Fleiri fréttir Niemi laus af sjúkrahúsi Finnski markvörðurinn Antti Niemi hjá Fulham er nú laus af sjúkrahúsi eftir að hann datt illa í leik gegn Watford, en óttast var að hann hefði hlotið mænuskaða eftir að hann lenti á höfðinu og var borinn af velli. 2.1.2007 14:50 Áfall fyrir Charlton Enska úrvalsdeildarfélagið Charlton á ekki sjö dagana sæla í vetur og í dag fékk liðið þau skelfilegu tíðindi að framherjinn Darren Bent verði frá keppni í um það bil mánuð eftir að hann meiddist á hné í leik gegn Aston Villa. Bent hefur skorað meira en helming marka Charlton í úrvalsdeildinni í vetur eða níu mörk. 2.1.2007 14:45 Bowyer frá keppni í sex vikur Miðjumaðurinn Lee Bowyer verður líklega frá keppni í um sex vikur með enska liðinu West Ham eftir að hann fór úr axlarlið í háðuglegu tapi liðsins gegn Reading í gær. Bowyer hefur spilað 17 leiki fyrir West Ham síðan hann gekk í raðir liðsins frá Newcastle. 2.1.2007 14:38 Tottenham gengur frá samningi við Taarabt Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham hefur gengið frá lánssamningi við miðjumanninn unga Adel Taarabt frá franska félaginu Lens. Taarabt er aðeins 17 ára gamall og er sagður geta spilað allar stöður á miðju og í sókn. Leikmaðurinn hafði verið í sigtinu hjá Arsenal og Chelsea og spilaði sinn fyrsta alvöruleik fyrir Lens í haust. 2.1.2007 14:34 Garnett fagnaði gamla boltanum með stórleik Tveir leikir fóru fram í deildarkeppninni í NBA í nótt þar sem gamli leðurboltinn var tekinn formlega í notkun á ný. Kevin Garnett hjá Minnesota Timberwolves var einn þeirra sem gagnrýndu boltann sem notaður var í fyrsta sinn í haust og hann hélt upp á endurkomu gamla boltans með góðum leik. 2.1.2007 14:26 Íslenskir hestar á stórsýningu Apassionata Apassionata er ein af stærstu hestasýningum í heimi og ein stórkostlegasta upplifun sem nokkur hestamaður getur upplifað. Á sýningarprógrammi fyrir Evrópu eru íslenskir hestar og er það Styrmir Árnason sem sér um program íslensku hestanna á sýningunni. Sýningaratriði íslenska hópsins er stórfenglegt og hefst það með víkingaskipi sem rennur inn í höllina, svo blása hverir og á sviðinu er glóandi hraun. 2.1.2007 00:18 15 félög á eftir Beckham? Enska slúðurblaðið News of the World heldur því fram að 15 félög hafi sett sig í samband við umboðsmann David Beckham, með það fyrir augum að fá fyrrum enska landsliðsfyrirliðann til sín nú í janúar. Samningur Beckham við Real Madrid rennur út í sumar og honum er nú frjálst að ræða við önnur lið. 1.1.2007 21:30 Deco vill fara til Englands Portúgalski miðjumaðurinn Deco hjá Barcelona hefur lýst því yfir að hann vilji spili í ensku úrvalsdeildinni í framtíðinni. Deco er samningsbundinn Evrópumeisturunum til ársins 2010 en útilokar ekki að fara til Englands fyrir þann tíma. 1.1.2007 20:45 Ellilífeyrisþegi hljóp 110 metra á 12,12 sekúndum Tony Bowman vann glæstan sigur í hinu árlega nýrársspretthlaupi ellilífeyrisþega sem fram fór í Musselburgh í Englandi í gær. Hinn 71 árs gamli fyrrverandi ruðningsleikmaður kom í mark á 12,12 sekúndum, sem verður að teljast ótrúlegur tími miðað við aldur. 1.1.2007 20:15 Man. Utd. tapaði stigum Topplið ensku úrvalsdeildarinnar, Manchester United, tapaði stigum nú undir kvöld þegar liðið gerði jafntefli við Newcastle á útivelli, 2-2. Forysta Man. Utd. í deildinni er engu að síður sjö stig, en Chelsea á leik til góða og getur minnkað hana niður í fjögur stig með sigri. 