Fleiri fréttir

Bandaríkjamenn falast eftir Klinsmann

Það eru uppi sögusagnir um að bandaríska knattspyrnusambandið hafi áhuga á að fá Jurgen Klinsmann, þjálfara Þjóðverja, til að leysa Bruce Arena af sem landsliðsþjálfari. Breska blaðið Daily Telegraph greinir frá þessu í dag.

Næst á dagskrá: Líf eða dauði

Það hefur verið forvitnilegt að lesa blöðin í dag, annarsvegar afsagnir og afsakanir liða og leikmanna sem eru farin heim frá HM, hinsvegar vonir og væntingar þeirra sem ennþá eru með. Á morgun, Þýskaland - Ítalía, svakalegur leikur hvernig sem á það er litið.

Frings í bann

Þýski landsliðsmaðurinn Torsten Frings hefur verið dæmdur í eins leiksbann fyrr að slá Julio Cruz, leikmann Argentínu eftir leik þjóðanna á föstudaginn. Einnig eiga tveir Argentínumenn yfir höfði sér bann. Frings missir þar að leiðandi af undanúrslita leiknum við Ítali á morgun.

Segir engin leiðindi á milli sín og Rooney

Cristiano Ronaldo, leikmaður Manchester United og Portúgalaska landsliðsins segir að hann og Wayne Rooney séu sáttir og engin vandamál væru á milli þeirra eftir atvik sem varð í leik Englands og Portúgal á HM á laugardaginn.

Ballack og Klose tilbúnir í undanúrslitin

Michael Ballack og Miroslav Klose verða með Þjóðverjum er þeir taka á móti Ítölum á morgun í undanúrslitum HM. Báðir þessir leikmenn meiddust í leiknum við Argentínu á föstudaginn í 8-liða úrslitum.

Frakkland er ekki of gamalt lið

Patrick Vieira, leikmaður Frakklands segir að sigur þeirra gegn Brasilíu í 8-liða úrslitum hafi sýnt það og sannað og liðið sé ekki of gamalt eins og margir hafa verið að segja.

Rooney ætlar ekki að fyrirgefa C. Ronaldo

Enski köggullinn, Wayne Rooney, á ekki eftir að fyrirgefa samherja sínum C. Ronaldo hjá Man.Utd. Rooney var æfur eftir leikinn gegn Portúgal og eftir vítaspyrnukeppnina ætlaði Rooney að æða inn í búningsherbergi Portúgal og eiga nokkur vel valin orð við samherja sinn hjá Man.Utd. Ronaldo

Breskir veðbankar telja John Terry líklegastan

Breskir veðbankar gera nú mikið úr þeirri stöðu að nýr leikmaður taki við fyrirliðabandinu í enska landsliðinu. Veðbankarnir telja mestar líkur á að John Terry, varnarmaður frá Chelsea, verði næsti fyrirliði enska landsliðsins en David Beckham sagði stöðunni lausri á blaðamannafundi í gær.

Gerrard ekki ánægður með Ronaldo

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool og leikmaður enska landsliðsins sendir hinum Portúgalska leikmanni Manchester United, Ronaldo kaldar kveðjur eftir atvik sem gerðist í leik Englands og Portúgal í gær á HM.

Beckham meiddur í 6 vikur

David Beckham meiddist í lokaleik Englands á HM í Þýskalandi og verður frá æfingum og keppni í um 6 vikur og missir líklega af fyrsta landsleik Englands undir stjórn Steve McClaren.

"Ekki kenna Rooney um"

Steven Gerrard, fyrirliðu Liverpool og leikmaður enska landsliðsins segir að það eigi ekki að kenna Wayne Rooney hvernig fór í gær en England var slegið út af Portúgal í 8-liða úrslitum og Rooney fékk að líta rauða spjaldið á 62 mínútu.

Beckham hættur sem fyrirliði

David Beckham, fyrirliði enska landsliðsins ætlar að hætta sem slíkur. Hann tilkynnti þetta nú í dag á blaðamannafundi. Beckham segir að nýtt tímabil sé að hefjast hjá enska landsliðinu með nýjum þjálfarar og réttast væri að nýr aðili taki við. John Terry eða Steven Gerrard eru sagðir líklegastir til að fá stöðuna.

Frakkar lögðu heimsmeistarana á HM

Leik Frakka og Brasilíumanna á HM í Þýskalandi er lokið með sigri Frakka 1-0. Það var Thierry Henry sem skoraði markið eftir aukaspyrnu frá Zidane. Liðsheild Frakkana, sem lokaði algerlega á snillingana frá Brasilíu, var firnasterk. Frakkar léku undir stjórn Zinedine Zidane, sem stjórnaði liði sínu eins og herforingi og var að öðrum ólöstuðum, maður leiksins.

Henry skorar fyrir Frakka

Staðan í leik Brasilíumanna og Frakka á HM í Þýskalandi er 1-0 fyrir Frakka. Það var enginn annar en Thierry Henry sem skoraði markið á 57. mínútu eftir aukaspyrnu frá Zidane. Nú reynir á heimsmeistarana, þeir hafa ekki verið sannfærandi í sóknaraðgerðum sínum.

Hvað segja menn núna Sven?

