Sport

Íslandsmet í spjótkasti

Hin tvítuga spjótkastkona, Ásdís Hjálmsdóttir, gerði sér lítið fyrir í gær og setti nýtt Íslandsmet í spjótkasti kvenna á Laugardalsvellinum þegar hún kastaði spjótinu 57,10 metra á vormóti FÍRR. Hún bætti met Vigdísar Guðjónsdóttur um rúmlega einn og hálfan metra en Vigdís hefur kastað lengst 55,54 metra. Besta kast Ásdísar fyrir gærdaginn var 55,51 metri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×