Fleiri fréttir Ívar byrjar fyrir Reading Nú eru að hefjast fimm leikir í ensku úrvalsdeildinni. Ívar Ingimarsson er á sínum stað í byrjunarliði Reading sem tekur á móti Portsmouth, en þar er Brynjar Björn Gunnarsson á bekknum. Heiðar Helguson er á bekknum hjá Fulham sem sækir Wigan heim og þá hafa Chelsea og Tottenham ákveðið að hvíla lykilmenn sína í dag fyrir slaginn í bikarnum á mánudaginn. 17.3.2007 14:55 Grindvíkingar höfðu sigur í Fjósinu Grindvíkingar gerðu sér lítið fyrir og lögðu Skallagrím í Borgarnesi í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni Iceland Express deildarinnar í kvöld. Staðan var jöfn 94-94 eftir venjulegan leiktíma, en gestirnir höfðu betur í framlengingu og höfðu 112-105 sigur í æsilegum leik. Liðin mætast á ný í Grindavík um helgina og þar geta heimamenn tryggt sér sæti í undanúrslitum mótsins. 16.3.2007 21:05 Stjarnan í vænlegri stöðu Stjörnustúlkur færðust skrefi nær fyrsta Íslandsmeistaratitli sínum í átta ár í kvöld þegar liðið vann öruggan sigur á Val 33-20 á útivelli í DHL-deild kvenna. Stjarnan hefur nú fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar og á leik til góða. Þetta var fyrsti sigur Stjörnunnar á Val í vetur. 16.3.2007 20:59 Kiel vann stórsigur á Gummersbach Kiel styrkti stöðu sína á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í kvöld með öruggum útisigri á Íslendingaliði Gummersbach 42-37. Heimamenn voru einfaldlega skrefinu á eftir ógnarsterku liði Kiel allan leikinn, fyrir framan metfjölda áhorfenda í Kölnarena - 19.403 áhorfendur sáu leikinn. 16.3.2007 19:55 Milwaukee - San Antonio á Sýn í kvöld Leikur Milwaukee Bucks og San Antonio Spurs í NBA deildinni frá í gærkvöld verður sýndur á sjónvarpsstöðinni Sýn í kvöld klukkan 0:40. San Antonio var búið að vinna 13 leiki í röð fyrir viðureignina í gærkvöldi. 16.3.2007 19:22 Valur að fá danskan framherja Danski knattspyrnukappinn, Dennis Bo Mortensen á leið til Vals. Mortensen er 26 ára framherji og er samningsbundinn danska úrvalsdeildarliðinu Nordsjælland. Bo Mortensen hefur spilað með dönsku ungmennalandsliðunum, m.a. á móti Íslendingum. Arnar Björnsson greindi frá þessu í kvöldfréttum Stöðvar 2. 16.3.2007 19:17 Mourinho vill halda í Lampard og Terry Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea vill ólmur halda þeim John Terry og Frank Lampard í röðum félagsins þangað til samningur hans rennur út árið 2010, en bresku blöðin hafa mikið ritað um að þeir væru á leið frá Chelsea í sumar. 16.3.2007 18:56 Ferguson og Giggs bestir í febrúar Sir Alex Ferguson og Ryan Giggs hjá Manchester United voru í dag útnefndir knattspyrnustjóri og leikmaður mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni. Þetta er í annað sinn á leiktíðinni sem þeir félagar taka við verðlaununum saman, en þeir urðu einnig fyrir valinu í ágústmánuði. 16.3.2007 18:11 Mikki Massi kominn í Honda liðið 16.3.2007 17:40 Risaslagur í þýska handboltanum í kvöld Stórleikur Gummersbach og Kiel í þýska handboltanum verður sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn klukkan 18:25 í kvöld. Hér er á ferðinni sannkallaður toppleikur þar sem lærisveinar Alfreðs Gíslasonar sem sitja í fjórða sæti deildarinnar taka á móti efsta liðinu Kiel. 16.3.2007 16:55 Aragones velur hópinn sem mætir Íslendingum Luis Aragones, landsliðsþjálfari Spánverja, hefur ákveðið að halda tryggð við megnið af leikmönnunum sem lögðu Englendinga 1-0 í æfingaleik í síðasta mánuði. Hann hefur nú tilkynnt hóp sinn fyrir leikina gegn Íslendingum og Dönum í undankeppni EM. 16.3.2007 16:33 Ekkert óvænt hjá McClaren Steve McClaren landsliðsþjálfari Englendinga gaf í dag út hvaða leikmenn yrðu í landsliðshópi hans fyrir leikina gegn Ísrael og Andorra í undankeppni EM. Joey Barton, Gareth Barry og Shaun Wright-Phillips detta út úr hópnum sem tapaði síðast fyrir Spánverjum í æfingaleik. 