1.1.2007 19:06 Þrír tilnefndir sem knattspyrnumenn Afríku Afríska knattspyrnustambandið hefur tilkynnt hvaða þrír leikmenn koma til greina sem knattspyrnumaður ársins í Afríku. Ekki er hægt að segja að tilnefningarnar komi mikið á óvart en leikmennirnir sem um ræðir eru Didier Drogba, Michael Essien og Samuel Eto'o. 1.1.2007 18:45 Upson vill ekki vera hjá Birmingham Umboðsmaður varnarmannsins Matthew Upson hefur lýst því yfir að leikmaðurinn sjái framtíð sína ekki í herbúðum Birmingham, en hann er með samning við liðið sem rennur út eftir 18 mánuði. Ummæli umboðsmannsins verða líklega til þess að Birmingham haldi uppboð á Upson á næstu dögum, þar sem hæstbjóðandi hreppi hnossið. 1.1.2007 18:30 Essien varar Man. Utd. við Michael Essien hjá Chelsea telur að lið sitt sé langt frá því búið að segja sitt síðasta í baráttunni við Manchester United um Englandsmeistaratitilinn. Essien segir að það sé aðeins tímaspursmál hvenær Chelsea fari að spila eðlilega á ný og hvenær Man. Utd. detti úr því formi sem það hefur verið í að undanförnu. 1.1.2007 18:00 West Ham tapaði 6-0 Eigendurnir Eggert Magnússon og Björgólfur Guðmundsson og knattspyrnustjórinn Alan Curbishley voru þungir á brún þegar sjónvarpsmyndavélar beindu sjónum sínum að þeim eftir viðureign West Ham og Reading. West Ham fékk háðuglega útreið og tapaði 6-0. 1.1.2007 16:52 Línur að skýrast í NBA Þrjú efstu lið NBA-deildarinnar; Dallas, San Antonio og Pheonix, unnu öll góða sigra í leikjum sínum í nótt. Þegar tímabilið er nú tæplega hálfnað eru línur teknar að skýrast og er ljóst að Vesturdeildin er mun sterkari en Austurdeildin. 1.1.2007 16:30 West Ham niðurlægt Íslendingaliðið West Ham er 4-0 undir gegn Reading þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign liðanna í ensku úrvalsdeildinni í dag. Sjálfstraustið hjá leikmönnum liðsins er í molum og eru sprækir leikmenn Reading bókstaflega að valta yfir kollega sína. Brynjar Björn Gunnarsson skoraði fyrsta mark Reading. 1.1.2007 15:46 Ívar er fyrirliði Reading Ívar Ingimarsson er fyrirliði Reading í viðureign liðsins gegn West Ham í dag. Graham Murty, sem venjulega er fyrirliði liðsins, er meiddur og leysir Ívar hann af í dag. Brynjar Gunnarsson er einnig í byrjunarliði Reading. Þá er Heiðar Helguson í framlínu Fulham, sem tekur á móti Watford. 1.1.2007 15:00 Bolton átti ekki möguleika í Liverpool Liverpool er komið upp í þriðja sæti ensku úrvalsdeildinni . eftir sannfærandi 3-0 sigur á Bolton á Anfield í dag. Lverpool er með 40 stig en Bolton er í fjórða sæti með 39 stig. 1.1.2007 14:38 Ótrúlegur leikkafli hjá Liverpool Liverpool er komið með 2-0 forystu gegn Bolton eftir að hafa skorað tvö stórkostleg mörk með tæplega mínútu millibili. Fyrst skoraði Peter Crouch með klippu og síðan bætti Steven Gerrard með viðstöðulausu skoti upp í samskeytin. 1.1.2007 14:08 Tiger verður pabbi á árinu Tiger Woods hafði tvöfalda ástæðu til að gleðjast í fyrradag því auk þess að halda upp á 31 árs afmæli sitt tilkynnti hann á heimasíðu sinni að hann ætti von á barni með eiginkonu sinni Elin. Tiger segir árið rétt er liðið hafa verið það erfiðasta á sinni ævi. 1.1.2007 13:00 Giggs vill verða stjóri í framtíðinni Ryan Giggs, leikmaður Manchester United, hefur lýst því yfir að hann hyggist gerast þjálfari eftir að ferli hans sem leikmaður lýkur. Hinn 33 ára gamli Walesbúi telur að áralöng reynsla hans sem leikmaður í einu besta lið heims muni gera hann að hæfum knattspyrnustjóra. 1.1.2007 11:00 Zidane vinsælastur í Frakklandi Fyrrum fyrirliði franska landsliðsins, Zinedine Zidane, er ennþá sá einstaklingur sem er mest dýrkaður af frönsku þjóðinni þrátt fyrir uppákomuna í úrslitaleik HM í sumar þar sem Zidane lét reka sig af velli fyrir að skalla Ítalann Marco Materazzi. Þetta eru niðurstöður víðtækrar könnunar sem gerð var í Frakklandi af tilefni áramótanna. 