Sport

Skagamenn steinlágu á heimavelli

Skagamenn steinlágu 3-0 á heimavelli gegn Fylki í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í gærkvöldi og var sigurinn síst of stór. Hrafnkell Helgason, Björgólfur Takefusa og Eric Gustafsson skoruðu mörkin. Fylkir er með sex stig í fjórða sæti deildarinnar. ÍA er með sama stigafjölda en er í sjöunda sæti. Grindavík lagði ÍBV að velli, 2-1, í viðureign stigalausu liðanna. Sinisa Kekic og Óli Stefán Flóventsson úr víti skoruðu mörk Suðurnesjamanna en Matthew Platt mark ÍBV. Grindavík fór úr fallsæti í það áttunda, er með þrjú stig, en Eyjamenn sitja stigalausir á botninum. Fjórðu umferð lýkur í kvöld. Þróttur og Keflavík eigast við á Laugardalsvellinum; Þróttarar eru án stiga en Keflvíkingar eru með sex stig í sjötta sæti. Stórleikur er á Hlíðarenda þegar Reykjavíkurrisarnir Valur og Fram mætast. Valur er í öðru sæti með níu stig og Fram er í þriðja sæti með sex stig. Flautað verður til leiks klukkan 19.15. Svipmyndir úr leikjunum verða sýndar í Olíssporti á Sýn klukkan 22.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×