16.3.2007 16:21 Tímabilið búið hjá Walcott Framherjinn ungi Theo Walcott hjá Arsenal verður líklega ekkert meira með liðinu í vor. Hann þarf að fara í uppskurð á öxl, en hafði verið beðinn um að fresta honum vegna mikilla meiðsla í herbúðum liðsins. Walcott, sem er 18 ára í dag, segir meiðslin hafa versnað undanfarnar vikur og ekki sé hægt að fresta aðgerðinni lengur. 16.3.2007 14:30 Þorvaldur Árni sigraði Gæðingafimina í Meistaradeild VÍS Það var Þorvaldur Árni og Rökkvi sem sigruðu Gæðingafimina í Meistaradeild VÍS nú í kvöld eftir harða keppni við Sigurð Sigurðarson og Viðar Ingólfsson. Viðar var efstur eftir forkeppnina á honum Tuma sínum og bjóst fólk við því að hann myndi sigra eftir úrslitin en Þorvaldur kom sterkur inn í úrslitin á Rökkva frá Hálauksstöðum og afgreiddi þetta með stæl. 16.3.2007 14:27 Tottenham mætir Evrópumeisturunum Í dag var dregið um hvaða lið mætast í 8-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða. Tottenham mætir Evrópumeisturum Sevilla frá Spáni og Grétar Rafn Steinsson og félagar í AZ Alkmaar fá erfitt verkefni þegar þeir mæta Werder Bremen. 16.3.2007 13:10 Birgir Leifur áfram í Kína Birgir Leifur Hafþórsson lék í morgun á tveimur höggum undir pari á TCL-mótinu á Hainan eyju í Kína. Birgir er í 37-54. sæti á 6 höggum undir pari og heldur áfram keppni tvo næstu dagana. Birgir Leifur fékk 3 fugla og einn skolla á hringnum í morgun. Tælendingurinn Chapchai Nirat hefur örugga forystu, er á 17 höggum undir pari og er 6 höggum á undan 5 kylfingum sem eru jafnir í 2-6. sæti. 16.3.2007 11:37 Enn tapar Lakers 3 leikir voru í NBA körfuboltanum í gærkvöldi. Los Angeles Lakers steinlá fyrir Denver Nuggets113-86. Þetta var 7. tapleikur Lakers í röð og í 1. sinn á 16 ára þjálfaraferli sem Phil Jackson upplifir það að lið hans tapi 7 í röð. Linas Kleiza var stigahæstur hjá Nuggets með 29 stig sem er það mesta sem hann hefur skorað á ferlinum. Kobe Bryant var stigahæstur hjá Lakers með 25 stig. 13 leikja sigurhrinu San Antonio Spurs lauk í gærkvöldi í Bradley Center í Milwaukee. Milwaukee vann 101-90. Daginn fyrir leikinn rak Milwaukee þjálfarann, Larry Stotts, og aðstoðarþjálfarinn, Larry Krystkowiak, tók við liðinu. Miami Heat vann 8da leikinn í röð í gærkvöldi, sigraði New Jersey 93-86. Shaquille O´Neal skoraði 19 stig fyrir Miami þar af 17 í seinni hálfleik. 16.3.2007 08:54 Framlengt í Fjósinu Leikur Skallagríms og Grindavíkur í Fjósinu í Borgarnesi ætlar að verða sögulegur. Staðan var jöfn að loknum venjulegum leiktíma 94-94 og því þarf að framlengja. Þetta er fyrsti leikur liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. 16.3.2007 20:46 Grindvíkingar yfir í hálfleik Grindavík hefur yfir 59-54 gegn Skallagrími þegar flautað hefur verið til hálfleiks í fyrstu viðureign liðanna í 8-liða úrslitum Iceland Express deildarinnar. Leikurinn fer fram í Borgarnesi og hefur verið mjög fjörugur. Heimamenn náðu mest um 10 stiga forskoti í fyrri hálfleiknum, en gestirnir eru í miklu stuði. Páll Axel Vilbergsson er kominn með 16 stig hjá Grindavík og nafni hans Kristinsson 15 stig og hefur hitt úr öllum 7 skotum sínum. 16.3.2007 20:04 Kiel leiðir 23-17 í hálfleik Topplið Kiel hefur 23-17 forystu gegn Gummersbach í einvígi liðanna í þýska handboltanum þegar flautað hefur verið til leikhlés. Leikurinn er sýndur beint á Sýn og hefur verið mjög fjörugur og skemmtilegur. Róbert Gunnarsson er kominn með 6 mörk hjá Gummersbach og Guðjón Valur er með 4 mörk. 16.3.2007 19:09 Steinar Arason: Það er hlutverk mitt að taka þessi skot Það var ekki síst fyrir óvæntan stórleik Steinars Arasonar að ÍR náði að stela sigrinum á KR á útivelli í kvöld, en hann skoraði 20 stig í leiknum og nýtti 5 af 7 þriggja stiga skotum sínum. 15.3.2007 22:34 Við ætluðum að vinna annan leikinn hvort sem er Benedikt Guðmundsson þjálfari KR var að vonum ekki sáttur við niðurstöðuna í kvöld þegar hans menn lágu fyrir ÍR í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Iceland Express deildarinnar. Hann sagði sóknarleikinn hafa fellt sína menn í kvöld. 