,,Þeir börðust vel 10, en við töpuðum leiknum og það er sárt'' sagði Sven Göran í viðtali áðan, skiljanlegt, en hvernig hefði verið að spila betur 11? Það er ljóst, Englendingar fara heim, Portúgal áfram, að mörgu leyti óverðskuldað, sýndu ekkert umfram Englendinga í kvöld, nema að þeir eru betri í vítakeppni. Rauða spjaldið á Rooney var harður dómur, engin spurning, tveggja fóta tælkling í seinni hálfleik var um margt harður dómur, hefði hæglega getað verið gult miðað við tveggja fóta tæklingu Portúgala í fyrri hálfleik.

Jaft í hálfleik hjá Brasilíu og Frakklandi

Það er kominn hálfleikur í leik Frakka og Brasilíumanna á HM í Þýskalandi. Staðan er 0-0 og leikurinn einkennist af varfærni beggja liða. Zinedine Zidane hefur sýnt að hann er ekki dauður úr öllum æðum enn því hann hefur verið einn besti maður leiksins.

Leikur Brasilíu og Frakklands að hefjast

Leikur Brasilíu og Frakklands er senn að hefjast á heimsmeistaramótinu í Þýskalandi. Frakkar virðast vera komnir í gang og eru til alls líklegir. Brasilíumenn eiga Ronaldinho inni, en hann hefur enn ekki skorað á þessu móti. Því má búast við hörkuleik.

Portúgal áfram í 4-liða úrslit

Leik Englendinga og Portúgala er lokið eftir markalaust jafntefli, framlengingu og vítaspyrnukeppni. Það voru Portúgalar sem báru sigur úr bítum eftir vítaspyrnukeppnina sem endaði 3-1 fyrir Portúgal. Það gekk ýmislegt á þrátt fyrir markalaust jafntefli. Meðal annars fór David Beckham meiddur af leikvelli og Wayne Rooney fékk umdeilt rautt spjald.

Framlengt hjá Englendingum og Portúgal

Enn hefur ekkert mark verið skorað í leik Englands og Portúgal á HM í Þýskalandi. Það hefur ýmislegt gengið á þrátt fyrir markalaust jafntefli. Meðal annars er David Beckham farinn meiddur af leikvelli og Wayne Rooney fékk umdeilt rautt spjald. Englendingar leika því 10 á móti 11 í framlengingunni.

0-0 í hálfleik hjá Englandi og Portúgal

Staðan í hálfleik í leik Englands og Portúgal á HM í Þýskalandi er 0-0. Leikurinn er þó búinn að vera fjörugur og skemmtilegur. Bæði lið hafa sótt til skiptis þó hvorugt þeirra hafi náð að skora.

Stelpurnar fylgjast með

Á meðfylgjandi mynd má sjá Viktoriu Beckham, eginkonu David Beckham, ásamt Cheryl Tweedy (uppi til vinstri) sem er kærasta Ashley Cole og Carly Zucker (niðri til vinstri) kærustu Joe Cole. Þær eru að fylgjast með mönnum sínum leika knattspyrnu í landsleiknum England - Portúgal sem fer nú fram á HM.

8-liða úrslitin klárast í dag

Það kemur í ljós í dag hvaða þjóðir það verða sem í mætast í seinnileiknum í undanúrslitum HM. Í gær tryggðu Þjóðverjar og Ítalir sér farseðilinn og munu þær mætast í Dortmund á þriðjudaginn. Í dag mætast annarsvegar England og Portúgal klukkan 15.00 í Gelsenkrichen og klukkan 19.00 mætast í Frankfurt Brasilía og Frakkland. Allt þetta og miklu meira á Sýn í dag.

"Verðum að eiga toppleik"

Steven Gerrard, leikmaður Englands segir að lið sitt verði að eiga toppleik ætli það sér að fara lengra í keppninni. England mætir Portúgal í dag í 8-liða úrslitum.

Blatter mjög ósattur við uppákomuna í gær

Leiðinleg uppákoma var eftir leik Þýskalands og Argentínu í gær eftir að þjóðverjar höfðu unnið eftir vítaspynrukeppni. Leandre Cufre, leikmaður Argentínu fékk að líta rauðaspjaldið eftir leik en þessi varamaður Argentínu réðst að Per Mertesacker, leikmanni Þýskalands og sauð aðeins uppúr.

Scolari tilbúinn að taka áhættu með Ronaldo

Luiz Felipe Scolari, þjálfari Portúgals er tilbúinn að taka áhættu í leiknum gegn Englandi í dag og nota Cristiano Ronaldo sem hefur verið meiddur undanfarið. Scolari sagði fyrir stuttu að leikmaðurinn væri kominn í lag og yrði með. Deco verður ekki með í þessum leik þar sem hann er í banni.

Aragones áfram með Spánverja

Hinn 67 ára gamli Luis Aragones, þjálfari Spánar verður áfram með liðið fram yfir EM sem fer fram eftir 2 ár. Spænska liðið var slegið út úr HM í 16-liða úrslitum gegn frökkum.

Scolari biður FA afsökunar

Luiz Felipe Scolari, þjálfari Portúgala hefur beðið enska knattspyrnusambandið afsökunar á því að hafa sagt að hann hafi hafnað því að taka við enska landsliðinu í vor.

Sjá næstu 50 fréttir