem er meiddur, en staðgengill hans Ron Murray skoraði 18 stig fyrir Detroit.

Wenger: Tímabilið er búið hjá Walcott

Arsene Wenger hefur staðfest að innkoma Theo Walcott hjá Arsenal í tapinu gegn Everton í dag hefði verið sú síðasta á tímabilinu, því leikmaðurinn muni gangast undir aðgerð vegna axlarmeiðsla seinna í vikunni. Hvað leikinn í dag varðar, sagði Wenger úrslit síðustu leikja sýna svart á hvítu að lið sitt skorti reynslu.

Nadal sigraði á Indian Wells

Spænski tenniskappinn Rafael Nadal vann í kvöld sigur á serbneska táningnum Novak Djokovic í úrslitaleik Indian Wells Masters mótsins sem fram fór í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Nadal sigraði 6-2 og 7-5 og var þetta fyrsti sigur kappans síðan á opna franska meistaramótinu í fyrra.

Deco þarf í uppskurð

Portúgalski miðjumaðurinn Deco hjá Barcelona þarf að fara í uppskurð vegna handarmeiðsla á og missir væntanlega af landsleikjum Portúgala við Belga og Serba. Deco fór af velli meiddur á fingri í leik Barcelona og Recreativo í gær og fer í uppskurð á morgun ef marka má frétt á heimasíðu félagsins. Hann mun væntanlega þurfa einar þrjár vikur til að jafna sig eftir uppskurðinn.

Bremen styrkir stöðu sína

Werder Bremen styrkti stöðu sína í öðru sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í dag með 2-0 sigri á Mainz á heimavelli. Jurica Vranjes og Diego skoruðu mörk heimamanna, sem eru þremur stigum á eftir toppliði Schalke. Leverkusen vann dýrmætan 1-0 sigur á botnliði Gladbach með marki Andriy Voronin í uppbótartíma. Sigurinn kom Leverkusen í Evrópusæti í fyrsta sinn síðan í fyrstu umferð deildarinnar, en Gladbach er í mjög vondum málum á botninum.

Robinho tryggði Real sigur

Real Madrid var ekki ýkja sannfærandi í spænska boltanum í kvöld þegar liðið vann nauman sigur á smáliði Gimnastic Tarragona 2-0 eftir að vera manni fleiri í 85 mínútur. Real liðið var andlaust í fyrri hálfleik en Robinho breytti gangi leiksins þegar hann kom inn sem varamaður og skoraði fyrra mark liðsins eftir 55 mínútur.

New York skellti Toronto

Einum leik er þegar lokið í NBA deildinni í körfubolta í kvöld. New York Knicks lagði Toronto auðveldlega í Madison Square Garden 92-74. Stephon Marbury skoraði 14 af 21 stigi sínu í þriðja leikhlutanum þar sem New York hafði betur 35-13 og lagði grunninn að sigrinum.

Þetta var mexíkóskur bardagi

Juan Manuel Marquez vann í nótt sigur á fyrrum heimsmeistaranum Marco Antonio Barrera í einvígi þessara mögnuðu mexíkósku hnefaleikara í Las Vegas. Marquez er því handhafi WBC titilsins í fjaðurvigt, en var sigur hans á stigum nokkuð umdeildur þar sem nokkur vafaatriði settu svip sinn á bardagann.

Sigur hjá toppliðunum

Toppliðin þrjú í DHL-deild karla í handbolta unnu öll leiki sína í dag þegar fjórir leikir voru á dagskrá í deildinni. Valsmenn eru sem fyrr á toppnum eftir 35-29 sigur á Fylki í dag og HK heldur öðru sætinu eftir góðan útisigur á Stjörnunni 26-25.

Zlatan með tvö í sigri Inter

Inter Milan lagði botnlið Ascoli 2-1 með tveimur mörkum frá sænska framherjanum Zlatan Ibrahimovic í dag og er liðið nú komið með 18 stiga forskot á toppi deildarinnar eftir að Roma náði aðeins markalausu jafntefli gegn Fiorentina. Palermo er í þriðja sæti eftir 1-1 jafntefli við Sampdoria í gær. Lazio getur komist í þriðja sæti með sigri á Palermo í kvöld en Milan er í fimmta sætinu eftir sigur á Atalanta.

Everton lagði Arsenal

Andy Johnson tryggði Everton mikilvægan 1-0 sigur á Arsenal á Goodison Park í dag þegar hann skoraði sigurmark liðsins þegar komið var fram í uppbótartíma. Everton átti tvö stangarskot í leiknum og er nú komið í sjötta sæti deildarinnar.