15.3.2007 22:22 Frækinn sigur AZ á Newcastle AZ Alkmaar vann í kvöld góðan 2-0 sigur á Newcastle í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða og sendu þar með enska liðið úr keppni þrátt fyrir 4-2 tap í fyrri leiknum á Englandi. Grétar Rafn Steinsson var á sínum stað í vörninni hjá hollenska liðinu sem er greinilega til alls líklegt í keppninni. Shota Arveladze og Danny Koevermans skoruðu mörk AZ í kvöld, en liðið hefði vel geta unnið stærri sigur. 15.3.2007 22:12 ÍR komið í vænlega stöðu ÍR-ingar gerðu sér lítið fyrir og lögðu KR 73-65 í vesturbænum í kvöld í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Iceland Express deildarinnar í körfubolta. Sóknarleikur beggja liða var frekar slakur í kvöld enda baráttan gríðarleg, en það voru Breiðhyltingar sem höfðu betur og geta nú klárað einvígið í Seljaskóla á laugardaginn. 15.3.2007 21:41 Snæfell lagði Keflavík Snæfell lagði Keflavík 84-67 í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Iceland Express deildarinnar í Stykkishólmi í kvöld eftir að hafa verið yfir 43-36 í hálfleik. Heimamenn höfðu yfir lengst af í leiknum og segja má að sigur þeirra hafi verið nokkuð öruggur. Þeirra bíður engu að síður erfitt verkefni í Keflavík þegar liðin mætast öðru sinni um helgina, en sá leikur verður sýndur beint á Sýn. 15.3.2007 20:47 Ummæli Phil Jackson kostuðu 7 milljónir Phil Jackson þjálfari LA Lakers í NBA deildinni var í dag sektaður um 3,5 milljónir króna fyrir ummæli sín síðasta fimmtudag, þegar hann sagði forráðamenn deildarinnar vera á nornaveiðum. Hann lét þessi orð falla eftir að aganefnd deildarinnar rannsakaði meint brot Kobe Bryant hjá Lakers í þriðja sinn á stuttum tíma. Þá var félagið einnig sektað um sömu upphæð og því kostuðu ummælin alls um 7 milljónir króna. 15.3.2007 20:10 Hæ krakkar, notið eiturlyf Miðherjinn Scot Pollard hjá Cleveland Cavaliers er ekki vinsælasti maðurinn í Ohio um þessar mundir eftir misheppnað grín hans í beinni útsendingu sjónvarps á sunnudaginn. 15.3.2007 19:36 Wenger þarf enn að svara til saka Arsene Wenger hefur nú enn á ný verið kallaður inn á teppi hjá enska knattspyrnusambandinu. Wenger hefur verið kærður fyrir ósæmilega framkomu eftir úrslitaleikinn í deildarbikarnum gegn Chelsea á dögunum og hefur frest til 30. mars til að svara fyrir sig. Wenger kallaði aðstoðardómarann í leiknum lygara og sagði agareglur knattspyrnusambandsins óheiðarlegar. 15.3.2007 18:30 Johnson vill ljúka ferlinum hjá Everton Framherjinn Andy Johnson segir ekkert til í þeim orðrómi sem gengið hefur í bresku blöðunum undanfarið sem sagði hann þjást af heimþrá. Johnson segir að ef hann gæti skrifað undir ævilangan samning við Everton ef það stæði til boða. 15.3.2007 18:15 Hlynur Bærings: Keflvíkingar eru alltaf erfiðir Hlynur Bæringsson, leikmaður Snæfells, lenti í því tvö ár í röð að tapa fyrir Keflvíkingum í úrslitum Íslandsmótsins. Nú er öldin önnur og menn spá því að Snæfell hafi betur þegar liðin mætast í fyrstu umferð úrslitakeppni Iceland Express deildarinnar. Fyrsti leikurinn er í Stykkishólmi í kvöld. 15.3.2007 16:28 Domenech orðinn þreyttur á Wenger Raymond Domenech landsliðsþjálfari Frakka, segist vera orðinn afar þreyttur á athugasemdum landa síns og kollega Arsene Wenger hjá Arsenal. Wenger sagði í vikunni að það væri franska landsliðinu að kenna að Thierry Henry hafi aldrei náð sér á strik í vetur vegna meiðsla. 15.3.2007 16:11 Navarro gengst við banni sínu David Navarro, leikmaður Valencia á Spáni, ætlar ekki að áfrýja sjö mánaða keppnisbanninum sem hann var settur í af aganefnd Knattspyrnusambands Evrópu eftir slagsmálin sem brutust út eftir leik Valencia og Inter í Meistaradeildinni á dögunum. 15.3.2007 14:33 Robinho hótar að hætta hjá Real Brasilíski framherjinn Robinho hefur nú endanlega fengið sig fullsaddan af því að sitja á tréverkinu hjá Real Madrid og hefur sent forráðamönnum félagsins skýr skilaboð. Leyfið mér að spila eða ég er farinn. 