Fleiri fréttir Johnson vill ljúka ferlinum hjá Everton Framherjinn Andy Johnson segir ekkert til í þeim orðrómi sem gengið hefur í bresku blöðunum undanfarið sem sagði hann þjást af heimþrá. Johnson segir að ef hann gæti skrifað undir ævilangan samning við Everton ef það stæði til boða. 15.3.2007 18:15 Hlynur Bærings: Keflvíkingar eru alltaf erfiðir Hlynur Bæringsson, leikmaður Snæfells, lenti í því tvö ár í röð að tapa fyrir Keflvíkingum í úrslitum Íslandsmótsins. Nú er öldin önnur og menn spá því að Snæfell hafi betur þegar liðin mætast í fyrstu umferð úrslitakeppni Iceland Express deildarinnar. Fyrsti leikurinn er í Stykkishólmi í kvöld. 15.3.2007 16:28 Domenech orðinn þreyttur á Wenger Raymond Domenech landsliðsþjálfari Frakka, segist vera orðinn afar þreyttur á athugasemdum landa síns og kollega Arsene Wenger hjá Arsenal. Wenger sagði í vikunni að það væri franska landsliðinu að kenna að Thierry Henry hafi aldrei náð sér á strik í vetur vegna meiðsla. 15.3.2007 16:11 Navarro gengst við banni sínu David Navarro, leikmaður Valencia á Spáni, ætlar ekki að áfrýja sjö mánaða keppnisbanninum sem hann var settur í af aganefnd Knattspyrnusambands Evrópu eftir slagsmálin sem brutust út eftir leik Valencia og Inter í Meistaradeildinni á dögunum. 15.3.2007 14:33 Robinho hótar að hætta hjá Real Brasilíski framherjinn Robinho hefur nú endanlega fengið sig fullsaddan af því að sitja á tréverkinu hjá Real Madrid og hefur sent forráðamönnum félagsins skýr skilaboð. Leyfið mér að spila eða ég er farinn. 15.3.2007 14:27 Nýr samningur í smíðum fyrir Robben Han Robben, faðir og umboðsmaður Arjen Robben hjá Chelsea, segir að félagið sé að undirbúa nýjan samning handa syni sínum. Hann segir Robben vera ánægðan hjá Chelsea, en bætir því við að hann hefði ekkert á móti því að spila fyrir Barcelona einn daginn. 15.3.2007 14:22 Rijkaard: Áfall að missa af Henry Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona, segir að það hafi verið mikið áfall fyrir félagið í sumar þegar því mistókst að krækja í framherjann Thierry Henry hjá Arsenal. Hann segist bjartsýnn á að Barca nái að halda í þá Ronaldinho og Samuel Eto´o þrátt fyrir þrálátan orðróm um að þeir séu að fara frá félaginu. 15.3.2007 14:14 Hitzfeld framlengir við Bayern Þjálfarinn Ottmar Hitzfeld hefur skrifað undir nýjan samning við Þýskalandsmeistara Bayern Munchen og gildir hann út næstu leiktíð. Hitzfeld samdi fyrir nokkru við félagið út þessa leiktíð eftir að Felix Magath var rekinn, en aldrei stóð til hjá honum að vera lengur hjá félaginu en til vors. 15.3.2007 14:07 Frábær byrjun hjá Birgi Leifi í Kína Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson byrjaði mjög vel á TCL mótinu í Kína í nótt þegar hann lauk fyrsta hringnum á 68 höggum - eða fjórum höggum undir pari. Tælendingurinn Chapchai Nirat setti vallarmet þegar hann spilaði hringinn á 61 höggi. 15.3.2007 14:00 Meistaradeild VÍS í kvöld Nú eru línur aðeins farnar að skýrast í Meistaradeild VÍS. Búnar eru 3 greinar af níu. Efstur í söfnun stiga til meistaratignar er Þorvaldur Árni eftir góðan árangur í öllum fyrstu þremur greinunum. Reikna má með að hann haldi áfram að ná góðum árangri a.m.k. í næstu tveimur greinum, gæðingafimi og fimmgangi og auki jafnvel forskot sitt í stigasöfnuninni. 15.3.2007 11:29 Phoenix skellti Dallas í stórkostlegu einvígi Leikur Dallas Mavericks og Phoenix Suns í NBA deildinni í nótt var réttilega auglýstur sem einvígi tveggja bestu liðanna í deildinni. Leikurinn var stórkostleg skemmtun og réðust úrslitin ekki fyrr en um leið og lokaflautið gall í annari framlengingu. Phoenix hafði betur 129-127 og batt þar með enda á 23 leikja sigurgöngu Dallas á heimavelli. 