Fleiri fréttir

Phoenix 1 - San Antonio 3

Phoenix Suns neituðu að láta San Antonio Spurs niðurlægja sig í úrslitakeppninni og náðu að vinna sigur í fjórða leik liðanna í nótt, 111-106. Skyndilega eru þeir komnir í ágætis aðstöðu til að bjarga andlitinu, því næsti leikur fer fram á heimavelli þeirra í Phoenix. Þar hafa þeir að vísu ekki riðið feitum hesti gegn Spurs, en þeir virðast hafa endurheimt sjálfstraustið.

Skagamenn steinlágu á heimavelli

Skagamenn steinlágu 3-0 á heimavelli gegn Fylki í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í gærkvöldi og var sigurinn síst of stór. Hrafnkell Helgason, Björgólfur Takefusa og Eric Gustafsson skoruðu mörkin. Fylkir er með sex stig í fjórða sæti deildarinnar. ÍA er með sama stigafjölda en er í sjöunda sæti.

Nistelrooy í skiptum fyrir Eto´o?

Götublaðið <em>The Sun</em> greinir frá því að Manchester United hafi boðið Barcelona Ruud Van Nistelrooy í skiptum fyrir Samuel Eto´o. Ólíklegt er talið að Barcelona þekkist boðið en Joan Laporta, forseti Barcelona, segir að Eto´o verði aldrei seldur.

Rio settir afarkostir

Manchester United selur Rio Ferdinand gangi hann ekki að nýju tilboði félagins sem hljóðar upp á 100 þúsund pund á viku. Þetta kemur fram í nokkrum breskum blöðum í dag.

Pétur í sigurliði Hammarby

Pétur Hafliði Marteinsson lék allan leikinn með Hammarby í 3-1 sigri liðsins á Hacken í sænsku úvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi. Hjálmar Jónsson lék fyrri hálfleik með IFK Gautaborg þegar liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Elfsborg. Hammarby og Gautaborg eru um miðja deild.

Jafntefli í Íslendingaslag

Valerenga og Start gerðu 1-1 jafntefli í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Árni Gautur Arason var í marki Valerenga og Jóhannes Harðarson lék með Start en eins og kunnugt er var hann valinn í íslenska landsliðið sem mætir Ungverjum á laugardag og Möltu á miðvikudag.

Heiðar Davíð í toppbaráttunni

Heiðar Davíð Bragason úr golfklúbbunum Kili lék á 69 höggum á fyrsta degi á Opna breska áhugamannamótinu í gær. Aðeins tvær kylfingar léku betur, eða á 67 höggum. 64 kylfingar komast áfram á mótinu eftir annan keppnisdag í dag og verður þá leikin holukeppni.

ÍR-ingar bæta við sig leikmönnum

Karlalið ÍR í handbolta bætir enn við sig leikmönnum. Þorleifur Björnsson er kominn frá Gróttu/KR og Andri Númason frá Víkingi. Þá gekk markvörðurinn Gísli Guðmundsson til liðs við félagið á dögunum.

Heil umferð hjá konunum

Heil umferð verður í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Keflavík og Íslandsmeistarar Vals eigast við suður með sjó, Stjarnan og ÍA mætast í Garðabæ, KR tekur á móti FH og ÍBV fær Breiðablik í heimsókn. Leikirnir hefjast klukkan 20.

Trapattoni fékk heimþrá og fór

Fyrrverandi landsliðsþjálfari Ítala, Giovanni Trapattoni fékk svo mikla heimþrá að hann er hættur sem knattspyrnustjóri portúgalska liðsins Benfica. Engu skipti þó Trappatoni leiddi liðið til sigurs í portúgölsku efstu deildinni sem er fyrsti landstitill félagsins í 11 ár.

Ungverjar mæta Frökkum í kvöld

Lið Ungverja sem mætir Íslendingum í undankeppni HM í fótbolta á Laugardalsvelli næsta laugardag mætir Frökkum í vináttulandsleik á Saint Symphorien leikvangi Mets í Frakklandi í kvöld. Byrjunarlið Ungverja gegn Frökkum í kvöld ætti að gefa ágæta vísbendingu um uppstillingu Lothar Matthaus  þjálfara liðsins á Laugardalsvelli á laugardaginn.