15.3.2007 14:27 Nýr samningur í smíðum fyrir Robben Han Robben, faðir og umboðsmaður Arjen Robben hjá Chelsea, segir að félagið sé að undirbúa nýjan samning handa syni sínum. Hann segir Robben vera ánægðan hjá Chelsea, en bætir því við að hann hefði ekkert á móti því að spila fyrir Barcelona einn daginn. 15.3.2007 14:22 Rijkaard: Áfall að missa af Henry Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona, segir að það hafi verið mikið áfall fyrir félagið í sumar þegar því mistókst að krækja í framherjann Thierry Henry hjá Arsenal. Hann segist bjartsýnn á að Barca nái að halda í þá Ronaldinho og Samuel Eto´o þrátt fyrir þrálátan orðróm um að þeir séu að fara frá félaginu. 15.3.2007 14:14 Hitzfeld framlengir við Bayern Þjálfarinn Ottmar Hitzfeld hefur skrifað undir nýjan samning við Þýskalandsmeistara Bayern Munchen og gildir hann út næstu leiktíð. Hitzfeld samdi fyrir nokkru við félagið út þessa leiktíð eftir að Felix Magath var rekinn, en aldrei stóð til hjá honum að vera lengur hjá félaginu en til vors. 15.3.2007 14:07 Frábær byrjun hjá Birgi Leifi í Kína Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson byrjaði mjög vel á TCL mótinu í Kína í nótt þegar hann lauk fyrsta hringnum á 68 höggum - eða fjórum höggum undir pari. Tælendingurinn Chapchai Nirat setti vallarmet þegar hann spilaði hringinn á 61 höggi. 15.3.2007 14:00 Meistaradeild VÍS í kvöld Nú eru línur aðeins farnar að skýrast í Meistaradeild VÍS. Búnar eru 3 greinar af níu. Efstur í söfnun stiga til meistaratignar er Þorvaldur Árni eftir góðan árangur í öllum fyrstu þremur greinunum. Reikna má með að hann haldi áfram að ná góðum árangri a.m.k. í næstu tveimur greinum, gæðingafimi og fimmgangi og auki jafnvel forskot sitt í stigasöfnuninni. 15.3.2007 11:29 Phoenix skellti Dallas í stórkostlegu einvígi Leikur Dallas Mavericks og Phoenix Suns í NBA deildinni í nótt var réttilega auglýstur sem einvígi tveggja bestu liðanna í deildinni. Leikurinn var stórkostleg skemmtun og réðust úrslitin ekki fyrr en um leið og lokaflautið gall í annari framlengingu. Phoenix hafði betur 129-127 og batt þar með enda á 23 leikja sigurgöngu Dallas á heimavelli. 15.3.2007 05:14 Cleveland vann sjöunda leikinn í röð Tíu leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í nótt. Cleveland vann sjöunda leik sinn í röð þegar liðið skellti Memphis á útivelli og þá tapaði Indiana 11. leiknum í röð. 15.3.2007 04:43 Snæfell yfir eftir þriðja leikhluta Snæfellingar hafa yfir 61-47 gegn Keflavík eftir þrjá leikhluta í viðureign liðanna í Stykkishólmi. Gunnar Einarsson fékk sína fimmtu villu í liði Keflavíkur í þriðja leikhluta og kemur því ekki meira við sögu. Í vesturbænum hefur ÍR yfir 40-39 í hálfleik gegn KR. 15.3.2007 20:36 Snæfell leiðir í hálfleik Snæfell hefur yfir í hálfleik 43-36 gegn Keflavík í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppninni í Iceland Express deildinni. Justin Shouse er kominn með 11 stig hjá Snæfelli og Hlynur Bæringsson 10. Hjá Keflavík er Sebastian Hermeiner kominn með 10 stig og Tony Harris 10. Nokkur hiti er í leiknum og eru þrír leikmenn í liði Keflavíkur komnir í villuvandræði. 15.3.2007 20:03 Snæfell yfir eftir fyrsta leikhluta Úrslitakeppnin í Iceland Express deildinni er hafin. Snæfell hefur yfir 19-17 gegn Keflvíkingum efir fyrsta leikhlutann í leik liðanna í Stykkishólmi. Leikur KR og ÍR er að hefjast í beinni á Sýn. 15.3.2007 19:56 KR - ÍR í beinni á Sýn klukkan 20 Nú styttist í að úrslitakeppni Iceland Express deildarinnar í karlaflokki fari af stað. Flautað verður til leiks hjá Snæfelli og Keflavík nú klukkan 19:15 og klukkan 20 taka KR-ingar á móti ÍR í DHL-Höllinni. Sá leikur verður sýndur beint á Sýn fyrir þá sem ekki hafa tök á því að mæta á völlinn. 15.3.2007 18:55 Chelsea heldur sínu striki Chelsea minnkaði forskot Manchester United niður í sex stig á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld þegar liðið lagði Manchester City 1-0 á útivelli. Það var Frank Lampard sem skoraði sigurmark Chelsea úr vítaspyrnu á 28. mínútu leiksins eftir að brotið var á Salomon Kalou innan teigs. 14.3.2007 22:15 Sjá næstu 50 fréttir
