Golf

Frábær byrjun hjá Birgi Leifi í Kína

Mynd/Eiríkur

Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson byrjaði mjög vel á TCL mótinu í Kína í nótt þegar hann lauk fyrsta hringnum á 68 höggum - eða fjórum höggum undir pari. Tælendingurinn Chapchai Nirat setti vallarmet þegar hann spilaði hringinn á 61 höggi.

Birgir Leifur sagðist í samtali við Kylfing.is vera mjög sáttur við fyrsta hringinn á mótinu og bætti því við að hann hefði ef til vill átt að gera enn betur.

"Þetta var mjög góð byrjun á mótinu, sérstaklega fyrstu níu holurnar. Ég var að koma mér í fullt af færum allan hringinn og gerði engin stór mistök," sagði Birgir meðal annars í spjalli í morgun. Smelltu hér til að lesa viðtalið við Birgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×