15.3.2007 05:14 Cleveland vann sjöunda leikinn í röð Tíu leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í nótt. Cleveland vann sjöunda leik sinn í röð þegar liðið skellti Memphis á útivelli og þá tapaði Indiana 11. leiknum í röð. 15.3.2007 04:43 Snæfell yfir eftir þriðja leikhluta Snæfellingar hafa yfir 61-47 gegn Keflavík eftir þrjá leikhluta í viðureign liðanna í Stykkishólmi. Gunnar Einarsson fékk sína fimmtu villu í liði Keflavíkur í þriðja leikhluta og kemur því ekki meira við sögu. Í vesturbænum hefur ÍR yfir 40-39 í hálfleik gegn KR. 15.3.2007 20:36 Snæfell leiðir í hálfleik Snæfell hefur yfir í hálfleik 43-36 gegn Keflavík í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppninni í Iceland Express deildinni. Justin Shouse er kominn með 11 stig hjá Snæfelli og Hlynur Bæringsson 10. Hjá Keflavík er Sebastian Hermeiner kominn með 10 stig og Tony Harris 10. Nokkur hiti er í leiknum og eru þrír leikmenn í liði Keflavíkur komnir í villuvandræði. 15.3.2007 20:03 Snæfell yfir eftir fyrsta leikhluta Úrslitakeppnin í Iceland Express deildinni er hafin. Snæfell hefur yfir 19-17 gegn Keflvíkingum efir fyrsta leikhlutann í leik liðanna í Stykkishólmi. Leikur KR og ÍR er að hefjast í beinni á Sýn. 15.3.2007 19:56 KR - ÍR í beinni á Sýn klukkan 20 Nú styttist í að úrslitakeppni Iceland Express deildarinnar í karlaflokki fari af stað. Flautað verður til leiks hjá Snæfelli og Keflavík nú klukkan 19:15 og klukkan 20 taka KR-ingar á móti ÍR í DHL-Höllinni. Sá leikur verður sýndur beint á Sýn fyrir þá sem ekki hafa tök á því að mæta á völlinn. 15.3.2007 18:55 Chelsea heldur sínu striki Chelsea minnkaði forskot Manchester United niður í sex stig á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld þegar liðið lagði Manchester City 1-0 á útivelli. Það var Frank Lampard sem skoraði sigurmark Chelsea úr vítaspyrnu á 28. mínútu leiksins eftir að brotið var á Salomon Kalou innan teigs. 14.3.2007 22:15 Arsenal í þriðja sætið Arsenal skaust í kvöld í þriðja sætið í ensku úrvalsdeildinni með 1-0 sigri á Aston Villa á útivelli. Það var Abou Diaby sem skoraði slysalegt sigurmark gestanna í upphafi leiksins þegar hann stýrði óvart skoti Julio Baptista í netið. Diaby var síðar heppinn að tryggja villa ekki jafntefli þegar Freddie Ljungberg hreinsaði skot hans á eigið mark af marklínunni. 14.3.2007 22:07 Tottenham í 8-liða úrslit Tottenham tryggði sér í kvöld sæti í 8-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða með sigri á portúgalska liðinu Braga á heimavelli 3-2. Heimamenn lentu undir snemma leiks með sjálfsmarki Tom Huddlestone, en hinn magnaði Dimitar Berbatov kom Tottenham í 2-1í hálfleik með frábærum mörkum. Gestirnir náðu að jafna leikinn á 61. mínútu en það var svo Steed Malbranque sem tryggði Tottenham samtals 6-4 sigur með marki á 76. mínútu. 14.3.2007 21:51 Hamar hélt sæti sínu í deildinni Kvennalið Hamars í körfubolta heldur sæti sínu í Iceland Express deildinni í körfubolta eftir frækinn útisigur á Breiðablik í Smáranum í kvöld 85-57. Þetta var leikur upp á líf og dauða fyrir bæði lið í lokaumferðinni. Liðin urðu jöfn að stigum í neðsta sæti deildarinnar, en Hamarsliðið heldur sæti sínu á betri árangri í innbyrðisviðureignum liðanna. 14.3.2007 21:37 Arnór með sjö mörk í stórsigri FCK Arnór Atlason skoraði 7 mörk í kvöld þegar lið hans FCK vann stórsigur á Arhus 38-28. Gísli Kristjánsson skoraði eitt mark fyrir FCK og Sturla Ásgeirsson skoraði 1 mark fyrir Arhus. FCK er í efsta sæti deildarinnar en Arhus í því fimmta. 14.3.2007 21:22 Tottenham í góðum málum Tottenham hefur yfir 2-1 í hálfleik gegn Braga þegar flautað hefur verið til hálfleiks í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða. Leikurinn er sýndur beint á Sýn og hefur enska liðið haft algjöra yfirburði og er yfir 5-3 samanlagt. Sjálfsmark Tom Huddlestone kom Braga yfir en hinn magnaði Dimitar Berbatov hefur síðan skorað tvö lagleg mörk og komið Tottenham yfir. 14.3.2007 21:01 Chelsea og Arsenal yfir í hálfleik Nú er kominn hálfleikur í viðureignunum tveimur sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni. Arsenal er yfir 1-0 á útivelli gegn Aston Villa þar sem Abu Diaby skoraði slysalegt mark í upphafi leiks. Chelsea hefur yfir 1-0 gegn Man City á útivelli þar sem Frank Lampard ellefta mark sitt á leiktíðinni úr vítaspyrnu eftir að Micah Richards felldi Salomon Kalou í teignum. 