Sport

Silja í úrslit í 400 m í New York

Silja Úlfarsdóttir, frjálsíþróttakona úr FH, tryggði sér í gærkvöld sæti í úrslitum í 400 metra grindarhlaupi á bandaríska háskólameistaramótinu í New York. Silja varð í þriðja sæti í undanrásum á 57,94 sekúndum og keppir til úrslita í kvöld. Silja hyggst í kvöld reyna við lágmarkið sem gefur henni þáttökurétt á heimsmeistaramótinu í Helsinki í sumar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×