Ívar byrjar fyrir Reading Nú eru að hefjast fimm leikir í ensku úrvalsdeildinni. Ívar Ingimarsson er á sínum stað í byrjunarliði Reading sem tekur á móti Portsmouth, en þar er Brynjar Björn Gunnarsson á bekknum. Heiðar Helguson er á bekknum hjá Fulham sem sækir Wigan heim og þá hafa Chelsea og Tottenham ákveðið að hvíla lykilmenn sína í dag fyrir slaginn í bikarnum á mánudaginn. 17.3.2007 14:55
Grindvíkingar höfðu sigur í Fjósinu Grindvíkingar gerðu sér lítið fyrir og lögðu Skallagrím í Borgarnesi í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni Iceland Express deildarinnar í kvöld. Staðan var jöfn 94-94 eftir venjulegan leiktíma, en gestirnir höfðu betur í framlengingu og höfðu 112-105 sigur í æsilegum leik. Liðin mætast á ný í Grindavík um helgina og þar geta heimamenn tryggt sér sæti í undanúrslitum mótsins. 16.3.2007 21:05
Stjarnan í vænlegri stöðu Stjörnustúlkur færðust skrefi nær fyrsta Íslandsmeistaratitli sínum í átta ár í kvöld þegar liðið vann öruggan sigur á Val 33-20 á útivelli í DHL-deild kvenna. Stjarnan hefur nú fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar og á leik til góða. Þetta var fyrsti sigur Stjörnunnar á Val í vetur. 16.3.2007 20:59
Kiel vann stórsigur á Gummersbach Kiel styrkti stöðu sína á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í kvöld með öruggum útisigri á Íslendingaliði Gummersbach 42-37. Heimamenn voru einfaldlega skrefinu á eftir ógnarsterku liði Kiel allan leikinn, fyrir framan metfjölda áhorfenda í Kölnarena - 19.403 áhorfendur sáu leikinn. 16.3.2007 19:55
Milwaukee - San Antonio á Sýn í kvöld Leikur Milwaukee Bucks og San Antonio Spurs í NBA deildinni frá í gærkvöld verður sýndur á sjónvarpsstöðinni Sýn í kvöld klukkan 0:40. San Antonio var búið að vinna 13 leiki í röð fyrir viðureignina í gærkvöldi. 16.3.2007 19:22
Valur að fá danskan framherja Danski knattspyrnukappinn, Dennis Bo Mortensen á leið til Vals. Mortensen er 26 ára framherji og er samningsbundinn danska úrvalsdeildarliðinu Nordsjælland. Bo Mortensen hefur spilað með dönsku ungmennalandsliðunum, m.a. á móti Íslendingum. Arnar Björnsson greindi frá þessu í kvöldfréttum Stöðvar 2. 16.3.2007 19:17
Mourinho vill halda í Lampard og Terry Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea vill ólmur halda þeim John Terry og Frank Lampard í röðum félagsins þangað til samningur hans rennur út árið 2010, en bresku blöðin hafa mikið ritað um að þeir væru á leið frá Chelsea í sumar. 16.3.2007 18:56
Ferguson og Giggs bestir í febrúar Sir Alex Ferguson og Ryan Giggs hjá Manchester United voru í dag útnefndir knattspyrnustjóri og leikmaður mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni. Þetta er í annað sinn á leiktíðinni sem þeir félagar taka við verðlaununum saman, en þeir urðu einnig fyrir valinu í ágústmánuði. 16.3.2007 18:11
Risaslagur í þýska handboltanum í kvöld Stórleikur Gummersbach og Kiel í þýska handboltanum verður sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn klukkan 18:25 í kvöld. Hér er á ferðinni sannkallaður toppleikur þar sem lærisveinar Alfreðs Gíslasonar sem sitja í fjórða sæti deildarinnar taka á móti efsta liðinu Kiel. 16.3.2007 16:55
Aragones velur hópinn sem mætir Íslendingum Luis Aragones, landsliðsþjálfari Spánverja, hefur ákveðið að halda tryggð við megnið af leikmönnunum sem lögðu Englendinga 1-0 í æfingaleik í síðasta mánuði. Hann hefur nú tilkynnt hóp sinn fyrir leikina gegn Íslendingum og Dönum í undankeppni EM. 16.3.2007 16:33
Ekkert óvænt hjá McClaren Steve McClaren landsliðsþjálfari Englendinga gaf í dag út hvaða leikmenn yrðu í landsliðshópi hans fyrir leikina gegn Ísrael og Andorra í undankeppni EM. Joey Barton, Gareth Barry og Shaun Wright-Phillips detta út úr hópnum sem tapaði síðast fyrir Spánverjum í æfingaleik. 16.3.2007 16:21