14.3.2007 20:55 Milwaukee rekur þjálfarann Terry Stotts var í kvöld rekinn úr starfi sínu sem þjálfari NBA liðsins Milwaukee Bucks. Liðinu hefur gengið afleitlega í vetur og er það í neðsta sæti miðdeildarinnar með 23 sigra og 41 tap. Ekki hefur verið tilkynnt hver tekur við starfinu út leiktíðina. 14.3.2007 20:41 Terry kominn í lið Chelsea á ný Fyrirliðinn John Terry er kominn í lið Englandsmeistara Chelsea á ný og er í byrjunarliðinu í kvöld þegar liðið mætir Manchester City. Terry fékk spark í höfuðið í úrslitaleik deildarbikarsins á dögunum og hefur verið frá keppni síðan. Þá fer Arsenal í heimsókn til Birmingham þar sem liðið mætir Aston Villa. 14.3.2007 19:42 Platini leggur fram umdeildar tillögur Michel Platini, forseti evrópska knattspyrnusambandsins, lagði í dag fram tillögur sínar um breytingar á keppnisfyrirkomulagi í Meistaradeild Evrópu. Platini kynnti þessar tillögur áður en hann bauð sig fram til forseta fyrir nokkrum vikum og voru þær harðlega gagnrýndar af forráðamönnum stærstu knattspyrnudeilda Evrópu. 14.3.2007 18:54 Ronaldinho orðaður við AC Milan Mikið er nú slúðrað um framtíð Brasilíumannsins Ronaldinho hjá Barcelona í spænskum og ítölskum fjölmiðlum. Corriere dello Sport greindi frá því í dag að AC Milan væri að undirbúa tilboð í kappann eftir að bróðir hans og umboðsmaður sást snæða kvöldverð með framkvæmdastjóra ítalska félagsins. 14.3.2007 18:39 Memphis - Cleveland í beinni í kvöld Leikur Memphis Grizzlies og Cleveland Cavaliers verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Fjölvarpinu í kvöld. Cleveland stefnir að því að vinna sjöunda leikinn í röð í vetur, en svo gæti farið að það þyrfti að vera án LeBron James annan leikinn í röð vegna bakmeiðsla kappans. Leikurinn hefst klukkan 12 á miðnætti. 14.3.2007 18:31 Ég hata ekki homma í alvörunni Fyrrum körfuboltamaðurinn Tim Hardaway vill ólmur laga ímynd sína eftir að hann sagðist hata homma í útvarpsviðtali í síðasta mánuði. Ummæli Hardaway rötuðu á síður allra helstu fjölmiðla heimsins og í kjölfarið hefur hann átt erfitt uppdráttar á opinberum vettvangi. 14.3.2007 18:09 Eigendur Liverpool vilja stækka Stanley Park Tom Hicks og George Gillett, eigendur enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, hafa stöðvað undirbúningsvinnu vegna Stanley Park vallarins sem ætlað er að verða nýr heimavöllur Liverpool árið 2009. Völlurinn átti að taka 60.000 manns í sæti, en Bandaríkjamennirnir vilja nú kanna möguleika á að hafa hann enn stærri. 14.3.2007 16:40 Valur Ingimundarson: Við viljum fá pressuna á okkur Úrslitakeppnin í Iceland Express deildinni í körfubolta hefst með látum annað kvöld. Þar mætast meðal annars Skallagrímur og Grindavík í fyrstu umferðinni líkt og á síðustu leiktíð. Valur Ingimundarsson, þjálfari Skallagríms, segir allt annað uppi á teningnum hjá liðinu í ár en í fyrra. 14.3.2007 16:04 Tottenham - Braga í beinni á Sýn í kvöld Síðari leikur Tottenham og Braga í 16-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða verður sýndur beint á Sýn í kvöld klukkan 20:05. Enska liðið vann fyrri leikinn í Portúgal 3-2 og er því í ágætri stöðu fyrir þann síðari, en mikil meiðsli eru í herbúðum heimamanna. 14.3.2007 15:52 Alan Smith: Ég fer hvergi Framherjinn Alan Smith hjá Manchester United segist alls ekki ætla að fara frá félaginu sem lánsmaður og er staðráðinn í að vinna sér sæti í liðinu á ný eftir erfið meiðsli. 14.3.2007 15:29 Skilnaður Abramovich hefur ekki áhrif á Chelsea Roman Abramovich og fyrrverandi kona hans hafa gefið út sérstaka fréttatilkynningu þar sem fram kemur að skilnaður þeirra muni ekki hafa áhrif á rekstur knattspyrnufélagsins Chelsea á nokkurn hátt. 14.3.2007 15:24 Motta: Ég tapaði sjálfstraustinu Brasilíumaðurinn Thiago Motta hjá Barcelona hefur nú beðist afsökunar á því að hafa ekki mætt á æfingu hjá liðinu í síðustu viku og ber því við að hann hafi tapað sjálfstraustinu eftir slakan fyrri leik gegn Liverpool í Meistaradeildinni. 