Valur 2-0 yfir gegn Fram

Valur er 2-0 yfir gegn Fram í Landsbankadeild karla í knattspyrnu en tveir leikir standa nú yfir sem hófsut kl. 19.15. Matthías Guðmundsson kom heimamönnum yfir á Hlíðarenda á 12. mínútu og Sigþór Júlíusson bætti seinna við á 19. mínútu. Þá er markalaust hjá Þrótti og Keflavík á Laugardalsvelli.

Valur að valta yfir Fram

Valur er 3-0 yfir gegn Fram í stórleik Landsbankadeildar karla í kvöld þegar flautað hefur verið til hálfleiks. Matthías Guðmundsson, Sigþór Júlíusson og Baldur Aðalsteinsson skoruðu mörk heimamanna. Þá er jafnt hjá Þrótti og Keflavík á Laugardalsvelli, 1-1 þar sem heimamenn komust yfir.

Totti áfram hjá Roma

Francesco Totti fyrirliði Roma tók af allan vafa um framtíð sína hjá félaginu þegar hann skrifaði undir brakandi nýjan 5 ára samning. Útlit var fyrir að "herra Roma" væri á förum frá félaginu.

Becks: Glazer góður fyrir Man Utd

David Beckham hefur tekið upp hanskann fyrir bandaríska auðnjöfurinn Malcolm Glazer og segir að stuðningsmenn Man Utd þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur. Beckham segir að hann eigi eftir að hafa góð áhrif á félagið en eins og kunnugt er ríkir gríðarleg andstaða meðal stuðningsmanna vegna kaupa Glazer á Man Utd.

Stórsigur Vals og Þróttur fær stig

Valur vann sinn fjórða sigur í röð í Landsbankadeild karla í kvöld þegar Fram steinlá á Hlíðarenda, 3-0 og eru þeir rauðklæddu því með fullt hús stiga við hlið Íslandsmeistara FH á toppi deildarinnar. Þróttur og Keflavík gerðu 2-2 jafntefli á Laugardalsvelli en þetta er fyrsta jafnteflið í deildinni í sumar og fjórðu umferð nú lokið.

Hrefna með fernu fyrir KR

Heil umferð fór fram í Landsbankadeild kvenna í kvöld og varð engin breyting á tveimur efstu sætum deildarinnar. Topplið KR lagði FH, 6-1 þar sem Hrefna Jóhannesdóttir skoraði fernu og eru Vesturbæjarstúlkur efstar með 9 stig eins og Breiðablik sem vann erfiðan útisigur á ÍBV, 1-2. Íslandsmeistarar Vals rassskelltu nýliða Keflavíkur, 0-9.

Úrslit VISA bikarleikja kvöldsins

10 leikir fóru fram í Visabikar karla í knattspyrnu en forkeppni stendur nú yfir og lýkur á morgun. Leiknir Reykjavík var fyrsta lið til að tryggja sig í 32 liða úrslitin sem dregið verður í á fimmtudag. Ekkert var um óvænt úrslit en Njarðvík lagði Selfoss á útivelli, 0-3.

Owen með þrennu fyrir England

Michael Owen skoraði þrennu fyrir enska landsliðið sem lagði Kólumbíu í vináttulandsleik í New Jersey í kvöld, 2-3 en Englendingar eru á ferðalagi um Ameríku þess dagana. Peter Crouch var í byrjunaliði Englendinga í kvöld og lagði upp fyrsta mark Owen. Þá var David Beckham einnig í byrjunaliðinu. Þá unnu Frakkar sigur á Ungverjum,

Miami 2 - Detroit 1

Miami lék vel í Detroit í nótt og landaði gríðarlega mikilvægum sigri 113-104. Dwayne Wade og Shaquille O´Neal léku vel í fyrri hálfleiknum, en í þeim síðari má segja að lið Detroit hafi séð um það alveg sjálft að tapa leiknum með slakri vörn og bjánaskap.

Grindavík - ÍBV á Sýn í kvöld

Tveir leikir verða í Landsbankadeild karla í kvöld: ÍA og Fylkir keppa á Akranesi og Grindavík mætir ÍBV í Grindavík. Sá leikur verður sýndur beint á Sýn. Flautað verður til leiks klukkan 19.15 en útsendingin hefst klukkan 18.55.

