Sport

Gríndvíkingar leita liðsstyrks

Grindvíkingar, sem byrjað hafa illa í Landsbankadeildinni í knattspyrnu, hafa borið víurnar í þýska miðjumanninn Michael Zeyer, sem leikið hefur með Düsseldorf í þýsku þriðju deildinni, og hyggjast gera við hann samning fyrir 1. júní.  Í reglugerð Knattspyrnusambands Íslands um félagskipti segir að leikmaður sem er skráður hjá erlendu knattspyrnusambandi geti aðeins gengið til liðs við íslenskt félagslið frá og með 15. nóvember til og með 31. maí ár hvert eða frá 15. júlí til 31. júlí. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Zyer, sem er 35 ára lék á sínum tíma, 146 leiki í efstu deild í Þýskalandi með Kaiserslautern, Duisburg og Stuttgart.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×