14.3.2007 14:28 Tim Cameron hannar nýtt hjól Maðurinn á bakvið þotumótorshjólið Tim Cameron hefur smíðað nýtt hjól. Hjólið er hið glæsilegasta en þó ekki með þotumótorum. Hjólið er knúið nýja byltingarkennda 120 hestafla Harley Davidsson mótornum sem hefur gert allt vitlaust í Bandaríkjunum. 14.3.2007 14:08 Navarro í sjö mánaða bann fyrir slagsmál Knattspyrnusamband Evrópu tilkynnti í dag að David Navarro hefði verið dæmdur í sjö mánaða keppnisbann eftir ofbeldisfulla tilburði hans á leik Valencia og Inter í Meistaradeildinni á dögunum. Sambandið hefur óskað þess að bannið nái yfir allar keppnir. Hann var einn sex leikmanna sem fá keppnisbann fyrir slagsmálin og verða bæði lið auk þess sektuð um rúmlega 100 þúsund pund. 14.3.2007 13:56 Silvestre úr leik Franski varnarmaðurinn Mikael Silvestre hjá Manchester United verður ekki meira með liði sínu á leiktíðinni. Silvestre fór úr axlarlið í leiknum gegn Lille í Meistaradeildinni á dögunum og fyrstu spár reiknuðu með því að hann næði sér eftir nokkrar vikur, en í ljós kom að meiðslin eru mikið alvarlegri en talið var í fyrstu. Hann byrjar ekki að æfa með liðinu fyrr en eftir þrjá mánuði. 14.3.2007 13:45 Ísland vann Kína 4-1 í Portúgal Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu sigraði Kínverja 4:1 í Portúgal í morgun. Leikið var um níunda sætið í Algarve bikarnum. Mörk Íslands skoruðu Dóra María Lárusdóttir og Greta Mjöll Samúelsdóttir, eitt mark hvor og Margrét Lára Viðarsdóttir, sem skoraði seinni mörkin tvö áður en Kínverjar náðu að svara með einu marki í leikslok. Danir og Bandaríkjamenn leika til úrslita í mótinu síðar í dag og Svíar og Frakkar um þriðja sætið. 14.3.2007 12:45 Travis Pastrana fimmti í P-WRC Travis Pastrana er sko sannarlega með bensín í blóðinu. Það sannaðist þegar nýliðin varð fimmti í heildina í P-WRC ( Production World Rally Championship). 14.3.2007 11:36 Þrettán sigrar í röð hjá San Antonio San Antonio hefur tekið við af grönnum sínum í Dallas sem heitasta liðið í NBA deildinni, en í nótt vann liðið þrettánda leikinn í röð þegar það skellti LA Clippers 93-84 á heimavelli sínum. Þá vann Miami þrettánda heimaleik sinn í röð þegar það skellti Utah eftir að hafa verið 17 stigum undir í síðari hálfleik. 14.3.2007 03:45 Beckham þakkaði fyrir sig á Old Trafford David Beckham gat ekki spilaði í hátíðarleiknum sem háður var á Old Trafford í gærkvöldi, en hann kom óvænt fram á völlinn í hálfleik og hélt ræðu þar sem hann þakkaði stuðningsmönnum United fyrir stuðninginn í gegn um árin. Hann sagði tíma sinn hjá United hafa verið þann besta í lífi sínu. 14.3.2007 03:28 Vidic og Ferdinand klárir í slaginn Varnarmennirnir Nemanja Vidic og Rio Ferdinand verða báðir með liði Manchester United á laugardaginn þegar liðið mætir Bolton í ensku úrvalsdeildinni. Báðir höfðu verið tæpir vegna meiðsla, en Alex Ferguson hefur nú staðfest að þeir séu heilir. 14.3.2007 03:13 Þýska úrvalsdeildin í samstarf við MLS Forráðamenn þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu undirrituðu í dag umfangsmikinn samstarfssamning við kollega sína í bandarísku MLS deildinni. Samningurinn nær yfir allt frá leikmannamálum til markaðsmála og voru talsmenn beggja aðila bjartsýnir á að samstarfið eigi eftir að skila góðum ávöxtum í framtíðinni. 14.3.2007 02:56 Bridge undir hnífinn Varnarmaðurinn Wayne Bridge hjá Chelsea þarf að gangast undir lítinn hnéuppskurð og verður frá keppni í að minnsta kosti þrjár vikur. Bridge hefur fundið til í hnénu lengi og því var ákveðið að hann færi undir hnífinn sem fyrst. Læknir Chelsea segir aðgerðina svipaða og þá sem Damien Duff fór í þegar hann lék með liðinu á sínum tíma og hann hafi verið orðinn góður eftir um þrjár vikur. 14.3.2007 02:50 Sjá næstu 50 fréttir