Magnús sigraði á fyrsta mótinu

Magnús Lárusson GKJ sigraði á fyrsta stigamóti ársins í golfi í Toyotamótaröðinni. Magnús hafði sigur á Örlygi Helga Grímssyni í GV í bráðabana en báðir léku á fimm höggum undir pari.

Leonard sigraði naumlega

Justin Leonard sigraði á St. Jude Classic mótinu í Memphis í Tennessee um helgina. Leonard hafði átta högga forystu fyrir lokahringinn og hafði næstum klúðrað sigrinum. David Toms lék mjög vel í gær, fór völlinn á sjö höggum undir pari og varð í öðru sæti, höggi á eftir Leonard. Fred Funk varð í þriðja sæti.

Fjórða mark Veigars á leiktíðinni

Veigar Páll Gunnarsson skoraði fyrir Stabæk þegar liðið sigraði Hödd, 2-0, í 1. deild norsku knattspyrnunnar í gær. Þetta var fjórða mark Veigars Páls á leiktíðinni en Stabæk og Sandefjörd hafa forystu í 1. deildinni, næstefstu deildinni í Noregi.

Villareal og Betis í forkeppnina

Síðasta umferðin í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu fór fram um helgina. Villareal og Real Betis tryggðu sér 3. og 4. sætið í deildinni og taka því þátt í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu á næstu leiktíð.

Hagi sagði upp

Rúmeninn Gheorge Hagi sagði í morgun upp starfi sínu sem knattspyrnustjóri tyrkneska fótboltaliðsins Galatasaray. Hagi, sem er þekktasti knattspyrnumaður Rúmeníu, er sagður á leið heim til þess að taka við liðinu sem hann lék með í mörg ár, Steaua Búkarest.

Östringen í úrvalsdeildina

Kronau Östringen tryggði sér sæti í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í gær þegar liðið sigraði Hildesheim í seinni leik liðanna um sæti í deildinni. Kronau sigraði 26-22 og vann leikina tvo samtals með sjö marka mun.

West Ham í úrvaldsdeildina

West Ham vann sér í dag sæti í ensku úrvaldsdeildinni að ári með 1-0 sigri á Preston í úrslitaleik umspilsins á Millennium Stadium í Cardiff. West Ham þurrkaði þar með út marktröðina frá því í fyrra er liðið tapaði í sama leik.

Edu til Valencia

Fyrrum miðvallarleikmaður Arsenal, Brasilíumaðurinn Edu, mun skrifa undir fimm ára samning við spænska stórliðið Valencia, en félagið greindi frá þessu í dag.

Hamann vill nýjan samning

Dietmar Hamann olli í dag bæði Hamburg og Bolton miklum vonbrigðum er hann tilkynnti að hann ætlaði sér að vera áfram hjá Liverpool.

Henry og Forlan fá gullskóinn

Diego Forlan, framherji Villarreal, og Thierry Henry, framherji Arsenal, munu deila gullskónum fyrir að vera markahæstu menn Evrópu þetta tímabilið.

Grindavík og Fylkir yfir

Tveir leikir fara fram í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld ég þegar flautað hefur verið til hálfleiks eru Grindvíkingar yfir gegn Eyjamönnum 2-1 og Fylkis menn hafa yfir gegn Skagamönnum uppá Skaga, 0-1.

Fylkir og Grindavík unnu

Fylkir og Grindavík unnu leiki sína í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld. Fylkir vann öruggan 0-3 sigur uppá Skaga og Grindvíkingar lögðu Eyjamenn 2-1 í Grindavík.

Óvissa með Sævar

Óvíst er hversu alvarleg meiðsli Sævars Þórs Gíslasonar, sóknarmanns Fylkis, eru en hann þurfti að fara af velli snemma í fyrri hálfleik í tapleiknum gegn Val. Sævar sagði við Fréttablaðið í gær að hann væri mjög óstöðugur í hnénu og átti hann von á því að málið myndi skýrast í dag.„Ég lenti eitthvað skringilega og ég heyrði smell.

Íslandsmet í spjótkasti

Hin tvítuga spjótkastkona, Ásdís Hjálmsdóttir, gerði sér lítið fyrir í gær og setti nýtt Íslandsmet í spjótkasti kvenna á Laugardalsvellinum þegar hún kastaði spjótinu 57,10 metra á vormóti FÍRR.

