Fleiri fréttir

England lagði Bandaríkin 2-1

Englendingar sigruðu Bandaríkjamenn með tveimur mörkum gegn einu í vináttulandsleik í knattspyrnu sem háður var í Chicago í gærkvöld. Kieran Richardsson sem leikur með WBA skoraði bæði mörk Englendinga í fyrri hálfleik í sínum fyrsta landsleik.

Jafntefli í lokaleik Barcelona

Real Sociedad og Barcelona gerðu markalaust jafntefli í lokaumferðinni spænsku úrvalsdeildimnni í knattspyrnu og Real Madrid vann Real Zaragossa á útivelli með þremur mörkum gegn einu. Michel Owen, Roberto Carlos og Ronaldo skoruðu mörk Real Madrid. Barcelona, sem þegar hafði tryggt sér spænska meistaratitilinn, lauk keppni með 84 stig en Real Madrid varð fjórum stigum á eftir í öðru sæti.

Ciudad Real ekki í úrslit bikars

Ólafur Stefánsson og félagar í Ciudad Real féllu í gærkvöld úr leik í spænsku bikarkeppninni í handknattleik þegar þeir biðu lægri hlut fyrir bikarmeisturum Valladolid, 34-31, í undanúrslitum. Ólafur skoraði tvö mörk í leiknum. Barcelona sigraði Ademar Leon 33-28 og mætir Valladolid í úrslitum um Konungsbikarinn.

Ásgeir Íslandsmeistari í snóker

Ásgeir Ásgeirsson varð í gær Íslandsmeistari í snóker þegar hann sigraði Gunnar Hreiðarsson í úrslitum með níu römmum gegn tveimur.

Tvöfalt hjá Bayern München

Bayern München vann í gærkvöld þýska bikarinn í knattspyrnu í 12. sinn þegar liðið sigraði Schalke með tveimur mörkum gegn einu á Ólympíuleikvanginum í Berlín. Þetta er í fimmta sinn sem Bayern München vinnur tvöfallt í Þýskalandi, en liðið vann meistaratitilinn í Þýskalandi á dögunum.

Örugg forysta Leonards

Justin Leonard frá Bandaríkjunum hefur átta högga forystu eftir þrjá hringi á PGA-meistaramóti sem fram fer í Memphis, en hann er samtals á 17 höggum undir pari fyrir lokahringinn. Peter Hedblom frá Svíþjóð og Angel Cabrera frá Argentínu hafa tveggja högga forystu á Evrópumóti atvinnumanna í Wentworth á Englandi og eru á tíu höggum undir pari.

Houllier ráðin til Lyon

Gerard Houllier var í dag ráðinn framkvæmdastjóri franska liðsins Lyon og skrifaði hann undir tveggja ára samning með möguleika á árs framlengingu.

Sheff Wed í 1. deildina

Sheffield Wednesday tryggði sér í dag sæti í ensku fyrstu deildinni með sigri á Hartlepool, 4-2, í framlengdum leik.

Birgir Leifur endaði í 8. sæti

Íslandsmeistarinn í golfi, Birgir Leifur Hafþórsson, endaði í 8.-12. sæti á áskorendamótinu í Marokkó en hann lék á 66 höggum í dag og samtals á 11 höggum undir pari. Birgir Leifur fékk í dag 8 fugla, 8 pör, einn skolla og einn tvöfaldan skolla.

Keane til Celtic?

Robbie Keane, framherji Tottenham, er orðaður við skosku bikarmeistarana í Celtic, en nýr stjóri á Parkhead, Gordon Strachan, vill starfa aftur með leikmanninum en Keane lék undir stjórn Strachan hjá Coventry fyrir nokkrum árum.

Mutu spilaði aftur í dag

Adrian Mutu lék aftur í dag eftir sjö mánaða keppnisbann þegar Juventus lagði Cagliari að velli 4-2. Rúmenski framherjinn var rekinn frá Chelsea í október síðastliðinn eftir að kókaín fannst í blóði hans og var hann umsvifalaus settur í leikbann.