31.12.2006 21:15 Markmið AC Milan er Meistaradeildin Brasilíski markvörðurinn hjá AC Milan, Dida, segir að markmið leikmanna hjá liðinu sé að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. AC Milan hefur gengið afleitlega það sem af er leiktíð og situr sem stendur í 12. sæti deildarinnar. 31.12.2006 20:15 Jordan skilinn við eiginkonu sína Michael Jordan, besti körfuboltamaður sem uppi hefur verið, er skilin við eiginkonu sína til 17 ára, Juanitu. Í sameiginlegri tilkynningu frá lögmönnum þeirra segir að skilnaðurinn fari fram í mestu vinsemd. 31.12.2006 18:30 Van Persie getur orðið sá besti Þjálfarar í fótboltanum keppast þessa dagana við að segja hvaða leikmaður þeir telji hafa burði til að verða besti leikmaður heims í framtíðinni. Í vikunni voru það Alex Ferguson og Carlos Queroz hjá Man. Utd sem dásömuðu Cristiano Ronaldo, en nú hefur Marco van Basten, landsliðsþjálfari Hollands, sagt það sama um Robin van Persie, leikmann Arsenal. 31.12.2006 16:30 Rossi fer ekki aftur til Newcastle Knattspyrnustjóri Manchester United, Sir Alex Ferguson, hefur ákveðið að halda hinum unga Giuseppe Rossi á Old Trafford eftir áramót. Ferguson er ekki ánægður með með fá tækifæri Rossi hefur fengið á láni sínu hjá Newcastle og telur sig hafa not fyrir hinn 19 ára gamla ítalska framherja. 31.12.2006 14:30 Kemur mér ekki á óvart Jose Mourinho þykir ekki skrítið að lið sem Chelsea mætir um þessar mundir leggi áherslu á sóknarleikinn. Mourinho viðurkennir að vörn Chelsea sé eins og gatasigti án John Terry og Petr Cech. 31.12.2006 14:00 Benitez ánægður með sína menn Hinn spænski Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, var mjög ánægður með lærisveina sína í leiknum gegn Tottenham í gær. Liverpool vann mikilvægan sigur og náði þannig að snúa strax við taflinu eftir tap gegn Blackburn á öðrum í jólum. 31.12.2006 13:00 Ferguson hrósar Reading Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hrósaði Reading í hástert eftir viðureign liðanna á Old Trafford í gær. Ferguson sagði leikmenn liðsins hafa verið einstaklega baráttuglaða og að þeir hefðu gert heimamönnum afar erfitt fyrir. 31.12.2006 12:00 Tímabilið búið hjá Joe Cole Nánast engar líkur eru á að enski landsliðsmaðurinn Joe Cole komi við sögu hjá Chelsea það sem eftir lifir tímabilsins. Þetta staðfesti Jose Mourinho, stjóri liðsins, eftir jafnteflið gegn Fulham í gær. 31.12.2006 11:00 Mike Tyson er dópisti Hnefaleikakappinn Mike Tyson hefur viðurkennd að hann eigi við fíkniefnavanda að stríða eftir að lögreglu menn í Pheonix fundu kókaín í bifreið hans fyrir helgi. Tyson var handtekinn en þó ekki fyrir ölvunarakstur, eins og fyrst var greint frá. 30.12.2006 21:45 Sheffield Utd. vann með útileikmann í markinu Þrátt fyrir að útileikmaðurinn Phil Jagielka hafi verið í markinu síðasta hálftímann hjá Sheffield United í viðureign liðsins gegn Arsenal í dag náðu nýliðirnar að innbyrða öll þrjú stigin með 1-0 sigri. Leikmenn Arsenal fundu enga leið framhjá Jagielka í markinu. 30.12.2006 21:36 Þjálfari Valencia vill ekki missa Ayala Quique Sanhcez Flores, stjóri Valencia, hefur beðið stjórnarmenn félagsins að endurnýja samninginn við varnarmanninn Roberto Ayala. Flores segir Argentínumanninn vera lykilleikmenn í sínu liðið, þrátt fyrir að hann hafi ekki átt sæti í byrjunarliðinu að undanförnu. 30.12.2006 21:30 Belletti ekki á leið til Milan Forráðamenn Barcelona hafa gefið út tilkynningu þar sem þeim sögusögnum sem segja bakvörðinn Juliano Belletti á leið til AC Milan í Janúasr er vísað til föðurhúsanna. Bróðir og umboðsmaður leikmannsins hafa sömu sögu að segja, svo að ljóst er að AC Milan þurfa að leita sér að liðsstyrk annarsstaðar. 