Fleiri fréttir

Ítalir komnir í 4-liða úrslit

Leik Ítala og Úkraínumanna á HM í Þýskalandi er lokið með öruggum 3-0 sigri Ítala. Gianluca Zambrotta skoraði strax á 6. mínútu og staðan í hálfleik var 1-0 Ítölum í vil. Luca Toni bætti tveimur mörkum við, fyrra á 59. mínútu og það seinna á 69. mínútu. Úkraínumenn áttu möguleika á að komast inn í leikinn í seinni hálfleik en fóru illa að ráði sínu í góðum marktækifærum.

Luca Toni bætir tveimur mörkum við

Luca Toni hefur bætt öðru markinu og því þriðja við fyrir Ítalíu og staðan er orðin 3-0. Fyrra markið kom á 59. mínútu leiksins en skömmu áður voru Úkraínumenn í úrvals marktækifæri. Seinna markið hans koma á 59. mínútu. Úkraínumenn hafa farið illa með færin sín í seinni hálfleik og gætu hæglega verið búnir að skora eins og eitt mark.

1-0 í hálfleik fyrir Ítalíu

Staðan í hálfleik í leik Ítala og Úkraínumanna er 1-0 fyrir Ítala. Ítalir eru sterkara liðið á vellinum og spila af öryggi. Markið kom strax á 6. mínútu leiksins og það var hinn fjölhæfi Gianluca Zambrotta sem það skoraði með föstu skoti fyrir utan vítateig. Úkraínumenn virka ragir og komast lítt áleiðis gegn sterkri vörn Ítala.

Zambrotta skorar strax á 6. mínútu

Ítalir eru komnir í 1-0 á móti Úkraínu í 8-liða úrslitum á HM í Þýskalandi. Það var Gianluca Zambrotta sem skoraði með föstu skoti fyrir utan vítateig.

Leikur Ítala og Úkraínumanna hafinn

Síðari leikur dagsins í 8-liða úrslitum HM er viðureign Ítala og Úkraínumanna í Hamburg. Byrjunarliðin eru klár og þrjár breytingar hafa verið gerðar á liði Ítala. Andrea Barzagli kemur inn fyrir Marco Materazzi, Francesco Totti kemur í stað Alessandro del Piero og Mauro Camoranesi kemur í stað Alberto Gilardino.

Þjóðverjar áfram eftir sigur í vítakeppni

Þjóðverjar eru komnir í undanúrslitin á HM eftir sigur á Argentínumönnum í vítaspyrnukeppni í Berlín í dag. Staðan var jöfn 1-1 að loknum venjulegum leiktíma, en það var markvörðurinn Jens Lehmann sem var hetja liðsins í dag þegar hann varði tvær spyrnur frá Argentínumönnunum, eftir að hafa þegið góð ráð frá erkióvini sínum Oliver Khan.

Framlengt í Berlín

Leikur Þjóðverja og Argentínumanna í Berlín verður framlengdur eftir að staðan að loknum venjulegum leiktíma var 1-1. Roberto Ayala kom Argentínu yfir en Miroslav Klose jafnaði fyrir þýska liðið þegar um 10 mínútur voru eftir af leiknum.

Miroslav Klose jafnar fyrir Þjóðverja

Hinn magnaði Miroslav Klose er búinn að jafna metin fyrir Þjóðverja gegn Argentínumönnum. Klose skoraði með laglegum skalla eftir að Michael Ballack sendi knöttinn fyrir markið, Tim Borowski skallaði boltann inn í teiginn og Klose stangaði hann í netið. Það stefnir því í æsilegar lokamínútur í Berlín.

Tottenham kaupir Didier Zokora

Enska úrvalsdeildarliðið Tottenham hefur gengið frá kaupum á miðjumanninum Didier Zokora frá franska liðinu St. Etienne. Hann spilaði alla leikina á HM með liði Fílabeinsstrandarinnar og þótti standa sig með prýði. Það var Damien Comolli, yfirmaður knattspyrnumála hjá Tottenham, sem var maðurinn á bak við kaupin, en hann fékk Zokora einmitt til St Etienne þegar hann var á mála hjá franska liðinu á sínum tíma.

Argentínumenn komnir yfir

Argentínumenn hafa náð forystu gegn Þjóðverjum í viðureign liðanna í Berlín. Það var varnarmaðurinn Roberto Ayala sem skoraði markið með skalla strax í upphafi síðari hálfleiks.