Maradona orðinn Poolari

Argentínska knattspyrnugoðið, Diego Armando Maradona, átti ekki til orð yfir stuðningsmönnum Liverpool sem staddir voru í Istanbul og varð algjörlega heillaður af stuðningi þeirra við liðið.

FH yfir í hálfleik

Einn leikur stendur nú yfir í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. KR og FH eigast við í Frostaskjólinu og þegar Ólafur Ragnarsson, dómari leiksins, hefur flautað til leikhlés er staðan 1-0 fyrir FH.

Tímabilið búið hjá Sævari Þór

Sævar Þór Gíslason, leikmaður Fylkis í Landsbankadeildinni, mun að öllum líkindum ekki leika meira á þessu tímabili en talið er að hann hafi slitið krossbönd í hægra hné.

Detroit-Miami í beinni í kvöld

Það verður sannkallaður stórleikur í beinni útsendingu á Sýn á miðnætti í kvöld, þegar Detroit Pistons taka á móti Miami Heat í þriðja leiknum í úrslitum austurdeildar NBA.  Eftir tap á heimavelli í fyrsta leiknum, tók Flórídaliðið sig saman í andlitinu og sigraði í leik tvö, ekki síst vegna stórleiks Dwayne Wade, sem skoraði 40 stig.

FH sigraði KR

FH-ingar sigruðu KR í fyrsta leik fjórðu umferðar Landsbankadeildar karla í knattspyrnu. Jón Þorgrímur Stefánsson skoraði eina mark leiksins með skalla eftir aukaspyrnu Dennis Siim frá hægri í fyrri hálfleik.

Silja í úrslit í 400 m í New York

Silja Úlfarsdóttir, frjálsíþróttakona úr FH, tryggði sér í gærkvöld sæti í úrslitum í 400 metra grindarhlaupi á bandaríska háskólameistaramótinu í New York. Silja varð í þriðja sæti í undanrásum á 57,94 sekúndum og keppir til úrslita í kvöld. Silja hyggst í kvöld reyna við lágmarkið sem gefur henni þáttökurétt á heimsmeistaramótinu í Helsinki í sumar.

Ólafur Ingi leystur undan samningi

Ólafur Ingi Skúlason, leikmaður Arsenal, hefur verið leystur undan samningi hjá félaginu ásamt fjórum öðrum leikmönnum. Ólafur sem er 22 ára hefur verið á mála hjá Arsenal í fjögur ár en hann náði ekki að festa sig í sessi hjá félaginu.

Gríndvíkingar leita liðsstyrks

Grindvíkingar, sem byrjað hafa illa í Landsbankadeildinni í knattspyrnu, hafa borið víurnar í þýska miðjumanninn Michael Zeyer, sem leikið hefur með Düsseldorf í þýsku þriðju deildinni, og hyggjast gera við hann samning fyrir 1. júní.

Samúel semur við Hauka

Samúel Ívar Árnason handknattleiksmaður, sem lék með ÍBV á síðustu leiktíð, skrifaði í gær undir tveggja ára samning við Hauka. Hann er annar leikmaður ÍBV sem gengur til liðs við Íslandsmeistarana en Kári Kristjánsson unglingalandsliðamaður gekk á dögunum í raðir Hafnarfjarðarliðsins.

Öruggur sigur Njarðvíkur á ÍR

Einn leikur á dagskrá í 2. deild karla á Íslandsmótinu í knattspyrnu í gærkvöld. Njarðvík burstaði ÍR með fjórum mörkum gegn engu. Leiknir, Njarðvík og Selfoss eru á toppnum í deildinni með sex stig.

Venus óvænt úr leik á Opna franska

Venus Williams frá Bandaríkjunum féll í gær úr leik á Opna franska meistaramótinu í tennis í gær. Williams tapaði óvænt fyrir óþekktri 15 ára stúlku frá Búlgaríu, Sesil Karatantchevu, 3-6, 6-1 og 1-6 í þriðju umferð mótsins.