30.12.2006 20:30 Volz tryggði Fulham 15.000 pund Moritz Volz leikmaður Fulham, tryggði félaginu sínu 15 þúsund pund í dag með því að skora 15 þúsundasta mark ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi gegn Chelsea. Fyrir umferðina í Englandi dag höfðu 14,993 mörk verið skoruð frá upphafi og hafði Barclays, aðalstyrktaraðili deildarinnar, lofað upphæðinni til þess félags sem næði áfanganum í dag. 30.12.2006 19:45 Pardew ánægður með sigurinn Alan Pardew, knattspyrnustjóri Charlton, segir að frammistaða sinna manna gegn Aston Villa í dag sýni og sanni að liðið eigi heima í ensku úrvalsdeildinni. Charlton sigraði 2-1 í leiknum, þar sem Hermann Hreiðarsson lagði upp sigurmarkið á 91. mínútu. 30.12.2006 19:15 Guðjón Valur með sjö mörk Handknattleiksmaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson, nýkjörinn íþróttamaður ársins, skoraði sjö mörk - ekkert þeirra úr vítaköstum - fyrir lið sitt Gummersbach í útisigri á Hildesheim í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Aðrir Íslendingar í Gummersbach komust ekki á blað í leiknum. 30.12.2006 18:31 Snæfell vann Keflavík Snæfell og Njarðvík komust í dag upp að hlið KR á topp Iceland Express-deildar karla í körfubolta með því að sigra í sínum leikjum í dag. Snæfell hafði betur í stórslagnum gegn Keflavík, 80-67, en Njarðvík marði sigur gegn Þór Þ. á heimavelli sínum, 105-100. 30.12.2006 18:05 Mascherano og Sissoko að skipta um lið? Orðrómurinn um hugsanlega brottför Javier Mascherano til Liverpool í janúar heldur áfram og nú hefur miðjumanninum Mohamed Sissoko verið blandað í umræðuna. Sagan segir að Juventus sé reiðubúið að gefa eftir Mascherano til Liverpool, með því skilyrði að ítalska félagið fái forkaupsrétt á Sissoko í sumar. 30.12.2006 17:30 Leik Watford og Wigan hætt vegna rigningar Leik Watford og Wigan í ensku úrvalsdeildinni í dag var flautaður af þegar 10 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik vegna úrhellisrigningar sem varð þess valdandi að ekki var hægt að spila fótbolta á vellinum í Watford. 30.12.2006 17:24 Alexander Petterson með átta mörk Íslenski landsliðsmaðurinn Alexander Petterson átti stórleik fyrir lið sitt Grosswallstadt gegn meisturum Kiel í þýska handboltanum í dag. Petterson skoraði átta mörk í leiknum sem voru þó til lítils þar sem Kiel hafði betur, 30-25. 30.12.2006 17:15 Ófarir West Ham halda áfram Íslendingaliðið West Ham er áfram í fallsæti í ensku úrvalsdeildinni eftir tap á heimavelli gegn Manchester City í dag. Það var Damarcus Beasley sem skoraði eina mark leiksins, sjö mínútum fyrir leikslok. 30.12.2006 17:05 Man. Utd. eykur forskotið í Englandi Manchester United vann 3-2 sigur á Reading í ensku úrvalsdeildinni í dag á meðan Chelsea tapaði stigum á heimavelli gegn Fulham. Forysta Man. Utd. á toppnum hefur því aukist enn frekar og er nú sex stig. 30.12.2006 17:01 Sér ekki eftir að hafa farið frá Barca Luis Garcia hjá Liverpool segist alls ekki sjá eftir því að hafa yfirgefið herbúðir Barcelona á sínum tíma til að ganga til liðs við þá rauðklæddu. Það eina sem angri hann í Bítlaborginni sé veðrið. Liverpool og Barcelona, Evrópumeistarar síðustu tveggja ára, mætast í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í febrúar. 30.12.2006 16:15 Ferguson: Meiðsli Terry eru ofmetin Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, telur að áhrifin sem fjarvera John Terry hafi á Chelsea séu stórlega ofmetin. Ferguson bender á að án Terry hafi Chelsea tapað tveimur stigum í fjórum leikjum og að liðið sé raunverulega í betri stöðu en það var áður en fyrirliðinn meiddist. 30.12.2006 15:30 Sjá næstu 50 fréttir