Tímabilið búið hjá Walcott Framherjinn ungi Theo Walcott hjá Arsenal verður líklega ekkert meira með liðinu í vor. Hann þarf að fara í uppskurð á öxl, en hafði verið beðinn um að fresta honum vegna mikilla meiðsla í herbúðum liðsins. Walcott, sem er 18 ára í dag, segir meiðslin hafa versnað undanfarnar vikur og ekki sé hægt að fresta aðgerðinni lengur. 16.3.2007 14:30
Þorvaldur Árni sigraði Gæðingafimina í Meistaradeild VÍS Það var Þorvaldur Árni og Rökkvi sem sigruðu Gæðingafimina í Meistaradeild VÍS nú í kvöld eftir harða keppni við Sigurð Sigurðarson og Viðar Ingólfsson. Viðar var efstur eftir forkeppnina á honum Tuma sínum og bjóst fólk við því að hann myndi sigra eftir úrslitin en Þorvaldur kom sterkur inn í úrslitin á Rökkva frá Hálauksstöðum og afgreiddi þetta með stæl. 16.3.2007 14:27
Tottenham mætir Evrópumeisturunum Í dag var dregið um hvaða lið mætast í 8-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða. Tottenham mætir Evrópumeisturum Sevilla frá Spáni og Grétar Rafn Steinsson og félagar í AZ Alkmaar fá erfitt verkefni þegar þeir mæta Werder Bremen. 16.3.2007 13:10
Birgir Leifur áfram í Kína Birgir Leifur Hafþórsson lék í morgun á tveimur höggum undir pari á TCL-mótinu á Hainan eyju í Kína. Birgir er í 37-54. sæti á 6 höggum undir pari og heldur áfram keppni tvo næstu dagana. Birgir Leifur fékk 3 fugla og einn skolla á hringnum í morgun. Tælendingurinn Chapchai Nirat hefur örugga forystu, er á 17 höggum undir pari og er 6 höggum á undan 5 kylfingum sem eru jafnir í 2-6. sæti. 16.3.2007 11:37
Enn tapar Lakers 3 leikir voru í NBA körfuboltanum í gærkvöldi. Los Angeles Lakers steinlá fyrir Denver Nuggets113-86. Þetta var 7. tapleikur Lakers í röð og í 1. sinn á 16 ára þjálfaraferli sem Phil Jackson upplifir það að lið hans tapi 7 í röð. Linas Kleiza var stigahæstur hjá Nuggets með 29 stig sem er það mesta sem hann hefur skorað á ferlinum. Kobe Bryant var stigahæstur hjá Lakers með 25 stig. 13 leikja sigurhrinu San Antonio Spurs lauk í gærkvöldi í Bradley Center í Milwaukee. Milwaukee vann 101-90. Daginn fyrir leikinn rak Milwaukee þjálfarann, Larry Stotts, og aðstoðarþjálfarinn, Larry Krystkowiak, tók við liðinu. Miami Heat vann 8da leikinn í röð í gærkvöldi, sigraði New Jersey 93-86. Shaquille O´Neal skoraði 19 stig fyrir Miami þar af 17 í seinni hálfleik. 16.3.2007 08:54
Framlengt í Fjósinu Leikur Skallagríms og Grindavíkur í Fjósinu í Borgarnesi ætlar að verða sögulegur. Staðan var jöfn að loknum venjulegum leiktíma 94-94 og því þarf að framlengja. Þetta er fyrsti leikur liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. 16.3.2007 20:46
Grindvíkingar yfir í hálfleik Grindavík hefur yfir 59-54 gegn Skallagrími þegar flautað hefur verið til hálfleiks í fyrstu viðureign liðanna í 8-liða úrslitum Iceland Express deildarinnar. Leikurinn fer fram í Borgarnesi og hefur verið mjög fjörugur. Heimamenn náðu mest um 10 stiga forskoti í fyrri hálfleiknum, en gestirnir eru í miklu stuði. Páll Axel Vilbergsson er kominn með 16 stig hjá Grindavík og nafni hans Kristinsson 15 stig og hefur hitt úr öllum 7 skotum sínum. 16.3.2007 20:04
Kiel leiðir 23-17 í hálfleik Topplið Kiel hefur 23-17 forystu gegn Gummersbach í einvígi liðanna í þýska handboltanum þegar flautað hefur verið til leikhlés. Leikurinn er sýndur beint á Sýn og hefur verið mjög fjörugur og skemmtilegur. Róbert Gunnarsson er kominn með 6 mörk hjá Gummersbach og Guðjón Valur er með 4 mörk. 16.3.2007 19:09
Steinar Arason: Það er hlutverk mitt að taka þessi skot Það var ekki síst fyrir óvæntan stórleik Steinars Arasonar að ÍR náði að stela sigrinum á KR á útivelli í kvöld, en hann skoraði 20 stig í leiknum og nýtti 5 af 7 þriggja stiga skotum sínum. 15.3.2007 22:34
Við ætluðum að vinna annan leikinn hvort sem er Benedikt Guðmundsson þjálfari KR var að vonum ekki sáttur við niðurstöðuna í kvöld þegar hans menn lágu fyrir ÍR í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Iceland Express deildarinnar. Hann sagði sóknarleikinn hafa fellt sína menn í kvöld. 15.3.2007 22:22