McLynn tognaður

Bakvörðurinn írski, Ross James McLynn, lék ekki með Frömurum gegn Þrótti í fyrrakvöld en hann hafði leikið fyrstu tvo leiki liðsins á tímabilinu og skorað eitt mark.

Sala miða eykst með komu Guðjóns

Greinilegt að stuðningsmenn Notts County hafa tröllatrú á Guðjóni Þórðarsyni, nýráðnum knattspyrnustjóra liðsins. Sala á ársmiðum á heimaleiki liðsins tók kipp við komu Guðjóns og jukust um 15% á einni viku. Alls hafa 1600 ársmiðar selst sem er talsverð aukning frá sama tíma ársins í fyrra en liðið hefur nú átt erfitt uppdráttar fjögur tímabil í röð.

Smicer á förum frá Liverpool?

Vladimir Smicer, leikmaður Liverpool, gæti verið á leið aftur í franska fótboltann en þar hefur Bordeaux mikinn áhuga á kappanum. Samningur Smicer við enska liðið rennur út í næsta mánuði en hann gæti ekki hvatt félagið með betri hætti, hann skoraði annað mark Liverpool í sigrinum á AC Milan í úrslitaleik Meistaradeildinnar og skoraði einnig í vítaspyrnukeppninni.

Heimir sagði nei við Gróttu

Heimir Ríkarðsson handknattleiksþjálfari hafnaði tilboði frá Gróttu um fimm ára samning. Kristján Guðlaugsson, formaður handknattleiksdeildar félagsins, staðfesti þetta þegar Fréttablaðið hafði samband við hann í gær. Heimir, sem var rekinn frá Fram í apríl, er í viðræðum við Fylki um að taka að sér stöðu hjá félaginu og aðstoða við að smíða alvöru handboltalið í Árbænum.

Birgir í basli með Bermúda-grasið

Birgir Leifur Hafþórsson er í 23.-31. sæti á móti í Marokkó þegar aðeins á eftir að leika einn hring en þetta mót er liður í áskorendamótaröð Evrópu. Birgir Leifur lék á 68 höggum í gær eða þrem undir pari en hann er sex undir pari samtals.

Phoenix 0 - San Antonio 3

Lið San Antonio sýndi í fyrstu tveimur leikjunum gegn Phoenix að þeir geta líka skorað mikið af stigum. Í gærkvöldi sýndu þeir hinsvegar sitt rétta andlit í varnarleiknum og með hjálp frá trylltum áhorfendum sínum í SBC Center, unnu þeir sannfærandi 102-92 sigur og eru nánast búnir að gera út um einvígið.

Fjör í 1.deildinni

Það var blóðug barátta á Akureyri í gær þegar erkifjendurnir í Þór og KA mættust. Hart var tekist á eins og venjulega og fengu tveir leikmenn Þórs að líta rauða spjaldið. Það nýttu KA-menn sér til fullnustu og þegar upp var staðið höfðu þeir niðurlægt Þórsarana, 6-1.

Fjöldi Íslendinga í Andorra

Á mánudagskvöldið verða smáþjóðaleikarnir settir í Andorra þar sem keppnin fer fram í ár. 126 íslenskir keppendur halda utan í dag ásamt fylgdarliði. Íslenska keppnisliðið á harma að hefna, eftir að hafa hlotið flest verðlaun á leikunum nokkur skipti í röð, urðu þeir að láta í minni pokann fyrir tveimur árum á Möltu, er leikarnir fóru síðast fram

Heidfeld á ráspól

Ökumenn Williams-liðsins voru í fantaformi þegar tímatakan fyrir kappaksturinn á Nurburgring fór fram í gær. Hraðast allra ók Nick Heidfeld og hann verður því á ráspól í fyrsta skipti á ferlinum í dag.Raikkonen keyrði aðeins hægar en Heidfeld og Íslandsvinurinn Mark Webber var með þriðja besta tímann.

Allt í óvissu hjá Stoke

„Ég hef ekki hugmynd um hvað er að gerast í þessum klúbbi," sagði Þórður Guðjónsson við Fréttablaðið og átti þar við sitt félag, Stoke City. „Það virðist enginn vita hvert klúbburinn er að fara og meira að segja ríkir óvissa um hver verði þar sem stjóri. Mér skilst á Tony Pulis sjálfum að það sé engan veginn víst að hann haldi áfram."

Sjá næstu 50 fréttir