Niemi laus af sjúkrahúsi Finnski markvörðurinn Antti Niemi hjá Fulham er nú laus af sjúkrahúsi eftir að hann datt illa í leik gegn Watford, en óttast var að hann hefði hlotið mænuskaða eftir að hann lenti á höfðinu og var borinn af velli. 2.1.2007 14:50
Áfall fyrir Charlton Enska úrvalsdeildarfélagið Charlton á ekki sjö dagana sæla í vetur og í dag fékk liðið þau skelfilegu tíðindi að framherjinn Darren Bent verði frá keppni í um það bil mánuð eftir að hann meiddist á hné í leik gegn Aston Villa. Bent hefur skorað meira en helming marka Charlton í úrvalsdeildinni í vetur eða níu mörk. 2.1.2007 14:45
Bowyer frá keppni í sex vikur Miðjumaðurinn Lee Bowyer verður líklega frá keppni í um sex vikur með enska liðinu West Ham eftir að hann fór úr axlarlið í háðuglegu tapi liðsins gegn Reading í gær. Bowyer hefur spilað 17 leiki fyrir West Ham síðan hann gekk í raðir liðsins frá Newcastle. 2.1.2007 14:38
Tottenham gengur frá samningi við Taarabt Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham hefur gengið frá lánssamningi við miðjumanninn unga Adel Taarabt frá franska félaginu Lens. Taarabt er aðeins 17 ára gamall og er sagður geta spilað allar stöður á miðju og í sókn. Leikmaðurinn hafði verið í sigtinu hjá Arsenal og Chelsea og spilaði sinn fyrsta alvöruleik fyrir Lens í haust. 2.1.2007 14:34
Garnett fagnaði gamla boltanum með stórleik Tveir leikir fóru fram í deildarkeppninni í NBA í nótt þar sem gamli leðurboltinn var tekinn formlega í notkun á ný. Kevin Garnett hjá Minnesota Timberwolves var einn þeirra sem gagnrýndu boltann sem notaður var í fyrsta sinn í haust og hann hélt upp á endurkomu gamla boltans með góðum leik. 2.1.2007 14:26
Íslenskir hestar á stórsýningu Apassionata Apassionata er ein af stærstu hestasýningum í heimi og ein stórkostlegasta upplifun sem nokkur hestamaður getur upplifað. Á sýningarprógrammi fyrir Evrópu eru íslenskir hestar og er það Styrmir Árnason sem sér um program íslensku hestanna á sýningunni. Sýningaratriði íslenska hópsins er stórfenglegt og hefst það með víkingaskipi sem rennur inn í höllina, svo blása hverir og á sviðinu er glóandi hraun. 2.1.2007 00:18
15 félög á eftir Beckham? Enska slúðurblaðið News of the World heldur því fram að 15 félög hafi sett sig í samband við umboðsmann David Beckham, með það fyrir augum að fá fyrrum enska landsliðsfyrirliðann til sín nú í janúar. Samningur Beckham við Real Madrid rennur út í sumar og honum er nú frjálst að ræða við önnur lið. 1.1.2007 21:30
Deco vill fara til Englands Portúgalski miðjumaðurinn Deco hjá Barcelona hefur lýst því yfir að hann vilji spili í ensku úrvalsdeildinni í framtíðinni. Deco er samningsbundinn Evrópumeisturunum til ársins 2010 en útilokar ekki að fara til Englands fyrir þann tíma. 1.1.2007 20:45
Ellilífeyrisþegi hljóp 110 metra á 12,12 sekúndum Tony Bowman vann glæstan sigur í hinu árlega nýrársspretthlaupi ellilífeyrisþega sem fram fór í Musselburgh í Englandi í gær. Hinn 71 árs gamli fyrrverandi ruðningsleikmaður kom í mark á 12,12 sekúndum, sem verður að teljast ótrúlegur tími miðað við aldur. 1.1.2007 20:15
Man. Utd. tapaði stigum Topplið ensku úrvalsdeildarinnar, Manchester United, tapaði stigum nú undir kvöld þegar liðið gerði jafntefli við Newcastle á útivelli, 2-2. Forysta Man. Utd. í deildinni er engu að síður sjö stig, en Chelsea á leik til góða og getur minnkað hana niður í fjögur stig með sigri. 1.1.2007 19:06
Þrír tilnefndir sem knattspyrnumenn Afríku Afríska knattspyrnustambandið hefur tilkynnt hvaða þrír leikmenn koma til greina sem knattspyrnumaður ársins í Afríku. Ekki er hægt að segja að tilnefningarnar komi mikið á óvart en leikmennirnir sem um ræðir eru Didier Drogba, Michael Essien og Samuel Eto'o. 1.1.2007 18:45