Frækinn sigur AZ á Newcastle AZ Alkmaar vann í kvöld góðan 2-0 sigur á Newcastle í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða og sendu þar með enska liðið úr keppni þrátt fyrir 4-2 tap í fyrri leiknum á Englandi. Grétar Rafn Steinsson var á sínum stað í vörninni hjá hollenska liðinu sem er greinilega til alls líklegt í keppninni. Shota Arveladze og Danny Koevermans skoruðu mörk AZ í kvöld, en liðið hefði vel geta unnið stærri sigur. 15.3.2007 22:12
ÍR komið í vænlega stöðu ÍR-ingar gerðu sér lítið fyrir og lögðu KR 73-65 í vesturbænum í kvöld í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Iceland Express deildarinnar í körfubolta. Sóknarleikur beggja liða var frekar slakur í kvöld enda baráttan gríðarleg, en það voru Breiðhyltingar sem höfðu betur og geta nú klárað einvígið í Seljaskóla á laugardaginn. 15.3.2007 21:41
Snæfell lagði Keflavík Snæfell lagði Keflavík 84-67 í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Iceland Express deildarinnar í Stykkishólmi í kvöld eftir að hafa verið yfir 43-36 í hálfleik. Heimamenn höfðu yfir lengst af í leiknum og segja má að sigur þeirra hafi verið nokkuð öruggur. Þeirra bíður engu að síður erfitt verkefni í Keflavík þegar liðin mætast öðru sinni um helgina, en sá leikur verður sýndur beint á Sýn. 15.3.2007 20:47
Ummæli Phil Jackson kostuðu 7 milljónir Phil Jackson þjálfari LA Lakers í NBA deildinni var í dag sektaður um 3,5 milljónir króna fyrir ummæli sín síðasta fimmtudag, þegar hann sagði forráðamenn deildarinnar vera á nornaveiðum. Hann lét þessi orð falla eftir að aganefnd deildarinnar rannsakaði meint brot Kobe Bryant hjá Lakers í þriðja sinn á stuttum tíma. Þá var félagið einnig sektað um sömu upphæð og því kostuðu ummælin alls um 7 milljónir króna. 15.3.2007 20:10
Hæ krakkar, notið eiturlyf Miðherjinn Scot Pollard hjá Cleveland Cavaliers er ekki vinsælasti maðurinn í Ohio um þessar mundir eftir misheppnað grín hans í beinni útsendingu sjónvarps á sunnudaginn. 15.3.2007 19:36
Wenger þarf enn að svara til saka Arsene Wenger hefur nú enn á ný verið kallaður inn á teppi hjá enska knattspyrnusambandinu. Wenger hefur verið kærður fyrir ósæmilega framkomu eftir úrslitaleikinn í deildarbikarnum gegn Chelsea á dögunum og hefur frest til 30. mars til að svara fyrir sig. Wenger kallaði aðstoðardómarann í leiknum lygara og sagði agareglur knattspyrnusambandsins óheiðarlegar. 15.3.2007 18:30
Johnson vill ljúka ferlinum hjá Everton Framherjinn Andy Johnson segir ekkert til í þeim orðrómi sem gengið hefur í bresku blöðunum undanfarið sem sagði hann þjást af heimþrá. Johnson segir að ef hann gæti skrifað undir ævilangan samning við Everton ef það stæði til boða. 15.3.2007 18:15
Hlynur Bærings: Keflvíkingar eru alltaf erfiðir Hlynur Bæringsson, leikmaður Snæfells, lenti í því tvö ár í röð að tapa fyrir Keflvíkingum í úrslitum Íslandsmótsins. Nú er öldin önnur og menn spá því að Snæfell hafi betur þegar liðin mætast í fyrstu umferð úrslitakeppni Iceland Express deildarinnar. Fyrsti leikurinn er í Stykkishólmi í kvöld. 15.3.2007 16:28
Domenech orðinn þreyttur á Wenger Raymond Domenech landsliðsþjálfari Frakka, segist vera orðinn afar þreyttur á athugasemdum landa síns og kollega Arsene Wenger hjá Arsenal. Wenger sagði í vikunni að það væri franska landsliðinu að kenna að Thierry Henry hafi aldrei náð sér á strik í vetur vegna meiðsla. 15.3.2007 16:11
Navarro gengst við banni sínu David Navarro, leikmaður Valencia á Spáni, ætlar ekki að áfrýja sjö mánaða keppnisbanninum sem hann var settur í af aganefnd Knattspyrnusambands Evrópu eftir slagsmálin sem brutust út eftir leik Valencia og Inter í Meistaradeildinni á dögunum. 15.3.2007 14:33
Robinho hótar að hætta hjá Real Brasilíski framherjinn Robinho hefur nú endanlega fengið sig fullsaddan af því að sitja á tréverkinu hjá Real Madrid og hefur sent forráðamönnum félagsins skýr skilaboð. Leyfið mér að spila eða ég er farinn. 15.3.2007 14:27
Nýr samningur í smíðum fyrir Robben Han Robben, faðir og umboðsmaður Arjen Robben hjá Chelsea, segir að félagið sé að undirbúa nýjan samning handa syni sínum. Hann segir Robben vera ánægðan hjá Chelsea, en bætir því við að hann hefði ekkert á móti því að spila fyrir Barcelona einn daginn. 15.3.2007 14:22
