Sport

Smicer á förum frá Liverpool?

Vladimir Smicer, leikmaður Liverpool, gæti verið á leið aftur í franska fótboltann en þar hefur Bordeaux mikinn áhuga á kappanum. Samningur Smicer við enska liðið rennur út í næsta mánuði en hann gæti ekki hvatt félagið með betri hætti, hann skoraði annað mark Liverpool í sigrinum á AC Milan í úrslitaleik Meistaradeildinnar og skoraði einnig í vítaspyrnukeppninni. Strax eftir leikinn fékk umboðsmaður Smicers símtal frá Bordeaux þar sem franska félagið tilkynnti að það vildi fá tékkneska landsliðsmanninn og það helst í gær.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×