Leonard efstur í Memphis

Bandaríski kylfingurinn Justin Leonard hefur fimm högga forystu eftir tvo hringi á PGA-mótinu í Memphis og er samtals á 13. höggum undir pari. Fredric Jakobson frá Svíþjóð er annar á átta höggum undir pari. Í Wentworth á Englandi er sænski kylfingurinn Peter Hedbolm efstur með þriggja högga forystu eftir tvo hringi. Sá sænski er samtals á 11. höggum undir pari.

Sven biðlar til Uefa

Þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, Svíinn Sven Goran Eriksson, hefur skorað á Uefa að gefa Liverpool sæti í Meistaradeild Evrópu.

Koeman ráðinn stjóri Feyenoord

Erwin Koeman, eldri bróðir Ronald Koeman, hefur verið ráðin framkvæmdastjóri hollenska liðsins Feyenoord og tekur þar með við af Ruud Gullit sem hætti á dögunum.

Eyjólfur tilkynnir U-21 liðið

Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U-21 árs landsliðs karla í knattspyrnu, hefur valið átján manna hóp fyrir leikina tvo gegn Ungverjum og Maltverjum í undankeppni Evrópumótsins. Fyrri leikurinn verður gegn Ungverjum föstudaginn þriðja júní á Víkingsvelli og sá seinni gegn Möltu fjórum dögum síðar á KR-velli.

Meðlimir Oasis góðir

Eitt af stærstu rokkböndum í heiminum í dag, breska bandið Oasis, var með tónleika í Coronet leikhúsinu í London á miðvikudagskvöldið, sama kvöld og Liverpool sigraði AC Milan í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.

Van der Vaart til Hamburg

Hamburger SV hefur keypt hollenska miðjumanninn Rafael van der Vaart frá Ajax fyrir 5.5 milljónir evra. Hinn 22-ára gamli van der Vaart skrifaði undir fimm ára samning.

KA vann Akureyrarslaginn

KA vann stórsigur á nágrönnum sínum í Þór á Akureyrarvelli í dag. Lokatölur urðu 6-1.

Celtic bikarmeistari

Celtic varð í dag skoskur bikarmeistari þegar liðið lagði Dundee United, 1-0, í úrslitaleik á Hampden Park í Glasgow. Alan Thompson skoraði sigurmarkið strax á 11. mínútu. Leikmenn Celtic voru mun sterkari í leiknum og hefðu auðveldlega getað bætt við fullt af mörkum, brenndi Chris Sutton meðal annars af vítaspyrnu.

Víkingur lagði Víking

Víkingur R. lagði nafna sína frá Ólafsvík í dag með sjö mörkum gegn engu í Víkinni. Því miður erum við ekki með markaskorara úr þeim leik. Eftir leikinn er Víkingur R. í öðru sæti með sjö stig eftir þrjá leiki, tveimur stigum á eftir Blikum sem hafa fullt hús stiga. Víkingur Ó. er í fimmta sæti með fjögur stig.

Blikar áfram á toppnum

Einn leikur var í 1. deild karla í knattspyrnu í gærkvöld. Breiðablik sigraði Fjölni með einu marki gegn engu. Það var Ellert Hreinsson sem skoraði eina mark leiksins en Breiðablik er á toppnum í deildinni með 9 stig.

Jakob eftirsóttur í Evrópu

Jakob Sigurðsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, er eftirsóttur, en hann var á dögunum valinn íþróttamaður ársins í Birmingham Southern College skólanum í Bandaríkjunum. Mörg félagslið í Evrópu hafa sóst eftir því að fá hann í sínar raðir. Lið í Belgíu , Hollandi og Þýskalandi hafa öll spurst fyrir um Jakob, m.a. hollensku meistararnir í Amsterdam og þýska liðið Bayer Leverkusen.

