Handbolti

Brand heldur upp á 10 ára starfsafmæli

Heiner Brand er oft kallaður "Heysátan" fyrir veglegt yfirskegg sitt
Heiner Brand er oft kallaður "Heysátan" fyrir veglegt yfirskegg sitt NordicPhotos/GettyImages

Heiner Brand, landsliðsþjálfari Þjóðverja í handknattleik, heldur upp á tíu ára starfsafmæli sitt um þessar mundir. Þýska liðið hefur náð frábærum árangri undir stjórn Brand, sem á sínum tíma var liðtækur leikmaður og var í liði Þjóðverja sem varð heimsmeistari árið 1978.

Brand tók við liði Þjóðverja 1. janúar árið 1997 og hefur síðan stýrt liðinu í 248 landsleikjum - þar af eru 156 sigrar, 70 töp og 22 jafntefli. Undir stjórn Brand hefur þýska liðið ávallt verið á meðal þeirra bestu á stórmótum, en á þó aðeins að baki einn stóran titil þegar liðið varð Evrópumeistari árið 2004.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×