Markalaust í hálfleik í Berlín

Staðan í leik Þjóðverja og Argentínumanna í fyrsta leik 8-liða úrslitanna á HM er 0-0 þegar flautað hefur verið til hálfleiks í Berlín. Nokkuð jafnræði hefur verið með liðunum í fyrri hálfleiknum, Argentína hefur verið öllu meira með boltann, en Þjóðverjar átt hættulegasta færið til þessa þegar Michael Ballack skallaði knöttinn yfir markið úr upplögðu færi. Leikurinn er að sjálfssögður í beinni útsendingu á Sýn.

Yfirlýsing frá Ólafi Þórðarsyni

Ólafur Þórðarson, fráfarandi þjálfari knattspyrnuliðs ÍA í Landsbankadeildinni, hefur gefið út yfirlýsingu sem birt er á heimasíðu Skagamanna.

Ólafur hættur - Arnar og Bjarki taka við

Stjórn knattspyrnufélagsins ÍA hefur sent frá sér tilkynningu þar sem greint er frá því að Ólafur Þórðarson hafi látið af störfum sem þjálfari liðsins og tvíburarnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir muni taka við þjálfun liðsins frá og með deginum í dag. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Argentínumenn gera tvær breytingar

Ný styttist í að fyrsti leikurinn í 8-liða úrslitunum á HM hefjist í Berlín, en það er viðureign heimamanna Þjóðverja og Argentínumanna. Þjóðverjar eru með óbreytt lið frá því í sigrinum á Svíum, en Argentínumenn gera tvær breytingar á byrjunarliði sínu. Hinn ungi Carlos Tevez kemur inn í framlínuna í stað Javier Saviola og Fabricio Coloccini kemur inn í stað Lionel Scaloni.

Ulrich og Basso reknir frá liðum sínum

Tveir af sigurstranglegustu köppunum í Frakklandshjólreiðunum sem hefjast í Stassburg á morgun, verða ekki með í mótinu eftir að í ljós kom að þeir tengjast rannsókn á ólöglegri lyfjaneyslu. Þeir hafa því verið reknir úr liðum sínum og þurfa að gangast undir rannsókn á Spáni. Þetta eru þeir Jan Ulrich og Ivan Basso.

Lampard meiddur

Fréttir herma að Frank Lampard, leikmaður Englands sé meiddur og verði líklega ekki með liði sínum þegar það mætir Portúgal á morgun í 8-liða úrslitum. Sagt er frá því að hann hafi snúið sér ökklann á æfingu liðsins við Baden-Baden.

Við brotnum ekki gegn Þjóðverjum

Hernan Crespo, leikmaður Argentínu er á því að sagan endurtaki sig eins og á HM árið 1990 þegar Maradona og félagar gerðu sér lítið fyrir og slógu Ítali út úr HM í 4ja liða úrslitum. En þá var HM haldin á Ítalíu og líkt og nú spilar Argentína við gestgjafana.

Shevchenko hlakkar til að mæta Ítalíu

Andriy Shevchenko, fyrirliði Úkraínu hlakkar mikið til að mæta Ítölum en leikmaðurinn spilaði sjö ár með Milan en eins og kunnugt þá hefur hann ákveðið að færa sig um set og mun hann spila með Chelsea næsta vetur. Margir félagar Sheva (eins og hann er kallaður) hjá Milan eru í Ítalska hópnum.

Hvað nú, mein herr?

"The world cup magic is back'' sagði Blatter blessaður í viðtali í gær, foringi FIFA er ánægður með mótið fram til þessa, og réttilega. Ég er ennþá þeirrar skoðunar að úrslitaleikurinn á HM sé í dag, klukkan þrjú, Argentína og Þýskaland eru þau tvö lið sem hafa sýnt jafnbestu tilþrifin til þessa, sagan segir reyndar að það sé engin trygging fyrir titlinum sjálfum.

Ronaldo ekki með gegn Englendingum?

Cristiano Ronaldo, leikmaður Portúgal sleppti æfingu liðsins í morgun en leikmaðurinn er búinn að vera að jafna sig af meiðslum sem hann varð fyrir í leiknum við Hollendinga í 16-liða úrslitum.

8-liða úrslitin byrja í dag

8-liða úrslit HM byrjar í dag og eru tveir leikir í dag og tveir á morgun. Heimamenn Þjóðverjar taka á móti Argentínu í Berlín. Seinni leikur dagsins er leikur Ítala og Úkraínu.

Jafnt hjá KR og Val

KR-ingar og Valsmenn gerðu 1-1 jafntefli í Vesturbænum í kvöld í lokaleik 9. umferðar í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. Baldur Aðalsteinsson kom Val yfir í fyrri hálfleik með laglegu skoti, en Björgólfur Takefusa jafnaði fyrir KR í þeim síðari.