Johnson vill ljúka ferlinum hjá Everton Framherjinn Andy Johnson segir ekkert til í þeim orðrómi sem gengið hefur í bresku blöðunum undanfarið sem sagði hann þjást af heimþrá. Johnson segir að ef hann gæti skrifað undir ævilangan samning við Everton ef það stæði til boða. 15.3.2007 18:15
Hlynur Bærings: Keflvíkingar eru alltaf erfiðir Hlynur Bæringsson, leikmaður Snæfells, lenti í því tvö ár í röð að tapa fyrir Keflvíkingum í úrslitum Íslandsmótsins. Nú er öldin önnur og menn spá því að Snæfell hafi betur þegar liðin mætast í fyrstu umferð úrslitakeppni Iceland Express deildarinnar. Fyrsti leikurinn er í Stykkishólmi í kvöld. 15.3.2007 16:28
Domenech orðinn þreyttur á Wenger Raymond Domenech landsliðsþjálfari Frakka, segist vera orðinn afar þreyttur á athugasemdum landa síns og kollega Arsene Wenger hjá Arsenal. Wenger sagði í vikunni að það væri franska landsliðinu að kenna að Thierry Henry hafi aldrei náð sér á strik í vetur vegna meiðsla. 15.3.2007 16:11
Navarro gengst við banni sínu David Navarro, leikmaður Valencia á Spáni, ætlar ekki að áfrýja sjö mánaða keppnisbanninum sem hann var settur í af aganefnd Knattspyrnusambands Evrópu eftir slagsmálin sem brutust út eftir leik Valencia og Inter í Meistaradeildinni á dögunum. 15.3.2007 14:33
Robinho hótar að hætta hjá Real Brasilíski framherjinn Robinho hefur nú endanlega fengið sig fullsaddan af því að sitja á tréverkinu hjá Real Madrid og hefur sent forráðamönnum félagsins skýr skilaboð. Leyfið mér að spila eða ég er farinn. 15.3.2007 14:27
Nýr samningur í smíðum fyrir Robben Han Robben, faðir og umboðsmaður Arjen Robben hjá Chelsea, segir að félagið sé að undirbúa nýjan samning handa syni sínum. Hann segir Robben vera ánægðan hjá Chelsea, en bætir því við að hann hefði ekkert á móti því að spila fyrir Barcelona einn daginn. 15.3.2007 14:22
Rijkaard: Áfall að missa af Henry Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona, segir að það hafi verið mikið áfall fyrir félagið í sumar þegar því mistókst að krækja í framherjann Thierry Henry hjá Arsenal. Hann segist bjartsýnn á að Barca nái að halda í þá Ronaldinho og Samuel Eto´o þrátt fyrir þrálátan orðróm um að þeir séu að fara frá félaginu. 15.3.2007 14:14
Hitzfeld framlengir við Bayern Þjálfarinn Ottmar Hitzfeld hefur skrifað undir nýjan samning við Þýskalandsmeistara Bayern Munchen og gildir hann út næstu leiktíð. Hitzfeld samdi fyrir nokkru við félagið út þessa leiktíð eftir að Felix Magath var rekinn, en aldrei stóð til hjá honum að vera lengur hjá félaginu en til vors. 15.3.2007 14:07
Frábær byrjun hjá Birgi Leifi í Kína Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson byrjaði mjög vel á TCL mótinu í Kína í nótt þegar hann lauk fyrsta hringnum á 68 höggum - eða fjórum höggum undir pari. Tælendingurinn Chapchai Nirat setti vallarmet þegar hann spilaði hringinn á 61 höggi. 15.3.2007 14:00
Meistaradeild VÍS í kvöld Nú eru línur aðeins farnar að skýrast í Meistaradeild VÍS. Búnar eru 3 greinar af níu. Efstur í söfnun stiga til meistaratignar er Þorvaldur Árni eftir góðan árangur í öllum fyrstu þremur greinunum. Reikna má með að hann haldi áfram að ná góðum árangri a.m.k. í næstu tveimur greinum, gæðingafimi og fimmgangi og auki jafnvel forskot sitt í stigasöfnuninni. 15.3.2007 11:29
Phoenix skellti Dallas í stórkostlegu einvígi Leikur Dallas Mavericks og Phoenix Suns í NBA deildinni í nótt var réttilega auglýstur sem einvígi tveggja bestu liðanna í deildinni. Leikurinn var stórkostleg skemmtun og réðust úrslitin ekki fyrr en um leið og lokaflautið gall í annari framlengingu. Phoenix hafði betur 129-127 og batt þar með enda á 23 leikja sigurgöngu Dallas á heimavelli. 15.3.2007 05:14
Cleveland vann sjöunda leikinn í röð Tíu leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í nótt. Cleveland vann sjöunda leik sinn í röð þegar liðið skellti Memphis á útivelli og þá tapaði Indiana 11. leiknum í röð. 15.3.2007 04:43