Rijkaard: Áfall að missa af Henry Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona, segir að það hafi verið mikið áfall fyrir félagið í sumar þegar því mistókst að krækja í framherjann Thierry Henry hjá Arsenal. Hann segist bjartsýnn á að Barca nái að halda í þá Ronaldinho og Samuel Eto´o þrátt fyrir þrálátan orðróm um að þeir séu að fara frá félaginu. 15.3.2007 14:14
Hitzfeld framlengir við Bayern Þjálfarinn Ottmar Hitzfeld hefur skrifað undir nýjan samning við Þýskalandsmeistara Bayern Munchen og gildir hann út næstu leiktíð. Hitzfeld samdi fyrir nokkru við félagið út þessa leiktíð eftir að Felix Magath var rekinn, en aldrei stóð til hjá honum að vera lengur hjá félaginu en til vors. 15.3.2007 14:07
Frábær byrjun hjá Birgi Leifi í Kína Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson byrjaði mjög vel á TCL mótinu í Kína í nótt þegar hann lauk fyrsta hringnum á 68 höggum - eða fjórum höggum undir pari. Tælendingurinn Chapchai Nirat setti vallarmet þegar hann spilaði hringinn á 61 höggi. 15.3.2007 14:00
Meistaradeild VÍS í kvöld Nú eru línur aðeins farnar að skýrast í Meistaradeild VÍS. Búnar eru 3 greinar af níu. Efstur í söfnun stiga til meistaratignar er Þorvaldur Árni eftir góðan árangur í öllum fyrstu þremur greinunum. Reikna má með að hann haldi áfram að ná góðum árangri a.m.k. í næstu tveimur greinum, gæðingafimi og fimmgangi og auki jafnvel forskot sitt í stigasöfnuninni. 15.3.2007 11:29
Phoenix skellti Dallas í stórkostlegu einvígi Leikur Dallas Mavericks og Phoenix Suns í NBA deildinni í nótt var réttilega auglýstur sem einvígi tveggja bestu liðanna í deildinni. Leikurinn var stórkostleg skemmtun og réðust úrslitin ekki fyrr en um leið og lokaflautið gall í annari framlengingu. Phoenix hafði betur 129-127 og batt þar með enda á 23 leikja sigurgöngu Dallas á heimavelli. 15.3.2007 05:14
Cleveland vann sjöunda leikinn í röð Tíu leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í nótt. Cleveland vann sjöunda leik sinn í röð þegar liðið skellti Memphis á útivelli og þá tapaði Indiana 11. leiknum í röð. 15.3.2007 04:43
Snæfell yfir eftir þriðja leikhluta Snæfellingar hafa yfir 61-47 gegn Keflavík eftir þrjá leikhluta í viðureign liðanna í Stykkishólmi. Gunnar Einarsson fékk sína fimmtu villu í liði Keflavíkur í þriðja leikhluta og kemur því ekki meira við sögu. Í vesturbænum hefur ÍR yfir 40-39 í hálfleik gegn KR. 15.3.2007 20:36
Snæfell leiðir í hálfleik Snæfell hefur yfir í hálfleik 43-36 gegn Keflavík í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppninni í Iceland Express deildinni. Justin Shouse er kominn með 11 stig hjá Snæfelli og Hlynur Bæringsson 10. Hjá Keflavík er Sebastian Hermeiner kominn með 10 stig og Tony Harris 10. Nokkur hiti er í leiknum og eru þrír leikmenn í liði Keflavíkur komnir í villuvandræði. 15.3.2007 20:03
Snæfell yfir eftir fyrsta leikhluta Úrslitakeppnin í Iceland Express deildinni er hafin. Snæfell hefur yfir 19-17 gegn Keflvíkingum efir fyrsta leikhlutann í leik liðanna í Stykkishólmi. Leikur KR og ÍR er að hefjast í beinni á Sýn. 15.3.2007 19:56
KR - ÍR í beinni á Sýn klukkan 20 Nú styttist í að úrslitakeppni Iceland Express deildarinnar í karlaflokki fari af stað. Flautað verður til leiks hjá Snæfelli og Keflavík nú klukkan 19:15 og klukkan 20 taka KR-ingar á móti ÍR í DHL-Höllinni. Sá leikur verður sýndur beint á Sýn fyrir þá sem ekki hafa tök á því að mæta á völlinn. 15.3.2007 18:55
Chelsea heldur sínu striki Chelsea minnkaði forskot Manchester United niður í sex stig á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld þegar liðið lagði Manchester City 1-0 á útivelli. Það var Frank Lampard sem skoraði sigurmark Chelsea úr vítaspyrnu á 28. mínútu leiksins eftir að brotið var á Salomon Kalou innan teigs. 14.3.2007 22:15
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn