Fleiri fréttir Baráttan um Texas í beinni á Sýn annað kvöld Það verður sannkallaður stórleikur á dagskrá Sýnar annað kvöld þegar San Antonio tekur á móti Dallas Mavericks í NBA deildinni. Leikurinn hefst klukkan eitt eftir miðnætti, en þarna eru á ferðinni tvö af sterkustu liðum deildarinnar. 4.1.2007 15:55 Le Guen hættur hjá Rangers Paul Le Guen hefur látið af störfum sem þjálfari Rangers í Skotlandi, aðeins sjö mánuðum eftir að hann tók við, en enginn þjálfari hefur verið jafn stutt í starfi í sögu félagsins. 4.1.2007 15:01 Juventus sagt hafa áhuga á Crouch Ítalskir fjölmiðlar greina frá því í dag að stórlið Juventus í B-deildinni hafi áhuga á að kaupa enska landsliðsmanninn Peter Crouch frá Liverpool, hugsanlega til að fylla skarð hins franska David Trezeguet sem vitað er að vilji fara frá Tórínóliðinu. 4.1.2007 14:48 John á leið frá Fulham Enska úrvalsdeildarfélagið Fulham hefur samþykkt kauptilboð frá ónefndu félagi í hollenska framherjann Collins John. Talið er að Watford sé félagið sem um ræðir, en Fulham hefur þegar gengið frá lánssamningi á ítalska framherjanum Vincenzo Montella. 4.1.2007 14:41 Wigan lækkar miðaverð Forráðamenn enska úrvalsdeildarfélagsins Wigan hafa ákveðið að lækka miðaverð á næstu sjö heimaleikjum liðsins til að fá fleira fólk á völlinn. Miðaverð var lækkað niður í 15 pund fyrir leik liðsins gegn Chelsea á dögunum, en aðsókn minnkaði verulega þegar verðið var hækkað á ný. 4.1.2007 14:36 Chambers á enn möguleika á að komast í NFL Spretthlauparinn Dwain Chambers hefur enn ekki gefið upp alla von um að komast að hjá liði í bandarísku ruðningsdeildinni NFL, en hann er í úrtaki 80 evrópskra manna sem hafa tryggt sér sæti í tveggja daga æfingabúðum í Frakklandi í næstu viku. Chambers er fyrrum Evrópumeistari í 100 m hlaupi en keppir væntanlega ekki aftur í hlaupi eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. 4.1.2007 14:31 Montella lánaður til Fulham Enska úrvalsdeildarfélagið Fulham hefur fengið ítalska framherjann Vincenzo Montella að láni í sex mánuði frá Roma á Ítalíu. Montella hefur leikið með Roma síðan árið 1999 og var í meistaraliði liðsins árið 2001. Hann er 32 ára gamall. 4.1.2007 14:23 Undirmannað lið Miami steinlá á heimavelli Meistarar Miami Heat eiga mjög erfitt verkefni fyrir höndum á næstu vikum eftir að liðið tapaði enn einum leiknum í nótt, að þessu sinni gegn LA Clippers á heimavelli 110-95. Liðið var án fimm fastamanna og þjálfarans Pat Riley sem þarf að gangast undir aðgerð á hné og mjöðm. 4.1.2007 05:16 Arenas kláraði Milwaukee Gilbert Arenas lét ekki axlarmeiðsli hafa áhrif á sig í nótt þegar hann skoraði ótrúlega sigurkörfu Washington Wizards í 108-105 sigri liðsins á Milwaukee. Arenas fékk boltann þegar sex sekúndur lifðu leiks og skoraði sigurkörfuna nokkrum metrum fyrir utan þriggja stiga línuna. 4.1.2007 04:45 Eriksson í viðræðum við Marseille Sven-Göran Eriksson, fyrrum landsliðsþjálfari Englendinga, er nú í viðræðum við franska félagið Marseille um að taka við stöðu knattspyrnustjóra næsta sumar. Hann er auk þess í viðræðum við annað félagslið og eitt landslið. 3.1.2007 22:30 Eto´o er ekki til sölu Txiki Beguristain, yfirmaður knattspyrnumála hjá Barcelona, segir að ekki komi til greina að sóknarmaðurinn Samuel Eto´o verði seldur frá félaginu. Eto´o er að jafna sig af hnémeiðslum og hefur verið orðaður við AC Milan. 3.1.2007 21:15 Walker og Posey verða ekki með Miami í nótt Pat Riley, þjálfari Miami Heat, tilkynnti á blaðamannafundi í beinni útsendingu á NBA TV nú í kvöld að hann yrði ekki með liðinu um óákveðinn tíma vegna aðgerða sem hann þarf að gangast undir á hné og mjöðm. Þetta voru ekki einu tíðindin sem Riley tilkynnti á fundinum. 3.1.2007 20:55 Gareth Bale vekur áhuga úrvalsdeildarliða Fréttir frá Englandi í dag herma að Tottenham og Manchester United hafi bæði gert Southampton kauptilboð í 17 ára gamla landsliðsmanninn Gareth Bale frá Wales. Bale er sagður hafa vakið áhuga fjölda stórliða með góðum leik sínum með Southampton og því er í kjölfarið haldið fram að félagið hafi þegar boðið honum framlengingu á samningi sínum til að halda honum lengur. Hann ku metinn á um 7 milljónir punda. 3.1.2007 20:34 Inter hefur áhuga á Gilberto Ítölsku meistararnir Inter Milan eru sagðir hafa mikinn áhuga á að fá brasilíska miðjumanninn Gilberto Silva í sínar raðir. Gilberto er samningsbundinn Arsenal til ársins 2009 og ólíklegt verður að teljast að enska félagið vilji selja brasilíska landsliðsmanninn. 3.1.2007 20:30 Mascherano heimtar að fara frá West Ham Argentínumaðurinn Javier Mascherano vill fara tafarlaust frá enska úrvalsdeildarfélaginu West Ham og sagði í samtali við spænska fjölmiðla að hann myndi staðna ef hann þyrfti að setja mikið lengur á bekknum hjá enska liðinu. 3.1.2007 19:55 Minnesota - San Antonio í beinni í kvöld Sjónvarpsleikur kvöldsins á NBA TV rásinni á Fjölvarpinu er viðureign Minnesota Timberwolves og San Antonio Spurs. Þar eigast við tveir af bestu framherjum deildarinnar síðustu ár, þeir Kevin Garnett og Tim Duncan og hefst leikurinn klukkan 1 eftir miðnætti. 3.1.2007 19:39 Lélegt ef við komumst ekki í milliriðla Snorri Steinn Guðjónsson, leikmaður Minden í Þýskalandi og íslenska landsliðsins, segir að það væri lélegt ef liðið næði ekki í milliriðla á HM í Þýskalandi sem hefst síðar í þessum mánuði. Hann segir jafnframt að það sé mikið áfall fyrir liðið að missa Einar Hólmgeirsson í meiðsli. Rætt var við Snorra í kvöldfréttum Stöðvar 2 og birtist viðtalið hér á Vef TV í kvöld. 3.1.2007 19:24 Riley ætlar að taka sér frí frá þjálfun Pat Riley, þjálfari NBA meistara Miami Heat, þarf að taka sér frí frá þjálfun um óákveðinn tíma til að gangast undir aðgerð á hné og á mjöðm. Chicago Tribune greindi frá þessu í dag. Ron Rothstein aðstoðarþjálfari liðsins mun taka við stjórn liðsins á meðan Riley nær sér, en liðið er nú að fara í sex leikja keppnisferð um vesturströndina. 3.1.2007 18:59 Villarreal hefur áhuga á Saviola Forráðamenn spænska liðsins Villarreal hafa mikinn áhuga á að fá argentínska landsliðsmanninn Javier Saviola í sínar raðir og eru ekki eina liðið sem sýnt hefur leikmanninum áhuga undanfarið. Saviola hefur ekki átt fast sæti í liði Barcelona þrátt fyrir að allir séu sammála um hæfileika hans. 3.1.2007 18:44 Chris Morgan fyrir aganefnd Chris Morgan, fyrirliði Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni, var í dag ákærður vegna atviks sem átti sér stað í sigri Sheffield og Arsenal á dögunum, þegar hann þótti slá til Robin van Persie. Dómari leiksins sá ekki atvikið, en Morgan hefur frest til morguns til að svara fyrir sig í málinu. 3.1.2007 18:06 Ragnar semur við Nimes í Frakklandi Landsliðsmaðurinn Ragnar Óskarsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við franska 1. deildarliðið Nimes og gengur í raðir liðsins frá Ivry þar í landi. Ragnar er 28 ára gamall og hefur leikið erlendis sem atvinnumaður frá því um aldamótin. 3.1.2007 17:25 Beckham að samningaborði í næstu viku Breska sjónvarpið greinir frá því í dag að David Beckham muni í næstu viku ganga að samningaborðinu hjá Real Madrid þar sem nýr tveggja ára samningur verði ræddur. Gamli samningur hans rennur út í júní og mikið hefur verið rætt um óljósa framtíð fyrrum landsliðsmannsins. 3.1.2007 15:27 Capello var nálægt því að taka við enska landsliðinu Ítalski þjálfarinn Fabio Capello sem stýrir Real Madrid í dag, segir að hann hafi verið inni í myndinni bæði hjá Manchester United og enska landsliðinu á sínum tíma. 3.1.2007 14:53 Við spiluðum eins og fyllibyttur Yossi Benayoun, miðjumaður West Ham, hefur látið hörð orð falla um spilamennsku liðsins í 6-0 tapinu gegn Reading á dögunum. Hann segir að liðið muni falla rakleitt niður um deild í vor ef það vinni ekki sigur í næsta leik gegn Fulham. 3.1.2007 14:46 Barcelona hafnaði Ronaldo Umboðsmaður portúgalska vængmannsins Cristiano Ronaldo hjá Manchester United heldur því fram að Spánarmeistarar Barcelona hafi ákveðið að nýta ekki tækifæri til að kaupa leikmanninn fyrir HM á síðasta ári því félagið hafi ætlað að kaupa Thierry Henry hjá Arsenal. 3.1.2007 14:33 Van Persie er að verða einn af þeim bestu Thierry Henry sneri til baka úr meiðslum hjá Arsenal í gær og átti stóran þátt í stórsigri liðsins á Charlton í ensku úrvalsdeildinni. Hann segir að félagi sinn í framlínunni Robin van Persie sé að verða einn besti leikmaðurinn í deildinni eftir að sá hollenski skoraði tvö mörk í leiknum í gær. 3.1.2007 14:27 United hefur ekki nýtt sér erfiðleika okkar Jose Mourinho, stjóri Chelsea, segir að Manchester United hafi misst af gullnu tækifæri til að stinga af í deildinni yfir hátíðarnar eftir að Chelsea missteig sig og hefur nú gert þrjú jafntefli í röð. Hann segist mjög sáttur við að forskot þeirra rauðu sé aðeins sex stig á toppnum. 3.1.2007 14:20 Iverson sendur í bað Allen Iverson náði sér aldrei á strik í fyrsta leik sínum gegn sínum gömlu félögum í Philadelphia í nótt þegar Denver lá heima fyrir botnliðinu 108-97. Iverson skoraði 30 stig og gaf 9 stoðsendingar, en hitti illa, tapaði 7 boltum og var sendur í bað í lokin fyrir að brúka munn við dómara. 3.1.2007 14:08 Arenas og Bryant leikmenn mánaðarins í NBA Gilbert Arenas hjá Washington Wizards og Kobe Bryant hjá LA Lakers voru í kvöld útnefndir leikmenn desembermánaðar í NBA deildinni í körfubolta, Arenas í Austurdeildinni og Bryant í Vesturdeildinni. 2.1.2007 23:15 Diego bestur í Þýskalandi Brasilíski miðjumaðurinn Diego hjá Werder Bremen hefur verið kjörinn besti leikmaðurinn á fyrri helmingi keppnistímabilsins í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en það var tímaritið Kicker sem stóð fyrir könnuninni og spurði leikmenn í deildinni álits. 2.1.2007 22:45 Enn tapar Chelsea stigum Chelsea náði aðeins að saxa forskot Manchester United niður um eitt stig í kvöld þegar liðið þurfti að sætta sig við markalaust jafntefli gegn Aston Villa á útivelli í síðari leiknum í ensku úrvalsdeildinni. 2.1.2007 21:56 Arsenal burstaði Charlton Thierry Henry var á ný í liði Arsenal í kvöld þegar liðið burstaði Charlton 4-0 á heimavelli sínum. Henry skoraði eitt mark og var maðurinn á bak við önnur tvö, en auk hans skoraði Robin van Persie tvö mörk og Justin Hoyte eitt. Osei Sankofa var rekinn af velli í fyrri hálfleik hjá Charlton og því halda vandræði liðsins áfram í botnbaráttunni. 2.1.2007 21:47 D´Antoni og Jordan þjálfarar mánaðarins Mike D´Antoni, þjálfari Phoenix Suns og Eddie Jordan, þjálfari Washington Wizards, voru í dag útnefndir þjálfarar mánaðarins í Vestur- og Austudeildinni í NBA. Phoenix vann 13 leiki og tapaði aðeins 2, en Washington vann 12 og tapaði 3 í desember. 2.1.2007 21:15 Arsenal yfir og einum fleiri gegn Charlton Ekki lítur út fyrir annað en að Charlton tapi enn einum leiknum í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en liðið er 2-0 undir og manni færra gegn Arsenal á útivelli þegar flautað hefur verið til leikhlés. 2.1.2007 20:47 Iverson mætir sínum gömlu félögum í nótt Skorarinn mikli Allen Iverson sem nýlega gekk í raðir Denver Nuggets í NBA deildinni, mætir í kvöld sínum gömlu félögum í Philadelphia 76ers. Þetta verður eini leikur Iverson gegn Philadelphia í ár þar sem liðin spiluðu fyrri leik sinn á tímabilinu í haust. 2.1.2007 18:02 Tottenham kaupir Alnwick Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham hefur farið hraðast liða af stað eftir að félagaskiptaglugginn opnaði og gekk í dag frá samningi við markvörðinn Ben Alnwick frá Sunderland, sem fékk markvörðinn Martin Fulop í staðinn. Alwick hefur átt fast sæti í yngri landsliðum Englendinga. Kaupverðið er í kring um 1 milljón punda. 2.1.2007 17:52 Soltau farinn frá Keflavík Danski miðherjinn Thomas Soltau hefur verið látinn fara frá úrvalsdeildarliði Keflavíkur í körfubolta og heldur til síns heima á morgun. Á vef Keflavíkur kemur fram að Soltau hafi ekki hentað nógu vel í leikskipulagi liðsins en hann skoraði 15 stig að meðaltali fyrir liðið í vetur. 2.1.2007 17:45 Einar Örn í landsliðið í stað nafna síns Hornamaðurinn Einar Örn Jónsson hjá Minden í Þýskalandi hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðshópinn fyrir HM í Þýskalandi í stað nafna síns Hólmgeirssonar sem varð að draga sig úr hópnum vegna meiðsla á fingri í dag. Einar Örn er öllum hnútum kunnugur hjá landsliðinu og lék með því um árabil. 2.1.2007 17:32 Nadal byrjar árið á sigri Spænski tennisleikarinn Rafael Nadal vann öruggan sigur á Rainer Schuettler á opna Chennai mótinu á Indlandi í dag 6-4 og 6-2, þrátt fyrir að vera nokkuð ryðgaður í byrjun. Nadal keppir einnig í tvíliðaleik á þessu fyrsta móti ársins og mætir heimamanninum Karan Rastogi í næstu umferð. 2.1.2007 17:25 Brand heldur upp á 10 ára starfsafmæli Heiner Brand, landsliðsþjálfari Þjóðverja í handknattleik, heldur upp á tíu ára starfsafmæli sitt um þessar mundir. Þýska liðið hefur náð frábærum árangri undir stjórn Brand, sem á sínum tíma var liðtækur leikmaður og var í liði Þjóðverja sem varð heimsmeistari árið 1978. 2.1.2007 17:10 Tveir leikir í ensku úrvalsdeildinni í kvöld Tveir leikir eru á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Arsenal tekur á móti grönnum sínum í Charlton klukkan 19:45 og þá tekur Aston Villa á móti Englandsmeisturum Chelsea á Villa Park klukkan 20. 2.1.2007 16:45 Redknapp ætlar ekki að selja Harry Redknapp, stjóri Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni, brást reiður við í dag þegar hann var spurður út í orðróm þess efnis að framherjinn Kanu og miðvörðurinn Sol Campbell væru á förum frá félaginu. 2.1.2007 16:19 Crouch vill alls ekki fara frá Liverpool Framherjinn leggjalangi Peter Crouch hjá Liverpool segist alls ekki vilja fara frá Liverpool nema knattspyrnustjórinn Rafa Benitez óski þess sérstaklega. Orðrómur hefur verið uppi um það síðustu vikur að Crouch muni fara frá félaginu í janúar. 2.1.2007 16:13 Loeb gefur þjónustu sína í Le Mans kappakstrinum Heimsmeistarinn Sebastien Loeb ætlar ekki að taka krónu fyrir að keppa með franska liðinu Pascarolo Sport í hinum sögufræga Le Mans kappakstri á þessu ári, en þetta gerir hann til að styðja við bakið á liðinu sem á í miklum fjárhagserfiðleikum. 2.1.2007 15:58 Þórarinnn Eymundsson valinn Íþróttamaður Skagafjarðar 2006 Val á Íþróttamanni Skagafjarðar 2006 var kynnt í Frímúrarasalnum á milli jóla og nýars. Það var hinn snjalli knapi Þórarinn Eymundsson frá Hestamannafélaginu Stíganda sem hlaut heiðurinn að þessu sinni en Þórarinn vann mikið af mótum árið 2006 og ver meðal fremstu manna í fjölmörgum mótum. 2.1.2007 15:46 Sjá næstu 50 fréttir
Baráttan um Texas í beinni á Sýn annað kvöld Það verður sannkallaður stórleikur á dagskrá Sýnar annað kvöld þegar San Antonio tekur á móti Dallas Mavericks í NBA deildinni. Leikurinn hefst klukkan eitt eftir miðnætti, en þarna eru á ferðinni tvö af sterkustu liðum deildarinnar. 4.1.2007 15:55
Le Guen hættur hjá Rangers Paul Le Guen hefur látið af störfum sem þjálfari Rangers í Skotlandi, aðeins sjö mánuðum eftir að hann tók við, en enginn þjálfari hefur verið jafn stutt í starfi í sögu félagsins. 4.1.2007 15:01
Juventus sagt hafa áhuga á Crouch Ítalskir fjölmiðlar greina frá því í dag að stórlið Juventus í B-deildinni hafi áhuga á að kaupa enska landsliðsmanninn Peter Crouch frá Liverpool, hugsanlega til að fylla skarð hins franska David Trezeguet sem vitað er að vilji fara frá Tórínóliðinu. 4.1.2007 14:48
John á leið frá Fulham Enska úrvalsdeildarfélagið Fulham hefur samþykkt kauptilboð frá ónefndu félagi í hollenska framherjann Collins John. Talið er að Watford sé félagið sem um ræðir, en Fulham hefur þegar gengið frá lánssamningi á ítalska framherjanum Vincenzo Montella. 4.1.2007 14:41
Wigan lækkar miðaverð Forráðamenn enska úrvalsdeildarfélagsins Wigan hafa ákveðið að lækka miðaverð á næstu sjö heimaleikjum liðsins til að fá fleira fólk á völlinn. Miðaverð var lækkað niður í 15 pund fyrir leik liðsins gegn Chelsea á dögunum, en aðsókn minnkaði verulega þegar verðið var hækkað á ný. 4.1.2007 14:36
Chambers á enn möguleika á að komast í NFL Spretthlauparinn Dwain Chambers hefur enn ekki gefið upp alla von um að komast að hjá liði í bandarísku ruðningsdeildinni NFL, en hann er í úrtaki 80 evrópskra manna sem hafa tryggt sér sæti í tveggja daga æfingabúðum í Frakklandi í næstu viku. Chambers er fyrrum Evrópumeistari í 100 m hlaupi en keppir væntanlega ekki aftur í hlaupi eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. 4.1.2007 14:31
Montella lánaður til Fulham Enska úrvalsdeildarfélagið Fulham hefur fengið ítalska framherjann Vincenzo Montella að láni í sex mánuði frá Roma á Ítalíu. Montella hefur leikið með Roma síðan árið 1999 og var í meistaraliði liðsins árið 2001. Hann er 32 ára gamall. 4.1.2007 14:23
Undirmannað lið Miami steinlá á heimavelli Meistarar Miami Heat eiga mjög erfitt verkefni fyrir höndum á næstu vikum eftir að liðið tapaði enn einum leiknum í nótt, að þessu sinni gegn LA Clippers á heimavelli 110-95. Liðið var án fimm fastamanna og þjálfarans Pat Riley sem þarf að gangast undir aðgerð á hné og mjöðm. 4.1.2007 05:16
Arenas kláraði Milwaukee Gilbert Arenas lét ekki axlarmeiðsli hafa áhrif á sig í nótt þegar hann skoraði ótrúlega sigurkörfu Washington Wizards í 108-105 sigri liðsins á Milwaukee. Arenas fékk boltann þegar sex sekúndur lifðu leiks og skoraði sigurkörfuna nokkrum metrum fyrir utan þriggja stiga línuna. 4.1.2007 04:45
Eriksson í viðræðum við Marseille Sven-Göran Eriksson, fyrrum landsliðsþjálfari Englendinga, er nú í viðræðum við franska félagið Marseille um að taka við stöðu knattspyrnustjóra næsta sumar. Hann er auk þess í viðræðum við annað félagslið og eitt landslið. 3.1.2007 22:30
Eto´o er ekki til sölu Txiki Beguristain, yfirmaður knattspyrnumála hjá Barcelona, segir að ekki komi til greina að sóknarmaðurinn Samuel Eto´o verði seldur frá félaginu. Eto´o er að jafna sig af hnémeiðslum og hefur verið orðaður við AC Milan. 3.1.2007 21:15
Walker og Posey verða ekki með Miami í nótt Pat Riley, þjálfari Miami Heat, tilkynnti á blaðamannafundi í beinni útsendingu á NBA TV nú í kvöld að hann yrði ekki með liðinu um óákveðinn tíma vegna aðgerða sem hann þarf að gangast undir á hné og mjöðm. Þetta voru ekki einu tíðindin sem Riley tilkynnti á fundinum. 3.1.2007 20:55
Gareth Bale vekur áhuga úrvalsdeildarliða Fréttir frá Englandi í dag herma að Tottenham og Manchester United hafi bæði gert Southampton kauptilboð í 17 ára gamla landsliðsmanninn Gareth Bale frá Wales. Bale er sagður hafa vakið áhuga fjölda stórliða með góðum leik sínum með Southampton og því er í kjölfarið haldið fram að félagið hafi þegar boðið honum framlengingu á samningi sínum til að halda honum lengur. Hann ku metinn á um 7 milljónir punda. 3.1.2007 20:34
Inter hefur áhuga á Gilberto Ítölsku meistararnir Inter Milan eru sagðir hafa mikinn áhuga á að fá brasilíska miðjumanninn Gilberto Silva í sínar raðir. Gilberto er samningsbundinn Arsenal til ársins 2009 og ólíklegt verður að teljast að enska félagið vilji selja brasilíska landsliðsmanninn. 3.1.2007 20:30
Mascherano heimtar að fara frá West Ham Argentínumaðurinn Javier Mascherano vill fara tafarlaust frá enska úrvalsdeildarfélaginu West Ham og sagði í samtali við spænska fjölmiðla að hann myndi staðna ef hann þyrfti að setja mikið lengur á bekknum hjá enska liðinu. 3.1.2007 19:55
Minnesota - San Antonio í beinni í kvöld Sjónvarpsleikur kvöldsins á NBA TV rásinni á Fjölvarpinu er viðureign Minnesota Timberwolves og San Antonio Spurs. Þar eigast við tveir af bestu framherjum deildarinnar síðustu ár, þeir Kevin Garnett og Tim Duncan og hefst leikurinn klukkan 1 eftir miðnætti. 3.1.2007 19:39
Lélegt ef við komumst ekki í milliriðla Snorri Steinn Guðjónsson, leikmaður Minden í Þýskalandi og íslenska landsliðsins, segir að það væri lélegt ef liðið næði ekki í milliriðla á HM í Þýskalandi sem hefst síðar í þessum mánuði. Hann segir jafnframt að það sé mikið áfall fyrir liðið að missa Einar Hólmgeirsson í meiðsli. Rætt var við Snorra í kvöldfréttum Stöðvar 2 og birtist viðtalið hér á Vef TV í kvöld. 3.1.2007 19:24
Riley ætlar að taka sér frí frá þjálfun Pat Riley, þjálfari NBA meistara Miami Heat, þarf að taka sér frí frá þjálfun um óákveðinn tíma til að gangast undir aðgerð á hné og á mjöðm. Chicago Tribune greindi frá þessu í dag. Ron Rothstein aðstoðarþjálfari liðsins mun taka við stjórn liðsins á meðan Riley nær sér, en liðið er nú að fara í sex leikja keppnisferð um vesturströndina. 3.1.2007 18:59
Villarreal hefur áhuga á Saviola Forráðamenn spænska liðsins Villarreal hafa mikinn áhuga á að fá argentínska landsliðsmanninn Javier Saviola í sínar raðir og eru ekki eina liðið sem sýnt hefur leikmanninum áhuga undanfarið. Saviola hefur ekki átt fast sæti í liði Barcelona þrátt fyrir að allir séu sammála um hæfileika hans. 3.1.2007 18:44
Chris Morgan fyrir aganefnd Chris Morgan, fyrirliði Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni, var í dag ákærður vegna atviks sem átti sér stað í sigri Sheffield og Arsenal á dögunum, þegar hann þótti slá til Robin van Persie. Dómari leiksins sá ekki atvikið, en Morgan hefur frest til morguns til að svara fyrir sig í málinu. 3.1.2007 18:06
Ragnar semur við Nimes í Frakklandi Landsliðsmaðurinn Ragnar Óskarsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við franska 1. deildarliðið Nimes og gengur í raðir liðsins frá Ivry þar í landi. Ragnar er 28 ára gamall og hefur leikið erlendis sem atvinnumaður frá því um aldamótin. 3.1.2007 17:25
Beckham að samningaborði í næstu viku Breska sjónvarpið greinir frá því í dag að David Beckham muni í næstu viku ganga að samningaborðinu hjá Real Madrid þar sem nýr tveggja ára samningur verði ræddur. Gamli samningur hans rennur út í júní og mikið hefur verið rætt um óljósa framtíð fyrrum landsliðsmannsins. 3.1.2007 15:27
