Sport

McLynn tognaður

Bakvörðurinn írski, Ross James McLynn, lék ekki með Frömurum gegn Þrótti í fyrrakvöld en hann hafði leikið fyrstu tvo leiki liðsins á tímabilinu og skorað eitt mark. Ólafur Kristjánsson, þjálfari Fram, segir McLynn tognaðan aftan á læri og það komi ekki í ljós fyrr en á æfingu í dag og á morgun hvort hann verði klár í næsta leik, gegn Val á Hlíðarenda á þriðjudagskvöld. Kristófer Skúli Sigurgeirsson tók stöðu McLynns í byrjunarliði Fram gegn Þrótti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×