Sport

FH sigraði KR

FH-ingar sigruðu KR í fyrsta leik fjórðu umferðar Landsbankadeildar karla í knattspyrnu. Jón Þorgrímur Stefánsson skoraði eina mark leiksins með skalla eftir aukaspyrnu Dennis Siim frá hægri í fyrri hálfleik. FH-ingar, sem reyndar voru mun sterkari aðilinn í leiknum, voru þó heppnir á 69. mínútu er Grétar Hjartarson var togaður niður í teignum. Allir á vellinum  héldu að Ólafur Ragnarsson, dómari leiksins, væri að dæma vítaspyrnu en þess í stað var það Einar Örn Daníelsson, aðstoðardómari, sem flaggaði rangstöðu og því sluppu FH-ingar fyrir horn. FH-ingar er því með fullt hús stiga eftir fjóra leiki en KR-ingar hafa sex stig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×