Capello var nálægt því að taka við enska landsliðinu Ítalski þjálfarinn Fabio Capello sem stýrir Real Madrid í dag, segir að hann hafi verið inni í myndinni bæði hjá Manchester United og enska landsliðinu á sínum tíma. 3.1.2007 14:53
Við spiluðum eins og fyllibyttur Yossi Benayoun, miðjumaður West Ham, hefur látið hörð orð falla um spilamennsku liðsins í 6-0 tapinu gegn Reading á dögunum. Hann segir að liðið muni falla rakleitt niður um deild í vor ef það vinni ekki sigur í næsta leik gegn Fulham. 3.1.2007 14:46
Barcelona hafnaði Ronaldo Umboðsmaður portúgalska vængmannsins Cristiano Ronaldo hjá Manchester United heldur því fram að Spánarmeistarar Barcelona hafi ákveðið að nýta ekki tækifæri til að kaupa leikmanninn fyrir HM á síðasta ári því félagið hafi ætlað að kaupa Thierry Henry hjá Arsenal. 3.1.2007 14:33
Van Persie er að verða einn af þeim bestu Thierry Henry sneri til baka úr meiðslum hjá Arsenal í gær og átti stóran þátt í stórsigri liðsins á Charlton í ensku úrvalsdeildinni. Hann segir að félagi sinn í framlínunni Robin van Persie sé að verða einn besti leikmaðurinn í deildinni eftir að sá hollenski skoraði tvö mörk í leiknum í gær. 3.1.2007 14:27
United hefur ekki nýtt sér erfiðleika okkar Jose Mourinho, stjóri Chelsea, segir að Manchester United hafi misst af gullnu tækifæri til að stinga af í deildinni yfir hátíðarnar eftir að Chelsea missteig sig og hefur nú gert þrjú jafntefli í röð. Hann segist mjög sáttur við að forskot þeirra rauðu sé aðeins sex stig á toppnum. 3.1.2007 14:20
Iverson sendur í bað Allen Iverson náði sér aldrei á strik í fyrsta leik sínum gegn sínum gömlu félögum í Philadelphia í nótt þegar Denver lá heima fyrir botnliðinu 108-97. Iverson skoraði 30 stig og gaf 9 stoðsendingar, en hitti illa, tapaði 7 boltum og var sendur í bað í lokin fyrir að brúka munn við dómara. 3.1.2007 14:08
Arenas og Bryant leikmenn mánaðarins í NBA Gilbert Arenas hjá Washington Wizards og Kobe Bryant hjá LA Lakers voru í kvöld útnefndir leikmenn desembermánaðar í NBA deildinni í körfubolta, Arenas í Austurdeildinni og Bryant í Vesturdeildinni. 2.1.2007 23:15
Diego bestur í Þýskalandi Brasilíski miðjumaðurinn Diego hjá Werder Bremen hefur verið kjörinn besti leikmaðurinn á fyrri helmingi keppnistímabilsins í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en það var tímaritið Kicker sem stóð fyrir könnuninni og spurði leikmenn í deildinni álits. 2.1.2007 22:45
Enn tapar Chelsea stigum Chelsea náði aðeins að saxa forskot Manchester United niður um eitt stig í kvöld þegar liðið þurfti að sætta sig við markalaust jafntefli gegn Aston Villa á útivelli í síðari leiknum í ensku úrvalsdeildinni. 2.1.2007 21:56
Arsenal burstaði Charlton Thierry Henry var á ný í liði Arsenal í kvöld þegar liðið burstaði Charlton 4-0 á heimavelli sínum. Henry skoraði eitt mark og var maðurinn á bak við önnur tvö, en auk hans skoraði Robin van Persie tvö mörk og Justin Hoyte eitt. Osei Sankofa var rekinn af velli í fyrri hálfleik hjá Charlton og því halda vandræði liðsins áfram í botnbaráttunni. 2.1.2007 21:47
D´Antoni og Jordan þjálfarar mánaðarins Mike D´Antoni, þjálfari Phoenix Suns og Eddie Jordan, þjálfari Washington Wizards, voru í dag útnefndir þjálfarar mánaðarins í Vestur- og Austudeildinni í NBA. Phoenix vann 13 leiki og tapaði aðeins 2, en Washington vann 12 og tapaði 3 í desember. 2.1.2007 21:15
Arsenal yfir og einum fleiri gegn Charlton Ekki lítur út fyrir annað en að Charlton tapi enn einum leiknum í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en liðið er 2-0 undir og manni færra gegn Arsenal á útivelli þegar flautað hefur verið til leikhlés. 2.1.2007 20:47
