Körfubolti

Hamar hélt sæti sínu í deildinni

Hamarsstúlkur fögnuðu ákaft í leikslok í Smáranum í kvöld
Hamarsstúlkur fögnuðu ákaft í leikslok í Smáranum í kvöld MYND/Valgarður

Kvennalið Hamars í körfubolta heldur sæti sínu í Iceland Express deildinni í körfubolta eftir frækinn útisigur á Breiðablik í Smáranum í kvöld 85-57. Þetta var leikur upp á líf og dauða fyrir bæði lið í lokaumferðinni. Liðin urðu jöfn að stigum í neðsta sæti deildarinnar, en Hamarsliðið heldur sæti sínu á betri árangri í innbyrðisviðureignum liðanna.

Latreece Bagley skoraði 30 stig og hirti 16 fráköst fyrir Hamar í kvöld, Dúfa Ásbjörnsdóttir skoraði 15 stig og hirti 7 fráköst, Anne Flesland skoraði 14 stig og hirti 8 fráköst og Hafrún Hálfdánardóttir skoraði 13 stig og hirti 13 fráköst. Victoria Crawford skoraði 29 stig fyrir Breiðablik og Telma Fjalarsdóttir skoraði 15 stig og hirti 20 fráköst.

Íslandsmeistarar Hauka gáfu tóninn fyrir úrslitakeppnina með góðum útisigri á Keflavík 81-79, en liðið var þegar búið að tryggja sér efsta sæti deildarinnar. Grindavík lagði ÍS 84-77 og náði Keflavík að stigum í deildinni.

Lokastaðan í deildinni:

Haukar unnu 19 af 20 leikjum sínum og hlutu 38 stig í efsta sæti, Keflavík varð í öðru sæti með 28 stig, Grindavík í þriðja með 28 stig, ÍS í fjórða með 14 stig, Hamar í fimmta með 6 stig - líkt og Breiðablik - sem er fallið. 

Í úrslitakeppninni mætast: Haukar - ÍS og Keflavík - Grindavík. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×