Sport

Öruggur sigur Fram

Andri Fannar Ottósson skoraði tvö mörk fyrir Fram í öruggum 3-0 sigri á Þrótti í Landsbankadeild karla í knattspyrnu á Laugardalsvelli í kvöld. Heiðar Geir Júlíusson skoraði eitt mark í þessum lokaleik þriðju umferðar og er Fram í 3. sæti deildarinnar með 6 stig. Þróttur er enn á botninum án stiga. Yfirburðir Fram voru miklir á Laugardalsvellinum í kvöld og sigurinn því verðskuldaður. Þróttarar réðu lítið við Andra Fannar sem átti frábæran leik enn eina ferðina og var maður leiksins. Mörkin hefðu hæglega getað orðið fleiri því leikurinn var mjög opinn og skemmtilegur á að horfa mestan partinn. Fjalar Þorgeirsson markvörður Þróttar varði nokkrum sinnum á heimsmælikvarða svo ekki sé vægara til orða tekið en leikmönnum Þróttar gekk afar illa að halda boltanum innan liðsins og vörnin var ótraust. Það er ljóst að Ásgeir Elíasson þjálfari verður að hrista fram betri spil úr erminni ef liðið á ekki að falla beina lið aftur niður í 1. deild en Framarar voru einfaldlega í öðrum gæðaflokki í kvöld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×