Iverson mætir sínum gömlu félögum í nótt Skorarinn mikli Allen Iverson sem nýlega gekk í raðir Denver Nuggets í NBA deildinni, mætir í kvöld sínum gömlu félögum í Philadelphia 76ers. Þetta verður eini leikur Iverson gegn Philadelphia í ár þar sem liðin spiluðu fyrri leik sinn á tímabilinu í haust. 2.1.2007 18:02
Tottenham kaupir Alnwick Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham hefur farið hraðast liða af stað eftir að félagaskiptaglugginn opnaði og gekk í dag frá samningi við markvörðinn Ben Alnwick frá Sunderland, sem fékk markvörðinn Martin Fulop í staðinn. Alwick hefur átt fast sæti í yngri landsliðum Englendinga. Kaupverðið er í kring um 1 milljón punda. 2.1.2007 17:52
Soltau farinn frá Keflavík Danski miðherjinn Thomas Soltau hefur verið látinn fara frá úrvalsdeildarliði Keflavíkur í körfubolta og heldur til síns heima á morgun. Á vef Keflavíkur kemur fram að Soltau hafi ekki hentað nógu vel í leikskipulagi liðsins en hann skoraði 15 stig að meðaltali fyrir liðið í vetur. 2.1.2007 17:45
Einar Örn í landsliðið í stað nafna síns Hornamaðurinn Einar Örn Jónsson hjá Minden í Þýskalandi hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðshópinn fyrir HM í Þýskalandi í stað nafna síns Hólmgeirssonar sem varð að draga sig úr hópnum vegna meiðsla á fingri í dag. Einar Örn er öllum hnútum kunnugur hjá landsliðinu og lék með því um árabil. 2.1.2007 17:32
Nadal byrjar árið á sigri Spænski tennisleikarinn Rafael Nadal vann öruggan sigur á Rainer Schuettler á opna Chennai mótinu á Indlandi í dag 6-4 og 6-2, þrátt fyrir að vera nokkuð ryðgaður í byrjun. Nadal keppir einnig í tvíliðaleik á þessu fyrsta móti ársins og mætir heimamanninum Karan Rastogi í næstu umferð. 2.1.2007 17:25
Brand heldur upp á 10 ára starfsafmæli Heiner Brand, landsliðsþjálfari Þjóðverja í handknattleik, heldur upp á tíu ára starfsafmæli sitt um þessar mundir. Þýska liðið hefur náð frábærum árangri undir stjórn Brand, sem á sínum tíma var liðtækur leikmaður og var í liði Þjóðverja sem varð heimsmeistari árið 1978. 2.1.2007 17:10
Tveir leikir í ensku úrvalsdeildinni í kvöld Tveir leikir eru á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Arsenal tekur á móti grönnum sínum í Charlton klukkan 19:45 og þá tekur Aston Villa á móti Englandsmeisturum Chelsea á Villa Park klukkan 20. 2.1.2007 16:45
Redknapp ætlar ekki að selja Harry Redknapp, stjóri Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni, brást reiður við í dag þegar hann var spurður út í orðróm þess efnis að framherjinn Kanu og miðvörðurinn Sol Campbell væru á förum frá félaginu. 2.1.2007 16:19
Crouch vill alls ekki fara frá Liverpool Framherjinn leggjalangi Peter Crouch hjá Liverpool segist alls ekki vilja fara frá Liverpool nema knattspyrnustjórinn Rafa Benitez óski þess sérstaklega. Orðrómur hefur verið uppi um það síðustu vikur að Crouch muni fara frá félaginu í janúar. 2.1.2007 16:13
Loeb gefur þjónustu sína í Le Mans kappakstrinum Heimsmeistarinn Sebastien Loeb ætlar ekki að taka krónu fyrir að keppa með franska liðinu Pascarolo Sport í hinum sögufræga Le Mans kappakstri á þessu ári, en þetta gerir hann til að styðja við bakið á liðinu sem á í miklum fjárhagserfiðleikum. 2.1.2007 15:58
Þórarinnn Eymundsson valinn Íþróttamaður Skagafjarðar 2006 Val á Íþróttamanni Skagafjarðar 2006 var kynnt í Frímúrarasalnum á milli jóla og nýars. Það var hinn snjalli knapi Þórarinn Eymundsson frá Hestamannafélaginu Stíganda sem hlaut heiðurinn að þessu sinni en Þórarinn vann mikið af mótum árið 2006 og ver meðal fremstu manna í fjölmörgum mótum. 2.1.2007 15:46