Snæfell yfir eftir þriðja leikhluta Snæfellingar hafa yfir 61-47 gegn Keflavík eftir þrjá leikhluta í viðureign liðanna í Stykkishólmi. Gunnar Einarsson fékk sína fimmtu villu í liði Keflavíkur í þriðja leikhluta og kemur því ekki meira við sögu. Í vesturbænum hefur ÍR yfir 40-39 í hálfleik gegn KR. 15.3.2007 20:36
Snæfell leiðir í hálfleik Snæfell hefur yfir í hálfleik 43-36 gegn Keflavík í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppninni í Iceland Express deildinni. Justin Shouse er kominn með 11 stig hjá Snæfelli og Hlynur Bæringsson 10. Hjá Keflavík er Sebastian Hermeiner kominn með 10 stig og Tony Harris 10. Nokkur hiti er í leiknum og eru þrír leikmenn í liði Keflavíkur komnir í villuvandræði. 15.3.2007 20:03
Snæfell yfir eftir fyrsta leikhluta Úrslitakeppnin í Iceland Express deildinni er hafin. Snæfell hefur yfir 19-17 gegn Keflvíkingum efir fyrsta leikhlutann í leik liðanna í Stykkishólmi. Leikur KR og ÍR er að hefjast í beinni á Sýn. 15.3.2007 19:56
KR - ÍR í beinni á Sýn klukkan 20 Nú styttist í að úrslitakeppni Iceland Express deildarinnar í karlaflokki fari af stað. Flautað verður til leiks hjá Snæfelli og Keflavík nú klukkan 19:15 og klukkan 20 taka KR-ingar á móti ÍR í DHL-Höllinni. Sá leikur verður sýndur beint á Sýn fyrir þá sem ekki hafa tök á því að mæta á völlinn. 15.3.2007 18:55
Chelsea heldur sínu striki Chelsea minnkaði forskot Manchester United niður í sex stig á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld þegar liðið lagði Manchester City 1-0 á útivelli. Það var Frank Lampard sem skoraði sigurmark Chelsea úr vítaspyrnu á 28. mínútu leiksins eftir að brotið var á Salomon Kalou innan teigs. 14.3.2007 22:15
Arsenal í þriðja sætið Arsenal skaust í kvöld í þriðja sætið í ensku úrvalsdeildinni með 1-0 sigri á Aston Villa á útivelli. Það var Abou Diaby sem skoraði slysalegt sigurmark gestanna í upphafi leiksins þegar hann stýrði óvart skoti Julio Baptista í netið. Diaby var síðar heppinn að tryggja villa ekki jafntefli þegar Freddie Ljungberg hreinsaði skot hans á eigið mark af marklínunni. 14.3.2007 22:07
Tottenham í 8-liða úrslit Tottenham tryggði sér í kvöld sæti í 8-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða með sigri á portúgalska liðinu Braga á heimavelli 3-2. Heimamenn lentu undir snemma leiks með sjálfsmarki Tom Huddlestone, en hinn magnaði Dimitar Berbatov kom Tottenham í 2-1í hálfleik með frábærum mörkum. Gestirnir náðu að jafna leikinn á 61. mínútu en það var svo Steed Malbranque sem tryggði Tottenham samtals 6-4 sigur með marki á 76. mínútu. 14.3.2007 21:51
Hamar hélt sæti sínu í deildinni Kvennalið Hamars í körfubolta heldur sæti sínu í Iceland Express deildinni í körfubolta eftir frækinn útisigur á Breiðablik í Smáranum í kvöld 85-57. Þetta var leikur upp á líf og dauða fyrir bæði lið í lokaumferðinni. Liðin urðu jöfn að stigum í neðsta sæti deildarinnar, en Hamarsliðið heldur sæti sínu á betri árangri í innbyrðisviðureignum liðanna. 14.3.2007 21:37
Arnór með sjö mörk í stórsigri FCK Arnór Atlason skoraði 7 mörk í kvöld þegar lið hans FCK vann stórsigur á Arhus 38-28. Gísli Kristjánsson skoraði eitt mark fyrir FCK og Sturla Ásgeirsson skoraði 1 mark fyrir Arhus. FCK er í efsta sæti deildarinnar en Arhus í því fimmta. 14.3.2007 21:22
Tottenham í góðum málum Tottenham hefur yfir 2-1 í hálfleik gegn Braga þegar flautað hefur verið til hálfleiks í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða. Leikurinn er sýndur beint á Sýn og hefur enska liðið haft algjöra yfirburði og er yfir 5-3 samanlagt. Sjálfsmark Tom Huddlestone kom Braga yfir en hinn magnaði Dimitar Berbatov hefur síðan skorað tvö lagleg mörk og komið Tottenham yfir. 14.3.2007 21:01
Chelsea og Arsenal yfir í hálfleik Nú er kominn hálfleikur í viðureignunum tveimur sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni. Arsenal er yfir 1-0 á útivelli gegn Aston Villa þar sem Abu Diaby skoraði slysalegt mark í upphafi leiks. Chelsea hefur yfir 1-0 gegn Man City á útivelli þar sem Frank Lampard ellefta mark sitt á leiktíðinni úr vítaspyrnu eftir að Micah Richards felldi Salomon Kalou í teignum. 14.3.2007 20:55