Ballack er hvergi banginn

Michael Ballack telur að Þjóðverjar eigi „60-40" möguleika á að sigra Argentínu í 8-liða úrslitum. Þýskaland, sem hefur leikið vel í keppninni og landað fjórum góðum sigrum í röð, þykir vera eitt sigurstranglegasta liðið. Sömu sögu má reyndar segja um Argentínumenn, því þeir hafa einnig átt góðu gengi að fagna í keppninni.

Nadal mætir Agassi

Spænski tenniskappinn Rafael Nadal, sem er í öðru sæti heimslistans, mætir gamla brýninu Andre Agassi í þriðju umferð Wimbledon-mótsins, eftir að hann lagði Robert Kendrick með naumindum 6-7 (4-7) 3-6 7-6 (7-2) 7-5 og 6-4 í dag. Agassi lagði Ítalann Andreas Seppi 6-4 7-6 (7-2) 6-4, en Agassi er að spila á sínu síðasta Wimbledon móti.

Atli Viðar Björnsson úr leik hjá FH

Íslandsmeistarar FH hafa orðið fyrir enn einu áfallinu eftir að í ljós kom að framherjinn Atli Viðar Björnsson er með slitin krossbönd í hné og verður frá keppni í hátt í eitt ár. Atli Viðar meiddist í leiknum við Grindvíkinga í gær, en þetta er í annað sinn á nokkrum árum sem hann slítur krossbönd í þessu sama hné.

KR – Valur í kvöld

Einn leikur fer fram í Landsbankadeild karla í kvöld en þá mætast Reykjavíkur risarnir KR og Valur í Frostaskjóli. Leikurinn er sýndur beint á Sýn og hefst klukkan 20.00. KR tapaði í síðustu umferð 5-0 fyrir Grindavík og eru í 5 sæti með 12 stig. Valur sem gerði markalaust jafntefli við Keflavík er í 7 sæti með 11 stig.

Hefur engar áhyggjur af Ronaldo

Alex Ferguson hefur engar áhyggjur af skrifum spænsku blaðanna að undanförnu, en forsetakosningarnar hjá Real Madrid hafa valdið nokkru fjaðrafoki á Englandi eftir að hver forsetaframbjóðandinn á eftir öðrum lofað að fá heimsklassa leikmenn til félagsins, nái hann kjöri.

Mætum til leiks eins og öskrandi ljón

Jurgen Klinsmann segir sína menn heldur betur tilbúna í hinn erfiða leik við Argentínumenn í 8-liða úrslitunum á HM á morgun. Þjóðverjar hafa verið í miklu stuði það sem af er móti á heimavelli sínum og segir Klinsmann þá ætla að láta Argentínumennina finna fyrir því á morgun.

Perreira vill meira frá Ronaldinho

Landsliðsþjálfari Brasilíu, Carlos Alberto Parreira segir að hann vilji sjá meira af Ronaldinho í leikjum liðsins á HM. Ronaldinho hefur hingað til ekkert verið mjög áberandi í leikjum Brasilíu á HM og verið langt frá því sem við þekkjum til hans eins og í vetur með Barcelona.

Rooney var alltaf viss um að spila á HM

Wayne Rooney hefur viðurkennt að hann hafði aldrei í hyggju að vera heima á Englandi í sumar og að hann var viss um að hann myndi vera með á HM. Veröld Rooney var við það að hrynja þegar að hann braut bein í ökkla undir lok tímabilsins á Englandi og allt útlit var fyrir að hann myndi missa af HM.

Forsetaframbjóðendur spara ekki yfirlýsingarnar

Lorenzo Sanz, einn forsetaframbjóðendanna hjá Real Madrid, fullyrðir að hann sé búinn að ná samkomulagi við fjölda sterkra leikmanna um að ganga til liðs við félagið ef hann verður kjörinn forseti. Hann fullyrðir að ef hann nái kjöri, muni hann fá menn á borð við enska landsliðsmanninn Michael Carrick, Gianluca Zambrotta frá Ítalíu og Brasilíumanninn Emerson svo einhverjir séu nefndir.

Hættur að dæma landsleiki

Enski dómarin Graham Poll tilkynnti í dag að hann væri hættur að dæma landsleiki í kjölfar þess að hann var sendur heim af HM í gær. Poll gerði afdrifarík mistök þegar hann dæmdi leik Króata og Ástrala sem kostuðu hann frekari þáttöku á mótinu. Hann sagðist vera eyðilagður yfir þessari niðurstöðu í samtali við Sky-sjónvarpsstöðina.

Pawel Janas þjálfari segir af sér

Landsliðsþjálfari Pólverja, Pawel Janas, hefur sagt starfi sínu lausu eftir að liðið varð fyrsta liðið til að falla úr riðlakeppninni á HM. Miklar vonir voru bundnar við pólska liðið á HM, en eftir tap fyrir Ekvador og Þýskalandi, urðu þær vonir að engu.