Upson vill ekki vera hjá Birmingham Umboðsmaður varnarmannsins Matthew Upson hefur lýst því yfir að leikmaðurinn sjái framtíð sína ekki í herbúðum Birmingham, en hann er með samning við liðið sem rennur út eftir 18 mánuði. Ummæli umboðsmannsins verða líklega til þess að Birmingham haldi uppboð á Upson á næstu dögum, þar sem hæstbjóðandi hreppi hnossið. 1.1.2007 18:30
Essien varar Man. Utd. við Michael Essien hjá Chelsea telur að lið sitt sé langt frá því búið að segja sitt síðasta í baráttunni við Manchester United um Englandsmeistaratitilinn. Essien segir að það sé aðeins tímaspursmál hvenær Chelsea fari að spila eðlilega á ný og hvenær Man. Utd. detti úr því formi sem það hefur verið í að undanförnu. 1.1.2007 18:00
West Ham tapaði 6-0 Eigendurnir Eggert Magnússon og Björgólfur Guðmundsson og knattspyrnustjórinn Alan Curbishley voru þungir á brún þegar sjónvarpsmyndavélar beindu sjónum sínum að þeim eftir viðureign West Ham og Reading. West Ham fékk háðuglega útreið og tapaði 6-0. 1.1.2007 16:52
Línur að skýrast í NBA Þrjú efstu lið NBA-deildarinnar; Dallas, San Antonio og Pheonix, unnu öll góða sigra í leikjum sínum í nótt. Þegar tímabilið er nú tæplega hálfnað eru línur teknar að skýrast og er ljóst að Vesturdeildin er mun sterkari en Austurdeildin. 1.1.2007 16:30
West Ham niðurlægt Íslendingaliðið West Ham er 4-0 undir gegn Reading þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign liðanna í ensku úrvalsdeildinni í dag. Sjálfstraustið hjá leikmönnum liðsins er í molum og eru sprækir leikmenn Reading bókstaflega að valta yfir kollega sína. Brynjar Björn Gunnarsson skoraði fyrsta mark Reading. 1.1.2007 15:46
Ívar er fyrirliði Reading Ívar Ingimarsson er fyrirliði Reading í viðureign liðsins gegn West Ham í dag. Graham Murty, sem venjulega er fyrirliði liðsins, er meiddur og leysir Ívar hann af í dag. Brynjar Gunnarsson er einnig í byrjunarliði Reading. Þá er Heiðar Helguson í framlínu Fulham, sem tekur á móti Watford. 1.1.2007 15:00
Bolton átti ekki möguleika í Liverpool Liverpool er komið upp í þriðja sæti ensku úrvalsdeildinni . eftir sannfærandi 3-0 sigur á Bolton á Anfield í dag. Lverpool er með 40 stig en Bolton er í fjórða sæti með 39 stig. 1.1.2007 14:38
Ótrúlegur leikkafli hjá Liverpool Liverpool er komið með 2-0 forystu gegn Bolton eftir að hafa skorað tvö stórkostleg mörk með tæplega mínútu millibili. Fyrst skoraði Peter Crouch með klippu og síðan bætti Steven Gerrard með viðstöðulausu skoti upp í samskeytin. 1.1.2007 14:08
Tiger verður pabbi á árinu Tiger Woods hafði tvöfalda ástæðu til að gleðjast í fyrradag því auk þess að halda upp á 31 árs afmæli sitt tilkynnti hann á heimasíðu sinni að hann ætti von á barni með eiginkonu sinni Elin. Tiger segir árið rétt er liðið hafa verið það erfiðasta á sinni ævi. 1.1.2007 13:00
Giggs vill verða stjóri í framtíðinni Ryan Giggs, leikmaður Manchester United, hefur lýst því yfir að hann hyggist gerast þjálfari eftir að ferli hans sem leikmaður lýkur. Hinn 33 ára gamli Walesbúi telur að áralöng reynsla hans sem leikmaður í einu besta lið heims muni gera hann að hæfum knattspyrnustjóra. 1.1.2007 11:00
Zidane vinsælastur í Frakklandi Fyrrum fyrirliði franska landsliðsins, Zinedine Zidane, er ennþá sá einstaklingur sem er mest dýrkaður af frönsku þjóðinni þrátt fyrir uppákomuna í úrslitaleik HM í sumar þar sem Zidane lét reka sig af velli fyrir að skalla Ítalann Marco Materazzi. Þetta eru niðurstöður víðtækrar könnunar sem gerð var í Frakklandi af tilefni áramótanna. 31.12.2006 21:15
