Sport

Óvissa með Sævar

Óvíst er hversu alvarleg meiðsli Sævars Þórs Gíslasonar, sóknarmanns Fylkis, eru en hann þurfti að fara af velli snemma í fyrri hálfleik í tapleiknum gegn Val. Sævar sagði við Fréttablaðið í gær að hann væri mjög óstöðugur í hnénu og átti hann von á því að málið myndi skýrast í dag.„Ég lenti eitthvað skringilega og ég heyrði smell. Hnéð gekk nánast til og það gæti verið að liðböndin hafi eitthvað skaddast. En ég er ekki svo bólginn, svo að það er jákvætt," sagði Sævar en ljóst er að skarð hans í sóknarlínu Fylkis verður ekki fyllt svo auðveldlega fari svo að Sævar verði frá í einhvern tíma.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×