Pardew: Við erum á fínu skriði

Alan Pardew var mjög sáttur við sína menn í dag þegar lið hans Charlton tryggðu sér sjöunda stigið sitt í síðustu þremur leikjum með sigri á Newcastle í dag 2-0. Charlton er enn í bullandi fallbaráttu, en staða liðsins hefur þó lagast til muna eftir góða rispu undanfarið.

Lakers - Minnesota í beinni á miðnætti

Leikur LA Lakers og Minnesota Timberwolves verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á miðnætti í nótt. Kobe Bryant skoraði 65 stig í sigri Lakers í síðasta leik eftir að liðið hafði tapað sjö leikjum í röð og gaman verður að sjá hvort kappinn verður í viðlíka stuði í kvöld. Þá verður annar stórleikur á dagskrá í NBA í kvöld þegar Detroit tekur á móti Dallas.

Spennandi leikir í körfunni í kvöld

Tveir leikir fara fram í úrslitakeppninni í Iceland Express deildinni í körfubolta í kvöld þar sem Grindvíkingar og Njarðvíkingar geta tryggt sér farseðilinn í undanúrslit með sigri. Njarðvíkingar sækja Hamar/Selfoss heim eftir sigur í fyrsta leik á heimavelli og þá freist Grindvíkingar þess að slá Skallagrím úr keppni á heimavelli eftir góðan útisigur í rafmögnuðum leik í Borgarnesi í fyrrakvöld. Báðir leikir hefjast klukkan 19:15.

Benitez: Við verðum að skapa okkur fleiri færi

Rafa Benitez, stjóri Liverpool, viðurkenndi að hans menn hefðu ekki spilað vel í markalausu jafntefli gegn Aston Villa á útivelli í dag. Hann sagði sína menn ekki nógu beitta í sóknarleiknum.

Ajax rótburstaði PSV

Ajax burstaði erkifjendur sína í PSV Eindhoven 5-1 á útivelli í stórleik helgarinnar í hollenska boltanum í dag. Klaas-Jan Huntelaar skoraði tvö mörk fyrir gestina, sem söxuðu forskot PSV niður í fimm stig þegar fimm leikir eru eftir. Þetta var næststærsti sigur Ajax á PSV í sögunni. AZ Alkmaar þurfti að sætta sig við jafntefli við Heracles á útivelli og datt því niður í þriðja sæti á eftir PSV.

Inter ætlar að gera risatilboð í Terry

Breska blaðið Mail on Sunday fullyrðir að ítalska félagið Inter Milan ætli að gera Chelsea 20 milljón punda tilboð í varnarmanninn og fyrirliðann John Terry í sumar. Talsmaður ítalska liðsins staðfesti áhuga félagsins á Terry í dag og segir liðið fylgjast spennt með varnarjaxlinum.

Áhorfendabekkirnir á hafsbotni

Íslandsmótið í áhaldafimleikum stendur nú sem hæst í Fimleikahúsi Ármanns í Laugardalnum. Mótið hefur gengið prýðilega en þó var aðstaða fyrir áhorfendur ekki jafn góð og til stóð, því áhorfendabekkir sem pantaðir voru sérstaklega fyrir mótið lentu í skipsháska.

Mikilvægur sigur hjá Charlton

Hermann Hreiðarsson og félagar í Charlton unnu í dag gríðarlega mikilvægan sigur á Newcastle 2-0 í ensku úrvalsdeildinni. Zheng Zie skoraði sitt fyrsta úrvalsdeildarmark og fiskaði vítaspyrnu fyrir Charlton, sem lagaði stöðu sína í botnbaráttunni.

Jafnt hjá Villa og Liverpool

Aston Villa og Liverpool skildu jöfn 0-0 á Villa Park í bragðdaufum leik í ensku úrvalsdeildinni í dag. Steven Gerrard var skipt af velli hjá Liverpool og leit út fyrir að eiga við meiðsli að stríða, en Aston Villa hefur ekki náð að vinna Liverpool á heimavelli síðan árið 1998. Liverpool hefur nú hlotið 54 stig í fjórða sæti deildarinnar, einu stigi minna en Arsenal sem á tvo leiki til góða.

Jol: Seljum Berbatov ekki fyrir 40 milljónir

Martin Jol stjóri Tottenham, segir að félagið myndi aldrei geta hugsað sér að selja framherjann Dimitar Berbatov - ekki einu sinni þó það fengi 30-40 milljón punda tilboð í hann. Jol segir Búlgarann magnaða minna sig á Johan Cuyff.

Denver valtaði yfir Phoenix

Nokkur óvænt úrslit urðu í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Denver rótburstaði Phoenix, Boston hélt upp á dag heilags Patreks með fyrsta sigri sínum í San Antonio í 18 ár og Chicago tapaði fyrir Memphis. Þá vann Cleveland 8. leikinn í röð og Indiana afstýrði vafasömu meti þegar liðið vann sinn fyrsta sigur í 12 leikjum.