Bargnani valinn fyrstur

Hið árlega nýliðaval í NBA deildinni í körfubolta fór fram í nótt og átti lið Toronto Raptors frá Kanada fyrsta valréttinn. Það var hinn hávaxni ítalski framherji, Andrea Bargnani, sem varð fyrir valinu og hefur honum verið líkt við Dirk Nowitzki hjá Dallas Mavericks. Bargnani spilaði með Benetton Treviso í heimalandi sínu og er hann fyrsti Evrópubúinn sem valinn er númer eitt í nýliðavali NBA.

Portúgalar æfir út í bresku pressuna

Knattspyrnusamband Portúgal hefur sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að breskt götublað hafi birt falsað viðtal við framherja portúgalska landsliðsins Pauleta þar sem hann á að hafa sagt að markvörður Englendinga væri veiki hlekkurinn í enska liðinu.

Fékk vinstri fót Maradona að láni

Maxi Rodriguez skoraði, eitt allra fallegasta mark sem sést hefur á HM, í leik gegn Mexíkó á dögunum. Hann gantaðist með það á blaðamannafundi að sjálfur Maradona hafi lánað honum vinstri fót sinn til að smella knettinum í netið.

Skagamenn steinlágu heima

Skagamenn eru enn í botnsæti Landsbankadeildarinnar eftir 4-1 tap fyrir Víkingi á heimavelli sínum í kvöld, þegar 9. umferðin hófst með fjórum leikjum. Íslandsmeistarar FH styrktu stöðu sína á toppnum með 2-0 sigri á Grindvíkingum í Hafnarfirði. Keflvíkingar burstuðu Blika 5-0 og Fylkir og ÍBV skildu jöfn 1-1 í Árbænum.

Rooney er klár í slaginn

Wayne Rooney er staðráðinn í því að láta ekki HM-tækifærið renna sér úr greipum. Hann lék stórt hlutverk á móti Ekvador. Það var fyrsti leikurinn, sem hann spilaði allar 90 mínúturnar í, síðan hann slasaði sig.

Graham Poll sendur heim

Enski knattspyrnudómarinn Graham Poll varð í dag einn þeirra fjórtán dómara sem lokið hafa keppni á HM og halda til síns heima. Poll átti skelfilegan dag þegar hann dæmdi leik Ástrala og Króata í riðlakeppninni og gerði sú frammistaða útslagið með það að þessi reyndi dómari fengi ekki að halda áfram að dæma í mótinu.

Ekki í hefndarhug gegn Portúgölum

Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englendinga, segist ekki vera með hefnd í huga þegar lið hans mætir Portúgal í 8-liða úrslitunum á HM á laugardaginn. Portúgalar slógu Englendinga út úr Evrópukeppninni fyrir tveimur árum.

Tony Adams aðstoðar Redknapp

Úrvalsdeildarlið Portsmouth hefur ráðið Tony Adams til starfa sem aðstoðarmann knattspyrnustjórans Harry Redknapp. Adams gerði garðinn frægan hjá Arsenal í mörg ár sem leikmaður, en hefur síðar m.a. stýrt liði Wycombe í neðri deildunum á Englandi og starfað sem þjálfari í Hollandi.

Óttaðist að komast ekki á HM

Framherjinn sterki Wayne Rooney hefur viðurkennt að hann hafi óttast mjög að hann missti af HM eftir að hann fótbrotnaði fyrir um tveimur mánuðum. Rooney tókst þó að jafna sig í tæka tíð og komst á mótið, en á enn eftir að komast á blað í markaskorun.

Íhugar að hætta

Luis Aragones hefur látið í það skína að hann muni segja af sér sem landsliðsþjálfari Spánverja, eftir að liðinu mistókst að ná því takmarki sem hann hafði sett fyrir HM. Aragones hótaði að segja af sér ef liðið yrði ekki á meðal fjögurra efstu og þó hann hafi ekki í hyggju að hætta þjálfun, þykir líklegt að hann muni stíga af stóli á næstu dögum. Spænska knattspyrnusambandið hefur þó farið þess á leit við Aragones að hann stýri liðinu fram yfir EM eftir tvö ár.

Deco sigurviss

Miðjumaðurinn Deco hjá portúgalska landsliðinu, segist þess fullviss að hans menn vinni sigur á Englendingum í 8-liða úrslitunum á HM um helgina. Deco þarf sjálfur að fylgjast með leiknum úr stúkunni, því hann tekur út leikbann eftir að hafa fengið rauða spjaldið í síðasta leik.

Sjá næstu 50 fréttir