Hlynur frá Gróttu/KR til Fylkis

Hlynur Mortens, markvörður í handknattleik, sem leikið hefur með Gróttu/KR mun leika með Fylkismönnum í Árbæ á næstu leiktíð. Hlynur bætist þar með í hóp fjölda handknattleiksmanna sem gengið hafa til liðs við Árbæinga síðustu vikur.

Ciudad í undanúrslit bikarsins

Ciudad Real komst í gærkvöld í undanúrslit í Konungsbikarnum á Spáni þegar liðið sigraði Granollers með 39 mörkum gegn 24. Ólafur Stefánsson skoraði þrjú mörk í leiknum. Ciudad Real mætir núverandi bikarmeisturum í Valladolid í undanúrslitum.

Tap hjá Indriða og félögum

Standard Lige vann Genk með þremur mörkum gegn einu í fyrri leik liðanna um sæti í Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu. Indriði Sigurðsson lék allan leikinn með Genk.

FCK meistari í Skandinavíudeild

FC Kaupmannahöfn sigraði í Skandinavíudeildinni í knattspyrnu í gær en liðið bar sigurorð af IFK Gautaborg í vítaspyrnukeppni. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var jöfn, 1-1.

Man Utd losa sig við Carroll

Manchester United leysti í dag 8 leikmenn undan samningi, þeirra á meðal markverðina tvo, Norður-Írann Roy Carroll og Spánverjann Ricardo.

Birgir Leifur á 5 undir pari

Birgir Leifur Hafþórsson tryggði sér í dag áframhaldandi þátttöku á golfmótinu á Golf du Soleil-vellinum í Marokkó sem er hluti af Áskorendamótaröðinni. Hann lék með eindæmum vel í dag eða á 5 höggum undir pari, 66 höggum og er í 34. sæti fyrir lokahringina tvo.

Ólöf María úr leik

Íslandsmeistari kvenna í golfi, Ólöf María Jónsdóttir náði ekki að fylgja eftir velgengni sinni undanfarið í dag og er úr leik á opna austurríska mótinu sem er hluti af evrópsku mótaröðinni. Hún lék annan hringinn í dag á 75 höggum, þremur yfir pari.

Fram yfir í hálfleik

Andri Fannar Ottósson skoraði mark Fram sem er 1-0 yfir gegn Þrótti í nágrannaslag liðanna í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. Hálfleikur stendur nú yfir en þetta er lokaleikur þriðju umferðar. Mark Andra Fannars kom á 24. mínútu. Þórarinn Kristjánsson er í fyrsta sinn í byrjunarliði Þróttar í kvöld.

Van der Vaart til Hamburgar

Óvænt tíðindi urðu í kvöld þegar hollenski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, Rafael van der Vaart yfirgaf Ajax og gekk í raðir þýska Bundesliguliðsins Hamburg SPV fyrir 4 milljónir punda, eða 480 milljónir ÍSK.

Figo heilsar mér ekki lengur!

Þjálfari Real Madrid, Vanderlei Luxemburgo upplýsti á blaðamannafundi í dag að samband hans við portúgalska landsliðsmanninn Luis Figo sé við frostmark. Figo hefur ekki heilsað þjálfaranum frá því hann missti byrjunarliðssæti sitt í liðinu snemma í apríl sl.

15 ára sló Venus út í Frakklandi

Tenniskona Venus Williams féll úr keppni á á opna franska Tennismótinu í dag á einstaklega niðurlægjandi hátt fyrir 15 ára tennisstúlku í 3. umferð mótsins. "...Ég hafði bara aldrei heyrt af þessari stúlku né séð hana áður." sagði hin undrandi Venus.

Öruggur sigur Fram

Andri Fannar Ottósson skoraði tvö mörk fyrir Fram í öruggum 3-0 sigri á Þrótti í Landsbankadeild karla í knattspyrnu á Laugardalsvelli í kvöld. Heiðar Geir Júlíusson skoraði eitt mark í þessum lokaleik þriðju umferðar og er Fram í 3. sæti deildarinnar með 6 stig. Þróttur er enn á botninum án stiga.

Sjá næstu 50 fréttir