Frábær árangur hjá Birgi Leifi

Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson náði sínum besta árangri í Evrópumótaröðinni í golfi þegar hann varð í 25-33. sæti á móti á TCL meistaramótinu í Kína. Birgir Leifur fékk 630 þúsund krónur í verðlaunafé og lék lokahringinn í nótt á 68 höggum, eða fjórum höggum undir pari.

Raikkönen byrjar vel hjá Ferrari

Kimi Raikkönen sigraði í ástralska kappakstrinum í Formúlu 1 í nótt og vann þar með sigur í fyrstu keppni sinni hjá Ferrari-liðinu. Það var samt nýliðinn Lewis Hamilton hjá McLaren sem stal senunni í dag þegar hann náði þriðja sætinu í sinni fyrstu keppni á ferlinum. Félagi hans og heimsmeistarinn Fernando Alonso varð í öðru sæti, en McLaren bílarnir höfðu ekki roð við sprækum Ferrari-bílnum.

Auðvelt hjá Barcelona

Barcelona er aftur komið á toppinn á Spáni eftir auðveldan 4-0 útisigur gegn Recreativo. Barcelona hefur nú þriggja stiga forystu á toppnum og er til alls líklegt í deildinni þrátt fyrir að vera úr leik í Evrópukeppninni. Samuel Eto´o skoraði tvívegis í kvöld og þeir Zambrotta og Messi sitt markið hvor. Eiður Smári Guðjohnsen spilaði síðustu tíu mínúturnar í leiknum. Valencia steinlá 2-0 á heimavelli fyrir Santander fyrr í kvöld.

Einar Hólmgeirsson kominn af stað eftir meiðsli

Hamburg styrkti stöðu sína í öðru sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í dag með góðum sigri á Flensburg á heimavelli 33-31. Leikurinn var fjörugur og skemmtilegur og var sýndur beint á Sýn. Alls voru fjórir leikir á dagskrá í deildinni í dag og í kvöld og þar bar hæst að Einar Hólmgeirsson er nú að ná sér á skrið á ný eftir meiðslin sem kostuðu hann þátttöku á HM í Þýskalandi.

Ben Foster: Ég ætla ekkert að lesa blöðin á morgun

Markvörðurinn Ben Foster hjá Watford sagðist eiga von á erfiðri viku með enska landsliðinu eftir að hann lét félaga sinn og markvörð Tottenham Paul Robinson skora hjá sér í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Paul Robinson: Þetta var heppni

Paul Robinson, markvörður Tottenham, viðurkenndi að hann hefði haft heppnina með sér í dag þegar hann skoraði mark af um 80 metra færi gegn Watford. Markið skoraði hann gegn félaga sínum í enska landsliðinu, Ben Foster.

Vonarglæta hjá West Ham

West Ham á enn veika von um að bjarga sér frá falli úr ensku úrvalsdeildinni eftir að liðið vann frækinn 2-1 útisigur á Blackburn í lokaleik dagsins. Christopher Samba kom heimamönnum yfir strax í upphafi síðari hálfleiks, en þeir Carlos Tevez (víti) og Bobby Zamora skoruðu tvö mörk á fimm mínútum þegar 15 mínútur lifðu leiks og tryggðu Lundúnaliðinu gríðarlega mikilvæg þrjú stig.

Stóri-Sam reiður

Sam Allardyce var reiður eftir að hans menn í Bolton steinlágu 4-1 á Old Trafford í dag. Hann sagði sína menn hafa gefið Manchester United þrjú mörk og það eftir föst leikatriði, sem eru venjulega sterkasta hlið liðsins í vörn og sókn.

Schalke á toppnum - Bayern tapar enn

Schalke styrkti stöðu sína á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag með 1-0 sigri á Stuttgart. Á sama tíma tapaði Bayern 1-0 fyrir Frankfurt á útivelli. Schalke hefur 53 stig eftir 26 leiki en Bremen getur minnkað forskot þeirra í þrjú stig með sigri á Mainz á morgun. Stuttgart er í þriðja sætinu með 46 stig og Bayern er í fjórða með 44 stig.

FCK hafði betur í Íslendingaslagnum

FC Kaupmannahöfn hafði betur gegn Skjern 33-27 þegar liðin mættust í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Arnór Atlason skoraði sex mörk fyrir FCK en Vilhjálmur Halldórsson fjögur fyrir Skjern og Vignir Svavarsson eitt. FCK er í efsta sæti deildarinnar en Skjern í því sjöunda.