Markmið AC Milan er Meistaradeildin Brasilíski markvörðurinn hjá AC Milan, Dida, segir að markmið leikmanna hjá liðinu sé að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. AC Milan hefur gengið afleitlega það sem af er leiktíð og situr sem stendur í 12. sæti deildarinnar. 31.12.2006 20:15
Jordan skilinn við eiginkonu sína Michael Jordan, besti körfuboltamaður sem uppi hefur verið, er skilin við eiginkonu sína til 17 ára, Juanitu. Í sameiginlegri tilkynningu frá lögmönnum þeirra segir að skilnaðurinn fari fram í mestu vinsemd. 31.12.2006 18:30
Van Persie getur orðið sá besti Þjálfarar í fótboltanum keppast þessa dagana við að segja hvaða leikmaður þeir telji hafa burði til að verða besti leikmaður heims í framtíðinni. Í vikunni voru það Alex Ferguson og Carlos Queroz hjá Man. Utd sem dásömuðu Cristiano Ronaldo, en nú hefur Marco van Basten, landsliðsþjálfari Hollands, sagt það sama um Robin van Persie, leikmann Arsenal. 31.12.2006 16:30
Rossi fer ekki aftur til Newcastle Knattspyrnustjóri Manchester United, Sir Alex Ferguson, hefur ákveðið að halda hinum unga Giuseppe Rossi á Old Trafford eftir áramót. Ferguson er ekki ánægður með með fá tækifæri Rossi hefur fengið á láni sínu hjá Newcastle og telur sig hafa not fyrir hinn 19 ára gamla ítalska framherja. 31.12.2006 14:30
Kemur mér ekki á óvart Jose Mourinho þykir ekki skrítið að lið sem Chelsea mætir um þessar mundir leggi áherslu á sóknarleikinn. Mourinho viðurkennir að vörn Chelsea sé eins og gatasigti án John Terry og Petr Cech. 31.12.2006 14:00
Benitez ánægður með sína menn Hinn spænski Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, var mjög ánægður með lærisveina sína í leiknum gegn Tottenham í gær. Liverpool vann mikilvægan sigur og náði þannig að snúa strax við taflinu eftir tap gegn Blackburn á öðrum í jólum. 31.12.2006 13:00
Ferguson hrósar Reading Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hrósaði Reading í hástert eftir viðureign liðanna á Old Trafford í gær. Ferguson sagði leikmenn liðsins hafa verið einstaklega baráttuglaða og að þeir hefðu gert heimamönnum afar erfitt fyrir. 31.12.2006 12:00
Tímabilið búið hjá Joe Cole Nánast engar líkur eru á að enski landsliðsmaðurinn Joe Cole komi við sögu hjá Chelsea það sem eftir lifir tímabilsins. Þetta staðfesti Jose Mourinho, stjóri liðsins, eftir jafnteflið gegn Fulham í gær. 31.12.2006 11:00
Mike Tyson er dópisti Hnefaleikakappinn Mike Tyson hefur viðurkennd að hann eigi við fíkniefnavanda að stríða eftir að lögreglu menn í Pheonix fundu kókaín í bifreið hans fyrir helgi. Tyson var handtekinn en þó ekki fyrir ölvunarakstur, eins og fyrst var greint frá. 30.12.2006 21:45
Sheffield Utd. vann með útileikmann í markinu Þrátt fyrir að útileikmaðurinn Phil Jagielka hafi verið í markinu síðasta hálftímann hjá Sheffield United í viðureign liðsins gegn Arsenal í dag náðu nýliðirnar að innbyrða öll þrjú stigin með 1-0 sigri. Leikmenn Arsenal fundu enga leið framhjá Jagielka í markinu. 30.12.2006 21:36
Þjálfari Valencia vill ekki missa Ayala Quique Sanhcez Flores, stjóri Valencia, hefur beðið stjórnarmenn félagsins að endurnýja samninginn við varnarmanninn Roberto Ayala. Flores segir Argentínumanninn vera lykilleikmenn í sínu liðið, þrátt fyrir að hann hafi ekki átt sæti í byrjunarliðinu að undanförnu. 30.12.2006 21:30
Belletti ekki á leið til Milan Forráðamenn Barcelona hafa gefið út tilkynningu þar sem þeim sögusögnum sem segja bakvörðinn Juliano Belletti á leið til AC Milan í Janúasr er vísað til föðurhúsanna. Bróðir og umboðsmaður leikmannsins hafa sömu sögu að segja, svo að ljóst er að AC Milan þurfa að leita sér að liðsstyrk annarsstaðar. 30.12.2006 20:30