Milwaukee rekur þjálfarann Terry Stotts var í kvöld rekinn úr starfi sínu sem þjálfari NBA liðsins Milwaukee Bucks. Liðinu hefur gengið afleitlega í vetur og er það í neðsta sæti miðdeildarinnar með 23 sigra og 41 tap. Ekki hefur verið tilkynnt hver tekur við starfinu út leiktíðina. 14.3.2007 20:41
Terry kominn í lið Chelsea á ný Fyrirliðinn John Terry er kominn í lið Englandsmeistara Chelsea á ný og er í byrjunarliðinu í kvöld þegar liðið mætir Manchester City. Terry fékk spark í höfuðið í úrslitaleik deildarbikarsins á dögunum og hefur verið frá keppni síðan. Þá fer Arsenal í heimsókn til Birmingham þar sem liðið mætir Aston Villa. 14.3.2007 19:42
Platini leggur fram umdeildar tillögur Michel Platini, forseti evrópska knattspyrnusambandsins, lagði í dag fram tillögur sínar um breytingar á keppnisfyrirkomulagi í Meistaradeild Evrópu. Platini kynnti þessar tillögur áður en hann bauð sig fram til forseta fyrir nokkrum vikum og voru þær harðlega gagnrýndar af forráðamönnum stærstu knattspyrnudeilda Evrópu. 14.3.2007 18:54
Ronaldinho orðaður við AC Milan Mikið er nú slúðrað um framtíð Brasilíumannsins Ronaldinho hjá Barcelona í spænskum og ítölskum fjölmiðlum. Corriere dello Sport greindi frá því í dag að AC Milan væri að undirbúa tilboð í kappann eftir að bróðir hans og umboðsmaður sást snæða kvöldverð með framkvæmdastjóra ítalska félagsins. 14.3.2007 18:39
Memphis - Cleveland í beinni í kvöld Leikur Memphis Grizzlies og Cleveland Cavaliers verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Fjölvarpinu í kvöld. Cleveland stefnir að því að vinna sjöunda leikinn í röð í vetur, en svo gæti farið að það þyrfti að vera án LeBron James annan leikinn í röð vegna bakmeiðsla kappans. Leikurinn hefst klukkan 12 á miðnætti. 14.3.2007 18:31
Ég hata ekki homma í alvörunni Fyrrum körfuboltamaðurinn Tim Hardaway vill ólmur laga ímynd sína eftir að hann sagðist hata homma í útvarpsviðtali í síðasta mánuði. Ummæli Hardaway rötuðu á síður allra helstu fjölmiðla heimsins og í kjölfarið hefur hann átt erfitt uppdráttar á opinberum vettvangi. 14.3.2007 18:09
Eigendur Liverpool vilja stækka Stanley Park Tom Hicks og George Gillett, eigendur enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, hafa stöðvað undirbúningsvinnu vegna Stanley Park vallarins sem ætlað er að verða nýr heimavöllur Liverpool árið 2009. Völlurinn átti að taka 60.000 manns í sæti, en Bandaríkjamennirnir vilja nú kanna möguleika á að hafa hann enn stærri. 14.3.2007 16:40
Valur Ingimundarson: Við viljum fá pressuna á okkur Úrslitakeppnin í Iceland Express deildinni í körfubolta hefst með látum annað kvöld. Þar mætast meðal annars Skallagrímur og Grindavík í fyrstu umferðinni líkt og á síðustu leiktíð. Valur Ingimundarsson, þjálfari Skallagríms, segir allt annað uppi á teningnum hjá liðinu í ár en í fyrra. 14.3.2007 16:04
Tottenham - Braga í beinni á Sýn í kvöld Síðari leikur Tottenham og Braga í 16-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða verður sýndur beint á Sýn í kvöld klukkan 20:05. Enska liðið vann fyrri leikinn í Portúgal 3-2 og er því í ágætri stöðu fyrir þann síðari, en mikil meiðsli eru í herbúðum heimamanna. 14.3.2007 15:52
Alan Smith: Ég fer hvergi Framherjinn Alan Smith hjá Manchester United segist alls ekki ætla að fara frá félaginu sem lánsmaður og er staðráðinn í að vinna sér sæti í liðinu á ný eftir erfið meiðsli. 14.3.2007 15:29
Skilnaður Abramovich hefur ekki áhrif á Chelsea Roman Abramovich og fyrrverandi kona hans hafa gefið út sérstaka fréttatilkynningu þar sem fram kemur að skilnaður þeirra muni ekki hafa áhrif á rekstur knattspyrnufélagsins Chelsea á nokkurn hátt. 14.3.2007 15:24