Ferguson: Frábær úrslit

Sir Alex Ferguson var mjög ánægður með frammistöðu sinna manna í dag þegar Manchester United burstaði Bolton 4-1 á Old Trafford og styrkti stöðu sína á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.

Snæfell komið í undanúrslit

Snæfell varð í dag fyrsta liðið til að tryggja sig í undanúrslitin í úrslitakeppninni í Iceland Express deildinni þegar liðið lagði Keflvíkinga 103-89 í Keflavík. Snæfell vann báða leiki liðanna og mætir sigurvegaranum úr einvígi KR og ÍR. Í því einvígi unnu KR-ingar öruggan 87-78 sigur á ÍR á útivelli í dag og knúðu þar fram oddaleik.

Auðvelt hjá Chelsea

Chelsea vann í dag auðveldan 3-0 sigur á Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni og minnkaði forskot Man Utd á toppnum niður í sex stig á ný. Paul Robinson, markvörður Tottenham, var maður dagsins eftir að hann skoraði eitt marka sinna manna í 3-1 sigri á Watford. Manchester City vann fyrsta leik sinn í deildinni síðan á nýársdag þegar liðið skellti Middlesbrough á útivelli 2-0. Ekkert mark var skorað í leikjum Reading - Portsmouth og Wigan - Fulham.

Paul Robinson markvörður skoraði fyrir Tottenham

Enski landsliðsmaðurinn Paul Robinson hjá Tottenham afrekaði það í dag að skora mark fyrir lið sitt í leiknum gegn Watford. Robinson kom Tottenham í 2-0 í leiknum þegar hann tók aukaspyrnu úti á velli sem skoppaði yfir félaga hans í landsliðinu Ben Foster hjá Watford og í netið. Það er því ljóst að aumingja Foster þarf að hlusta á nokkra fimmaurabrandara frá félögum sínum í landsliðshópnum í næstu viku.

Bakverðir Englands á meiðslalistanum

Steve McClaren landsliðsþjálfari Englendinga hefur eflaust grett sig í dag þegar hann fékk þær fréttir að tveir af hægribakvörðum enska landsliðsins meiddust í dag. Gary Neville fór af velli strax í byrjun leiks hjá Manchester United og er meiddur á ökkla. Micah Richards hjá Manchester City fór svo sömu leið í fyrri hálfleik gegn Middlesbrough og því útlit fyrir að hvorugur verði með landsliðinu í næstu viku.

Grótta burstaði ÍBV

Grótta vann í dag auðveldan sigur á ÍBV í DHL-deild kvenna í handbolta 24-16 eftir að staðan í hálfleik hafði verið jöfn 11-11. Grótta komst upp að hlið Vals í öðru sæti deildarinnar með sigrinum í dag.

Ronaldo fór á kostum í stórsigri United

Manchester United stefnir nú hraðbyri á að tryggja sér sigur í ensku úrvalsdeildinni, en í dag vann liðið sannfærandi 4-1 sigur á Bolton á Old Trafford. Ji-Sung Park og Wayne Rooney skoruðu tvö mörk hvor og Christiano Ronaldo lagði upp þrjú þeirra, en Gary Speed minnkaði muninn fyrir Bolton.

Mikið fjör á Sýn í dag og í kvöld

Það verður nóg um að vera á sjónvarpsstöðinni Sýn í dag þar sem boðið verður upp á handbolta, körfubolta, knattspyrnu og golf. Nú klukka 14:25 hefst stórleikur Hamburg og Flensburg í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta og klukkan 16 hefst annar leikur Keflavíkur og Snæfells í úrslitakeppni Iceland Express deildarinnar.

Birgir lék á pari

Birgir Leifur Hafþórsson lék þriðja hringinn á TCL-mótinu í Kína á pari í nótt og er því enn á sex höggum undir pari á mótinu. Birgir er í 47.-55. sæti á mótinu, en tælenski kylfingurinn Chapchai Nirat er í forystu á mótinu á 21 höggi undir pari.

Raikkönen á ráspól

Finnski ökuþórinn Kimi Raikkönen verður á ráspól í Melbourne í Ástralíu á morgun þegar fyrsta keppni ársins fer fram í Formúlu 1. Þetta var í 12. skipti á ferlinum sem Raikkönen nær ráspól og gefur góð fyrirheit um framhaldið hjá honum í sinni fyrstu keppni fyrir Ferrari. Heimsmeistarinn Fernando Alonso, sem einnig ekur fyrir nýtt lið, náði öðrum besta tímanum á McLaren bíl sínum og Nick Heidfeld og Lewis Hamilton urðu í þriðja og fjórða sæti.

Sjá næstu 50 fréttir