Volz tryggði Fulham 15.000 pund Moritz Volz leikmaður Fulham, tryggði félaginu sínu 15 þúsund pund í dag með því að skora 15 þúsundasta mark ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi gegn Chelsea. Fyrir umferðina í Englandi dag höfðu 14,993 mörk verið skoruð frá upphafi og hafði Barclays, aðalstyrktaraðili deildarinnar, lofað upphæðinni til þess félags sem næði áfanganum í dag. 30.12.2006 19:45
Pardew ánægður með sigurinn Alan Pardew, knattspyrnustjóri Charlton, segir að frammistaða sinna manna gegn Aston Villa í dag sýni og sanni að liðið eigi heima í ensku úrvalsdeildinni. Charlton sigraði 2-1 í leiknum, þar sem Hermann Hreiðarsson lagði upp sigurmarkið á 91. mínútu. 30.12.2006 19:15
Guðjón Valur með sjö mörk Handknattleiksmaðurinn Guðjón Valur Sigurðsson, nýkjörinn íþróttamaður ársins, skoraði sjö mörk - ekkert þeirra úr vítaköstum - fyrir lið sitt Gummersbach í útisigri á Hildesheim í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Aðrir Íslendingar í Gummersbach komust ekki á blað í leiknum. 30.12.2006 18:31
Snæfell vann Keflavík Snæfell og Njarðvík komust í dag upp að hlið KR á topp Iceland Express-deildar karla í körfubolta með því að sigra í sínum leikjum í dag. Snæfell hafði betur í stórslagnum gegn Keflavík, 80-67, en Njarðvík marði sigur gegn Þór Þ. á heimavelli sínum, 105-100. 30.12.2006 18:05
Mascherano og Sissoko að skipta um lið? Orðrómurinn um hugsanlega brottför Javier Mascherano til Liverpool í janúar heldur áfram og nú hefur miðjumanninum Mohamed Sissoko verið blandað í umræðuna. Sagan segir að Juventus sé reiðubúið að gefa eftir Mascherano til Liverpool, með því skilyrði að ítalska félagið fái forkaupsrétt á Sissoko í sumar. 30.12.2006 17:30
Leik Watford og Wigan hætt vegna rigningar Leik Watford og Wigan í ensku úrvalsdeildinni í dag var flautaður af þegar 10 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik vegna úrhellisrigningar sem varð þess valdandi að ekki var hægt að spila fótbolta á vellinum í Watford. 30.12.2006 17:24
Alexander Petterson með átta mörk Íslenski landsliðsmaðurinn Alexander Petterson átti stórleik fyrir lið sitt Grosswallstadt gegn meisturum Kiel í þýska handboltanum í dag. Petterson skoraði átta mörk í leiknum sem voru þó til lítils þar sem Kiel hafði betur, 30-25. 30.12.2006 17:15
Ófarir West Ham halda áfram Íslendingaliðið West Ham er áfram í fallsæti í ensku úrvalsdeildinni eftir tap á heimavelli gegn Manchester City í dag. Það var Damarcus Beasley sem skoraði eina mark leiksins, sjö mínútum fyrir leikslok. 30.12.2006 17:05
Man. Utd. eykur forskotið í Englandi Manchester United vann 3-2 sigur á Reading í ensku úrvalsdeildinni í dag á meðan Chelsea tapaði stigum á heimavelli gegn Fulham. Forysta Man. Utd. á toppnum hefur því aukist enn frekar og er nú sex stig. 30.12.2006 17:01
Sér ekki eftir að hafa farið frá Barca Luis Garcia hjá Liverpool segist alls ekki sjá eftir því að hafa yfirgefið herbúðir Barcelona á sínum tíma til að ganga til liðs við þá rauðklæddu. Það eina sem angri hann í Bítlaborginni sé veðrið. Liverpool og Barcelona, Evrópumeistarar síðustu tveggja ára, mætast í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í febrúar. 30.12.2006 16:15
Ferguson: Meiðsli Terry eru ofmetin Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, telur að áhrifin sem fjarvera John Terry hafi á Chelsea séu stórlega ofmetin. Ferguson bender á að án Terry hafi Chelsea tapað tveimur stigum í fjórum leikjum og að liðið sé raunverulega í betri stöðu en það var áður en fyrirliðinn meiddist. 30.12.2006 15:30