Motta: Ég tapaði sjálfstraustinu Brasilíumaðurinn Thiago Motta hjá Barcelona hefur nú beðist afsökunar á því að hafa ekki mætt á æfingu hjá liðinu í síðustu viku og ber því við að hann hafi tapað sjálfstraustinu eftir slakan fyrri leik gegn Liverpool í Meistaradeildinni. 14.3.2007 14:28
Tim Cameron hannar nýtt hjól Maðurinn á bakvið þotumótorshjólið Tim Cameron hefur smíðað nýtt hjól. Hjólið er hið glæsilegasta en þó ekki með þotumótorum. Hjólið er knúið nýja byltingarkennda 120 hestafla Harley Davidsson mótornum sem hefur gert allt vitlaust í Bandaríkjunum. 14.3.2007 14:08
Navarro í sjö mánaða bann fyrir slagsmál Knattspyrnusamband Evrópu tilkynnti í dag að David Navarro hefði verið dæmdur í sjö mánaða keppnisbann eftir ofbeldisfulla tilburði hans á leik Valencia og Inter í Meistaradeildinni á dögunum. Sambandið hefur óskað þess að bannið nái yfir allar keppnir. Hann var einn sex leikmanna sem fá keppnisbann fyrir slagsmálin og verða bæði lið auk þess sektuð um rúmlega 100 þúsund pund. 14.3.2007 13:56
Silvestre úr leik Franski varnarmaðurinn Mikael Silvestre hjá Manchester United verður ekki meira með liði sínu á leiktíðinni. Silvestre fór úr axlarlið í leiknum gegn Lille í Meistaradeildinni á dögunum og fyrstu spár reiknuðu með því að hann næði sér eftir nokkrar vikur, en í ljós kom að meiðslin eru mikið alvarlegri en talið var í fyrstu. Hann byrjar ekki að æfa með liðinu fyrr en eftir þrjá mánuði. 14.3.2007 13:45
Ísland vann Kína 4-1 í Portúgal Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu sigraði Kínverja 4:1 í Portúgal í morgun. Leikið var um níunda sætið í Algarve bikarnum. Mörk Íslands skoruðu Dóra María Lárusdóttir og Greta Mjöll Samúelsdóttir, eitt mark hvor og Margrét Lára Viðarsdóttir, sem skoraði seinni mörkin tvö áður en Kínverjar náðu að svara með einu marki í leikslok. Danir og Bandaríkjamenn leika til úrslita í mótinu síðar í dag og Svíar og Frakkar um þriðja sætið. 14.3.2007 12:45
Travis Pastrana fimmti í P-WRC Travis Pastrana er sko sannarlega með bensín í blóðinu. Það sannaðist þegar nýliðin varð fimmti í heildina í P-WRC ( Production World Rally Championship). 14.3.2007 11:36
Þrettán sigrar í röð hjá San Antonio San Antonio hefur tekið við af grönnum sínum í Dallas sem heitasta liðið í NBA deildinni, en í nótt vann liðið þrettánda leikinn í röð þegar það skellti LA Clippers 93-84 á heimavelli sínum. Þá vann Miami þrettánda heimaleik sinn í röð þegar það skellti Utah eftir að hafa verið 17 stigum undir í síðari hálfleik. 14.3.2007 03:45
Beckham þakkaði fyrir sig á Old Trafford David Beckham gat ekki spilaði í hátíðarleiknum sem háður var á Old Trafford í gærkvöldi, en hann kom óvænt fram á völlinn í hálfleik og hélt ræðu þar sem hann þakkaði stuðningsmönnum United fyrir stuðninginn í gegn um árin. Hann sagði tíma sinn hjá United hafa verið þann besta í lífi sínu. 14.3.2007 03:28
Vidic og Ferdinand klárir í slaginn Varnarmennirnir Nemanja Vidic og Rio Ferdinand verða báðir með liði Manchester United á laugardaginn þegar liðið mætir Bolton í ensku úrvalsdeildinni. Báðir höfðu verið tæpir vegna meiðsla, en Alex Ferguson hefur nú staðfest að þeir séu heilir. 14.3.2007 03:13
Þýska úrvalsdeildin í samstarf við MLS Forráðamenn þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu undirrituðu í dag umfangsmikinn samstarfssamning við kollega sína í bandarísku MLS deildinni. Samningurinn nær yfir allt frá leikmannamálum til markaðsmála og voru talsmenn beggja aðila bjartsýnir á að samstarfið eigi eftir að skila góðum ávöxtum í framtíðinni. 14.3.2007 02:56
Bridge undir hnífinn Varnarmaðurinn Wayne Bridge hjá Chelsea þarf að gangast undir lítinn hnéuppskurð og verður frá keppni í að minnsta kosti þrjár vikur. Bridge hefur fundið til í hnénu lengi og því var ákveðið að hann færi undir hnífinn sem fyrst. Læknir Chelsea segir aðgerðina svipaða og þá sem Damien Duff fór í þegar hann lék með liðinu á sínum tíma og hann hafi verið orðinn góður eftir um þrjár vikur. 14.3.2007 02:50